Dagblaðið - 21.08.1981, Qupperneq 12
12
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1981.
Dæma þrjá leiki
á erlendri grund
Guðmundur Haraldsson knattspyrnudómari mun
dæma landsleik Dana og Skota þann 13. október
næstkomandi. Liðin eigast þá við f UEFA keppni
landsliða undir 21 árs.
Þá dæma tvö íslenzk dómaratríó leiki f fyrstu um-
ferð Evrópukeppnanna í knattspyrnu. Annað þi irra
dæmir fyrri leik VálerengcnogLegia Varsjá f Noregi
og hitt dæmir seinni leik Liverpool og OPS Oulu á
Anfield Road í Liverpool. Ekki er enn búið að
ákveða hvaða dómarar dæma þá leiki.
Valur-ÍBV4.sept
Leikur Vals og ÍBV sem frestað var í 15. umferð
verður að öllum lfkindum leikinn föstudaginn 4.
september. Sem kunnugt er komust Eyjamenn ekki
upp á land er leikurinn skyldi leikinn og vegna lands-
leikja við Nígeriu og Danmörku og úrslitaleiks
bikarkeppninnar reyndist ekki unnt að setja leikinn
fyrrá.
- SA
Úrslit í 2. flokki
Úrslitakeppni 2. flokks i knattspyrnu hefst um
helgina en leikið verður í Kópavogi. Fyrsti leikurinn
er á sunnudag en þá mætast Fram og ÍBK. Önnur liö
í úrslitakeppninni eru KR og Þróttur N. eða Einherji
en ekki liggur Ijóst fyrir hvort þeirra kemst úr Aust-
fjarðariðlinum i úrslitin.
Unglingalandsliðið
leikur gegn Belgum
íslendingar og Belgar leika tvo unglingalandsleiki
í október, en þessi tvö liö eru saman í undanriðli
fyrir úrslitakeppni landsliða 16—18 ára leikmanna.
Liðið sem sigrar kemst áfram i úrslitin.
Fyrri leikur liðanna verður hér heima annaðhvort
9. eða 10. október en síðari leikurinn í Belgíu 28.
sama mánaðar. í næstu viku heldur íslenzka lands-
liðið í æfinga- og keppnisferð til Færeyja og leikur
þar við þarlenda jafnaldra sína.
Fannarsbikar
í Grafarholti
Keppnin um Fannarsbikarinn, sem er opin
kvennakeppni, verður í Grafarholti dagana 22.—23.
og 29.—30. þessa mánaðar. Leiknar verða 48 holur,
en einungis 24 telja með 5/6 forgjöf. Ræsing hefst
kl. 9 hvern dag, en þátttöku ber að tilkynna i sima
84735. Þátttökugjald er 70 kr. en glæsileg verðlaun
eru i boði.
Dómaranámskeið
íbadminton
hefst í TBR-húsinu í kvöld kl. 18.30. Leiðbeinandi
verður formaður danska dómarafélagsins í badrnin-
ton, Poul Frimuth. Þátttakendur eru beðnir að
mæta stundvislega.
Minningarleikur
um Jakob
Jakobsson verður háður á Akureyri í kvöld kl.
19.00. Árlegur leikur til minningar um Jakob, sem
var einn bezti knattspyrnumaður Akureyriuga op
landsliðsmaður. Að þessu sinni leikur stjörnulit
Hemma Gunn við leikmenn ÍBA frá þvi um 1970.
Jafntefli
Keppnin i belgfsku knattspyrnunni
hófst á miðvikudag. Antwerpen og
Anderlecht gerðu jafntefli 1—1 en
Pétur Pétursson er nú leikmaður hjá
Anderlecht. Það er belgfskur meistari.
