Dagblaðið - 14.09.1981, Side 1

Dagblaðið - 14.09.1981, Side 1
7. ÁRG. — MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981 — 207. TBL. , RITSTJÓRN SlÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11.—AÐALSlMI 27022. ------[ Hartbariztíávaxtainnflutningnum: ]-- INNFLUTNINGSFYRIRTÆKI ÞVINGAÐ ÚR VWSKIPTUM —þýzkurávaxtaheildsalisásigneyddan tilaðskera á viðskiptin vegna hótana stæni og eldri viðskiptaaðila á íslandi __ sjá baksiðu " ............................. Vfldngur íslandsmeistari íknattspymu: Maðurinn sem skóp meistarana Hann hafði ástæðu til að vera hátt uppi, vel klæddi herramaðurinn sem liggur þarna í loftinu. Þetta er Yuri Sedov, hinn sovézki þjálfari Víkinga sem i gær urðu íslandsmeistarar í knattspyrnu er þeir lögðu KR að velli. Leikmenn Vikings hylltu þjálfara sinn að loknum sigrinum og tolleruðu hann enda er Sedov heilinn á bak við Víkingsliðið. Aðdáendur Víkings höfðu einnig gilda ástæðu til að vera uppi í skýjun- um. Eftirsóknarverðasti titill i iþróttum hérlendis hafði ekki hlotnazt Víkingum í 57 ár. KMU/DB-mynd: Bjarnleifur. — sjá frekar á íþróttasíðum Karlakór Reykjavíkur í söngferð: KANADA OG BANDA- RÍKIN Á ÞREM VIKUM Karlakór Reykjavíkur heldur í mikla söngferð 9. október. Farið verður um Bandarikin og Kanada á þrem vikum og haldnir konsertar á 16 stöðum. Kórfélagar fá aðeins tveggja daga fri frá sönghaldi og feröum. Að sögn Böðvars Valtýssonar, for- manns kórsins, verður fyrst haldið til New York og farið þaðan á austur- strönd Bandarikjanna. Siðan verður haldið i norður alla leið til Kanada. Einsöngvarar með kórnum verða hjónin Sigurður Björnsson og Sige- linde Kahman. Stjórnandi er Páll P. Pálsson og undirleikari Guðrún Kristinsdóttir. Kórinn ásamt einsöngvurum, stjómanda og undir- leikara er um 40 manns en auk þess fara rúmlega tuttugu eiginkonur kór- félaga með i ferðina. Ferðin er fjár- mögnuð með styrktarfélagatón- leikum sem haldnir verða í Háskóla- biói 4. og 5. október. Veröur þar flutt söngdagskrá ferðarinnar. Auk þess verður efnt til hlutaveltu. -DS. Borgarfjarðarbrúin vígð ígær. „ÞETTA ER DÁSAMLEG- UR DAGUR” — sagði Halldór E. Sigurðsson „Þetta er dásamiegur dagur,” sagði Halldór E. Sigurðsson, fyrrver- andi alþingismaður og samgönguráð- herra, eftir að Borgarfjarðarbrúin hafði verið vigð við hátiðlega athöfn i gær. Ræður voru fluttar við þetta merkilega tækifæri og tók Snæbjörn Jónsson vegamálastjóri fyrstur til máls. Þá talaði Steingrímur Her- mannsson samgönguráðherra og fól hann siðan Halldóri E. Sigurðssyni að vígja brúna. Brúin verður líka lengstum tengd nafni Halldórs, þvi hann hreyfði fyrstur manna hug- myndinni um brúargerð við Seleyri er hann flutti tillögu þar að lútandi á Alþingi árið 1958. Borgarfjarðar- brúin var tekin í notkun í fyrra, en framkvæmdir við hana hófust 1975. Að lokinni athöfninni á brúnni héldu gestir í veizlu mikla þar sem ræður voru fluttar og skálað fyrir brúnni. -SA.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.