Dagblaðið - 14.09.1981, Síða 20
20
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981.
íþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
D
Lið Liverpool gerði allt
nema að skora í Ipswich
West Ham enn í efsta sæti í 1. deild og Swansea í öðru sæti
„Ipswich hefur oft leikiff betur og
tapafi, Liverpool hefur oft leikiA
verr og sigrað,” sagrti útvarps-
marturinn kunni, Peter Jones, hjá
BBC, eftir að UEFA-meistarar
Ipswich höfðu sigrað
Evrópumeistara Liverpool 2—0 í leik
liðanna í 1. deildinni ensku á
Portman Road á laugardag. Ipswich-
liðið náði ekki sinum bezta leik en
vann þó öruggan sigur. Liverpool
sótli meira í leiknum en mætti ofjarli
sínum í marki Ipswich, Paul Cooper.
Hann hafði miklu meira að gera en
markvörður Liverpool. Varði allt
sem á markið kom. I.ivcrpool, með
gömlu uppstillinguna lengstum, þar
sem Mark Lawrensen er í leikbanni,
2ja leikja, frá Brighton-dögum
sínum, gerði raunverulega allt í
leiknum nema skora að sögn frétta-
manna BBC.
Ekki þar fyrir. Ipswich lék oft vel í
leiknum og hafði þá heppni til að
bera, sem nægði til sigurs. Á 15. mín.
fór knötturinn í höfuð Phil Neal,
bakvarðar Liverpool og beint i
markið hjá Bruce Grobblelaar. Þar
með hafði Ipswich náð forustu og
síðara mark Ipswich skoraði John
Wark úr ví'a.pyrnu. Það var á 64.
mín. eftir að l 'v^'pool hafði sótt
hvað mest. S ög! sókn Ipswich og
misskilningj- aui sér stað milli mið-
varða Liverpool, Phil Thompson og
Allan Hansen. Allan Brazil komst
frír inn í vítateig og Hansen greip til
þess ráðs að halda honum. Víta-
spyrna og Wark urðu nú ekki á nein
mistök eins og á Old Trafford fyrri
laugardag. Sendi knöttinn í markið
með innanfótarspyrnu. — Grobble-
laar kastaði sér í rangt mark-
horn.Craig Johnston kom í stað
Terry Mcdermott á 68. mín. en það
breytti litlu. Leikmönnum Liverpool
tókst ekki að koma knettinum í
markið hjá Cooper. David Johnson
fékk þó mörg góð færi, einnig Samy
Lee. Cooper varði frábærlega frá
þeim. Liðin voru þannig skipuð.
Ipswich: Cooper, Mills, McCall,
Osman, Butcher, Wark, Thijssen,
Múhren, Gates, Mariner og Brazil.
Liverpool: Grobblelaar, Neal, Allan
Kennedy, Thompson, Hansen, Ray
Kennedy, McDermott (Johnston),
Souness, Dalglish, Johnson og Lee.
Standa sig vel
West Ham og Swansea, liðin, sem
komust upp í 1. deild í vor ásamt
Notts County, eru nú i tveimur efstu
sætunum i deildinni og skora allra
liða mest. Notts County í sjötta sæti.
West Ham sigraði Stoke í mjög
góðum leik á Upton Park i
Lundúnum á laugardag með odda-
markinu af fimm. Þar leit þó út fyrir
stærri sigur. West Ham náði forustu
með marki Paul Goddard á 7. min.
en stærsta leikmanninum á vellinum,
Brendan O’Callaghan, tókst að jafna
fyrir Stoke með skalla. 1 — 1 í hálf-
leik. Á 49. mín. náði West Ham aftur
forustu með marki Goddard og á 67.
mín. skoraði skozki lands-
liðsbakvörðurinn Ray Stewart þriðja
mark West Ham úr vítaspyrnu.
Tveimur min. fyrir leikslok var
dæmd vítaspyrna á West Ham og úr
henni skoraði Paul McGuire fyrir
Stoke.
