Dagblaðið - 14.09.1981, Page 21
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981.
i
21
lþróttir
Iþróttir
Iþróttir
Iþróttir
8
Bayern náði ekki meti Kölnar!
Frá Viggó Sigurðssyni, Leverkusen:
FC Köln hefur um nokkurra ára
skeið átt stigamet í 6 fyrstu leikjum
Bundesligunnar, 11 stig. Þessu meti
ætlaði Bayern Miinchen að ná eins og
öllum öðrum metum og titlum sem
þeim standa til boða. Það leit vel út, 10
stig eftir fimm leiki og i 6. umferð átti
Bayern að mæta liði nr. 17 i Bundes-
ligunni, Eintracht Braunschweig. En
nýllðarnir komu tviefldir til leiks og
léku afar vel. Eftir að Paul Breitner
kom ekki meira inn á eftir hlé vegna
meiðsla tóku þeir meistarana i
kennslustund og sigruðu örugglega,
3—1.
Kaiserslautern-Bielefald 4—0
Bielefeld átti enga möguleika í
Kaiserslautern eins og tölurnar gefa til
kynna. Edwald Linien lék að nýju með
Bielefeld en 'varð að fara út af eftir
klukkustund vegna úthaldsleysis.
Hans-Peter Briegel skoraði á 18. mín.
Friedhelm Funkel skoraði svo tvívegis
eftir varnarmistök á 48. og 58. mín. og
Hiibner bætti fjórða markinu við á 68.
mín.Áhorfendur 20.00').
DUsseldorf-Darmstadt 2—2
Lélegasti leikur umferðarinnar og
Diisseldorf er enn án sigurs í deildinni.
Þeir náðu forystu á 19. mín. með marki
Stetter, en Hudka jafnaði á 70. mín.
Giinter Thiele skoraði fyrir Dusseldorf
á74. mín. en Rudi Collet jafnaði á ný á
85. mín. Áhorfendur 10.000.
Bremen-Bochum 3—1
Eftir 12 mínútur var staðan 2—0
fyrir Bremen og leikmenn Bochum virt-
ust gefast upp. Aldrei var spurning um
hvort liðið væri betra. Norbert
Siegmann, sem slasaði Edwald Linen
fyrr í haust, kom inn á sem
varamaður hjá Bielefeld og var þetta
fyrsti leikur hans eftir brotið. Þýzka
knattspyrnusambandið ætlar ekkert
meira að gera i málinu en Lienen ætia
að fara fyrir opinberan rétt og kæra
Siegmann fyrirlikamsárás. Kostedde og
Uwe Reinders komu Bremen í 2—0 og
Meier bætti því þriðja við á 62. mín.
Schreier lagaði stöðuna fyrir Bochum á
80. mín. Áhorfendur 32.000.
Frankfurt-Hamburger 3—2
Bezti leikur umferðarinnar. Bæði
lið léku afar hraðan og opinn sóknar-
leik. Hvað eftir annað voru leikmenn í
opnum færum en ekki dró til tíðinda
fyrr en á 41. mín. og þá svo um
munaði. Kóreumaðurinn Bum-Kun
Tscha skoraði þá fyrir Frankfurt með
skalla. Glæsilegt mark og ekki var
skallamark William Hartwig hjá HSV
siðra er hann jafnaði mínútu síðar eftir
undirbúning Manfred Kaltz. Mínútu
síðar skoraði hann annað giæsimark
með skalia, nú eftir undirbúning Felix
Magath. Þrjú glæsileg skallamörk á
þremur mínútum og HSV leiddi 1—2 í
hléi. i síðari háifleik dró HSV sig
heldur til baka og Frankfurt sótti án af-
láts. Norbet Nachtweih jafnaði á 68.
mín. með skoti af 20 m færi sem fór
undir Steiner í marki HSV. Leikmenn
HSV ætluðu sér sigur og fóru að sækja
á ný og leikurinn varð mjög opinn og
færi á báða bóga. Fimm mín. fyrir
leikslok skoraði Ron Borchers sigur-
mark Frankfurt. Áhorfendur 40.000.
