Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 14.09.1981, Qupperneq 36

Dagblaðið - 14.09.1981, Qupperneq 36
Þýzkt ávaxtaheildsölufyrirtæki neytt til þess að stöðva sölu til íslenzks innflutningsfyrirtækis: Hart að sætta sig við slíkar „maffuaðgerðir” — segja innf lytjendurnir, og gruna ákveðið fyrirtæki um bragðið „Okkur þykir það leitt en því miður neyðumst við til að hætta viðskiptum við ykkur. Ástæðan er sú að aðrir viðskiptavinir okkar og vinir í Reykjavík hafa kvartað yfir sam- skiptum okkar við ykkur. Við höfum skipt við þessa aðila í fjöldamörg ár og um umtalsverð viðskipti hefur verið að ræða allan ársins hring. Þeir hafa gert okkur ljóst að ef við ekki hættum að selja ykkttr ávexti muni ekki verða frekari viðskipti af þeirra hálfu. Vegna þessa og með hliðsjón af áralöngum viðskiptum við þessa aðila höfum við ákveðið að verða við óskum þeirra.” Þannig hljóðar skeyti frá þýzka ávaxtaheildsölufyrirtækinu Frúco sem barzt íslenzka innflutningsfyrir- tækinu Fæði fyrir alla á föstudag. Það er Ananda Marga hreyfingin, sem stendur á bak við þessa inn- flutningsverzlun og hefur selt ávexti á afar hagstæðu verði á útimarkaðnum á Lækjartorgi í allt sumar, auk þess að reka kornvöruverzlun á Skóla- vörðustíg. „Við grunum ákveðið heildsölu- fyrirtæki um að standa á bak við þessar þvingunaraðgerðir. Að því er við bezt vitum hafa aðeins tveir aðrir aðilar á íslandi keypt ávexti af Frúco. Annar aðilinn er mjög stór heild- verzlun á þessu sviði,” sögðu þeir félagar Andrés Magnússon, Gutt- ormur Sigurðsson og Sigmar Arnórs- son er DB hitti þá að máli um helgina. Þeir hafa að miklu leyti séð um þennan rekstur. „Það er augljóst að þessum heild- sala hefur ekki líkað það að við gátum boðið ávexti á 20—30% lægra verði én hann í sumar og því hefur hann gripið til þessarra miður skemmtilegu aðgerða. Við vitum það ekki fyrir víst en höfum óstaðfestan grun um að þessi sami heildsali hafi orðið að lækka vöruverð sitt og það hefurvafalítið verið honum þvert um geð,” sögðu þeir félagar. „Fólk kom oft um langan veg til að verzla við okkur og líkaði vel. Það er ekki einungis að þessum aðgerðum sé stefnt gegn okkur heldur teljum við að hér sé verið að ógna úti- markaðnum í heild og það væri afleitt ef hann legðist niður, jafn- mikil áhrif og hann hefur haft á bæjarlífið. Okkur þykir hart að verða að sætta okkur við slíkar „mafíuaðgerðir” og hyggjumst leita réttar okkar. Það er útilokað að svona aðgerðir geti verið lögmætar”. -SSv. Bergþór Guðjónsson kemur úr einni drullugryfíunni sem torfœrubiiarnir þurftu að komast yfir. Bergþór er gamaireyndur I torfceruakstri og sigraði meðal annars á Akureyri fyrr i sumar. DB-mynd: Árni Bjarna. Torfærukeppni Stakks á Suðurnesjum: Sigurvegarinn ók 35 ára gömlum jeppa Bergþór Guðjónsson vann torfæru- keppni þá sem björgunarsveitin Stakkur gekkst fyrir á Suðurnesjum i gær. Bergþór ók Willy’s jeppa, árgerð 1946, — með fjögurra strokka Volvo turbo mótor. Torfærukeppnin fór fram í prýðis- góðu veðri við Grindavíkurveginn. Keppendurnir sex þurftu að aka niu brautir sem margar hverjar reyndust ærið erfiðar. Meðal annars buðu Stakksmenn upp á eina tímabraut. Ef bíllinn komst hana ekki af einhverjum orsökum varð bílstjórinn að gjöra svo vel að snarast út og hlaupa í mark. Sigurvegarinn hlaut 2270 stig og tímabrautina fór hann á 1:47,3 mín- útum. í öðru sæti varð Guðmundur Gunnarsson og Gunnar Guðjónsson í þriðja sæti. Þeir óku báðir Willy’s jeppum. Meðal keppenda voru rallöku- mennirnir Hafsteinn Hauksson og Jón Ragnarsson. Þeir höfnuðu í fjórða og fimmta sæti á Suzuki jeppum. Lest- ina rak svo Már Finnbogason á Mosk- witch sem byggður hafði verið á Willy’s grind. -ÁB/ÁT. Fyrstu tölur í norsku kosningunum í kvöld: KARE villoch