Dagblaðið - 14.09.1981, Page 13
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981.
13
s
henti ekki til þess að koma á þjóð-
félagi vinnandi fólks í landinu. Um
leið hafa þau hafnað sovéskri af-
skræmingu sósíalismans og krefjast
öflugrar baráttu gegn báðum risa-
veldunum, meðan íslenskir flokkar
hallast meira eða minna að öðru
hvoru risaveldinu eða gera sem
minnst úr hættunni af þeim. í fram-
haldi af því hefur Morgunblaðið
reynt að gera mikið úr sovétandstöðu
marx-lenínista, en þagað um afstöðu
okkar gegn Bandaríkjunum. í>jóð-
viljinn treður sömu slóðir til þess að
láta líta svo út að „maóistarnir” séu
NATO-sinnar og handlangarar Kín-
verja.
Kommúnistasamtökin hafna al-
gjörlega tillögum atvinnurekenda og
allra flokka um að launafólk og þeir
sem lifa af annarra vinnu verði að
samstilla stefnu sína. Þess vegna vilja
þau lýðræðislega og sjálfstæða verka
lýðshreyfingu með baráttustefnu og
þor til að fylgja kröfum sínum eftir.
Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag
eiga vissulega eitthvað sameiginlegt
með kommúnistum en ef til vill mun
meira saman sem tveir kratískir um-
bótaflokkar. Hlutar Alþýðuflokks og
Kommúnistasamtakanna snertast í
framsæknum kröfum um umbætur í
verkalýðshreyfingunni. Sammála
erum við um að landrými eigi allt að
vera þjóðareign og um nauðsyn ein-
hvers konar almanna-og indvarna.
Alþýðubandalagsmenn styðjum við í
slagnum við Alusuisse að mörgu leyti
og i kröfum um úrsögn úr NATO og
brottvísun bandarísks hers. Og ætli
við séum ekki sammála báðum aðil-
unum um stuðning við 3. heiminn og
einfaldari innflutningsverslun!
Þrátt fyrir ólík grundvallarsjónar-
mið geta kratar og kommar unnið
saman og aldrei skyldi útiloka að þeir
mynduðu með sér samtök ef nauðsyn
krefur, annað eins hefur gerst í ís-
landssögunni. Nú sem stendur er mér
samt efst í huga að styrkja þau litlu
samtök sem hafa haft bein í sér til að
reisa merki marxisma dálítið við í
landinu og hanga í buxnarössum bur-
geisa og kerfisliðsins sem snýst í
kringum þá, reynandi að fletta niður
um söfnuðinn þann.
Ari T. Guðmundsson.
Ari T. Guðmundsson
— Alþýðuflokkur og Alþýdubandalag eiga vissulega eitthvað sameiginlegt meó kommúnistum en ef til vill mun meira saman
sem tveir kratiskir umbótaflokkar, segir Ari Trausti Guðmundsson meðal annars. Formaður Alþýðuflokksins og ráðherra
Alþýðubandalagsins takast hér i hendur.
DB-mynd: Þorri.
dylgja um „sameiningu krata og
maóista” og skrökva stefnumiðum
uppá Kommúnistasamtökin.
Vel má vera að nýtt flokksform til
vinstri við íhaldið, eins konar sam-
fylking skoðanahópa, geti um tima
verið lífgjafi í stefnumótun og stirðn-
aðri flokkaskipan í landinu.
Kommúnistar geta ekki hafnað slíku
fyrirfram þó þeir liti ekki á slíkt
flokksform sem rétthæft handa
marxískum verkalýðsflokki.
Ólíku saman
aðjafna, en ...
Kommúnistasamtökin hafa leitt
rök að því að borgaralegt þingræði
afturhaldssöm hugmyndafræði
hrekur almenning frá þátttöku í
þeim.
Eftir að hafa hafnað ýmsum þátt-
um úr fyrri starfsstefnu lýsa
Kommúnistasamtökin þvi yfir að þau
eru reiðubúin til samstarfs við aðra
aðila um baráttumál. Þau hafa reynt,
án teljandi árangurs.
Umstangið um
Alþýðuflokkinn
Eftir dágóða fjölmiðlarispu ætti
að vera Ijóst að sameining Alþýðu-
flokks og Kommúnistasamtakanna
stendur ekki fyrir dyrum. Hvorki
Vilmundur né Jón Baldvin hafa
brotið gegn flokki sinum og ættu
alþýðuflokksmenn rólegir að geta af-
greitt sinar skipulagsbreytingar án
hræðslu við mig og mína samherja.
Samtökin hafa heldur ekki rætt
möguleikana sem felast í jafn rót-
tæku stökki og skipulagstillögur
Vilmundar og kó eru í raun og veru.
Niðurstaðan er allsendis óljós og við
það bætist að flokksstjórn Alþýðu-
flokksins samþykkir eða hafnar um-
sókn um aðild félags að flokknum.
Reyndar ættu Fylkingin og Alþýðu-
bandalagið að skammast til að ræða
hugmyndir alþýðuflokksmanna í al-
vöru. Enn hefur málgagn Alþýðu-
bandalags aðeins látið sér nægja að
Kjallarinn
Fjarlægðin gerir fjöllin
blá—ogkjötið betra
Munur á fltuinnihaldi mjólkur fyrir norðan og sunnan er um 0.1 prósent. Sá maður sem finnur mun á fitu i slfkn mjólk hlýtur að vera með innbyggðan fitu-
mæli, segir Agnar Guðnason meðal annars i grein sinni. DB-mynd.
og munurinn er á fitunni, sem telur
sig finna einhvern mun og þetta sama
fólk hefur svo óskaplega gaman af að
skrifa í blöðin.
Hvað með kjötið?
Sjaldan er gerður samanburður á
gæðum kjöts eftir landshlutum. Þó
eru til menn sem kjósa frekar feitt
kjöt en magurt og vilja því þunga
dilkaskrokka. Þeir fá hvergi betra
kjöt en úr Strandasýslu. Hólsfjalla-
hangikjötið var ákaflega vinsælt hér
áður fyrr og talið var að framboð á
Hólsfjallahangikjöti væri allmikið
meira en framleiðslan var á Hólsfjöll-
um.
Þá er nokkuð útbreidd sú skoðun
að kjöt af lömbum, sem beitt hefur
verið á fóðurkál fyrir slátrun, sé mun
verra en af lömbum, sem gengið hafa
á úthaga fram að slátrun. Þessi kenn-
ing stangast verulega á við það, sem
sérfræðingar halda fram um kjöt-
gæði. Það er löngu sannað að kjöt af
gripum sem eru í afleggingu fyrir
slátrun sé verra og seigara en af
gripum, sem eru í bata fyrir slátrun.
Enda hefur samanburðar á bragð-
gæðum dilkakjöts ekki leitt í ljós
neinn mun á bragði. Það virðist vera
nákvæmlega sama á hverskonar
landi lömbin höfðu gengið stðustu
vikurnar fyrir slátrun, þeir sem áttu
að dæma um bragðgæði fundu engan
mun. Það á því að vera ástæðulaust
fyrir neytendur að forðast kjöt af
dilkum, sem beitt hefur verið á rækt-
að land fyrir slátrun. Kjötið er
nokkurn veginn það sama, hvar sem
kálið hefur verið bitið eða á hvaða
fjalli lömbin hafagengið sumarlangt.
Agnar Guðnason
blaðafulltrúi.