Dagblaðið - 21.08.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1981.
Erlent Erlent Erlent
Skilaboð Reagans til heimsbyggðarinnar:
„Það borgar sig ekki
að skjóta á okkur”
— Ubýa óskar eftir umf jöllun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um átökin úti
fyrirströndLíbýu
Reagan Bandaríkjaforseti lagði í
gær áherzlu á að Bandaríkjamenn
héldu áfram að verja sig á alþjóðleg-
um siglingaleiðum og í alþjóðlegri
lofthelgi ef þörf krefði. Hann sagði
um þann atburð sem varð úti fyrir
ströndum Líbýu í fyrradag er banda-
rískar herþotur skutu niður tvær líb-
ýskar vélar að hann ætti að sýna um-
heiminum að ,,það borgar sig ekki að
skjóta á okkur.”
Reagan, sem i gær dvaldi um borð
í flugmóðurskipi úti fyrir strönd
Kaliforníu, sagði að Bandaríkjamenn
hefðu ákveðið að halda flotaæfingu
úti fyrir Líbýu vegna þess að Banda-
ríkjamenn gætu ekki sætt sig við að
Líbýa eignaði sér landhelgi sem væri
alþjóðlegt yfirráðasvæði og bryti þar
með alþjóðalög.
Forsetinn sagði að sér hefði fyrir
nokkru verið skýrt frá fyrirhuguðum
æfingum í Sidra-flóa, sem Líbýu-
menn telja innan landhelgi sinnar, og
hefði hann fallizt á hugmyndina.
Líbýa bar í gær fram formlega
umkvörtun við Öryggisráð
Sameinuðu þjóðanna vegna loft-
orrustunnar yfir Miðjarðarhafi í
fyrradag. Ekki óskuðu Líbýumenn
þó eftir því að öryggisráðið gripi til
sérstakra ráðstafana vegna þessa.
Abdel-Ati Obeidi, utanríkis-
ráðherra Libýu, sagði að
Líbýustjórn áskildi sér allan rétt til
að grípa til allra nauðsynlegra ráða til
að verja löglega land- og lofthelgi
sína.
Á fundi í Jemen í Saudi-Arabíu
hvatti Muammar Gaddafi, leiðtogi
Líbýu, Arabaríkin til að grípa til
ráðstafana gagnvart Bandaríkjunum
vegna þessa atburðar.
Ronald Reagan Bandarikjaforseti hefur að undanförnu dvalið á búgarði sinum I Kalilornlu 1 sumarleyti, og tekíð það rólega.
Hann svaf værum svefni þegar bandarisku herþoturnar skutu niður tvær líbýskar herflugvélar á miðvikudag og var ekki
vakinn fyrr en sex klukkustundum eftir að atburðurinn átti sér stað.
Ariel Sharon varnarmálaráðherra ásamt Begin, forsætisráðherra ísraels. Hin nýja
rfkisstjórn ísraels þykir líkleg til að fylgja mikilli harðlinustefnu i utanríkismálum.
Ariel Sharon,
Varnarmálaráðherra Israels:
ísrael er hvorki lög-
regla né málaliði íþjón-
ustu Bandaríkjanna
Ariel Sharon, hinn nýi og umdeildi
varnarmálaráðherra ísraels, sagði i
gær að ísrael væri hvorki málaliði né
lögregla í þjónustu Bandaríkjanna.
Sharon lýsti þessu yfir er hann
ávarpaði liðsforingja í ísraelsher. Þá
sagði hann: „Við erum hvorki mála-
liðar né lögregluþjónar í þjónustu
Bandarikjanna . . . Við stóðum aleinir
á þessu svæði fyrir næstum 25 árum,
frammi fyrir ógnuninni af sovézkri út-
þenslustefnu.”
Hann sagði að Sovítríkin stæðu ,,á
bak við flestar byltingartilraunir í
heiminum” og bætti því við að núver-
andi stefna Bandaríkjanna fæli ekki í
sér „viðeigandi svar”.
Barátta skæruliða í Afganistan:
Sovétmenn viður-
kenna harða mót-
spyrnu skæruliða
Skæruliðar sem berjast gegn Sovét- Izvestia fullyrti að skæruliðarnir
mönnum í Afganistan hafa enn hluta hefðu haft næstum allt héraðið á
af héraöinu Herat í vesturhluta lands- valdi sínu fyrir aðeins sex mánuðum
ins á valdi sínu en hafa misst land- og verða slíkar fréttir frá Sovétríkj-
svæði á siðustu sex mánuðum, að því unum að teljast talsverð tíðindi því
er Izvestia, málgagn sovézku þar í landi hafa ráðamenn löngum
stjórnarinnar, greindi frá í gær. reynt að gera lítið úr árangri skæru-
Blaðið sagði að skæruliðar hefðu liðanna. Blaðið sagði að ástandiö i
orðið að láta undan síga að undan- héraðinu væri nú að mestu orðið eðli-
förnu og nú væri svo komið að legt þó það viðurkenndi að enn veittu
aðeins Iítill hluti héraðsins væri enn á skæruliðar harða mótspyrnu í vissum
þeirravaldi. hlutum héraðsins.
Portúgal:
Balsemao
reynir
stjórnar-
myndun á ný
Francisco Pinto Balsemao, leiðtogi
sósíaldemókrata í Portúgal, féllst í gær
á að gera tilraun til að mynda nýja
ríkisstjórn demókrata í landinu, að því
er Angelo Correira, talsmaður fiokks-
ins, sagði i gær.
Pinto Balsemao, sem sagði af sér
embætti forsætisráðherra 10. ágúst
síðastliðinn vegna innanflokksátaka,
hefur einnig boðið Diogo Freitas do
Amaral, leiðtoga samstarfsflokksins
(kristilegra demókrata), að verða að-
stoðarforsætisráðherra í hinni nýju
ríkisstjórn.
Spánn undir-
býraðildsína
að NATO
Spænska rikisstjórnin ákvað í
gær að semja áætlun um að Spán-
verjar gerðust aðilar að Atlants-
hafsbandalaginu. Sotelo, for-
sætisráðherra Spánar, hefur látið
á sér skilja síðan hann varð for-
sætisráðherra Spánar í febrúar,
að hann vilji að Spánn gangi í
Atlantshafsbandalagið þegar í
haust.
TOYOTA-
SALURINN
SÍMI44144
Nýbýlavegi 8 (bakhús)
Opið laugardaga kl. 13—17
Toyota Corolla Liftback, sjálf-
skiptur, árg. ’78. Ekinn 50.000.
Brúnn. Verð 75000.
Toyota Corolla 4ra dyra, sjélf-
skiptur, árg. ’80. Ekinn 24.000.
Rauður. Verð 79.000.
Toyota Corolla KE 30 árg. ’77.
Ekinn 70.000. Blásans. Vero
58.000.
Toyota Starlet árg. ’80. Ekinn I
17.000. Blár.Verð 74.000.
Toyota Corolla KE 30 árg. ’78.
Ekinn 47.000. Rauður. Verð
63.000.
Toyota Corolla KE 30 árg. ’79.
Ekinn 30.000. Blár, sans. Verð
67.000.
Toyota Starlet árg. ’78. Ekinn
32.000. Rauður. Verð 62.000.
Toyota Cressida Station árg. ’80.
Ekinn 6.000. Blár, sans. Verð
110.000.
Toyota Cressida 4ra dyra, 5 gíra,
árg. ’78. Ekinn 68.000. Grænn.
Verð 79.000.
TOYOTA-
SALURINN
SÍMI44144
Nýbýlavegi 8 (bakhús)
Opið laugardaga kl. 13—17