Stapleton til
Man.Utd. ídag
Irski landsliðsmiðherjlnn Frank
Stapleton mun skrifa undir samning
hjá Man. Utd. i dag. Söluverð 1,1
milljón sterlingspunda. Arsenal vildi fá
tvær milljónir punda fyrir leikmann-
inn. Man. Utd. skaut þá málinu til
enska knattspyrnusambandsins. Sér-
stök nefnd ákvað i gær 900 þúsund
punda kaupverö á Stapleton og 200
þúsund fara i skatta, þannig að Man.
Utd. greiðir Arsenal 1,1 milijón.
Hætta við mark Vals, f eitt af mörgum skiptum i leiknum, en f þetta sinn náði Hilmar Sighvatsson að skalla knöttinn frá marki.
DB-mynd Bjarnieifur
FRÍSKIR BUKAR MÖL-
UÐU MEISTARANA 5-1
— Breiðablik enn með í toppbaráttunni eftir stórsigur á Val
Breiðablik á enh góða möguleika á
íslandsmeistaratitlinum eftir stórsigur
á Val, 5—1, á Kópavogsvelli í gær-
kvöldi. Valsmenn áttu aldrei möguleika
gegn frískum og snöggum Blikum,
sem kaffærðu íslandsmeistara í siðari
hálfleik eftir að hafa leitt 1—0 i þeim
fyrri. Þessi sigur bætti mjög markatölu
Breiðabliks, sem nú hefur níu mörk i
plús. Vonir Vals um að endurheimta
titilinn cru hins vegar fyrir bí.
Eina markið fyrir hlé kom eftir
aðeins sjö mínútur eftir hrikaleg
varnarmistök hjá Val. Sævar Jónsson
skallaði knöttinn aftur fyrir sig beint á
tærnar á Sigurði Grétarssyni og hann
sendi knöttinn rakleitt í netið, 1 —0.
Valsmenn pressuðu stíft eftir þetta,
án þess þó að opna vörn Blikanna svo
heitið gæti. Matthías Hallgrímsson og
Hilmar Sighvatsson áttu báðir skot að
marki Breiðabliks. sem ágætur mark-
vörður, Guðmundur Ásgeirsson, varði
„Ragnheiður Ólafsdóttir, FH, hljóp
mjög vel i undanrás 1500 m hlaupsins,
varð önnur i sínum riðli og náði þriðja
bezta tímanum. Hún keppir því til úr-
slita i 1500 m hlaupinu á laugardag.
Við erum mjög ánægðir með árangur
hennar,” sagði Ólafur Unnsteinsson,
fararstjóri og þjálfari fsl. keppendanna
á Evrópumeistaramóti unglinga 1
frjálsum iþróttum, sem náðist á mótinu
ígær.
Að sögn Ólafs var mótið sett með
mikilli viðhöfn, þátttakendur 28 þjóða
gengu inn ávöllinn.ísland nr. 15 og var
fagnað vel. Undanrásir i 1500 m voru
fyrr um daginn. Keppt í tveimur
riðlum. í fyrri riðlinum urðu úrslit
þessi:
1. Kr. Voldnes, Noregi, 4:25,32
2. Ragnheiður Ólafsdóttir 4:25,39
örugglega. Leikurinn jafnaðist síðan og
Sigurður Grétarsson og Helgi Bentsson
áttu báðir möguleika á að auka við for-
skot Blikanna og svo á 44. mínútu fékk
Matthías upplagt tækifæri til að jafna
metin fyrir Val. Hann fékk sannkallað
dauðafæri inn í vítateig Breiðabliks, en
í stað þess að skalla á markið skallaði
hann knöttinn pent niður og
Guðmundur markvörður átti ekki í
neinum vandræðum með að handsama
knöttinn.
Fyrri hálfleikur einkenndist af moði
og leikmenn léku meira af kappi en for-
sjá. En eftir hlé gerbreyttist leikurinn
og Blikarnir tóku öll völd í sínar
hendur.
Strax á 51. mínútu bæta þeir við
öðru marki. Sigurður Grétarsson átti
þá hörkuskot á Valsmarkið beint úr
aukaspyrnu. Sigurður varði en missti
knöttinn frá sér og Sigurjón Kristjáns-
son fylgdi vel á eftir og skoraði, 2—0.
