Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981. 15 >ttir íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir I ' 'Sí: í ■ ng 1 dag. Hefur um langt árabil veríð meðal þekktustu leikmanna Frakklands. ngs og Bordeaux í dag á Laugardalsvelli: neistaramir gegn linu í Frakklandi istu leikmönnum Frakklands íliöi Bordeaux arnum. Á dögunum tryggði liðið sér síðan ís- landsmeistaratitilinn eftir harða og tvísýna baráttu og þar með rétt til þátttöku i Evrópu- keppni meistaraliða næsta haust. Lið Víkings sem byrjar leikinn í kvöld gegn Bordeaux er skipað eftir töldum leik- mönnum: Markvörður Diðrik Ólafsson, varnarmenn Ragnar Gíslason, Jóhannes Bárðarson, Helgi Helgason og Magnús Þor- valdsson, tengiliðir Þórður Marelsson, Ómar Torfason, Gunnar Gunnarsson og Heimir Karlsson, sóknarmenn Lárus Guðmundsson og Sverrir Herbertsson. Þjálfari Vikinga er Youri Sedov og aðspurður sagði hann hvorki varnar- né sóknarleik vera sérstaklega á dag- skrá. „Leikaðferðin fer eftir gangi leiksins hverju sinni, við leikum knattspyrnu fyrst og fremst,” sagði Sedov, Sovétmaðurinn rólegi. Franska liðið kom til landsins í gær og æfði á Hallarflötinni í Laugardal síðdegis. Allir beztu leikmenn liðsins komu með nema hinn snjalli Jean Tigana sem liggur á sjúkra- húsi í Bordeaux og getur ekki leikið með lið- inu fyrr en eftir mánuð í fyrsta lagi. Ekki voru mikil átök á æfingunni hjá Frökkunum en greinilegt á öllu að þar voru mjög góðir knattspyrnumenn á ferð. Ahugi fyrir leikn- um er mjög mikiil i Bordeaux og verður leiknum í dag lýst í fimm útvarpsstöðvum í Frakklandi auk þess sem hann verður tekinn upp fyrir sjónvarpsstöð í Bordeaux. Leikur- inn hefst eins og áður sagði kl. 17.30 og er óhætt að hvetja fólk til að koma á völlinn þar sem frönsk knattspyrna er ein sú allra skemmtilegasta í Evrópu í dag og Bordeaux lið sem spáð er miklum frama í vetur. -VS. Sigurður Sverrisson símarfrá Birmingham: Leikmenn Aston Villa tættu Valsmenn í sig —Sigruðu 5-0 en 8-0 hefði ekki verið ósanngjam sigur hjá Englandsmeisturunum. Valsmenn slakir f síðari hálfleik og lögðust í vöm Frá Sigurði Sverrissyni, Birming- ham. „Ég er ánægðVir með úrslitin sjálfur en leikmenn mínir eru það ekki. Þeir töldu að þeir hefðu átt að skora fleiri mörk en þau fimm sem þeir skoruðu í leiknum. Valur fékk eitt tækifæri, varla opið, i leiknum. Við höfum engar áhyggjur af síðari leiknum við Val i Reykjavík. Tökum fyrir einn leik i einu og nú -beinist athyglin eingöngu að lelknum við Liverpool á laugardag,” sagði Ron Saunders, framkvæmda- stjóri Aston Villa, eftir að iið hans hafði sigrað slaka Vaismenn 5—0 í fyrri leik liðanna i Evrópubikarnum, keppni meistaraliða, á Villa Park i Birmingham í gærkvöld. Staðan 3—0 i hálfleik og áhorfendur 20.481. Þar á meðal 80 stuðningsmenn Vals, sem komu gagngert að heiman á leikinn, og svo öll skipshöfnin á Tungufossi Eimskips. Englandsmeistarar Viila réðu lögum og lofum í leiknum allan timann. Valur slapp bara vel að mínu mati, 8—0 hefði ekki verið ósann- gjarnt. Villa fékk 4—5 opin færi auk markanna. Það liðu ekki nema sex mínútur þar til Aston Villa skoraði fyrsta markið, Tony Morley. Ekki mikil spenna næstu mínúturnar. Á 20. min. fengu Vals- menn einu hornspyrnu sína í leiknum — Aston Villa tólf — og knötturinn var skallaður út úr vítateignum. Þar náði Guðmundur Þorbjörnsson knettinum, lék laglega á Gibson bakvörð með því að gefa knöttinn framhjá honum, og komst