Dagblaðið - 14.09.1981, Page 8
8
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981.
Nató hefur nú hafið umfangsmiklar heræfingar, bæði á sjó og f lofti, og er ætlað að
þær muni að lokum enda á Eystrasalti en þar eru Sovétmenn einmitt nýhættir sömu
iðju.
Af hálfu Nató taka 19.000 menn þátt i æfingunum ásamt 80 skipum og 280 flugvél-
um og hófust þær í gær undan ströndum Frakklands og Spánar. Munu þær ná yfir
rnikinn hluta Atlantshafsins og enda, eins og áður er sagt, á Eystrasalti i næstá mán-
uði. Samkvæmt þvi sem talsmaður Nató segir eiga æfingar þessar að færa sönnur á
að öllum er frjáls aðgangur að hafi þessu.
Löndin sem taka þátt f æfingun eru Bretland, Belgía, Kanada, V-Þýzkaland, Hol-
land, Noregur, Portúgal, Bandaríkin og Frakkland.
Myndin sýnir bandariskt flugvélamóðurskip við heræfingar.
BMW518 árg. 1977 Renau/t 18 TS árg. 1979
BMW320 árg. 1980 RenaultS TL árg. 1980
BMW318 árg. 1978 Renault 12 TL árg. 1977
BMW320 árg. 1979 Renault 4 Van F6 ' árg. 1979
BMW320 árg. 1977 Renault 4 VANF4 árg. 1975
Renau/t20 TL árg. 1978
Haig ákærir Sovétmenn fyrir eiturefnahernað:
Sönnunargögnin
væntanleg í dag
—verða afhent Kurt Waldheim, aðalritara Sameinuðu þjóðanna
BÖRN - UNGLINGAR - FULLORÐNIR
Pólland
gjaldþrota?
Pólsk stjórnvöld hafa birt grimma
spá um framtíð landsins og vara við því
að það rambi nú á barmi algjörs gjald-
þrots.
Fréttastofan Pap sagði í gærkvöld að
mörgum iðnfyrirtækjum yrði að loka
og skortur yrði á rafmagni. í viðbót við
olíu- og orkuskort má einnig vænta
þess að 4 milljónir tonna vanti á
nauðsynlega kolaframleiðslu.
Lech Walesa sagði að Eining mundi
byggja sinn eigin sjónvarpssendi ef
stjórnvöld héldu áfram að meina
samtökunum aðgang að opinberum
fjölmiðlum.
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
Alexander Haig, sem nú ræðir við
stjórnvöld i V-Þýzkalandi, sagði að
Bandaríkjamenn mundu i dag koma
með sannanir á því að eiturefni hefðu
verið notuð í hernaði í SA-Asíu,
gagnstætt alþjóðlegu samkomulagi.
f ræðu sem hann hélt í V-Berlín í
gær ýjaði hann að þvi að Sovétmenn
hefðu staðið að eiturefnahernaði, án
þess að beina þeirri kæru beinlínis að
Moskvu.
Hann sagði að lengi hefði leikið
grunur á því að Sovétmenn og banda-
menn þeirra hefðu notað banvæn
eiturefni i Laos, Kampútseu og
Afganistan.
— Og nú hafa áþreifanlegar eðlis-
fræðilegar rannsóknir sannað að
þarna finnast framandi eiturefni sem
eru baneitruð fyrir bæði menn og
dýr, sagði hann.
Efnið hefur verið greint sem tricht-
hecan toxin, þekkt undir nafninu T2,
en áhrif þess eru þau að fólk deyr af
blóðspýtingi.
Haig sagði að Reaganstjórnin
mundi láta aðalritara Sameinuðu
þjóðanna í té sönnunargögnin.
Haig staðfesti þessar upplýsingar í
V-Berlín, en þar hafði mikið fjöl-
menni safnazt saman til að mótmæla
stefnu Bandaríkjastjórnar og þeirri
ákvörðun Reagans að framleiða
nifteindavopn.
Haig mun ræða takmörkun
nifteindavopna í Evrópu við Helmut
Schmidt kanslara og Hans-Dietrich
Genscher utanríkisráðherraog er það
talinn undirbúningur undir sams
konar viðræður við Moskvustjórn
síðar á árinu.
Sovétfréttastofan Tass hefur lýst
þessa staðhæfingu Haigs rógburð.
Alexander Haig.
Opið laugardaga frá kl. 1—6.
lAIÝI
\i
■
I
Enn er grættá Hitler
Forsetadóttir
íframboö
MNZíCOLM
Sími52996
INNRITUN ER HAFIN
Eldri nemendur vinsamlegast
hafiÓ samband strax!