3. Malukina, Sovét, 4:25,43
4. Valin, Svíþjóð, 4:25,96
í siðari riðlinum sigraði Betty
VanSteen Broik, Belgíu, á 4:24,61 mín.
Persoom, Hollandi, varð önnur á
4:25,96 mín. Tólf stúlkur keppa til úr-
slita á laugadag. í dag keppir Iris
Grönfeldt í úrslitum spjótkastsins. Nýi
heimsmethafinn, Todorov, Búlgaríu,
71,88 m er meðal keppenda. Helga
Haraldsdóttir keppir í undanúrslitum í
100 m grindahlaupi, Kristján Harðars-
son í undankeppni í langstökki og þarf
að stökkva yfir 7,40 til að komast í úr-
slit. Þá keppir Egill Eiðsson í undanúr-
slitum í 400 m hlaupi. Ragnheiður á
fjórða bezta timann í 1500 m unglinga í
Evrópu í ár, íris 12. bezta árangur í
spjótkasti, Helga 10. í 100 m grinda-
hlaupi og Egill 17. í 400 m hlaupi.
Valur minnkar muninn
Aðeins þremur mínútum síðar
minnkaði Valur muninn. Hilmar Sig-
hvatsson lék laglega á varnarmenn
Breiðabliks og inn í vítateiginn, þar
sem hann var felldur. Vítaspyrna og
Hilmar skoraði sjálfur úr spyrnunni.
Valsmenn hresstust nokkuð við
markið en Blikarnir voru ekki á því að
gefa sinn hlut og á 58. mínútu juku þeir
aftur forskot sitt í tvö mörk. Helgi
Bentsson sólaði varnarmennina upp úr
skónum og sendi knöttinn síðan á
Sigurð Grétarsson sem var einn og
óvaldaður inni í teig. Hann lagði knött-
inn fyrir sig og skoraði, en litlu munaði
að Valsmönnum tækist að bjarga á
línu, 3 — 1.
Litlu síðar brenndi Sigurjón af fyrir
opnu marki eftir að Sigurður hafði
misst knöttinn frá sér og á 65. mínútu
spiluðu Valsmenn út trompi sínu. Her-
Frábær árangur náðist á mótinu í
gær. Keppt til úrslita í nokkrum
greinum og úrslit urðu þessi:
Langstökk stúlkna
1. HeikeDaute, A-Þýzkal. 7,02
2. Elena Lygovaya, Sovét, 6,43
100 m hlaup pilta
1. Thomas Schröder, A-Þýzkal. 10,14
2. Rolf Kristner, V-Þýzkal. 10,33
3. Francesco Pavoni, Ítalíu, 10,39
4. Kimmo Saaristö, Finnl. 10,42
100 m hlaup stúlkna
1. Katrin Böhme, A-Þýzkal. 11,33
2. Shirley Thomas, Bretl. 11,43
3. Carola Beuster, A-Þýzkal. 11,50
Kringlukast pilta
1. Kamen Dimitrov, Búlgaría, 56,62
2. Thomas Christel, A-Þýzkal. 56,12
3. Erik de Bruin, Hollandi, 55,88
-hsím.
mann Gunnarsson, hinn síungi fram-
herji, kom inn á fyrir Val Valsson.
Vignir skorar
Innáskiptingin breytti litlu.fyrir Val,
yfirburðir Breiðabliks voru algjörir og
þeir bættu enn við mörkum. Sigurður
Grétarsson átti hörkuskot í þverslá af
vítateigslínunni og Vignir Baldursson
sendi knöttinn í netið er hann hrökk út
aftur, 4—1.
