Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 12
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981. 12 frfálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aflstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Ómar Valdimarsson. Skrifstofustjóri ritstjómar Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn IngóKsson. AÖstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pálsson. Hönnun: Hilmar Karisson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Adi Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefánsdóttir, Elin Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már U/marsson, Sigurflur Sverrisson. Ljósmyndir. Bjamleifur Bjamleifsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorlerfsson. Auglýsingastjóri: Már E.M. Halldórs- son. Dreifingarstjóri: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhoiti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 línur). Setning og umbrot: Dagblaflifl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skoifunni 10. Áskriftarverfl á mánufli kr. 85,00. Verfl i lausasölu kr. 6,00. Svik á svik ofan Taprekstur er í flestum greinum iðnaðarins. Hætt er við atvinnuleysi, einkum þegar líður á vetur. Ríkis- stjórnin hefur svikið iðnaðinn. Ýmsir ráðherrar hafa á árinu lýst hugmyndum og tillögum sínum um úr- bætur. Þeir hafa ekki verið sammála. Ekki hefur verið staðið við neitt af þessu. Sú gengisfelling, sem gerð var í ágústlok, var ekki nægileg til að rétta hlut iðnaðarins. Ragnar Arnalds fjármálaráðherra viðurkenndi þetta opinberlega. Hann sagði, að gengisfellingin hefði þurft að vera 10—12 prósent til að mæta þörfum iðnaðarins en hún væri nóg til að duga sjávarútveginum ,,í nokkra mánuði”. Ríkisstjórnin hefur fengið heimild Alþingis til að leggja aðlögunargjald á innfluttar samkeppnisvörur, eða ígildi þess, eftir að 3 prósent aðlögunargjaldið féll niður um síðustu áramót. Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra sagðist vera með tillögur um þetta. Þetta var svikið. Tómas Árnason viðskiptaráðherra kvaðst vera með tillögur um, að niður yrði fellt aðstöðugjald og launa- skattur á iðnaði, til þess að iðnaðurinn nyti jafnræðis við aðrar atvinnugreinar. Þetta var svikið. Gengisþróunin hefur leikið iðnaðinn verst. Gengi margra Evrópugjaldmiðla hefur verið nánast óbreytt frá áramótum. Þar eru viðskiptalönd iðnaðarins. íslenzkur iðnaður keppir við vörur þessara landa, bæði á mörkuðum erlendis og við innfluttar vörur hér heima. Hækkun dollars hefur hjálpað sjávarútvegi. Iðnaðurinn hefur ekki notið góðs af. Á meðan hefur tilkostnaður iðnaðarins hér heima stórhækkað vegna óðaverðbólgunnar. Launakostnaður mun hafa hækkað um 25 prósent frá áramótum. Tæplega fimm prósent gengisfelling í ágústlok dugði engan veginn til að jafna metin, nema fyrir sjávarútveg. Skerðingin á kjörum iðnaðarins er enn óbætt. Könnun iðnrekenda leiddi í ljós í sumar, að mörg stærri fyrirtækin höfðu verið rekin með tæplega níu prósenta tapi frá áramótum að meðaltali. Mörg hin smærri eru miklu verr komin. Ríkisstjórnin hefur aukið niðurgreiðslur á ullar- verði. Sú aðgerð nær skammt, og að sjálfsögðu er hún engin stoð almennum iðnaði. íslenzk iðnfyrirtæki hafa flest verið byggð upp við erfiðleika. Iðnaðurinn hefur fengið fátt upp í hendurnar. Stjórnvöld hafa löngum haft horn í síðui iðnaðarins. Fyrirtækin eru flest seig. Ella væri vandinn nú þeg- ar miklu augljósari en hann er. Kunnugir álíta, að stefni í atvinnuleysi í iðnaði. Slíkur taprekstur gengur að sjálfsögðu ekki mánuðum saman, án þess að til samdráttar komi í atvinnu. Enn segist Hjörleifur Guttormsson iðnaðaráðherra vera með á skrifborði sínu mikið safn hugmynda um stuðning við iðnaðinn. Væntanleg er nú loks skýrsla frá svokallaðri starfs- skilyrðanefnd, sem ætlað er að varpa nokkru ljósi á þá mismunun, sem iðnaðurinn verður að þola. Ráðherrar hafa allt árið verið að raða hugmyndum um úrbætur í bunka á borðum sínum. Til þessa hafa athafnir þeirra verið svik á svik ofan. : " --------------------------------------- Til athugunar fyrír skóla og uppalendur: UNGUNGA- HUÓMSVEIT- IRNAR UR! r ^ Kjallarinn Þorvaldur ðrn Árnason V Þegar ég var unglingur (á Shadows-, Kinks-, Rollings Stones- og Beatles-tímanura) var mikið um unglingahljómsveitir. Þá stigu margir af núverandi tónlistarmönnum sin fyrstu skref. Þrátt fyrir gífurlega frumstæðan tækjabúnað — til að byrja með — urðu til skóla- hljómsveitir i flestum skólum. Okkur þótti það lélegur skóli, sem ekki hafði skólahljómsveit. Ég held, að þessi bylgja unglinga- hljómsveita hafi fjarað út að mestu fljótlega upp úr 1970. Þá var komin í „Ég spái ekki nýju bítlaæði, en vona að ný bylgja af lifandi popptónlist sé raun- verulega að rísa meðal unglinga og fagna því mjög”. r Frið án vopna ,,Ef þjóðir heims geta nú ekki lifað í sátt og samlyndi þá verður ekki langt þangað til þær geta alls ekki lifað. (Washington Post) Það er ekki neitt annað að gera en að vona að maðurinn beri gæfu til þess að nota þessa orku til annars en sjálfseyð- ingar. (New York Herald Tribune).” (Morgunblaðið, 8. ágúst 1945 á forsiðu í frétt um hvað heimsblöðin sögðu um sprenginguna á Hiro- shima). Kjarnorkuvopn í stríði Frá því að kjarnorkusprengjunum var varpað á Japan 6. og 9. ágúst 1945 hefur þekking okkar á þeim aukist. Hafa tæplega 1300 kjarn- orkusprengjutilraunir verið fram- kvæmdar af 6 þjóðum á þeim 36 árum sem liðin eru. Hafa hugmyndir um notkun kjarnorkuvopna í stríði verið órjúfanlegur þáttur í þanka- gangi herstjómarlistarmanna síðan þessa örlagaríku daga. Til þess að koma vandamálunum samfara kjarnorkustyrjöld í skipulegt kerfi eru oft notuð 3 fremur gróf hugtök. Skammdræg kjarnorku- vopnakerfi eru til notkunar á bar- dagavellinum svipað og vopn í fyrri styrjöldum. Langdræg kjarnorku- vopnakerfi eru hugsuð fyrir fjar- lægari verkefni, t.d. árásir á hernaðarmannvirki, efnahagslega mikilvæg skotmörk og þ.h. í heima- landi óvinarins. Inn á milli þessara tveggja vopnakerfa koma síðan hin meðaldrægu kjarnorkuvopnakerfi. Þau ná hugsanlega inn á svæði óvinarins, en meginhugsunin er sú að nota þau á sjálfum vígvellinum. Þau dragaað jafnaði um 1000—5000 km. Staðbundin kjarnorkustyrjöld Hugmyndir um takmarkaða kjarn- orkustyrjöld hafa verið f. uppi hjá NATO allt frá 1960. Þær áttu ekki miklu fylgi að fagna í byrjun þar sem erfitt var talið að skapa skörp skil á milli allsherjar og takmarkaðrar kjarnorkustyrjaldar. Það var ekki fyrr en 1973 að hugmyndin um tak- markaða kjarnorkustyrjöld átti upp á pallborðið hjá bandarískum stjórn- völdum. Hafa mörg tæknileg vanda- mál síðan verið leyst sem áður höfðu Kjallarinn Geir Gunnlaugsson hindrað þjóðarleiðtoga i að nota kjarnorkuvopn í valdataflinu, bæði því hernaðarlega og stjórnmálalega. Þær lágmarkskröfur, sem her- fræðin setur um takmarkaða kjarn- orkustyrjöld, eru í fyrsta lagi vopn sem eru áreiðanleg, nákvæm og komast á leiðarenda. í öðru lagi þarf stjórnun að vera áhrifarík, stýri- kerfið nákvæmt og fjarskiptatengslin á marga vegu. í þriðja lagi þurfa að vera til staðar vopn sem gera vopn- aða kjarnorkukafbáta óvirka. í fjórða lagi þurfa varnirnar að vera í góðu lagi. Vemd borga og borgara er talin æskileg, en ef það er gengið út frá því að það sé óvininum jafnmikið i hag að halda bardögum utan þétt- býlissvæða þá þarf þessi vernd ekki að vera víðtæk, t.d. skýli fyrir geisl- un. Það er því ljóst að það þarf tvo til að heyja takmarkaða kjarnorkustyrj- öld. Herfræði Sovétmanna I grein í Scientific American í maí 1978 kemur fram að Sovétmenn hafi hvorki möguleika né áhuga á því að heyja takmarkaða kjarnorkustyrjöld. Nákvæmni vopna þeirra er enn talin minni en Bandaríkjanna og herfræði- kenningar þeirra virðast ekki gera greinarmun á hinum mismunandi tegundum kjarnorkustyrjalda. Virðist skína út úr skrifum Sovét- manna um hernaðarmál að takmörk- uð kjarnorkustyrjöld myndi strax leiða til allsherjarstyrjaldar. Virðist sem þá skipti engu hvaðan árás sé hafin og á hvaða hluta kjarnorku- vopnakerfisins sé ráðist. Því virðist ljóst að hér eigast við tvö ólik hernaðarkerfi þar sem hið vestræna virðist hafa stefnt í vaxandi mæli að möguleikanum á takmarkaðri kjarnorkustyrjöld. Það er því lærdómsríkt að líta örlítið nánar á tvær afurðir í þessu sambandi, nifteindasprengjuna og nýjar meðal- drægar eldflaugar. Nifteinda- sprengjan Venjulegar langdrægar kjarnorku- sprengjur eru sk. sundrun — sam- runa sprengjur, sem eru settar í gang við ákveðið efnahvarf. Utan um sprengjurnar er uraniumkápa sem eykur höggáhrif sprengjunnar og dregur til sín eða hægir verulega á hraðskreiðum nifteindum sem losna við kjarnasamrunann og myndar þannig hæggengari hitanifteindir. Sprengja, sem ætlað er að hafa sem minnst högg og hitaáhrif en sem mest

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.