Dagblaðið - 14.09.1981, Page 32

Dagblaðið - 14.09.1981, Page 32
32 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14, SEPTEMBER 1981,_ 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 :35 1/3 sn . . . 33 1/3 sn ... 33 1/3 sn M/fes Dawis—The man with the hom Maöurinn með lúðurinn PatBenatar—Precious Time: Skvísan Bena- tar veldur vonbrigðum — ferskleikann vantar og hugmyndabrunnurinn hefurgrynnkaö verulega Skvísan Pat Benatar sendi nýverið frá sér sína þriðju breiðskífu, sem ber nafnið Precious Time. Eftir tvær mjög svo áheyrilegar plötur frá henni er ekki iaust við að Precious Time valdi von- brigðum. Á henni er lítið nýtt að finna nema ef vera skyldi reggae-áhrif í einu laganna, en það sem meira er og um leið verra er að kraftinn og ferskleikann vantar. Með fyrstu plötu sinni, In the heat of the night, vakti Benatar verulega athygli og síðan þegar Crimes of passion kom út í fyrra sló kella heldur betur í gegn og þá einkum með laginu Hit me with your best shot. Það er hins vegar ekki alltaf auðvelt að standa undir kröfum aðdáendanna, sem heimta fleiri plötur og um leið betri plötur. Precious Time bar þess nokkur merki að vera unnin nokkuð hastarlega því hugmyndirnar eru alveg þær sömu og á fyrri plötunum báðum og í ,,hit”- laginu Fire and ice má glögglega greina kafla úr eldri lögum. Með meira næði hefðu þau skötuhjú Benatar og Joumey—Escape: Bailöður i sérflokki ásamt — San Francisko-flokkurinn heldur áfram á sömu — Miles snýraftur Miles David — The man with the hom. Miles Dovis, Al Foster (trommur), Sammy Figueroa, (ásiáttarhljóðfœri), Bill Evans (sópran saxóf.), Marcus Miller (Fender bassi), Bill Flnnerty (gftar), Randy Hall (rödd, gftar, selesta, Mini Moog hljóögervill), Robert Irving III (Yamaha CP30, pfanó), Mike Stern (gftar), Vincent Wilbum (trommur) CBS 84708 Dreifing: STEINAR hf. Mikið lifandis skelfing er gott að Miles karlinn skuli aftur vera farinn að spila. í fjögur ár hefur hann þagað þunnu hljóði, verið lasinn og almennt þreyttur á amerísku tónlistarlífi, að því að sagt er. Síðustu hljómplötur hans og konsertar fyrir hléið mikla báru þess reyndar merki að ekki væri allt með felldu. Miles sjálfur var þar hættur að leggja línuna en lét unga og hálf- rokkaða meðspilara sína ráða ferðinni, fremja ýmiss konar kynlega hljóðeffekta og almennt leika sér. Á sviði hékk Miles eins og skuggi einhvers staðar til hliðar við bandið og lét sér nægja að blása nokkrar nótur eins og fyrir siðasakir eða freta hæðnis- lega í trompettinn á „hvitingjana” á áhorfendapöllunum. Á hljómplötum var leikur hans að vísu agaðri og hnit- miðaðri, en samt var eins og Miles væri hættur að treysta á stálblámann og silfrið í tóni sínum, löngum aðalsmerki hans. Eins konar prufa En nú er þessi risi i nútímajassi sem sagt kominn fram á sjónarsviðið aftur, vonandi til langdvalar. Nýjasta plata hans, The Man with the horn, ber þess að vísu merki að Miles sé ekki alveg búinn að ná sér eftir þær sálarþrenging- ar sem hann virðist hafa gengið í gegn- um. Platan er eins konar prufa, meir í ætt við drög en fullmótaða stefnu. Hljóðfæraskipan er svipuð og á fyrri hljómplötum. Rafmagnsbassi, sundurleit ásláttarhljóðfæri og hljóðgervill drífa leikinn áfram og mynda frjálslegan vef tóna. Inn í þetta mynstur kemur svo Miles sjálfur og hinir ungu fylgisveinar hans, Bill Evans (alls óskyldur samnefndum píanóleikara), á sópran saxófón, gitar- leikarinn Barry Finnerty og fleiri, þar á meðal altmúlígmaðurinn Randy Hall sem sönglar á titillagi plötunnar. Ég man ekki eftir söng á plötum Miles í seinni tíð og get varla sagt að framlag Halls á því sviði auki hætishót við sjarma þessarar plötu. Af sex komposisjónum hennar eru ekki nema fjórar eftir Miles, sem bendir held ég til þess að hann sé ekki kominn í gang á fullum dampi. Full af fyrirheitum En þar sem Miles sjálfur er við stjórnvölinn frá upphafi til enda, eins og í Fat