Það var á 72. mínútu og 12 mínútum
síðar var Vignir aftur á ferðinni er hann
skoraði 5—1 með langskoti af 20—25
metra færi. Varnarmenn Vals hikuðu
og vonuðu að hann gengi i rangstöðu-
gildruna en Vignir lét þá skyndilega
skot ríða af. í netinu hafnaði knöttur-
inn en Sigurður markvörður átti að
verja þetta skot. En hann hefur eflaust
verið jafnhissa og hinir leikmenn Vals.
Valsmenn áttu aðeins eitt gott færi í
síðari hálfleik, er Valur Valsson skaut í
stöngina og út af á 65. mínútu eftir að
Guðmundur Ásgeirsson hafði misst
fyrirgjöf Hilmars Harðarsonar frá sér.
Blikarnir léku skínandi góða knatt-
spyrnu í síðari hálfleik og hinir fótfráu
og lipru framherjar liðsins nutu sín svo
sannarlega á hálu grasinu. Sigurður
Grétarsson var geysilega ógnandi og
þeir Helgi Bentsson og Sigurjón Krist-
jánsson áttu einnig góðan leik. Vignir
var á við tvo á miðjunni og Ólafur
Björnsson og Valdimar Valdimarsson
voru sem klettar í vöminni.
Valsmenn áttu dapran dag. Hilmar
Harðarson, sem kom inn á í hálfleik,
var þeirra beztur en sókn liðsins var
ákaflega bitlaus. Guðmundur Þor-
björnsson, primus motor miðju Vals,
var eitthvað miður sín og vörnin var
ákaflega óörugg. Aðstæðurnar áttu
ekki beint við drekana I vörninni sem
voru oftast skildir eftir er Blikarnir
fóru í sókn.
Óli Olsen dæmdi leikinn og gerði það
prýðilega. Leyfði leiknum að halda
áfram og kom þannig í veg fyrir að
brotlegi aðilinn hagnaðist á brotinu.
Sannarlega mikil stakkaskipti frá því í
leik KR og Fram fyrr í vikunni.
Um 1150 áhorfendur létu sig hafa
það að horfa á leikinn í ausandi
rigningu og undu hag sínum hið bezta.
- SA
EM unglinga ífrjálsum íþróffum:
Ragnheiður hljóp á
3ja bezta tímanum
— í1500 metra hlaupinu og keppir til úrslita á laugardag
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1981.
21
Fram vann ekki stór-
sigurinn sem þurfti
— og möguleikar liðsins á íslandsmeistaratitlinum
minnkuðu raunverulega f gær þrátt fyrir sigur á FH, 3-1
Þrátt fyrir sigur í gærkvöld á FH
minnkuðu raunverulega möguleikar
Fram á að hljóta islandsmeistaratitil-
inn í knattspyrnunni. Fram tókst ekki
að vinna botnliðið með nema tveggja
marka mun, 3—1, og slök markatala
Fram lagaðist litið við þann sigur.
Aðeins fimm mörk i plús — og til að
halda möguleikum sínum virkilega
opnum hefði Fram þurft að vinna stór-
sigur á FH. Að vísu er Fram aðeins
einu stigi á eftir efsta liðinu, Viking, og
hefur 20 stig eins og Akranes og
Breiðablik. Fleiri en þessi fjögur lið
koma varla til greina lengur í keppninni
um íslandsmeistaratitilinn. Vonir Vals-
manna og Vestmannaeyinga mjög
veikar. Markamunur Fram er hins
vegar mun lakari en Akurnesinga og
Breiðabliks og á jafnri stigatölu bafa
þeir litla möguleika gegn þessum
félögum. Vikingur er hins vegar eina
liðið, sem getur sigrað í mótinu án
aðstoðar. Getur enn komizt í 25 stig,
Akranes, Breiðablik og Fram mest 24.
Valur og Vestmannaeyingar í 23 stig.
