Dagblaðið - 14.09.1981, Page 16
16
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981.
(I
D
Iþrötfir
Iþróftir
Iþróttir
Iþróttir
Jafnt hjá Laval
Lens tapar enn
Úrslitin í 9. umfcrð 1. deildarinnar í
Frakklandi um helgina urðu þessi.
St. Etienne-Lyon 4—0
Lille-Montpellier 6—1
Strasbourg-Valenciennes 4—0
Laval-Nantes 1—I
Sothaux-Lens 1—0
Nancy-Metz 2—1
Tours-Auxerre 2—0
Bastia-Bordeaux 4—4
Brest-Paris St. G. 2—1
Monaco-Nice 1—0
Eins og sjá má var mikið skorað i 9.
umferð eða 3,5 mörk að meðaltali i
leik Bordeaux, andstæðingar Víkings í
undir
lögregluvernd
Að sögn talsmanns bandaríska
tennissambandsins fékk sænska tennis-
stjarnan Björg Borg lögregluvernd, á
laugardag, eftir að hafa fengið morð-
hótun.
Talsmaðurinn sagði að hótunin
hefði borizt símleðis til miðstöðvar
tennissambandsins í New York rétt
fyrir leik Borgs gegn Bandaríkja-
manninum Jimmy Connors i undanúr-
slitaleik opna bandariska meistara-
mótsins i einliðaleik karla. Haft var
samband við lögreglu og Borg var
tryggt aukið öryggi. Svipuð hótun var
send Borg fyrr á þessu ári i keppni í
Kanada.
_______________________-VS.
Maree ógnar
heimsmeti
Ovetts
Bandaríkjamaðurinn Syndey
Maree, sem er fæddur í S-Afríku og
vann Steve Ovett mjög óvænt í
miluhlaupi sl. miðvikudag, var aðeins
tæpa sekúndu frá heimsmeti Ovetts i
1500 m hlaupi i Munchen á laugardag.
Maree fékk tímann 3:32,30, 94/100
úr sekúndu lakari tíma en heimsmet
Ovetts sem hann setti í Koblenz í fyrra.
Hinn 32 ára gamli Mike Boit frá
Kenya, sem hlaut bronsverðlaun á OL í
Munchen 1972, varð annar á 3:33,67 og
V-Þjóðverjinn Uwc Becker þriðji.
Árangur Maree er þó ekki bandarískt
met. Steve Scott hefur hlaupið 1500 m
á 3:31,96. Maree hefur verið búsettur í
Bandarikjunum, sl. fjögur ár, en er
aðeins nýbúinn að fá rikisborgararétt
þar.
-VS.
UEFA-keppninni, náðu jafntefli i
miklum markaleik á Korsíku og eru
enn ósigraðir i deildinni. Jafntefli hjá
Karli Þórðarsyni og félögum i Laval
gegn Nantes, sem var í 2. sæti deild-
arinnar i fyrra, en Lens, lið Teits
Þórðarsonar tapar enn og situr á
botninum.
Staðan eftir 9. umferð:
Bordeaux 9 4 5 0 18- -11 13
Sochaux 9 5 3 1 12- -8 13
Lille 9 5 2 2 19- -11 12
Lyon 9 6 0 3 12- -10 12
Monaco 9 5 1 3 20- -13 11
Laval 9 4 3 2 13- -11 11
Nancy 9 4 3 2 13- -11 11
Bastia 9 3 4 2 17- -17 10
Strasbourg 9 4 1 4 12- -10 9
Paris St. G. 9 3 3 3 13- -13 9
Brest 8 2 5 1 11- -11 9
Nantes 9 3 3 3 11- -11 9
Tours 9 4 1 4 10- -10 9
St. Etienne 7 3 2 2 12- -6 8
Valenciennes 9 3 1 5 11- -13 7
Metz 9 0 6 3 5- -9 6
Auxerre 8 1 3 4 7- -15 5
Montpellier 9 1 3 5 7- -15 5
Nice 9 1 2 6 6- -15 4
Lens 9 1 1 7 1- -15 3
-VS.
Stórsigur
Fylkis
Haukar kvöddu 2. deildina með tapi
á heimavelli fyrir Fylki, 0—4, á laugar-
dag. Ekki var að neinu að keppa fyrir
Haukana, fall í 3. deild þegar
staðreynd. Áhugaleysi einkenndi leik
þeirra og var sigur Fylkis sizt of stór.
