Dagblaðið - 14.09.1981, Síða 11

Dagblaðið - 14.09.1981, Síða 11
11 Uppfínnlngamaðurinn Martín Balokin mUar fíugnabyssu sinni á sakiausa húsfíugu. Skordýraóvinir skjóta flugur meö byssu áfæri DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981. Erlent Erlent Erlent — einstök uppfinmng sem œtti aö gera sumum lífið auðveldara. Fátt er manninum verr við en flugur og skordýr. Með skordýraeitur, dag- blöð, handklæði og berar hendur að vopni hefur hann allt frá örófi alda reynt að bana þessum vesalings greyj- um, sem skilja ekkert í vonzku manns- ins. Muhammad Ali var sagður snill- ingur í að grípa flugur á lofti, en það var á meðan hann var léttur og snögg- ur. Hingað til hefur þetta hins vegar ekki verið heiðarleg keppni. Skordýrin hafa oftast náð að smjúga úr greipum mannsins eða þá að banahögg hans hafageigað. En nú er komið nýtt vopn á mark- aðinn, sem eflaust á eftir að velgja flugum undir uggunum, ef svo má að orði komast. Það kallast flugnabyssan og Martin Belokin er hugvitsmaðurinn sem smíðaði það. Byssa þessi skýtur kringlóttum diskum úr harðplasti að flugunum og dregur allt að metralengd. í disknum er spotti þannig að „veiðimaðurinn” þarf ekki að óttast að týna vopni sínu í miðjum bardaga. Helzti kostur flugnabyssunnar er sá að hægt er að skjóta flugurnar á stöðum þar sem nær ómögulegt væri að ná til þeirra annars, svo sem uppi á ljósakrónum' og hátt uppi á veggjum. Frá því Martin fyrst kynnti byssu sína fyrir þremur árum hafa 3,5 millj- ónir selzt en hingað til hefur aðeins verið hægt að kaupa flugnabyssuna í Bandaríkjunum. En það stendur allt til bóta og innan skamms verður hægt að kaupa byssuna í löndum Evrópu. Og þá verður þess áreiðanlega ekki langt að bíða að byssan verði fáanleg hér líka. Frœndi Carters í fangelsifyrir innbrotstilraun Þótt Jimmy Carter sé ekki lengur forseti Bandaríkjanna fylgjast fjöl- miðlar enn náið með honum og fjöl- skyldu hans. Blaðamenn þóttust því skiljanlega hafa heldur en ekki komizt í feitt er fréttist að frændi Carters, William Carter Spann hefði viðurkennt að hafa brotizt inn i hús i Kalifomíu. Eða réttara sagt reynt að brjótast inn í hús. Spann, sem er 34 ára, gerði tilraun til innbrots í júlí, en tókst svo illa upp að hann skar sig á hendi. Ná- grannarnir höfðu líka séð til hans og hringdu á lögregluna og hún tók Spannisína vörzlu. Spann er ekki alveg ókunnugur fangelsum Bandaríkjanna því 1979 var hann látinn laus eftir að hafa af- plánað þriggja ára dóm fyrir rán. Nú getur hann átt von á fimm ára fang- elsisvist, en þess má geta í leiðinni að Spann er sonur Gloriu systur Carters. Teg. 13 StœrOir 36-41 Núkr. 49,95 Teg.8001 Stærðir 36-41 Núkr. 49,95 Stærðir 36-38 Núkr. 49,95 Teg.667 “ia“iSS Stærðir 36—41 Núkr. 49,95 Teg.2906 Stærðir 36—41 Núkr. 49,95 Teg. 9621 Stærðir 36-41 Núkr. 49,95 Teg.205 Stærðir 36—41 Núkr. 49,95 Teg. S i Stærðir 36 og 37 Núkr. 49,95 Tcg 506 ' Stæiðir 36-41 Núkr. 49,95 Teg. 162 StærOir 35-39 Núkr. 49,95 Teg.500 Stærðir36—41 Núkr. 49,95 Teg.92é ^®SsHÉ Stærðir 36—41 Núkr. 49,95 Teg. 9416 Stærðir 36—41 Nú kr. 49,95 Teg. 1157 Stærðir: 36—41 Núkr. 49,95 Teg. 101 StærOir 36—41 Núkr. 49,95 Teg. 1635 Stærðir36—41 Núkr. 149,95 Teg.2130 Stærðir 36-37 Núkr. 149,95 Teg.im ■ Stærðir 36-41 Núkr. 99,95 Teg. 12 Stærðir 36-41 Núkr. 99,95 Teg. k. Stærðir 39-43 Núkr. 175,75 Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti8 vAusturvöll — Sími 14181

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.