Dagblaðið - 21.08.1981, Side 24
Jón Baldvin og Vilmundur á f undi í Alþýðuf lokksf élagi Reykjavíkur:
Handtakið hvorki hlý-
legt né þéttingsfast
„Það er ekki annað hægt að
segja en sérstakt sé að upplifa
tund á borð við þennan. Allir
ræðumenn, að Jóni Baldvin
meðtöldum en Vilmundi undan-
skildum, lýstu yfir að þeir skildu ekki
um hvað væri deilt!” sagði einn
forystumaður Alþýðuflokksins við
Dagblaðið um fund í Alþýðuflokks-
félagi Reykjavíkur í gærkvöld. Þar
voru leiddir fram tveir ritstjórar til að
hafa framsögu um Alþýðublaðs-
deiluna margumræddu: Jón Baldvin
Hannibalsson, áður og nú á
Alþýðublaðinu, og Vilmundur Gylfa-
son, áður á Alþýðublaðinu, nú á
i'Iýju landi.
Margt var líkt með þessum fundi
og opnum fundi félaganna Jóns
Baldvins og Vilmundar á Hótel Sögu
fyrir fáeinum dögum. Þó voru þeir
félagar ekki alveg eins sammála í
gærkvöldi og þá. Og Vilmundur
kallaði Jón Baldvin ekki „dreng-
skaparmann” eins og á fyrri sam-
kundunni.
Vilmundur var sem fyrr æði
þungorður í garð forystu
Alþýðuflokksins og verkalýðs-
hreyfingarinnar. Kjartan formaður,
Magnús H. varaformaður og fleiri
fengu vænar pillur á sig. Og
Vilmundur kallaði Björn Friðfinns-
son, sem nýlega sagði sig úr
blaðstjóm Alþýðublaðsins, „litla
Lúther!” Jóhanna Sigurðardóttir,
þingmaður í Reykjavík, brást til
varnar fyrir verkalýðsforystuna. Hún
situr í stjóm Verzlunarmannafélags
Reykjavíitur (VR). Vilmundur hafði
kaÚað VR „gerspillt félagasamtök” í
ræðu á fundinum.
-ARH.
Félagamir Jón Baldvin og Vilmundur tókust I hendur þegar þeir hittust I upphafi fundar. Hvorki var handabandið fast né innilegt. Og síóur en svo horfzt I augu á
meðan. DB-mynd: Gunnar örn.
Jón L. og Margeir á tvö skákmót í Englandi:
„Nauösynlegtad rífja upp mannganginn"
—segir Jón L. sem hef ur ekki tekið þátt í alþjóðlegu skákmóti síðan í apríl
— Það má segja að ég taki þátt í
þessum mótum til að rifja upp mann-
ganginn,” sagöi Jón L. Árnason,
skákmeistari i samtali viö DB, en Jón
heldur utan til Englands eftir helgina,
þar sem hann mun taka þátt i tveim
skákmótum ásamt Margeiri Péturs-
syni.
Mótin sem þeir Jón og Margeir
taka þátt I eru I Lundúnum og
Manchester og hefst það fyrra 25.
ágúst. Er það haldið á vegum Lloyds
Bank og hefur fjórum stórmeisturum
veriö boðið að tefla á mótinu. Þeir
eru Sfnyslov, fyrrum heimsmeistari,
Miles, Kraidmann frá ísrael og
Ftacnic frá Tékkóslóvakiu, en enn er
ekki vitaö hvort þeir hafa þekkzt
boöið.
Þá munu nokkri alþjóðlegir
meístarar tefla á mótinu en þvi lýkur
2. september.Mótið er opiö og verða
tefldar níu umferðir eftir Monrad
kerfi.
— Aö þessu móti loknu höldum
við til Manchester og tökum þar þátt
í skákmóti sem hefst 12. september,
sagði Jón. Keppendur þar verða
margir þeir sömu og á mótinu I
Lundúnum og verður keppnisfyrir-
komulag með svipuðu sniöi.