íslandsmótið hefur þó aldrei verið
eins tvísýnt og nú. Hver einasti leikur
efstu liðanna sem eftir er er raunveru-
lega úrslitaleikur. Víkingur á eftir leik í
Vestmannaeyjum og við KR — Akra-
nes á KR eftir í Reykjavík, FH uppi á
Skaga. Breiðablik á KA eftir fyrir
norðan, Vestmannaeyjar í Kópavogi.
Fram á eftir Val og KA í Laugardal.
Opinn leikur
Úrhellisrigningu gerði fyrir leik Fram
og FH á Laugardalsvelli í gærkvöld.
Völlur rennblautur og háll. Sigur Fram
verðskuldaður og það voru skemmti-
legir sóknarsprettir í leiknum. Mýmörg
marktækifæri. Varnarleikurinn afar
slakur og Framvörnin hefur varla átt
slakari leik í sumar en í þessum leik.
FH fékk sex opin færi fyrir utan það,
sem skorað var úr. Fram enn fleiri
færi, svo það jafnaðist nokkuð upp.
Guðgeir Leifsson lék sinn fyrsta leik
með FH. Hefur fengið áhugamanna-
réttindi sín á ný og þrátt fyrir litla sem
enga æfingu var hann meðal betri
manna FH-liðsins. Baráttan er ekki
aðall liða FH-inga. Fallið niður í 2.
deild verður varla umflúið.
Pálmi Jónsson, miðherji FH, fékk
tvö mjög góð tækifæri til að ná forustu
fyrir lið sitt — misnotaði bæði — áður
en Fram skoraði sitt fyrsta mark í
leiknum. Það kom á 33. mín. eftir að
nokkrum sekúndum áður hafði Pálmi
fengið sitt síðara tækifæri. Ágúst
Hauksson átti góða sendingu fram á
Viðar Þorkelsson og framherjinn ungi
lék á varnarmann, spyrnti síðan á
markið. Af varnarmanni fór knöttur-
inn í netið.
Næstum endurtekning átti sér stað
sjö mín. síðar. Á 40. mín. fékk Pálmi
knöttinn óvaldaður á markteigslínu
Fram. Tókst að skalla yfir mark, þegar
léttara var að skora. Framarar tóku
markspyrnuna, Pétur Ormslev fékk
knöttinn. Brunaði í gegnum vörn FH
áður en hann lagði knöttinn fyrir Hall-
dór Arason, sem var frír innan vítateigs
FH. Halldór skoraði 2—0.
í byrjun síðari hálfleiks tókst Inga
Birni Albertssyni að skalla framhjá
marki Fram innan markteigs — endur-
tók það einnig síðar i leiknum — og
Fram komst síðan í 3—0. Hreggviður
Ágústsson varði fast skot Marteins
Geirssonar í hom. Pétur tók horn-
spyrnuna og Sverrir Einarsson skoraði
með fallegu skoti. Fyrsta mark Sverris í
1. deild. Hann skoraði þar ekki meðan
hann lék með Þrótti.
Það virtist stefna í stórsigur Fram en
liðinu tókst ekki að skora fleiri mörk
þrátt fyrir góð marktækifæri. Furðu-
legast var, þegar Halldóri tókst að
spyrna framhjá marki FH frír innan
markteigs. Hreggviður varði glæsilega
frá Guðmundi Torfasyni, sem kom i
stað Péturs Ormslev. Þjálfari Fram,
Hólmbert Friðjónsson, tók líka Ágúst
Hauksson út af. Þessir leikmenn þoldu
ekki bókun — og úrslitaleikurinn við
Vestmannaeyinga í bikarnum
framundan. Annan sunnudag. Rétt í
Keflvfkingar nær gulitryggðu sér
sæti f 1. deild að ári er þeir sigruðu
Þrótt á Neskaupstað með einu marki
gegn engu. Nú þurfa þeir einungis tvö
stig i viðbót til að vera alveg öruggir
með að komast upp.
Eina mark þeirra gegn Þrótti kom
beint úr hornspyrnu nokkrum
lokin brást rangstöðutaktík Fram og
Guðmundur Hilmarsson komst frír að
markinu ásamt öðrum framherja FH.