Köln-Duisburg 3—0
Úrslitin gefa ekki rétta mynd af
gangi Ieiksins þvi leikur Kölnar var
mjög slakur og fengu þeir tvö ódýr
mörk í byrjun. Thomas Kempe skoraði
sjálfsmark á 11. mín. og Bernd
Cullmann bætti öðru við á 15. mín.
Stefan Engels skoraði, 3—0, á 52. mín.
Leikmenn Kölnar áttu í vikunni 5 tima
fund með þjálfaranum Rinus Michels
þar sem þeir gagnrýndu hann fyrir
hvað hann væri harður við þá og vegna
þess að þeir fengju aldrei lof hjá
honum fyrir góðan leik. Áhorfendur
voru aðeins 14.000 sem þykir lítið hjá
Köln og segir það meira en mörg orð.
Dortmund-Bor. M'gladbach 2—2
í 5 ár hefur Dortmund ekki tekizt að
sigra Gladbach og ekkert breyttist á
laugardag þó Branko Zebec sé nú þjálf-
ari Dortmund. Jafnt var fram í 34.
mín. en þá kom rothöggið, Gladbach
skoraði þrjú mörk á fimm mínútum.
Wuttke fyrst og síðan Frank Mill
tvívegis. Leikmenn Dortmund vildu
ekki gefast upp og Manfred
Burgsmilller og Riidiger Abramczik
skoruðu tvívegs strax eftir hlé.
Dortmund óð í færum eftir það og með
ólíkindum hvernig þeim tókst að kom-
ast hjá því að skora. Atli Eðvaldsson
kom inn á fyrir hinn lélega Brend Klotz
á 72. mín. og stóð sig vel. Hann hlýtur
að fá að byrja inn á í næsta leik.
NUrnberg-Stuttgart 0—0
Undir stjórn hins nýja þjálfara Klug
( = klókur) náði Nilrnberg sínu fyrsta
stigi og við skulum sjá hvort hann er
nógu klókur til að stýra liðinu úr
fallhættu. Stuttgart lék illa í Nilrnberg
og leikurinn var lélegur. Karl-Heinz
Förster, landsliðsmaður, lék að nýju
með Stuttgart eftir langvarandi meiðsli
en aftur á móti var Hans MUller
meiddur. Bæði lið voru rög við að
sækja og taugaveiklunar gætti upp við
mörkin. Frakkinn snjalli, Didier Six,
átti sinn lélegasta leik með Stuttgart til
þessa. Áhorfendur 25.000.
Karlsruhe-Leverkusen 1—2
Óvæntur útisigur Leverkusen sem
skauzt þar með upp í 10. sætið.
Leverkusen lék betur og átti sigur
skilið. Peter Szech skoraði á 9. mín.
fyrir gestina en Heinke jafnaði á 50.
mín. JUrgen Glowacz skoraði
sigurmark Leverkusen á 85. mín. úr
víti. Áhorfendur 18.000.
Braunschweig-Bayern 3—1
Óvænt úrslit en sanngjörn. Fjóra
leikmenn vantaði í lið Bayern, Dieter
Höness, Kurt Niedermayer, Bertram
Beierlorzer og Ásgeir Sigurvinsson,
sem allir voru meiddir. Á meðan Paul
Breitner naut við var Bayern sterkara
og á 37. mín. var Rummenigge brugðið
innan teigs og réttilega dæmd vita-
spyrna. Breitner skoraði en litlu
munaði að Bernd Franke tækist að
verja.Nokkrum sekúndum fyrir hlé var
Manfred Tripbacher felldur rétt utan
vítateigs Bayern. Hann var fljótur að
taka spyrnuna og sendi beint á kollinn
á Ronald Worm sem jafnaði 1 — 1.
Þegar Breitner var horfinn af velli náði
Braunschweig tökum á miðjunni. Þá
var ekki að sökum að spyrja og Bayern
mátti þola sitt fyrsta tap í haust. Wolf-
gang Grobe á 58. mín. og Zawisic á 87.
mín. tryggðu Braunschweig sigur.
