Dagblaðið - 14.09.1981, Síða 3

Dagblaðið - 14.09.1981, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981. Varaðvið spákonu: Fjárplógsstarfsemi og svindl? —tekur kr. 100 fyrir og „segir það sama við alla” Fjórar reiðar skrifa: Við viljum vara fólk við spákonu í húsi við Suðurgötu í Reykjavík. Við erum nokkrar vinkonur sem höfum gaman af að fara til spákonu við og við, eins og gengur og gerist. Annarri eins fjárplógsstarfsemi og svindli og við urðum fyrir nýlega, höfum við þó aldrei kynnzt. Manneskjan leyfir sér að taka kr. 100 fyrir um það bil hálftíma ,,spá- dóm” — og segir það sama við alla, með þeim smábreytingum sem fella Fjórar vinkonur vara fólk við spá- konu sem segir það sama við alla — með smábreytingum — að þeirra sögn. DB-mynd: Jim Smart. „spádómana” að aldri fólks og þess háttar. Og drjúgar tekjur hefur hún þessi; tekur inn kr. 200 á klukkutíma og ekki vantar aðsóknina. Þar að auki er hún sennilega skattlaus að mestu því hvernig á að fylgjast með svona starfsemi? Hér eru nokkur dæmi um þetta bull hennar: 1) Þú hefur mikla hæfileika og veizt um nokkra þeirra núna. 2) Þú vinnur þar sem fólk kemur og fer. Þú annað- hvort hættir um áramót eða færð stöðuhækkun. 3) Þúhefur orðið fyrir sorg. Það getur hafa verið ástarsorg eða þá að einhver hefur verið veikur. Þú hefur verið með pilti en einhver stúlka komst upp á milli ykkar. Það ' er allt bjartara framundan. Þetta sagði hún við okkur allar fjórar, hverja fyrir sig. auðvitað. Næstu tveir þættir áttu að eiga við þrjár okkar og eru þessir: 4) Þú hefur hitt pilt. Hann er ekki rauðhærður, heldur skolhærður; ljósskol- eða dökkskolhærður. 5) Þetta er mjög góður maður. Þú verður fljótlega ófrísk, eftir svona 1 ár og ellefu mánuði. Þú vantreystir þessum manni en barnið tengir ykkur saman. Hann er vel efnaður. Þið kaupið mjög fínt hús, eða enda- raðhús, sem allir öfunda ykkur af. Við okkur allar fjórar sagði hún síðan: 6) Hann á bíl sem ekki er svartur og ekki hvítur en af ein- hverjum lit þar á milli. 7) Þið búið þar sem fjöll eru á báða bóga. Þið farið oft til útlanda — sagði hún við 3 okkar og nokkurn veginn það sama við hina fjórðu. Þrjár okkar fengu svo þetta: 8) Þú missir fóstur en átt eftir að eiga svona 3—4 börn. Og 8) Þú átt eftir að verða fyrir illu umtali nágranna. Þrjár fengum við: 9) Þú átt dreng sem þú. tekur miklu ástfóstri við. Hin fjórða átti að taka miklu ástfóstri við dreng, ættmenni sitt. Við þekkjum fleiri sem hafa orðið fyrir sömu reynslu og vörum fólk við að leita til þessarar manneskju. Dagskrá sjónvarpsins: „Virðist vera um of sniðin fyrirfámenn- an áhrifahóp” Flugmaður hringdi: Ég vinn á fjölmennum vinnustað og er því vel kunnugt um viðhorf margra til sjónvarpsdagskrárinnar. Hún virðist vera um of sniðin fyrir fámennan áhrifahóp sem á gott með að koma óskum sínum á framfæri vegna náinna tengsla við útvarp og sjónvarp. Áhugamál þessa fólks virðast al- gjörlega sitja i fyrirrúmi hvað dag- skrárgerð varðar. Prýðilegt dæmi um þetta voru síðastliðin mánudags- og þriðjudagskvöld sem bæði voru undirlögð þunglamalegu og löngu leikriti, Dauðadansinum, eftir Strindberg. Meðal annars voru Óvænt endalok látin víkja, en svo vill til að vafalaust hefðu mun fleiri kosið að horfa á eitt- hvað slíkt. Hér með skora ég á formann út- varpsráðs, Vilhjálm Hjálmarsson, fyrrverandi menntamálaráðherra, að láta fara fram gagngera könnun á vilja almennings í þessum efnum, því þolinmæði fólks er á þrotum. Flugmanni þótti Dauðadans Strind- bergs vera þunglamalegt og langt leikrit og vill láta „fara fram gagn- gera könnun á vilja almennings” I dagskrárvali. LPTOFRA- HSKURINN Ryksugan sem svífur Má - HOOVER Töfradiskurinn S 3005 er ryksuga sem vekur undrun, vegna þess hve fullkomlega einföld hún er. Sogsfyrkurinn er ósvikinn frá 800 W mótor, og rykpokinn rúmar 12 lifra, já 12 lítra af ryki. HOOVER S 3005 er ennfremur léttasta ryksuga sem völ er á, hún líöur um gólfiö á loftpúða alveg fyrirhafnarlaust fyrir þig. svo létt er hún. Eg er léttust... búin 800Wmótor og 12 lítra rykpoka (Made in USA) Verð kr. 1399 m M HOOVER er heimilishjálp FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 /Pekking /feynsla Þjonust# MEIRIHATTAR HLJÓMPLÖTUÚTSALAN Framhald Sjá bls. 35. Hjörleifur Guttormsson vélstjóri: Já, ég er ánægður með útvarpið, nema þessa þungu tónlist. Ég horfi nú lítið á sjónvarp, nema fréttir og er ánægður Spurning dagsins Ert þú ónægð(ur) með dagskrá út- varps og sjónvarps? Herdis Ösk Herjólfsdóttir húsfreyja: Já, svona í meðallagi, en ég hlusta reyndar lítið á útvarpið. Sævar Simonarson verkamaður: Ég hlusta litið á útvarpið en finnst sjón- varpið veraágætt. Þórunn Lárusdóttir húsmóðir: Það er nú það . . . ekki fullkomlega. Pétur örn Sigurðsson gagnfræðaskóla- nemi: Já, já, mér finnst þetta ágætt. Öskar Sverrisson verkfræðingur: Ég hlusta hvorki á útvarp né horfi á sjón- varp.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.