Dagblaðið - 21.08.1981, Page 6
6
V
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1981.
Gunnar Marínósson yf irfangavörður í gæzluvarðhaldinu
í Síðumúla síðustu tvð árín:
ÉG HEF ALDREILYFT KYLFU
Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri:
Erað þið að gera mig
að sakborningi?
— skrif ykkar eru til þess fallin að tortryggja störf
rannsóknarlögreglunnar
,,Ég fæ ekki betur séð en að með
fyrirsögninni „Sætti mig ekki við að
fangar séu barðir við yfirheyrslur”
séu settar fram dylgjur um aö það sé
daglegt brauð að fangar séu barðir
hjá Rannsóknarlögreglu rikisins. Ég
vísa þessu á bug sem algjörri firru.
í viðtalinu við sr. Jón Bjarman
kemur nánar fram hvað átt er við af
hans hálfu og það eru málefni, sem
hann hefur áður átt hlut í að koma á
framfæri við dómsmálaráðuneytið,
sem kemur til kasta ákæruvalds og
rannsóknarvalds.
Til rannsóknar þessa sakarefnis
var skipaður Þórir Oddsson. Ríkis-
saksóknari kvað á um rannsóknar-
efnið og fylgdist með rannsókn þessa
máls. Hún var mjög rækileg og lá
síðan fyrir Hæstarétti við endanlegan
flutning svonefndra Guðmundar- og
Geirfinnsmála — en þessi sakarefni
leiddu hins vegar ekki til séraðgerða
af hálfu ákæruvaldsins.
Að niðurstöðum þessarar rann-
sóknar er hins vegar vikið í dómi
Hæstaréttar og vísa ég til þess dóms.
Sem sagt, þau sakarefni sem sr. Jón
Bjarman er að bera fram hafa þegar
hlotið meðferð af hálfu rannsókna-
og ákæruvalds fyrir tilstuðlan dóms-
málaráðuneytis.
Ég skil ekki hvað vakir fyrir sr.
Jóni með því að rifja þetta upp núna.
Athugasemdir hans um Þóri Oddsson
eru fjarri lagi, því að mínum dómi
vann hann þessi störf samvizkusam-
lega.
Ég harma þessi skrif sem mér
finnast mjög neikvæð. Þau éru. til
þess fallin að tortryggja störf rann-
sóknarlögreglunnar, enda allsendis
röng og villandi.”
„Sr. Jón Bjarman telur að þú
hefðir átt að grípa fram f þegar
undirmenn þínir tuskuðu fangann til
að þér viðstöddum.”
, ,Eruð þið að gera mig að sakborn-
ingi? Ég vil ekki svara þessu. Ég hef
ekki fleiri orð um þetta,” sagði Hall-
varður Einvarðsson rannsóknarlög-
reglustjóri.
- IHH
„Þau sakarefni sem sr. Jón Bjarman er að bera fram hafa þegar hlotið meðferð af
hálfu rannsókna- og ákæruvalds fyrir tilstuðlan dómsmálaráðuneytis,” sagði
Hallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri. DB-mynd R.Th.
— ég er maður þeirrar línu að reyna að tala fangana til
„Ég hef verið fangavörður í
þrettán ár og hef aldrei lyft kylfu,”
sagði Gunnar Marinósson, sem
starfað hefur í gæzluvarðhaldinu í
Síðumúla frá árinu 1973, þar af sem
yfirfangavörður í rúm tvö ár.
,,Ég er maður þeirrar linu að reyna
að tala fangana til og róa þá niöur án
þess að beita hörðum aðgerðum og
oft tekst það, sem betur fer. En mér
er engin launung á því að við höfum i
örfá skipti tekið menn og járnað. Það
hefur þá verið í tilvikum þar sem
spurningin var um það hvort fanginn
ætti að beita okkur ofbeldi eða við
hann. Einstaka menn eru óskaplega
grimmir í okkar garð, spenntir og illa
haldnir, þegar þeir koma í fangelsið.