Hörður Guðjónsson skoraði fyrsta
mark leiksins og Guðmundur Baldurs-
son bætti öðru við fyrir hlé eftir
glæsilegan einleik Þóris Gíslasonar
gegnum Haukavörnina. Þórir renndi
knettinum út á Guðmund sem skoraði
auðveldlega. í siðari hálfleik bætti
Omar Egilsson tveimur mörkum viö'
fyrir Fylki og unnu Fylkismenn þar
með þrjá siðustu leiki sina i deildinni
með samanlagöri markatölu 9—1.
Góður endasprettur eftir dauft sumar í
2. deildinni. -VS.
Þróttur R.
vann Selfoss
Þróttur, Reykjavik, vann léttan
sigur á fallkandidötum Selfoss á
föstudagskvöld, 5—1. Leikið var í
Laugardal. Mörk Þróttar skoruðu
Sverrir Pétursson 2', Jónas
Hjartarson, Sigurður Hallvarðsson og
Hilmar Gunnarsson en fyrir Selfoss
svaraði Gisli Sváfnisson. Páll Ólafsson,
Þrótti var rekinn útaf í leiknum. Með
þessum sigri tryggðu Þróttarar sér 3.
sætið í 2. deild en Selfyssingar verma
botnsætið ásamt Haukum. -VS.
Guðmundur Ásgeirsson, markvörður Breiðabliks, ver skot Kára Þorleifssonar á 12. mfn. f leik UBK og ÍBV. Eitt af fáum
hættulegum færum ÍBV f leiknum.
Sreiðablik lagði
bikarmeistarana
— en Blikarnir ungu verða að sætta sig við fjórða sætið
Breiðablik sigraði ÍBV á Kópavogs-
velli á laugardag i siðustu umferð 1.
deildar með einu marki gegn engu.
Þrátt fyrir sigurinn verða Blikarnir að
gera sér 4. sætið i deildinni að góðu,
bikarmeistararnir úr Eyjum það sjötta.
Breiðablik hlaut 22 stig, fimm stigum
meira en f fyrra en er aðeins einu sæti
ofar i deildinni.
Leikurinn var í nokkru jafnvægi
framan af og liðin skiptust á að sækja.
Á 6. mín. varði Páll Pálmason mark-
vörður ÍBV vel hörkuskot frá Vigni
Baldurssyni og á sömu mínútu ollu
bræðurnir Sigurlás og Kári miklum
usla i vörn Breiðabliks sem var mjög
óörugg á þessum kafla. Kári Þorleifs-
son komst inn fyrir vörn Breiðabliks á
12. mín., en Guðmundur Ásgeirsson
varði skot hans úr þröngu færi. Á 15.
mín. einlék Helgi Bentsson upp hægri
kantinn og þaðan inn í vítateig
Eyjamanna og sendi knöttinn í fjær-
hornið, stöngin inn, óverjandi fyrir Pál
í markinu. Glæsilegt einstaklings-
framtak hjá Helga. Skömmu síðar áttu
Eyjamenn, Kári og Ómar Jóhannsson,
tvö góð færi en Guðmundur mark-
vörður bjargaði í bæði skiptin. Síðustu
Fram á toppnum
í einn sólarhring
— unnu KA 2-0 en það dugði skammt
Það voru ekki nein meistaratilþrif
sem Framarar sýndu á laugardag gegn
KA. Fram vann reyndar sigur, 2—0, en
i 70 mfnútur af 90 var leikur liðanna
lítið augnayndi. Háspörk og sendingar
mótherja á milli einkenndu hann allt
þar til Framarar voru fyrri til að átta
sig á því að ekki sakaði að gefa
knöttinn nokkrum sinnum samherja á
milli og freista þess að opna vörn KA-
manna. Það reyndist ekki erfitt verk
þegar til kom því KA-vörnin var eins og
höfuðlaus her án Erlings Krisjáns-
sonar.
Það þurfti vítaspyrnu á 72. mín. til
að koma Fram á bragðið og frá sjónar-
hóli blaðamanna virtist hún vera harla
vafasöm. Annað var uppi á teningnum
er atvikið var sýnt í sjónvarpi á laugar-
dag. Þar virtist um augljósa vítaspyrnu
að ræða er Guðmundi Torfasyni var
brugðið innan vítateigs. Marteinn
Geirsson tók spyrnuna og skoraði af
miklu öryggi — sendi Aðalstein
Jóhannsson í öfugt horn.
