Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.08.1981, Qupperneq 24

Dagblaðið - 27.08.1981, Qupperneq 24
Heimkoma strokufangans úr Vestre-fangelsinu: EKK) í SENDiRÁÐS- BÍL ÚT Á FLUGVÖLL —fékk ekki bráðabirgðavegabréf ið fyrr en f f lugvélina var komið Sendiráð íslands i London stað- festi við Dagblaðið í morgun að heimkoma Sigurðar Þórs Sigurðs- sonar strokufanga úr Vestre fang- elsinu í Danmörku hefði átt nokkurn aðdraganda. Hafði hann fyrir nokkru skrifað bréf til sendiráðsins og beðið um fyrirgreiðslu á vegabréfi til þess að komast til íslands. í framhaldi af þessu kom Sigurður Þór í sendiráðið fimmtudaginn 20. ágúst sl. til að fá vegabréfið. Sendi- ráðið ráðgaðist við utanríkisráðu- neytið um afgreiðslu málsins og ákveðið var hvernig afgreiðslu málsins yrði háttað. Sigurður Þór beið í sendiráðinu meðan þessu fór fram og átti samræður við sendiherr- ann, Sigurð Bjarnason. Vegabréfið gilti aðeins til eins dags eða með öðrum orðum aðeins til ákveðinnar ferðar heim. Sigurður Þór fékk ekki afhent bráðabirgða- vegabréfið þegar í stað. Bílstjóri sendiráðsins ók honum út á flugvöll og fylgdi honum gegnum vegabréfa- skoðun og alveg út í flugvél og þar fékk Sigurður Þór vegabréfið afhent. Sendiráðið gat einnig staðfest, að auk þess sem Sigurður Þór gaf sig á. fyrrgreindan hátt fram við sendiráðið af frjálsum vilja, með bréfaskriftum og síðar heimsókn, þá hafði hann samband við systur sína og hún greiddi farmiða hans heim. Þann far- seðil hefði sendiráðið að öðrum kosti greitt eins og skylda yfirvalda væri í svonatilvikum. Sendiráðsmenn hafa siðar furðað sig á að fíkniefni skuli hafa fundizt á Sigurði Þór við komu hans til íslands. Það hefur svo áður komið .fram að Sigurður Þór framvísaði ekki við komuna þeim bráðabirgða- pappírum sem hann fékk í sendi- ráðinu i London. Lögreglumenn sem til staðar voru vegna vissunnar um komu hans báru ekki kennsli á hann, svo breyttur í útliti þótti hann frá því er hann síðast yfirgaf ísland. -A.St. Það dýriega hestalíf Þeir nutu blíðunnar, hestarnir sem Gunnar Örn, Ijósmyndari Dag- blaðsins, kom auga á þar sem þeir lágu í makindum sínum við Lambhúsatjörn á Alftanesi. Skýjaslœður voru í Esjuhlíðum en varla hefur áhugi hrossanna beinzt að þeim. Grasið grcena, næringin sem í því er fólgin, er líklega það sem félagarnir tveir á myndinni hafa mestan áhuga á. Gunnar Thoroddsen skipar nefnd til að skoða Framkvæmdastofnun íkrók og kring: A að kroppa völd af SverH Hermannssyni? Gunnar Thoroddsen forsætisráð- herra hefur skipað nefnd sem ætlað er að fara ofan í saumana á starfsemi og skipulagi Framkvæmdastofnunar ríkisins. Meðal annars á að kanna verkefnagrundvöll stofnunarinnar og gera sér grein fyrir hvernig hún bezt geti gegnt hlutverki sínu. Jón Ormur Halldórsson, aðstoðar- maður forsætisráðherra, er formaður nefndarinnar. Með honum eru þing- mennirnir Ólafur Ragnar Grímsson og Stefán Guðmundsson, Lúðvík Jósepsson, Bjarni Einarsson, deildar- stjóri Framkvæmdastofnunar, og Benedikt Bogason verkfræðingur, fulltrúi Eggerts Haukdals stjómar- formanns i Framkvæmdastofnun. Sverrtr Hrrmannaaon: StJöaawaJauiar pkrmOk á vöédum hnna (Framkvaomdastofnun rftdnint. DBvnynd EÓ. Reynt verður að hraða störfum nefndarinnar sem mest þannig að þau verði langt komin þegar þing kemur saman í október. Liklegt þykir að skoðað verði hvernig breyta megi stjórnunarfyrirkomulagi Fram- kvæmdastofnunar þannig að yfir- menn hennar séu ekki pólitiskt á önd- verðum meiði við rikisstjórn á 'hverjum tíma. Stjómarsinnar em meira og meira pirraðir á því að Sverrir Hermannsson, þingmaður stjórnarandstöðunnar, skuli hafa svo mikil völd í Framkvæmdastofnun. Hann lætur fara vel um sig i for- stjórastólnum þar á bæ. - ARH frjélst, áháð dagblað FIMMTUDAGUR 27. ÁGÚST1981. Gunnar Bene- diktsson rithöfundur látinn Gunnar Benediktsson rithöfundur lézt á sjúkrahúsi í Reykjavík i gær, 88 ára gamall. Hann skrifaði yfir þrjátíu bækur um ævina, bókmenntir, sagn- fræði og stjórnmál en auk ritstarfa sinna var Gunnar prestur framan af öldinni og stundaði þess utan verka- mannavinnu af ýmsu tagi. Hann skrifaði einnig greinar í fjölda blaða og timarita og var áður afkastamikili fyrirlesari sem jafnan vakti mikla athygli. Hann var dyggur baráttu- maður fyrir sósialisma á íslandi, gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokka þeirra og var nokkrum sinnum i framboði til alþingiskosninga. Gunnar Benediktsson var tvi- kvæntur. Eftirlifandi kona hans er Val- dís Halldórsdóttir. -ÓV fTT SL |\QN a NjN Q jUR ÍVIKU HVERRi IDAG ER SPURNINGIN:: í hvaða dálki, á hvaða blaðsíðu er þessi smáauglýsing i blaðinu i dag? Skiðaskór. Sá sem tók í misgripum skiðaskó sem ég tapaði er ég var að koma úr Kerlingarfjöllum 7. ágúst, er beðinn að hafa samband i sima 31913. Skórnir eru af gerðinni Nordica nr. 37. Hver er auglýsingasfmi Dagblaðs- ins? SJÁ NÁNAR Á BAKSÍÐU BLAÐSINS Á FÖSTUDAG Vinningur vikunnar: Crown-sett f rá Radíó- búðinni Vinningur i þessari viku er Crown-sett frá Radíóbúðinni, Skipholti 19 Reykjavík. 1 dag er birt á þessum stað I blaðinu spuming, tengd smáaug- lýsingum blaðsins, og nafti heppins áskrifanda dregið út og birt I smá- auglýsingadálkum á morgun. Fylgizt vel með, áskrifendur, fyrir nœstu helgi verður einn ykkar gltesilegu Crown-setti ríkari. c ískalt Seven up. hressir betur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.