Dagblaðið - 14.09.1981, Side 6
6
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981.
Ódýrasta kennslan er sú sem sparar þér tíma
Frábærir kennarar sem æfa þig í TALMÁLI.
Kvöldnámskeið. — Siðdegisnámskeið. — Pitmans-
próf. Enskuskóli barnanna. — Skrifstofuþjálfunin.
Sími 10004 09 11109 (kl. 1-5 e.h.).
Málaskólinn Mímir, Brautarholti 4.
Smurbrauðstofan
BJORNINN
NjáSsgötu 49 - Sími 15105
KEFLAVIK
Blaðburðarfólk óskast strax í Keflavík. Upplýs-
ingar hjá umboðsmanni í síma 3053.
BIABIB
Notaðar trésmlðavélar til sölu
kantlímingarvél,
spónlímingarvél,
spónskurðarsög,
sogblásari og kantpússivél.
Góð greiðslukjör.
Á. Guðmundsson,
Skemmuvegi 4 Kóp. Sími 73100.
Útboð — gluggasmíði
Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir
tilboðum í gluggasmíði í 176 íbúðir í fjölbýlishúsum við
Eiðsgranda. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu V.B.
Suðurlandsbraut 30 frá og með fimmtudeginum 10. sept.
gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð
miðvikudaginn 23. sept. kl. 15.00 á sama stað.
Stjórn Verkamannabústaða Reykjavík.
Önnumst kaup og sölu allra almennra
veðskuldabréfa og ennfremur vöruvíxla.
Getum ávallt bætt við kaupendum á við-
skiptaskrá okkar.
Góð þjónusta. — Reynið viðskiptin.
B3
Venlliréfsi-
Atjirluiiliirina
Nýja húsinu OHi *•%
v/Lækjartorg. ■****
EYRARBAKKI
Dagblaðið óskar að ráða umboðsmann á Eyrar-
bakka. Upplýsingar gefur umboðsmaður Dag-
blaðsins, s. 99-3358 eða 91-27022.
BREIÐDALSVÍK
Dagblaðið óskar að ráöa umboðsmann á Breið-
dalsvík. Upplýsingar gefur umboðsmaður Dag-
blaðsins, s. 97-5677eða 91-27022.
HELLISSANDUR
Dagblaðið óskar að ráða umboðsmann strax á
Hellissandi. Upplýsingar ísíma 91-27022.
'wMwuum
FréttirfráSVFK:
15 punda sjóbirting-
ur í Geirlandsá
Stórlax hafði betur í Reykjadalsá...
Við Hallá, þar sem veiðzt hafa.um 100 laxar.
Nú fer að síga á seinni hlutann í
laxveiðinni. Veiðinni er reyndar lokið
í nokkrum ám. Síðustu ánum
verður lokað 20. september. Við
slógum á þráðinn um helgina til
Ragnars Péturssonar, formanns
Stangveiðifélags Keflavíkut,til að afla
frétta. „Þetta er heldur skárra en í
fyrra,” sagði Ragnar um veiðina hjá
félögum í félaginu. ,,Á land munu
vera komnir um 57 laxar úr Geir-
landsá. Tala um fjölda sjóbirtinga er
ekki á hreinu. Fyrir skömmu fengu
náungar 26 sjóbirtinga í ánni. Þeir
stærstu voru um 15 pund. I Geir-
landsá er veitt fram að mánaðar-
lokum. Enda veiðist oft sjóbirtingur í
lokin. Hvolsá og Staðarhólsá hafa
gefið vel, þar eru komnir á land um
115 laxar. 1 fyrra veiddust aðeins um
18 laxar i ánum. Þar er líka mikið af
bleikju. Veitt er á þrjár stangir.
Hallá hefur gefið um 100 laxa. Veiðin
upp á síðkastið hefur verið heldur
treg enda vist ekkert sérstakt
veiðiveður. Úr Reykjadalsá eru
komnir um 70 laxar, sem er ágætt.