time, Back seat Berry og Ursula, er árangurinn afar áheyrilegur, en þó í engu frábrugðinn því sem var að gerast á síðustu plötum meistarans. Fæstir meðleikara hans hafa áður leikið með honum, en eins og venjulega er Miles naskur á unga hæfileikamenn. Saxófónleikur Bills Evans myndar næma hliðstæðu við blástur Miles og Randy Hall er auk þess fjölhæfur hljómborðsleikari sem rekur enda- hnútinn á atburðarásina í hverju lagi. Pródúsent er að sjálfsögðu enginn annar en Theo Macero, hollvinur Miles og samstarfsmaður um áraraðir. Sem sagt, platan er uppfull af fyrirheitum og nauðsynleg öllum Milesgeggjurum. -AI. Geraldo vafalítið náð að gera betri plötu. Ólíkt því sem var á fyrri plötunum tveimur eru fæst laganna á Precious Time auðgripin. Ekkert þeirra getur þó talizt verulega slakt nema ef vera skyldi kauðsk útsetning á Helter Skelter, McCartney og Lennon. Þá kann ég betur við útsetningu Siouxie Sioux and the Banshees á þessu sama lagi. Þrátt fyrir að bregðast vonum aðdáendanna að nokkru leyti er varla að efa að nokkur laganna á Precicus Time eiga eftir að slá í gegn. Fire and ice hefur reyndar gert svo og It’s a tuff life og jafnvel Take it anyway you want it. Söngur Benatar svíkur ekki á þessari plötu fremur en á hinum tveimur en út- færslan á efninu er ekki fersk lengur. -SSv. Ég er varla búinn að ná mér enn eftir að hafa hlustað á „rómantískustu lög Cliff Richards” og þó er næstum vika liðin síðan ég renndi henni í gegn. Þarna hefur verið safnað á plastskífu tuttugu sætsúpuslögurum sem tæpast getur verið heimilt samkvæmt lögum að gefa út í einum skammti. örlítið bragð er þó að þremur lögum þarna, Carrie, A Little In Love og We Don’t Talk Anymore. Mig grunar að útgáfustjórn Fálkans hafi láðst að hlusta á plötuna Love Songs áður en ákveðið var að gefa hana út. Þeir hafa einungis litið á vinsælda- listana og séð að hún trónaði í toppsætunum. í öllu falli hlýtur þetta samsafn að vera heimsmet i væmni. Ef einhvern vantar efni í gítarneglur þá er ég aflögufær með efni. Plastið úr Alfa er ágætt til slíks brúks en allt of gott til framleiðslu á plötum á borð við Love Songs Cliff Richards. -ÁT- CliffRichard—Love Songs Heimsmet í væmni bara skrambi góðu rokki Bandaríska hljómsveitin Journey, ættuð frá San Francisko, á fáa sína líka þegar hugljúfar ballöður eru annars vegar. Hugljúf, róleg lög, með þéttum hljóðfæraleik, sem jafnvel bræða hljóðhimnu örgustu bárujárnsrokkara. Fyrir nokkru kom ný plata frá Journey, Escape, á markað og óhætt er að segja að þar sé ekki gert mikið að því að fara út af hefðbundnum gönguleiðum. Slóðinni er fylgt þar sem henni lauk á síðustu plötu, Departure. Sú plata var svo aftur beint framhald af Evolution, sem út kom 1979. Ein breyting hefur orðið á liðs- skipan og leikur Jonathan Cain nú á hljómborð í stað Greg Rolie og hann fellur eins og flís við rass í plássið sem Rolie skildi eftir sig og hefur tekið ríkan þátt í lagasmíðum hljómsveit- arinnar. Journey hefur haft gott lag á því að vera með eitt rólegt „hit”-lag á hverri breiðskífu og það er einnig að finna á Escape — Who’s crying now. Einkar fallegt lag. öryggið er, sem fyrr, óbrigðult hjá hljómsveitinni og allur söngur og hljóðfæraleikur er hnökralaus, þó svo stundum jaðri rödd Steve Perry við að vera væmin á köflum. Escape má skipta niður í þrjá kafla í raun. Þar er að finna hress rokklög, brautogáður rokklög í rólegri kantinum og síðan ballöður, sem eru áheyrilegar í meira lagi. Beztu lögin eru að mati undir- ritaðs Stone in love, Who’s crying now, Dead or alive svo og Mother, father. Þeir sem þekkja til Journey vita að hverju þeir ganga en fyrir þá sem ekki hafa heyrt í hljómsveitinni er þetta tilvalin — og um leið dæmigerð fyrir síðari árin — plata til að kynnast henni. -SSv. 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 33 1/3 sn . . . 33 1/5 sn . . . 55 1/5 sn

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.