Þeir kenna okkur um ófarir sínar af
því það erum við sem lokum
hurðunum á fangaklefunum á eftir
þeim. Oftast ættu þeir heldur að vera
reiðir við sjálfa sig.
Reglugerðin um fangavist er frá
1957. Eins og aðrar reglugerðir
þarfnast hún endurskoðunar og ég
væri hlynntur því að svo væri gert.
Það er rétt hjá séra Jóni Bjarman að
það má teygja hann anzi langt,”
sagði Gunnar Marinósson.
- IHH
„ReglugerOin um fangavlst er frá
1957. Eins og aðrar reglugerðir
þarfnast hún endurskoðunar,” sagði
Gunnar Marinósson yfirfanga-
vörður. DB-mynd Bjarnleifur.
/
Aldamóta-Biblían leyst af hólmi:
„DÆMIUM MIKLA FULLKOMN-
UN í ÍSLENZKRIBÓKAGERД
— Nýja útgáfan kostar 200 milljónir g.kr. — Hugsanlegt að söluskattur verði
felldur niður af bókinni þar sem „óverðugt er að leggja skatt á Guðs orð”
„Við teljum þetta nokkurn viðburð í
sögu kirkju og þjóðar,” sagði herra
Sigurbjörn Einarsson biskup á frétta-
mannafundi á Biskupsstofu á miðviku-
dag þar sem hann kynnti nýja Biblíuút-
gáfu.
Sú Biblía sem nú kemur fyrir augu
lesenda hér á landi er hin tiunda sem út
kemur á íslenzku. í henni eru guð-
spjöllin og Postulasagan endurþýdd úr
frumtexta og fyrri þýðing annarra rita
Nýja testamentisins (frá 1912/14)
endurskoðuð. Nokkrar umbætur hafa
og verið gerðar á sömu þýðingu Gamla
testamentisins.
Á fundinum rakti biskup ástæður
þess að í þessa útgáfu var ráðizt. Sagði
hann að nokkur fátæktarbragur hefði
verið á útgáfunni frá 1912 frá byrjun.
Þar hefði verið sparlega haldið á öllu
og reynt að koma sem mestu lesefni á
hverja blaðsíðu. Útgáfan hefði verið
miðuð við lesendur þess tíma sem
hefðu haft meiri þolinmæði en nútima-
fólk.
Á þessu hefði þurft að ráða bót og
setja Bibliuna upp á ný. Þá blasti það
einnig við að umbætur á þýðingunni
voru æskilegar og nauðsynlegar. Sagði
biskup það meðal annars stafa af því
að þýðing útgáfunnar frá 1912, einkum
Nýja testamentisins, hefði verið svo
frumtextabundin að stíllýtum olli. Þá
væri og þess að gæta að rannsóknum á
frumtexta hefði fleygt mjög fram og
margt komið í ljós við könnun á máli
og daglegu lífi fornaldar sem varpaði
nýju ljósi á orðfæri, hugtök og orða-
sambönd Biblíutextans. Geysilegt rann-
sóknarstarf hefði verið innt af hendi á
undanförnum áratugum á þessu sviöi.
Hinu islenzka Biblíufélagi var því
Ijóst að hér blasti við tímabært og
brýnt verkefni. Starfið hófst árið 1963
með starfi þýðingarnefndar í Nýja
testamentinu undir forsæti herra Sigur-
björns Einarssonar biskups. Starfs-
maður nefndarinnar var Jón Svein-
björnsson prófessor og er endurþýðing-
in að miklu leyti hans verk. Sjálfur
sagði Jón á fundinum að meginbreyt-
ingin fælist í því að gríska frumtextan-
um væri ekki fylgt eins nákvæmlega og
í síðustu útgáfu og setningarnar gerðar
„íslenzkulegri”.
Dr. Þórir Kr. Þórðarson prófessor
var verkstjóri yfir þeirri umbótavinnu
sem unnin var á Gamla testamentinu.
Hann kvaðst hafa „reynt að gera text-
anum til góða”. Hann sagði að textinn
hefði verið brotinn upp í sína eðlilegu
hluta og fyrirsögnum skotið inn og
þannig reynt að gera hann aðgengilegri.