Takmarkaó í hven tíma
IflA líAIII |P - Jafnréttisráð ætlar
¥111 WUriUlf að takamálið fyrir
í byrjun mánaðarins mátti sjá ber
brjóst á hverju götuhorni í París og rétt
fyrir helgina sneri stúlka sér við og
sýndi á sér bakhlutann. Þetta gerðist í
sambandi við auglýsingaherferð sem
hefur vakið sára reiði hjá rauðsokkum,
glatt pungrottur og jafnvel komið
stjórninni í bobba.
Á mánudag birtust hundruð auglýs-
ingaspjalda í öllum frönskum stórborg-
um sem sýndu bikiniklædda stúlku sem
lofaði að láta brjóstahaldarann falla
tveimur dögum síðar. Enda stóð hún
við það loforð og næst á dagskrá voru
buxurnar. Á föstudag var hún því
orðin allsnakin á veggspjaldinu. Her-
ferð þessi var á vegum auglýsingaskrif-
stofu sem framleiðir veggspjöld og stóð
letrað á spjöldin: „Avenir, vegg-
spjaldaframleiðandinn sem ekki svíkur
loforð sín.”
Borgaryfirvöld i nokkrum borgum
létu þegar þekja myndina og jafnréttis-
ráð, sem telur þetta móðgun við konur,
sagðist senda út yfirlýsingu um málið
þar sem sósíalistastjórninni í Frakk-
landi væri mjög umhugað um réttindi
kvenna.
Vatnslitamynd eftir Adolf Hitler
ásamt silfurtepotti og munnþurrku,
sem sagt er að foringinn hafi notað,
áttu nýlega að fara á uppboð í
Múnchen en voru dregin til baka á síð-
ustu stundu.
Uppboðsfyrirtækið, Graf Klenau,
hefur oft áður boðið upp hluti frá tíma-
bili þriðja rikisins. En nú stendur yfir
réttarrannsókn á viðskiptum þess þar
sem álitið er að það hafi brotið lög í
sambandi við dreifingu á tignarmerkj-
um. Talsmaður fyrirtækisins neitaði að
Maureen Reagan, dóttir Reagans
Bandaríkjaforseta og fyrrverandi konu
hans, leikkonunnar Jane Wyman, er nú
að hugsa um að skella sér í framboð
fyrir næstu kosningar í Kaliforníu. Er
sagt að pabbinn sé litt hrifinn af hug-
myndinni.
Maureen hefur áður stundað
„sjóbisness” með heldur slælegum
árangri. Ákvað hún þess vegna fyrir
þremur árum að snúa sér frá
skemmtanaiðnaðinum og leita á önnur
mið.
— Ég vildi ekki ná fertugsaldri með
ekkert annað mér til ágætis en það að
vera dóttir frægs manns, sagði hún þá.
Nú er Maureen orðin fertug og
vinnur sem framkvæmdastjóri hjá
fyrirtæki sem sér um olíuútflutning.
Hún er líka nýlega gift í þriðja sinn, í
þetta skiptið 28 ára gömlum manni,
Dennis Revell, og vinnur sá á lögfræði-
skrifstofu. Enn er samt Maureen
frægust fyrir að vera dóttir Reagans.
Og nú er spurningin hvort faðernið
verður henni til hjálpar eða trafala á
stjórnmálabrautinni. Forsetinn álitur
ekki að henni takist að vinna þingsæti
og stjúpmóðir hennar, Nancy, er mjög
mótfallin því að hún fari i framboð.
Maureen hefur í mörg ár starfað að
alls konar félagsmálum fyrir Repúblik-
anaflokkinn.
Maureen Reagan með þriðja eigin-
manninum.
segja hvers vegna hætt hefði verið við
uppboð á Hitlersmununum, en vatns-
litamyndin, sem máluð var 1920, var
metin á 3.750 dali . Hann fullyrti að
Hitler hefði notað tepottinn og munn-
þurrkuna á veitingahúsi í Múnchen.
Skrautplatti með áletruninni
„Traustur foringi á stormasömum
tímum verndar þjóðina gegn ótta og
tjóni” seldist á 70 dali eða 8 dölum
meira en matsverð. Hermannajakki frá
nasistatímabilinu var seldur á40 dali.
THkynning til
söluskattsgreiðenda
Athygli söluskattsgreiðenda skal vakin á því, að gjalddagi
söluskatts fyrir ágústmánuð er 15. september. Ber þá að
skila skattinum til innheimtumanna ríkissjóðs ásamt sölu-
skattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið, 10. september 1981.
VU.ENTINE
T BÍLALÖKK
ALLT TIL BÍLALÖKKUNAR
Sfmi 74540
Smiðjuvegi 40D, Kóp.
Erlent
Erlent
Erlent
Erlent
Veggspjald vekur hneyksli í Frakklandi:
ER TAUD MÓDGUN