Leikurinn var rétt þokkalegur knatt-
spyrnulega séð en gleði hinna 32.000
áhorfenda var ósvikin.
Staðan í Bundesligunni er þessi:
Bayern 6 5 0 1 18—9 10
Hamburger 6 3 2 1 15—9 8
Bochum 6 4 0 2 12—8 8
Köln 6 4 0 2 11—7 8
Bremen 6 3 2 1 10—7 8
Gladbach 6 3 2 1 12—10 8
Kaiserslautern 6 2 3 1 13—10 7
Frankfurt 6 3 1 2 12—10 7
Stuttgart 6 3 1 2 9—7 7
Leverkusen 6 2 2 2 8—13 6
Darmstadt 6 1 3 2 9—9 5
Dortmund 6 2 1 3 8—9 5
Duisburg 6 2 1 3 9—11 5
Braunschweig 6 2 0 4 8—11 4
Karlsruhe 6 1 2 3 7—12 4
Bielefeld 6 1 2 3 5—10 4
Diisseldorf 6 0 3 3 7—11 3
Núrnberg 6 0 1 5 4—14 1
I 2. deild er nú mikil spenna. Fimm
lið eru efst og jöfn með 10 stig eftir 8
umferðir og er Fortuna Köln, lið
Janusar Guðlaugssonar, eitt jteirra.
Sex lið hafa 9 stig. Fortuna Köln náði
góðu jafntefli, 2—2, á útivelli gegn
Stuttgart Kickers um helgina. Janus
átti mjög góðan leik að vanda. Hann
brá sér öðru hvoru í sóknina og átti
þrumuskot af 25 m færi sem mark-
vörður Kickers varði naumlega.
Viggó/VS.
Ajax á toppinn
Úrslit í 6. umferð hollenzku I. deild-
arinnar i knattspyrnu sem leikin var um
helgina:
AZ 67-Roda Kerkrade 4—0
Haarlem-Utrecht 2—0
Nijmegen-Go Ahead 1—3
Feyenord-PSV Eindhoven 2—4
Willem II-Breda 2—1
PEC Zwolle-Sparta 1—1
Twente-Groningen 1—1
De Graafschap-Den Haag 1—1
Maastricht-Ajax 0—2
Staða efstu liða er þessi:
Ajax 6 4 1 1 25—6 9
GoAhead 6 4 11 13—6 9
Sparta 6 3 3 0 11—6 9
PSV Eindhoven 6 4 0 2 18—13 8
AZ67 6 3 1 2 15—8 7
-VS.
Kóreumaðurinn Bum-Kun Cha
skoraði glæsilegt mark fyrir Frankfurt
gegn HSV.
V-þýzki handboltinn:
Óvænt hjá Leverkusen
Viggó skoraði 7 mörk
Úrslit í v-þýzka handknattleiknum Sigur Leverkusen ar mjög
óvæntur. Viggó Sigurðsson var
markahæstur leikmanna iiöshi. með 7
mörk. Giinzberg virðisi hafa miög gott
tak á Gummersbach. Vann einnig
heimaleikinn i deildinni í fyrra og sló
Gummersbach út úr bikarkeppninni.
-VS.
um helgina: Dortmund-Grosswallstadt 15—17
Giinzberg-Gummersbach 23—18
Essen-Nettelstedt 28—21
Núrnberg-Dietzenbach 18—17
Kiel-Hofweier 19—17
Berlin-Göppingcn 20—17
Húttenberg-Leverkusen 15—21
*ÖÖV1ÍNAÍ
TERMÍNAI
TERMíNAÍ
PRJB3E-
fESTK^B
termÍnÆ
haarbaD
^rmínai
áídífcw# ftfc
TERMINAL PROFESSIONAL
Al/ar nánari upp/ýsingar varðandi
námskeiðið á Hársnyrtistofunni
Papillu, sími 17144.
LEIÐBEINANDI:
I TÓRFI geirmundsson.
Hársnyrtiefni fyrir fagfó/k, aðeins til
endursölu hjá því.
Námskeið verður ha/dið í þessari
viku í meðferð á þessum efnum
ásamtöðrum vörum frá Kadus.