Af öðrum nýjungum má nefna að
textinn er nú settur i tveimur dálkum.
Ýmiss konar hjálpargögn fylgja og
þessari útgáfu. Þannig er vandað og
mikið tilvitnanakerfi neðanmáls og um
60 blaðslðna viðauki þar sem er að
finna yfirlit um mikilvæga ritningar-
staði (eins og t.d. hvar jólaguðspjallið
sé að finna). Einnig er þar stuttorð
kynning á öllum bókum Biblíunnar,
tímatal yfir helztu söguviðburði Bibli-
unnar, orðskýringar og þrettán kort
yfir sögusvæði Biblíunnar á ýmsum
timaskeiðum.
Hin nýja Biblía var prentuð og
bundin í aðalstöðvum Sameinuðu
biblíufélaganna í Stuttgart en sett, um-
brotin og filmuð í Prentstofu G. Bene-
diktssonar 1 Reykjavík. Sagði dr. Þórir
aö bókin væri „snilldarverk” og dæmi
um mikla fullkomnun í íslenzkri bóka-
gerð.
Að öllum þáttum þessa mikla verks
hefur mikill fjöldi manna unnið á
liðnum árum og að sögn Hermanns
Þorsteinssonar framkvæmdastjóra
Hins íslenzka Biblíufélags kostar út-
gáfan um 200 milljónir g.króna. Bókin
kemur til með að kosta um 300 nýkr. í
verzlunum með söluskatti. Nokkrar
vonir standa þó til að rikisstjórnin
heimili að fella niður söluskatt af bók-
inni á kristniboðsári. Ef af því verður
mun hún kosta 250 nýkr. Vitnaði Her-
mann í orð eins Biblíufélagsmanna sem
sagt hafði að „óverðugt væri að leggja
söluskatt á Guðs orð”.
-GAJ
Ölvaður
ökuþór
stefndi
mörgum
íhættu
Sögulegur eltingaleilkur varð við
drukkinn ökumann á Reykjanes-
brautinni á miövikudag. Kom sá
drukkni frá Keflavíkurflugvelli og
lenti í árekstri á Reykjanesbrautinni.
Vildi hann þar ekki standa ábyrgur
gerða sinna en lagði á flótta og
stefndi til höfuðborgarinnar.
Lögreglan syðra gerði Hafnar-
fjarðarlögreglu viðvart og var lög-
reglubíi lagt þvert á veginn í grennd
við Sædýrasafnð sáluga. Þar
stöðvaði sá ölvaði bil sinn og hafn-
firzku lögreglumennirnir gengu i átt
til hans. Skyndilega gaf ökumaður-
inn duglega í bil sinn og geystist fram
hjá lögreglumönnum og bíl þeirra.
En nú fiýtti hann sér um of, réð
ekki við hraðann og lenti ofan i
gjótu. Bíll hans er stórskemmdur.
Að minnsta kosti tveir bílar sem
mættu ðkufantinum á flótta hans frá
Keflavík urðu nánast að fara út af
Reykjanesbrautinni til að forðast slys
er hinn ölvaöi var I framúrakstri á
flótta slnum. -A.St.
Þjófarnir
skildu bflinn
eftir
hjólalausan
öllum hjólum, felgum og dekkjum
var á þriðjudagsnótt stolið undan bíl
sem stóð við Kisilskemmuna á
hafnarsvæði Húsavíkur. Var kært
yfir þjófnaðinum um morguninn.
Lögreglan taldi ástæðu til að gruna
ákveðinn aðila, renndi til hans og
kom honum I opna skjöldu þar sem
hann var með ránsfenginn. Varð fátt
um svör en þó kom í ljós að fjórir
aðilar höfðu tekið þátt i ráninu.
Hjólin eru komin á bílinn aftur. A.St.
Dr. Þórir Kr. Þórðarson var verkstjóri i þeirri umbótavinnu sem unnin var á Gamla
testamentinu. Hér er hann við vinnu sina þar sem hann leitaðist við „að gera textan-
um til góöa”. DB-mynd Bjarnleifur.'