næsti FORSÆTISRÁÐHERRA — borgaraflokkunum spáð meirihluta—yngstu kjósendurnir fremur áhugalitlir Frá Sigurjóni Jóhannssyni, fréttarit- ara DBÍ Osló: í kvöld kl. 7 að íslenzkum tíma koma fyrstu tölurnar í kosningunum til norska Stórþingsins. Að þeim tölum séðum ætti að vera ljóst hvort norski Verkamannaflokkurinn verður að sætta sig við að vera í stjórnarandstöðu næstu fjögur árin. Allar kosningaspár benda til þess að borgaraflokkarnir þrír, Hægri flokkurinn, Miðflokkurinn og Kristi- legi flokkurinn, fái meirihluta á þingi og myndi rikisstjórn. Rikisstjórnarskipti geta fyrst orðið 13. október, því að hinn 12. október mun núverandi rikisstjórn leggja fram tillögur sínar um fjárlög fyrir árið 1982. Kosningaspár benda til þess að norski Verkamarinaflokkurinn fái 35—36% atkvæða og Hægri flokkur- inn allt að 32—33 % atkvæða. Kosningabaráttan hefur snúizt afar mikið um persónurnar Gro Harlem Brundtland og Káre Willoch, sem verður örugglega næsti forsætisráð- herra, ef kosningarnar falla á þann veg, sem nú er spáð. Stóra spurningin í þessum kosning- um er þátttaka þeirra sem nú kjósa í fyrsta skipti, þeir sem náð hafa 18 ára aldri. Sá hópur er almennt mjög áhugalitill um stjórnmál. Þó má gera ráð fyrir því, að Hægri flokkurinn fái meiri hlutann af atkvæðum þessa aldurshóps. Þátttakan í kosningunum lítur að öðru leyti út fyrir að verða mjög mikil. Kosið er í tvo daga, i gær og í dag, um 155 þingsæti, alla þingmenn norska Stórþingsins. -SJ/BS. frfálst, óháð dagblað MÁNUDAGUR 14. SEPT. 1981. Vilmundur mótmælir ályktun útvarpsráðs: „Ályktað á skjön við veruleikann” „Það er óskiljanlegt hvernig sjö út- varpsráðsmenn, sem ætla mætti að væru bæði læsir og skrifandi, geta komið saman og ályktað með þessum hætti, alfarið á skjön við veruleikann,” segir meðal annars í fréttatilkynningu sem Dagblaðinu hefur borizt frá Vil- mundi Gylfasyni, ritstjóra Nýs lands. í fréttatilkynningunni eru rakin dæmi um það sem nefnt er óheiðarleg- ur fréttaflutningur fréttastofu útvarps- ins. Eru þau dæmi um fréttir af kosn- ingabaráttunni í Frakklandi, viðtal við Ellert Schram, fréttir af stöðvun Al- þýðublaðsins í sumar og útkomu Nýs lands í kjölfar þess ásamt með fréttinni um skipulagsbreytingar í Alþýðu- flokknum. Þeirri frétt mótmælti Vil- mundur mjög kröftuglega í þættinum Á vettvangi í útvarpinu 8. september. Ályktun útvarpsráðs, sem vitnað er til hér að framan, er komin til vegna þeirra mótmæla og í henni talað um órökstuddar aðdróttanir og fullyrðing- ar. Vilmundur vill hins vegar meina að með m.a. þessari ..fréttatilkynningu hafi allar ásakanir hans á hendur fréttastofu verið rökstuddar. DS Þjófaráferð íNjarðvík Brotizt var inn í skrifstofur Hitaveitu Suðurnesja í Njarðvík um helgina en í sama húsi eru aðrar skrifstofur sem einnig var farið í. Var þarna sparkað upp hurðum og skúffur stungnar upp. Ekki er enn vitað um nema 1200 kr. sem hurfu en málið er á frumstigi rann- sóknar. í verkstæði á jarðhæð var mikið af dýrum tækjum og verk- færum. Um helgina var líka farið í skrifstof- ur Sjöstjörnunnar í Njarðvík. Reynt var að opna peningaskápinn en tókst ekki. -A.St. SL Q Ö lv!K®®yS í yííÖJHVERRI Vinningur vikunnar: Tíugíra reiðhjól frá Fálkanum hf. Vinningur í þessari viku er 10 gira DBS eða Raleigh reiðhjólfrá Fálkanum, Suöurlandsbraut 8 I Reykjavík. 1 vikunni verður birt, á þessum stað l blaðinu, spurning tengd smá- auglýsingum Dagblaðsins. Nafn heppins áskrifanda verður slðan. birt daginn eftir í smáauglýsingun- um og gefst honum tœkifœri til að svara spurningunni. Fylgizt vel með, áskrifendur. Fyrir nœstu helgi verður einn ykkar glœsilegu reiðhjóli rlkari. ,i •: i i, diet pepsi MINNA EN EIN KALÓRÍA í FLÖSKU Sanilas

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.