Dagblaðið - 14.09.1981, Síða 5

Dagblaðið - 14.09.1981, Síða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981. 5 NEYÐARBILL — EÐA SLYSADEILD Á HJÓLUM —verður næst á dagskrá hjá Reykjavíkurdeild RKÍ „Hjartabillinn” svonefndi, sá sem hér sést til hægrí, markaði á sfnum tima þátta- skil i sjúkraflutningum hér. En læknisaðstaðan var aldrei sköpuð né nýtt f bflnum og hann lauk sinni sögu án þess að vera eiginlega að fullu tekinn I notkun. Til vinstrí er einn nýju sjúkraflutningabilanna. Þeir eru göðir sem sUkir en geta I engu keppt við neyðarbil af fullkomnustu gerð eins og næst er á dagskrá RKÍ. DB-mynd: S. Næsti nýi sjúkraflutningabillinn, sem sjást mun á götum höfuðborg- arinnar, verður með nýju og fullkomnu sniði — neyðarbíU búin fuUkomnustu tækjum. Hillir undir að draumurinn um sUkan neyðarbíl rætist nú. Sjúkraflutninganefnd hefur lagt tU við ReykjavíkurdeUd Rauða krossins hvernig bíU verður keyptur og hvaða tæki verða í honum. Val sjúkraflutninganefndar féU á Ford EconoUne bifreið, sérstaklega yfirbyggða. Verður afturhluti bif- reiðarinnar með upphækkuðu þaki til þess að koma megi fyrir fullkomnustu neyðartækjum og aðstöðu fyrir lækni að annast sjúklinginn á leiðinni tU sjúkrahúss. Á fundi með fréttamönnum nýlega, sögðu Rúnar Bjarnason slökkviliðsstjóri og einn úr sjúkra- flutninganefnd að ýmis ljón væru enn á veginum. Fjárveiting til reksturs bílsins væri enn ekki fyrir hendi og hefði sú afgreiðsla tekið óeðlilega langan tíma. Á sama fundi sagði Rúnar að þrjár hugmyndir væru uppi um það hvernig starfrækja ætti slíkan neyðarbíl í samvinnu við lækna. Ein leið er að billinn sæki lækni I hverju tilfeUi og kvað Rúnar þá leið svolítið hafa verið reynda, en slíkt haft í för með sér bið eftir þvi að einhver deUd Borgarspítalans gæti séð af lækni. önnur leið væri svokölluð „stefnumótsaðferð”, þ.e. að neyðar- bUUnn flýtti sér á staðinn, þár sem sjúklingur væri og læknir kæmi sér einnig þangað. Þriðja leiðin væri að neyðarbiUinn yrði rekinn frá sjúkrahúsinu. Þar væru reiðubúnir sérstakir sjúkra- flutningamenn og læknar alla daga til að fara í útköU. „Stefnumóts- aðferðin” yrði svo viðhöfð að nætur- lagi við lækna á neyðarvakt . Rúnar sagði að leið þrjú hefði verið og væri reynd í Finnlandi núna. Hún þætti afar dýr. Kvað hann sjúkraflutninganefnd Reykjavíkur hallast að „stefnumótsaðferðinni”. Ljóst er'að sjúkraflutningamálin eru að þróast til betri vegar og fullkomnari þjónustu við sjúkUnga en tíðkazt hefur. BUtegundin er ákveðin og Reykjavíkurdeild RKÍ mun hafa handbært fé til bíl- kaupanna þó bíllinn sé dýr, enda nánast slysadeUd á hjólum. Eftir er að fá fjárveitingu til reksturs bílsins. Það þýðir aukið mannahald á slökkvistöð og sjálfsagt aukningu læknavakta á Borgar- spítalanum. En það hillir undir að draumurinn rætist. -A.St. Vinningarvikunnar: Glæsilegt reiðhjól fyrir DB-áskrifanda Nýtt skóla- húsá Hellis- sandi Verið er að