Stærsti laxinn sem veiðzt hefur 1 ánni
vó 19 pund. Og mun það vera
stærsti fiskurinn sem veiðzt hefur í
ánum ökkar. En það gerðist um
daginn í Reykjadalsá, að Stefán
Jónsson, sásnjalli veiðimaður, missti
um 20—25 punda lax á flugu, eftír að
hafa verið með hann í einar 20
mínútur. Eitthvað mun vera af
stórum fiski í ánni. Um 120 laxar
munu vera komnir úr Flóku, sem er
lélegt því að i fyrra veiddust um 240
laxar. Veitt er til 18. þessa mánaðar.
Tunguáin hefur verið léleg. Aðeins
eru komnir á land um 25 laxar. Ekki
mun vera mikið af laxi í ánni.” Já,
það er margt að gerast í laxveiðinni
ennþá, þó tekið sé að hausta.
Veiðimenn láta það litíl áhrif hafa á
sig. Eða eins og veiðimaðurinn sem
var fyrir vestan í síðustu viku. Hann
stóð víst úti í miðjum snjóskafli og
veiddi. Náungi einn átti leið hjá og
sagði: „Væri nú ekki betra að vera
heima hjá sér en „forkela” sig hér?”
Hinn veiðiglaði svaraði. „Það er nú
allt í lagi, meðan maður finnur ána”.
-GB.
Fréttin um netaveiðina vakti athygli:
Aðgerðir þurfa
að koma til
Frétt DB um ólöglega netaveiði í
Leirvogsá um síðustu helgi vakti
mikla athygli. Tími er kominn til að
stemma stigu við þessu mikla
vandamáli. Netaveiði í skjóli haust-
myrkranna er staðreynd, ekki bara í
þeirri á sem við ræddum um í
greininni, þetta skeður í fleiri ám.
Sumir vilja segja að við höfum verið
of stóryrtir i umræddri grein. En það
þýða bara ekki nein vettlingatök í
þessum málum. Það er mikið í húfi.
Þetta hefur nefnilega ekki verið tekið
hátíðlega hingað til. Sumir trúa ekki
að netaveiði sé stunduð í ánum. Enda
kannski hart að viðurkenna það. En
það sem við viljum er aukin gæzla.
Þar sem aðeins er einn veiðivörður
verður að bæta við manni. Einn
maður gerir ekki kraftaverk. Hann
getur ekki staðið allan sólarhringinn
við vörzlu. Orðrómurinn er orðinn
anzi líflegur um netaveiði. Haldinn
var fundur um fréttina núna í
vikunni. Þar voru málin rædd ofan í
kjölinn. En hvað gert verður í
framhaldi af þessum skrifum er
lokuð bók. Nú þarf aðgerðir strax.
Tíminn er að byrja, sem menn fara á
vapp. Stöðvum þessar ferðir.
-GB.
VEIÐIVON
X
*
Veiðinni er nú lokið ( Elliöaánum. Alls veiddust 1072 laxar, sem hcldur er slök
veiðL Hún er þó betri en f fyrra, þá komu aðeins á land 938 laxar. Á myndinni sjást
Karl Ómar Jónsson, formaður Stangveiðifélags Reykjavikur, og Þórður Þor-
bjarnarson borgarverkfræðingur. Karl Ómar losar öngulinn úr laxi Þórðar, sem
hann veiddi snemma i sumar.
Lélegt
fyrir
vestan
— enda ekkert
sérstakt veiðiveður
Þær fréttir hafa borizt nú síðustu
daga að heldur hafi veiðiveðrið verið
leiðinlegt sums staðar. Enda vill það
nú oft vera svoleiðis í lokin. Og
veiðin eftir því. En hvað skyldi vera
að frétta frá Vestfjörðum? Úr
Hvannadalsá eru óskemmtilegar
veiðifréttir. Þar hefur veiðin verið
með eindæmum léleg. Aðeins munu
vera komnir milli 25 og 30 laxar í allt
sumar, sem er mjög lítið. Þeir síðustu
sem veiddu í ánni fengu þó þrjá laxa.
Ómar Þórðarson, annar leigjandi
Laugadalsár, tjáði okkur að 291 lax
hefði verið kominn á land. Þetta er
mjög léleg veiði. En dálítið mun vera
af fiski í ánni. En þegar veiðiveður er
ekki gott er varla von á góðu.