KA-liðið brotnaði gersamlega niður
við þetta mótlæti og aðeins Elmar
Geirsson reyndi að berjast áfram á
hægri vængnum. Lárus Grétarsson var
fádæma klaufi á 80. mín. er hann fékk
eitthvert það bezta færi sem hægt er að
hugsa sér. Hann náði að taka knöttinn
niður á brjóstið og leggja hann fyrir sig
en lét síðan Aðalstein verja frá sér. Að
vísu snilldartilþrif hjá markverðinum,
en hann hédt ekki knettinum, sem barst
til Guðmundar Torfasonar með markið
gapandi fyrir framan sig. Skot hans fór
vel framhjá.
Strax á næstu mínútu fékk KA sitt
bezta færi er Marteini Geirssyni urðu á
slæm mistök í vörninni og Gunnar
Gislason komst inn í sendingu ætlaða
markverði. Skot hans fór hins vegar
rétt yfir og fimm mín. síðar gerðu
Framarar út um leikinn og var einkar
laglega að því marki staðið.
Sighvatur Bjarnason vann knöttinn
við eigin vítateig og tók á rás fram
völlinn. Rétt framan við miðju sendi
hann góða sendingu á Lárus Grétarsson
sem lék nokkur skref áffam áður en
hann renndi knettinum framhjá
Aðalsteini og í gagnstætt horn. Ekki
munaði nema hársbreidd að Guðjóni
Guðjónssyni tækist að bjarga á
marklinu.
Framarar héldu því enn í vonina um
íslandsmeistaratign eftir þennan sigur
þó svo að frammistaða þeirra í
leiknum verðskuldaði allt annað. Sú
von slökknaði á sunnudag er Víkingur
sigraði KR. Fram er því i 2. sæti 1.
deildar annað árið í röð og tekur þátt í
UEFA-bikarkeppninni næsta haust.
-SSv.
20 mínútur fyrri hálfleiks var svo nær
látlaus sókn Blikanna. Páll Pálmason
hélt Eyjamönnum á floti með frábærri
markvörzlu. Samvinna hinna snöggu
framherja Blikanna splundraði Eyja-
vörninni hvað eftir annað, sérstaklega
lék Sigurjón Kristjánsson á als oddi og
Sigurður Grétarsson skapaði hættu í
hvert skipti sem hann fékk boltann.
Síðari hálfleikur fór rólega af stað
en smám saman tóku Blikarnir leikinn í
sínar hendur á ný. Á 56. mín. átti
Sigurður Grétarsson glæsilega
sendingu á vítateigshornið hægra
megin þar sem Ómar Rafnsson kom á
fullri ferð og sendi fyrir markið þar
sem tveir Blikar voru skyndilega
óvaldaðir en þeir misstu knöttinn
klaufalega aftur fyrir endamörk.
Mínútu síðar komst Sigurður inn fyrir
vörnina hægra megin í vítateignum,
Páll kom út á móti og varði glæsilega
skot hans, knötturinn féll fyrir fætur
Sigurðar, sem lék á Pál og sendi fyrir
markið en þar var enginn til að reka
endahnútinn á sóknina.
Eyjamenn áttu eitt og eitt
upphlaup. Sigurlás komst tvisvar upp
hægra megin en í bæði skiptin skaut
hann í hliðarnetið, aðþrengdur af
varnarmönnum Breiðabliks. Hinum
megin átti Helgi Bentsson tvö góð færi.
í fyrra skiptið var hann of seinn að
skjóta og varnarmenn ÍBV náðu að
bjarga og í seinna skiptið hljóp Páll
Pálmason út og hirti knöttinn af tám
Helga.
Eftir því sem leið á hálfleikinn náðu
Eyjamenn betri tökum á leiknum án þess
þó að skapa sér umtalsverð færi.
Upphlaup Blikanna voru hins vegar
hættuleg og hugmyndaflugið mikið. í
einu slíku komst Helgi Bentsson upp að
endamörkum hægra megin og sendi út í
teiginn þar sem Sigurjón reyndi skot,
knötturinn barst út til Ómars Rafns-
sonar, sem skaut viðstöðulaust á
markið, knötturinn breytti stefnu af
varnarmanni ÍBV og þaðan í netið en
markið var dæmt af vegna rangstöðu.