taka í notkun nýtt og glæsiegt skólahús á Hellissandi. Er það tæplega 1200 fermetrar að stærð, á einni hæð. Hýsir það eftirleiðis allan grunnskólann á staðnum. Við það losnar meðal annars húsnæði í Félags- heimilinu Röst, þar sem hluti skólans hefur verið. Er mikil framför að hinu nýja skólahúsi. Settur verður nýr skólastjóri en ennþá er ekki ljóst hver það verður. Af öðrum framkvæmdum á Hellis- sandi má geta nýbyggingar Lands- bankans, Verið er að grafa grunn og á því að vera lokið fyrir 1. nóvember. Eftir það verður húsbyggingin boðin út og á henni að lj úka á næsta ári. Miklar framkvæmdir hafa einnig verið við nýja skólplögn í plássinu. Rafmagnsveitur ríkisins hafa í sumar verið að koma öllum raflínum fyrir í jörðu á Hellissandi. Voru þær áður i lofti. Glæsilegt reiðhjól frá Fálkanum, að verðmæti um 3.500 krónur, er vinningur vikunnar i áskrifendaleik Dagblaðsins. Sem fyrr getur hver einasti áskrifandi blaðsins átt von á þvi að hreppa hjólið. Leikurinn er þannig að einhvern dag í vikunni birtast á baksiðu blaðsins spurningar tengdar smá- auglýsingunum. Næsta dag á eftir verður nafn eins áskrífanda dregið út og það birt innan um smáauglýsingar. Sá áskrifandi á að snúa sér til augiýsingadeiidar blaðsins og svara spurningunum. Geri hann það rétt, er reiðhjóUð hans. Selma Magnúsdóttir dregur i vikunni út nafn eins Dagblaðsáskrífanda. Sá á þess kost að vinna glæsilegt reiðhjól. Mikil ölvun í miðbænum Miðbærinn heillaði unglingana um helgina og varð það til þess að í nógu var að snúas’t njá lögreglunni. Mikil ölvun var og voru tvær stórar rúður brotnar í miðbænum. Sökudólgar náðust I bæði skiptin. Að sögn lög- reglunnar voru nú mun yngri krakkar á ferð en voru i sumar og telur hún það geta stafað af nýbyrjaðri skólagöngu. Þá var einnig ákjósanlegt veður til útiveru. Unglingamir sðfnuðust ekki einungis fyrir á svokölluðu Hallæris- plani, heldur var rúnturinn, Austur- stræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti og Aðalstræti undirlagður. Þá var eitthvað um ryskingar í Fógeta- garðinum og varð einum lögreglu- manni að orði að loka ætti þeim garði um helgar, þar sem mjög Ula væri gengið um. -ELA. Þegar hafa sautján áskrifendur DB fengið í gegnum þennan leik glæsileg verðlaun, sólarlandaferðir, hljómflutn- ingstæki, myndsegulbönd, tölvu og reiðhjól. Enn eru ntu vinningar óút- gengnir þannig að enn er ekki of seint að gerast áskrifendur, vUji menn eiga möguleika. -KMU. Fiskveiðar eru byrjaðar á Hellis- sandi og ganga bara vel. Bæði er veidd loðna og bolfiskur í net. -DS/Hafsteinn, Hellissandi. keríu einuí Loksms getum við boðið ÞRIGGJA KERFA TÆKI MEÐ 1) PAL EVROPSKA KERFIÐ 2) SECAM FRANSKA KERFIÐ 3) NTSC AMERÍSKA KERFIÐ NU ER AUÐVELT AÐ AFLA SER EFNIS FRA HINUM ÝMSU LÖNDUM. VERZLIÐ I SÉRVERZLUN MEÐ LITASJÓNVÖRP OG HUÓMTÆKI Verð: 19.000 Greiðslukjör. SKIPHOLT119. SIMI29800

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.