Swansea virtist stefna í stórsigur á
heimavelli gegn Notts County.
Áhorfendur þar voru aðeins 14
þúsund — tíu þúsund færri en í fyrsta
heimaleik Swansea í 1. deild. Lands-
liðsmenn Wales, Allan Curtis og
Leighton James, skoruðu fyrir
Swansea í fyrri hálfleik. Á 51. mín.
skoraði Bob Latchford, fyrrum
miðherji Englands, þriðja mark
Swansea. Staðan 3—0 en undir lokin
munaði sáralitlu að Swansea missti af
þremur - stigunum. Ray O’Brien
skoraði fyrir Nottingham-liðið á 65.
mín. og á þeirri 85. minnkaði Ian
McCulloch muninn í 3—2. Spennan
vargífurleg síðustu fimm mínúturnar
en County tókst ekki að jafna. Hefði
þó átt það skilið. Trevor Christie
hitti þverslá marks Swansea tvivegis í
leiknum. En það er víst kominn tími
til að líta á úrslitin á laugardag.
1. deild
Arsenal-Sunderland 1 — 1
Aston Villa-Man. Utd. 1 — 1
Coventry-Leeds 4—0
Everton-Brighton 1—1
Ipswich-Liverpool 2—0
Man. City-Southampton 1 — 1
Middlesbro-Birmingham 2—1
Nottm. For.-WBA 0—0
Swansea-Notts. Co. 3—2
West Ham-Stoke 3—2
Wolves-Tottenham 0—1
2. deild
Barnsley-Bolton 3—0
Blackburn-Orient 2—0
Chelsea-Watford 1—3
C. Place-Charlton 2—0
Derby-Leicester 3—1
Hibernian-Airdrie
Partick-Aberdeen
St. Mirren-Rangers
1—1
0—2
1 — 1
' *
**Íí*tJ
‘-Þó'' £•/’;/
Sunderland skoraði i gegn Sunder-
land.
Grimsby-QPR 2—1
Luton-Sheff. Wed. 0—3
Newcastle-Cambridge 1—0
Oldham-Shrewsbury 1—1
Rotherham-Cardiff 1—0
Wrexham-Norwich 2—3
3. deild
Bristol Rov.-Burnley 2—I
' Carlisle-Southend 3—2
Doncaster-Exeter 3—0
Fulham-Bristol City 2—1
Gillingham-Chester 0—1
Huddersfield-Wimbledon 1 — 1
Newport-Oxford 3—2
Plymouth-Lincoln 0—2
Portsmouth-Brentford 2—2
Swindon-Preston 4—0
Walsall-Chesterfield 1 — 1
4. deild
Aldershot-Halifax 3—1
Blackpool-Crewe 5—0
Bournemouth-Darlington 2—0
Bradford-York 6—2
Bury-Stockport 2—0
Hartlepool-Wigan 2—1
Northampton-Hull 1 — I
Peterbro-Rochdale 5—1
Port Vale-Mansfield 0—0
Sheff. Utd.-Colchester 1—0
Torquay-Scunthorpe 1—0
Tranmere-Hereford 0—0
Skozka úrvalsdeildin
Celtic-Morton 2—1
Dundee Utd.-Dundee 5—2
Bradford skoraði flest mörk allra
liðanna í ensku deildunum eða sex.
Liðið er nú undir stjórn Roy
McFarland, fyrrum miðvarðar Derby
og Englands.
LiðVilla óheppið
Englandsmeistarar Aston Villa,
sem leika við Val á Villa Park á
miðvikudag í Evrópubikarnum, voru
óheppnir ?ð ná ekki sigri í leiknum
við Man. Utd., neðsta liðið í 1.
deildinni.Aston Villa náði forustu
með marki Gordon Cowans á 18.
min. eftir að Bailey, markvörður
United, hafði fyrst varið. Man. Utd.
tókst óvænt að jafna rétt fyrir
leikhléið. Frank Stapleton sendi
knöttinn i markið eftir fallega
sóknarlotu Steve Coppell og Gary
Birtles. í síðari hálfleiknum náði
Villa aftur fyrri yfirburðum.