Guðmundur skoraði auðveldlega og
ekki munaði miklu að FH skoraði
annað mark rétt í lokin. FH-ingar
fengu vissulega færin. Magnúsi Teits-
syni tókst til dæmis að spyrna framhjá
markinu, þegar hann komst einn inn
fyrir vörn Fram.
Þetta var enginn stórleikur þó
stundum sæjust skemmtilegir sóknar-
kaflar. Pétur, Hafþór Sveinjónsson og
Trausti Haraldsson beztir Framara.
Viðar Halldórsson og Guðmundur
Kjartansson beztir FH-inga.
Guðmundur meiddist þó og þá fór Ingi
Björn aftur sem miðvörður. Var
sterkur þar. Dómari Sævar Sigurðsson.
- hsim.
Staðan
íl.deild
Úrslit i 16. umferð i 1. deildinni.
Vikingur— Akranes 2—6
Fram—FH 3—1
Breiðablik- —Valur 5—1
Þór—KR 2—1
ÍBV—KA frestað
Staðan er nú þannig:
Víkingur 16 9 3 4 26—22 21
Akranes 16 7 6 3 25—14 20
Breiðablik 16 6 8 2 26—17 20
Fram 16 6 8 2 22—17 20
Valur 15 7 3 5 28—21 17
KA 15 6 4 5 19—15 16
ÍBV 14 6 3 5 25—18 15
KR 16 2 6 8 11—22 10
Þór 16 2 6 8 14—33 10
FH 16 2 3 11 19—36 7
mfnútum fyrir ieikhlé. Skúli Rósants-
son tók spyrnuna og skrúfaði knöttinn
upp f hornið nær.
Keflvíkingar voru mestalian tímann
betra liðið en mark þeirra komst þó i
mikla hættu síðustu minútur leiksins og
þá brenndi Eirikur Magnússon af góðu
færi fyrir Þrótt. - SA
KEFLAVIK ÞREPI
FRÁ1. DEILDINNI
Spenna á fallbaratt-
unni eftir sigur Þórs
— Þór sigraði KR 2-1 á Akureyri. FH svo gott sem fallið
Þórsarar nældu sér i tvö dýrmæt stig
i fallbaráttunni er þeir sigruðu KR-inga
2—1 á Akureyri í gærkvöldi. Með
sigrinum hefur Þór þvi náð KR að
stigum, bæði liðin hafa 10 stig en FH
hefur sjö og er f neðsta sæti.
Þórsarar hófu leikinn af miklum
Köln sigraði
íBarcelona
Vestur-þýzka liðið Köln sigraði á
móti í Barcelona. Sigraði Barcelona
4—0 f úrslitaleiknum og var leikurinn
háður á hinum fræga leikvelli spánska
liðsins. Vasco de Gama, Brazilfu,
sigraði Ipswich 2—1. Þá sigraði
Atletico Madrid Liverpool 2—1 í
Madrid.
Tony Woodcock, enski landsliðs-
maðurinn, lék með Köln í Barcelona.
Átti góða leiki og forráðamenn Kölnar
eru nú að fá hann til að hætta við að
fara til Leeds. Sagt er þó að Woodcock
vilji aftur til Englands og nú hefur
Liverpool áhuga á leikmanninum, að
sögn Martin Wilkinson, aðstoðar-
framkvæmdastjóra Leeds. Hann fer til
Hollands á sunnudag til að líta á Dirk
Nanninga, iandsliðsmiðherja Hol-
lands.
krafti og strax á 4. mínútu náðu þeir
forystu. Jónas Róbertsson lék þá
skemmtilega á tvo KR-inga á miðjum
vellinum og sendi knöttinn inn á Jón
Lárusson sem kom á fleygiferð inn í
vítateiginn. Jón hafði betur í kapp-
hlaupi við Stefán markvörð og renndi
knettinum á Guðmund Skarphéðinsson
sem skoraði.