Á 75. min. buldi stórsókn á marki ÍBV.
Helgi Bentsson komst einn inn fyrir og
var megn rangstöðufnykur af honum.
Páll kom út á móti honum og varði
glæsilega, knötturinn barst til Vignis
Baldurssonar, sem þrumaði á markið,
en Páll fleygði sér og sló knöttinn í
horn. Á 81. mín. reyndi Sigurður Grét-
arsson hjólhestaspyrnu á Eyjamarkið
og enn var Páll vel á verði og bjargaði.
Á sömu mínútu áttu Eyjamenn sitt
bezta færi í leiknum. Ómar Jóhanns-
son sendi fyrir frá hægri og Sigurlás
skallaði hárfínt yfir. Tækifærin komu
á færibandi, hinum megin komst Helgi
enn inn fyrir en Páll hljóp út fyrir teig
og hreinsaði. Fimm mínútum fyrir
leikslok áttu Blikarnir enn eitt
tækifærið til að bæta öðru marki við
þegar Ómar Rafnsson, hinn sókndjarfi
bakvörður, fékk tvö færi í sömu
sókninni. Vörn ÍBV bjargaði í fyrra
skiptið, Páll i það síðara. Tveimur
mínútum síðar fékk Kári Þorleifsson
færi á að jafna fyrir Eyjamenn en skot
hans fór í varnarmann Blikanna. Það
var síðasta færið í leiknum og Blikar
stóðu uppi sem verðskuldaðir sigur-
vegarar.
Leikmenn liðanna sýndu oft ágætis
knattspyrnu og marktækifærin voru
fjölmörg. Samleikur Blikanna var
stórgóður á köfium en þeir eru snilling-
ar í að klúðra færum. Það var þó ekki
við neinn venjulegan markvörð að eiga
þar sem Páll Pálmason er. Mikill ljóður
á leik Breiðabliksmanna eru hin tiðu
brot þeirra, óþarfa spörk aftanfrá og
hrindingar sem ættu ekki að sjást hjá
jafnléttleikandi liði. Beztir þeirra voru
Sigurður Grétarsson og Sigurjón
Kristjánsson sem oft léku vörn ÍBV
grátt. Liðsheildin var sterk en þessir
tveir stóðu upp úr. Hjá Eyjamönnum
var meðalmennskan allsráðandi og
stundum virtust framlínumenn liðsins
vera byrjaðir að spóka sig i sólinni á
Flórída. Snorri Rútsson var traustur í
vörninni en maður leiksins var án efa
Páll í markinu. Hann átti stórkostlega
góðan leik og bjargaði ÍBV frá stærra
tapi. Markvarzla hans hélt spennu í
leiknum fram á síðustu mínútu.
Dómari var Þóroddur Hjaltalín og
hafði hann ágæt tök á leiknum en var
stundumfullfljóturá sér þannig að hinn
brotlegi hagnaðist. Kópavogsbúar tóku
í notkun nýja vallarklukku, fyrstu raf-
ljósaklukku á knattspyrnuvelli hér-
lendis. Völlurinn sjálfur er mjög góður,
sennilega í betra ásigkomulagi en
nokkur annar. -VS.
Reynir vann
Reynir, Sandgerði, sigraði Skalla-
grim f Borgarnesi á laugardag i 2. deild
Islandsmótsins i knattspyrnu með einu
marki gegn engu. Sigurjón Sveinsson
skoraði eina mark leiksins fyrir gestina.
Þetta var sfðasti leikur beggja liða sem
bæði komu upp úr 3. deild i fyrra.
Reynismenn höfnuðu í 4. sæti og
Skallagrfmur í sjöunda. Gengi Skalla-
grims hefur verið mjög einkennilegt í
sumar. Á heimavelli vann liðið aðeins
einn einasta leik og hlaut 4 stig, en á
útivöllum unnust aftur á móti fjórir
leikir, þremur lauk með jafntefli og
aðeins tveir töpuðust, i Keflavík og á
ísafirði, báðir með eins marks mun.
Með átíka árangri á heimavelli hefðu
Borgnesingar verið i toppbaráttu 2.
deildar. -VS.