Jón L. Árnason hefur ekki teflt á
alþjóölegu móti siðan i Lone Pine I
apríl á þessu ári og sagðist hann því
nauðsynlega þurfa að komast á
sterkt mót til að halda sér f keppnis-
formi. Þó aö Jón hafi ekki teflt mikið
á alþjóðamótum að undanförnu er
ekki þar með sagt að hann hafi látið
deigan siga í taflmennskuni þvf að á
þessum tima hefur hann tekið þátt f
helgarskákmótum, Skákþingi fslands
og auk þess teflt fjöldamörg fjöltefli
vlðs vegar um land. -ESE.
Snorri Sturluson kom-
inn a video-markaðinn
Margt bendir til þess að kvikmynd-
in um Snorra Sturluson, sem frum-
sýnd var í danska sjónvarpinu eigi
alls fyrir löngu, gangi nú kaupum og
sölum á íslenzka video-markaðnum.
Samkvæmt heimildum DB mun
myndin hafa verið tekin upp á mynd-
segulbandsspólu I Danmörku, beint
úr danska sjónvarpinu og síðan send
beint til íslands með næstu ferð.
Maður nokkur sem þekkir vel til
þessara mála hérlendis sagði í samtali
við DB að honum væri ekki kunnugt
um hverjir stæðu að baki dreifingu
myndarinnar hér, en þrálátur orð-
rómur væri uppi um að myndin væri
komin á markaðinn. Sagði heimildar-
maður DB að hann væri viss um að
hann myndi sjá myndina löngu áður
en hún yrði tekin til sýninga hér-
lendis, hvort sem hún yrði með
dönskum texta eða ekki.
Video-útgáfur af fleiri nýjum og
nýlegum íslenzkum kvikmyndum
munu og vera komnar í umferð og
hefur þvf heyrzt fleygt að þetta muni
jafnvel vera afritanir af upphaflegum
video-spólum, þ.e.a.s. spólum, sem
framleiðendur myndanna hafa látið
gera f kynningarskyni.
-ESE
frjálst, úháð daghlað
FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST1981.
Fréstað afgreiðslu
borgarráðs um að
skipa nefnð
í undirbuning 200 ára
afmælis Reykjavíkur:
Of snemmt
að kjósa
íafmælis-
nefndina?
— kosningaskjálfti
gerirvartvið sig víða
Albert Guðmundsson flutti tillögu á
borgarráðsfundi 25. ágúst um að kosin
skuÚ nefnd til að undirbúa 200 ára af-
mæli Reykjavíkurborgar árið 1986.
Reykjavík varð 195 ára daginn sem til-
lagan var flutt. Lagt var til að efnt yrði
til „veglegrar höfuðborgarhátiðar” að
fimm árum liðnum. Kosin skuli nefnd
til að gera tillögur um hátíðahöld og
verklegar framkvæmdir að snyrtingu
og fegrun Reykjavíkur. Niðurstaðan
var sú að afgreiðslu málsins var
frestað. Dagblaðið hefur fyrir satt að
tillöguflutningurinn hafi mælzt misvel
fyrir báðum megin borðs í borgarráði.
Bæði í minnihluta og meirihluta borg-
arráðs hafi menn haft ákveðnar efa-
semdir um að rétt væri að kjósa strax í
hátíðarnefndina. Það er nefnilega alls
óvíst um hvort valdahlutföll í borgar-
stjórn verða óbreytt árið 1986 frá því
sem nú er. Kosið er til borgarstjórnar á
næsta vori. Og þarnæstu borgar-
stjómarkosningar eru sjálft afmælis-
árið, 1986. Svona getur nú pólitíkin
verið þvælin: fröken Reykjavík fær
ekki að halda afmælispartí öðru visi en
með pólitíkur flaörandi upp um sig.
- ARH
Örn med530tonn
Aðeins eitt loðnuskip, örn KE.fékk
afla siðasta sólarhringinn. örn
tilkynnti 530 tonn. Allur flotinn sem
byrjað hefur veiðar, alls 21 skip, er á
miðunum við Jan Mayen, að sögn
Andrésar Finnbogasonar hjá
Loðnunefnd. -A.St.
Áskrífendur
DB athugið
Vinningur I þessari viku er 10
gíra Raleigh reióhjól frá Fálkan-
um, Suðurlandsbraut 8, Reykjavik
og hefiir hann verið dreginn út.
Nœsti vinningur verður kynntur I
blaðinu á mánudaginn.
Nýir vinningar verða dregnir út
vikulega naestu mánuðL
o ískalt
Seven up.
hressir betur.