Leikmenn Manchester-liðsins voru
heppnir, þegar dómarinn sleppti
augljósri vítaspyrnu á Arthur
Albiston, þegar hann hélt Donovan,
miðherja Villa. Og niu mín. fyrir
leikslok munaði ekki miklu að Man.
Utd. skoraði, aðeins undraverð
markvarzla Rimmer frá Stapleton
kom í veg fyrir það.
Man. City og Southampton gerðu
jafntefli á Maine Road. Dýrlingarnir
náðu forustu að marki Kevin
Keegans úr vitaspyrnu, sem dæmd
var þegar Tommy Caton braut á
Mike Channon. Keegan átti góðan
leik en hins vegar sást Trevor Francis
varla i City-liðinu. Malcolm Waldron
gætti hans svo vel, að það var eins og
þeir væru reimaðir saman með
skóreimunum — eða það sögðu að
minnsta kosti fréttamenn BBC.
Kevin Reeves tókst að jafna fyrir City
mínútu fyrir leikhléið. Fékk góða
sendingu frá Tommy Hutchison og
skoraði. í síðari hálfleiknum var
Southampton betra liðið en tókst
ekki að knýja fram sigur. Keegan var
þó nálægt að skora. Francis slapp
einu sinni frír frá gæzlumanni sínum,
komst einn að markinu en tókst ekki
að skora.
Mark Sunderland
nægði ekki
á Sunderland
Litill glans er á Arsenal þessa
dagana. Liðið seldi tvo leikmenn til
Brighton á föstudag, Steve Gatting
fyrir 200 þúsund sterlingspund og
írska landsliðsmanninn Sammy Nel-
son, sem þó á við meiðsli að stríða.
Fer niður á suðurströndina, þegar
hann hefur jafnað sig á þeim.
Áhorfendur voru rétt rúmlega 20
þúsund á Highbury og leikurinn
lélegur. Bary Siddell góður i marki
Sunderland en honum urðu á mistök
á 78. mín. Það nýtti Alan Sunderland
sér og skoraði eftir sendingu Graham
Rix. Ekki nægði þetta mark Sunder-
land Arsenal þó til að sigra Sunder-
land. Gary Rowell jafnaði á 81. mín.
og þar við sat.
íþróttir
HALLUR
SiMONARSON
Paul Cooper
Ipswich.
frábær 1 marki
Um aðra leiki er það að segja, að
það er annaðhvort í ökkla eða eyra
hjá Coventry. Liðið vann nú stór-
sigur á Leeds. Kornungur
Hollendingur í liði Coventry, Keiser
að nafni, skoraði fyrsta markið á 8.
mín. Síðan skoraði Garry Thompson
og staðan var 2—0 í hálfleik. Thomp-
son skoraði annað mark í síðari hálf-
leik og ungi miðherjinn Steve Whitt-
on skoraði fjórða markið.
Brighton náði jafntefli á
Goodison Park í Liverpool gegn
Everton. Ekkert mark var skorað í
fyrri hálfleik. Billy Wright,
miðvörður Everton, náði síðan
forustu fyrir lið sitt en Mike
Robinson jafnaði fyrir Brighton.
Enski landsliðsmarkvörðurinn Ray
Clemence átti mjög góðan leik í
marki Tottenham í Wolverhampton.
Maðurinn bakvið sigur Lundúna-
liðsins, sem vann sinn annan útisigui
en hefur tapað báðum heima-
leikjunum. Tony Galvin skoraði eina
mark leiksins í siðari hálfleik. Joe
Gallagher lék ekki í vörn Úlfanna,
brákaðist á rist í 3. umferðinni.
