Dagblaðið - 14.09.1981, Síða 33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 14. SEPTEMBER 1981.
. . 33 1/3 sn . . . 33 1/3 sn . V .
Leo Sayer—Beztu kveðjur
Skrautfjaðrir
fallandi stjömu
Gamli trúðurinn og vinsældalista-
kóngurinn Leo Sayer er óðum að falla í
gleymsku og dá. Þeir tímar eru nú
löngu liðnir að nýtt lag með honum
rjúki beint í toppsæti listanna. Þó
komst hann í annað sætið í Englandi í
ágústbyrjun í fyrra með lagið More
Than I Can Say. En síðan ekki söguna
meir hvað sem síðar kann að verða.
Það sem einna merkilegast er við
tvöföldu hljómplötuna Beztu kveðjur
er að hún hefur ekki komið opinberlega
út neins staðar í heiminum áður.
(Bretinn telur ísland kannski ekki til
hins almenna heimsmarkaðar.) Hún
var seld í Englandi í litlu upplagi gegn
póstkröfu og þar heyrðu útgefendur
plötunnar hér á landi fyrst af henni.
Þar sem plötur Sayers hafa yfirleitt
ekki verið til hér á landi öll þau ár sem
hann hefur notið vinsælda þótti rétt að
kanna möguleikann á að fá að gefa
hana út. Og það leyfi fékkst. Því er alls
ekki hægt að tala um tímaskekkju með
því að gefa út 24 laga safn (tvær plötur)
vinsælustu laga Leos Sayer nú, þótt
stjarna hans fari fallandi. Þau hafa
einfaldlega ekki verið til áður.
Þarna er að finna You Make Me
Feel Like Dancing, Thunder In My
Heart, When I Need You, Train,
Moonlightning, One Man Band og
fleiri minnisstæð lög af ferli Sayers. Og
ekki má gleyma laginu The Show Must
Go On sem varð til þess að vekja
athygli á þessum lágvaxna trúði árið
1973. Nokkur lög eru þarna einnig af
plötunni Living In Fantasy sem kom út
síðla árs í fyrra. Þar á meðal er lagið
More Than I Can Say. Eitt lag er
hljóðritað á þessu ári. Það nefnist Bye
Bye Now My Sweet Love. Ég minnist
þess ekki að hafa heyrt þess getið áður
— þýst þó tæplega við að um frumút-
gáfu á því sé að ræða.
Fyrir þá sem þeðið hafa
óþreyjufullir eftir lögum Leos Sayer er
platan Beztu kveðjur kærkomin á
markaðinn. Fyrir okkur hin sem getum
sofið rótt, án þess að hafa plötu með
honum undir koddanum, er hún einfalt
halló og bless.
-ÁT-
WSSVALORY 6REÖO ROIJK 8TKVKSMITH STKVK ÞKURY NEALSCHOÍ
BRÚÐAN
sem: gengur
talar
og syngur
Hárið er sítt/stutt
og greiða má eftir ósk
eða smekk
93 cm á hæð
Mikið úrval
af brúðum í
öl/um stærðum
HEILDSALA - SMÁSALA
jagga. BLÁBER H/F
w
ÞINGHOLTSSTRÆTI 6
SÍMI 29488
Umboðsmenn vantar
um land allt
7
HANDVERKSBAKARAR
A&B BAKARÍIÐ
Dalbraut 1
ÁLFHEIMABAKARf
Altheimum 6
ÁRBÆJARBAKARÍ
Rofabæ 9
BAKARAMEISTARINN
SUÐURVERI
Stigahliö 45-47
BAKARINN LEIRUBAKKA
Leirubakka 34
BAKARÍIÐ AUSTURVERI
Haaleilisbraut 68
BERNHÖFTSBAKARÍ
Bergstaöastræti 14
BREIÐHOLTSBAKARf
Voivutelli 13
BJÖRNSBAKARl GRlMSBÆ
Efstalandi 26
HLÍÐABAKARÍ
Skaftahliö 24
KÖKUBANKINN
Miövangi 41 Hafnarfiröi
KÖKUVAL
Laugarísvegi 1
MIÐBÆJARBAKARl BRIDDE
Haaleitisbraut 58-60
SNORRABAKARi
Hverfisgotu 61 Hafnarfiröi
ÞÓRSBAKARf
Borgarholtsbraut 19 Kópavogi
Nú er rétti
tíminn
að fá sér
IHilA
hillu-
skilvegginn
bjóða upp á fjöl-
breytt val í skáp-
um, hillum, blóma-
kössum o.fl.
11111
Hillu skilveggir
SHÁIA
hilluskilveggurinn er til afgreiðslu
með stuttum fyrirvara
(HAGSTÆÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR)
HÚSGÖGN
Skemmuvegi 4,
Kópavogi,
Sími73100