Við markið tvíefldust Þórsarar og
þeir náðu góðum tökum á miðjunni. Á
13. mínútu fékk Jón Lárusson stungu-
bolta inn fyrir vörn KR og hljóp
vamarmennina af sér. Stefán kom
hlaupandi út úr markinu á móti honum
og felldi Jón, en Guðmundur Sigur-
bjömsson dómari færði brotið út fyrir
vítateig. Guðjón Guðmundsson tók
aukaspyrnuna, en skaut beint í varnar-
vegg KR. Hann fékk þó knöttinn aftur
og sendi hann þá í mark KR, 2—0.
Stefán markvörður kom engum vörn-
um við enda algjörlega blindaður af
eigin varnarmönnum.
Þórsarar voru mun sterkari aðilinn
fyrir hlé, en í síðari hálfleik snerist
dæmið við og KR sótti mun meira.
Elías Guðmundsson átti skalla að
marki Þórs, en Árni Stefánsson náði að
hreinsa frá á síðustu stundu. Þar lék
Árni sama leik og í fyrri hálfleik en
Óskar Ingimundarson skallaði að
marki Þórs.
Mark KR kom loks á 81. minútu. Þá
myndaðist mikil þvaga í vítateig Þórs
og Elías Guðmundsson skoraði en
Eiríkur markvörður sá ekki knöttinn
fyrr en í netinu.
Lokakaflann sótti KR stíft og
Eirikur meiddist I þeim atgangi og varð
að yfirgefa völlinn. En vörn Þórs stóð
fyrir sínu og KRtókst ekki að jafna.
Beztu menn Þórs voru Guðjón Guð-
mundsson, Jónas Róbertsson og Bjarni
Sveinbjörnsson, sem lék stöðu bak-
varðar, en hann er framherji. Aðrir
voru jafnir. Elías, Jósteinn Einarsson
og Börkur Ingvarsson voru beztir KR-
inga.
Dómari var Guðmundur Sigur-
björnsson og átti slakan dag.
Áhorfendur voru rúmlega 700.
4 leikir í
3. flokki
Úrslitakeppni 3. flokks hófst á
Akureyri í gær. í A-riðli sigraði Valur
ÍK 2—1 ogÞór, AK. vannTý Ve. 5—1.
í B-riðU sigraði ÍA-Fylki 2—0 og
Þróttur R. sigraði Hött 4—0.
Atvikið ógeðslega íBremen
Ógeðslegt atvik átti sér stað i
bundeslígu-leik Werder Bremen og
Armenia Bielefeld sl. iaugardag, þar
sem sóknarmaður Bielefeld, Edwald
Lienen, slasaðist. Viggó Sigurðsson
skrifaði um atvikið i grein sinni um
þýzku knattspyrnuna sl. mánudag f DB
og sagði þá meðal annars. „Varnar-
maðurnn Norbert Siegman sparkaði i
Lienen (keyptur frá Mönchengladbach
í vor) og leikmaðurinn féll i völlinn. 30
sentimetra skurður á læri hans og sást
inn í bein. Það ógeðslegasta, sem ég hef
séð í knattspyrnuleik. Lienen hefur
kært Siegmann og þjálfara Bremen,
Otto Rehhagel og segist hafa heyrt
þjálfarann hrópa til Siegmann —
„gakktu nú frá honum”.
Þetta sagði Viggó i grein sinni og
ennfremur að þetta hefði veriö
leikurinn, sem allir töluðu um í Þýzka-
landi. Atvikið sýnt i sjónvarpinu i lit og
þótti hroðalegt eins og myndirnar að
ofan sýna vel þótt f svarthvítu séu. Á
þeirri efri fær Siegmann aðeins að sjá
gula spjaldið hjá dómaranum. Á iitlu
myndinni steytir Lienen hnefann i átt
til þjálfara Bremen. -hsfm.
-G.Sv.