Middlesbrough lagði Birmingham
á heimavelli svo Man. Utd. er nú eina
liðið í 1. deild, sem ekki hefur sigrað í
fjórum fyrstu umferðunum. Þeir
Heine Otto og David Hogdson
skoruðu fyrir Bori í fyrri hálfleik en
Neil Whatmore eina mark Birming-
ham í þeim síðari. Leikur
Nottingham Forest og WBA þótti
slakur. Tony Godden snjall í marki
WBA. Justin Fashanu skaut yfir á 9.
mín. en hinum megin fékk Garry
Owens bezta tækifæri leiksins.
Tókst hins vegar ekki að skora hjá
Peter Shilton. Áhorfendur aðeins 22
þúsund og undir lokin varði Shilton
mjög vel frá svarta bakverðinum
Brendan Batson. Þrumuskot af 35
metra færi.
Sheff. Wed. — lið Jackie Charlton
og eitt af frægustu liðum Englands
gegnum árin — er nú eina liðið í
tveimur efstu deildunum með fullt
hús stiga. Vann mjög athyglisverðan
sigur í Luton á laugardag. Tony
Curran átti stórleik í Sheffield-liðinu,
tætti vörn Luton í sundur og það
nýttu félagar hans sér í síðari hálf-
leiknum. Skoruðu þá þrívegis. Fyrst
Andy McCulloch, síðan Bannister.
Enski landsliðsmaðurinn á árum
áður, Brian Kidd hjá Bolton, lenti
enn einu sinni í útistöðum við
dómara. Var rekinn af velli í
Barnsley. Bolton er neðst i 2. deild.
Staðan er nú þannig:
1. deild
West Ham 4 3 10 10—3 10
Swansea 4 3 0 1 11—8 9
Ipswich 4 2 2 0 8—5 8
Man. City 4 2 2 0 7—4 8
Southampton 4211 7—4 7
Notts. County 4211 6—5 7
Stoke 4202 8—6 6
Coventry 4 2 0 2 7—7 6
Tottenham 4 2 0 2 5—8 6
Brighton 4121 5—4 5
Everton 4121 5—4 5
Nottm. For. 4121 5—5 5
Sunderland 4121 6—7 5
Aston Villa 4112 5—5 4
WBA 4112 5—5 4
Arsenal 4112 3—4 4
Liverpool 4112 3—4 4
Birmingham 4112 7—9 4
Middlesbrough 4112 4—7 4
Leeds 4 112 5—10 4
Wolves 4103 2—8 3
Man. Utd. 4022 3—5 2
2. . deild
Sheff. Wed. 4 4 0 0 7—0 12
Grimsby 4 3 1 0 8—4 10
Luton 4301 7—5 9
Barnsley 4211 8—2 7
Watford 4211 5—4 7
Leicester 4211 5—5 7
Norwich 4211 6—7 7
QPR 4 2 0 2 8—5 6
Chelsea 3 2 0 1 5—4 6
C. Palace 4 2 0 2 4—3 6
Blackburn 4 2 0 2 4—4 6
Derby 4 2 0 2 7—8 6
Rotherham 4 2 0 2 5—6 6
Shrewsbury 4 112 6—8 4
Cambridge 4 1 0 3 5—5 3
Oldham 3 0 3 0 4—4 3'
Orient 3 1 0 2 3—5 3
Charlton 3 1 0 2 2—5 3
Newcastle 3 10 2 1—4 3
Cardiff 3 0 1 2 3—5 1
Wrexham 3 0 0 3 3—7 0
Bolton 3 0 0 3 1—7 0
Skozka úrvalsdeildin
Celtic 3 3 0 0 10—4 6
St. Mirren 3 2 1 0 7—4 5
Dundee Utd. 3201 9—4 4
Hibernian 3 1 2 0 5—3 4
Rangers 3120 4—3 4
Morton 3 1 0 2 2—4 2
Dundee 3 1 0 2 6—9 2
Aberdeen 3 1 0 2 4—7 2
Airdree 3 0 1 2 6—10 1
Partick 3 0 0 3 2—7 0
•hsim.
Trevor Christic — óheppinn
Swansea. Tvö skot í þverslá.