síðan í gegn hinum megin. Jimmy Rimmer, markvörður Villa, varði hins vegar skot Guðmundar. Eina færi Vals í leiknum. Á 36. mín. kom annað mark Villa. Des Bremner gaf fyrir, Sigurður Haraldsson, markvörður Vals, missti knöttinn yfir sig, og ekkert mál var fyrir Peter Withe að ýta knettinum í markið. Á 40. mín. skallaði Withe svo knöttinn niður til Terry Donovan, sem skoraði þriðja markið. Fyrri hálfleikurinn var alls ekki svo slakur af hálfu Vals en hinn siðari var mjög slæmur. Leikmenn Villa tættu Valsmenn í sig svo ekki stóð steinn yfir steini. Þeir fóru hins vegar illa með færin. Withe skoraði fjórða mark Villa á 69. mín. og á þeirri næstu skoraði Donovan það fimmta. Fékk fyrirgjöf frá Morley og skoraði frír innan mark- teigs. Á 71. mín. náði Donovan knett- inum af Dýra, lék á Sigurð markvörð. Allt opið en Donovan mistókst sendingin. Á 72. mín. komst Withe frír í gegn, Sigurður varði. Siðan lognaðist leikurinn út af og dó. Það var ekkert í þetta varið. Valsmenn alveg búnir í síðari hálfleik. „Þetta er góð byrjun,” sagði Peter Withe, miðherji Villa, ,,en við megum ekki búast við of miklu eftir þessi úrslit. Sjaldan lent á móti eins auðveld- um markverði og við áttum að skora meira. Ég bjóst við meiru af Valsliðinu, það lagðist alveg í vörn,” sagði Withe ennfremur. Guðmundur Þorbjörnsson var beztur Valsmanna. Hilmar Sighvatsson þokkalegur, Dýri Guðmundsson sæmi- legur, og eins var allt í lagi með Óttar Sveinsson. Sumir leikmenn Vals sáust hins vegar varla. Stemmning arallgóð en raddir íslendinga drukknuðu í hrópum stuðningsmanna Villa. -SSv. Sigur Anderlecht, vakti mesta athygli Pétur Pétursson lék sinn fyrsta leik í aðalliði Belgíumeistara Anderlecht í gær í Evrópubikarnum við Widzew í Lodz i Póllandi. Skoraði fjórða og síðasta mark Anderiecht í leiknum og belgíska iiðið vann mjög sannfærandi sigur, 1—4. Sá sigur vakti mesta at- hygli í Evrópubikarnum. Anderlecht er nú talið það liðið, sem mesta mögu- leika hefur til að veita Evrópumeist- urum Liverpool og Bayern Munchen keppni um þessi æðstu verðlaun i knattspyrnu félagsliða í Evrópu. Úrslit í 1. umferð, fyrri leikjunum, Evrópubikarsins í knattspyrnu, keppni meistaraliða, í gær urðu þcssi: í Craiova: — Universitatea Craiova, Rúmeniu, — Olympiakos Piraeus, Grikklandi, 3—0 (1—0). Mörkin Cirtu, Irimescu og Ticleanu. Áhorfendur 40.000. í Valencia: — Hibernians, Möltu, — Rauða stjarnan, Belgrad, Júgóslavíu, 1—2 (1—0). Hibcrnian: Gonzi. Rauða stjarnan. Jurisic og Savic. Áhorfendur 7.000. í Lodz: — Widzew Lodz, Póllandi, — Anderlecht, Belgíu, 1—4 (0—1). Widzew. Smolarek (82. mín). Ander- lecht: — Lozana (40. og 75.), Hansen (79) og Pétur Pétursson (90.). Frá Viggó Sigurðssyni í Leverkusen: R-ÞYZKU LIÐINIERFIÐLEIKUM ninga áttu þeir að fá yrðu þeir meistarar ; kæmust siðan í 2. umferð i Evrópu- ppni meistaraliða. Hamburger tapaði mjög óvænt fyrir Irecht frá Hollandi en Hamburger hafði rið talið öruggast þýzku liðanna um að imast áfram. Ekki vantaði þó tækifærin ; voru leikmenn Hamburger hvað eftir inað fyrir opnu marki. Carbo greiddi óðverjunum síðan rothöggið með marki mín. fyrir leikslok. Fróðlegt verður að Igjast með síðari viðureign Hamburger ; Hollendinganna ungu í UEFA-keppn- ni eftir hálfan mánuð. Það voru von- iknir áhorfendur sem yfirgáfu Volks- Tkstadion-leikvanginn í Hamborg, margir hverjir með tárin i augunum. Þýzku bikarmeistararnir frá Frankfurt áttu í erfiðleikum með gríska liðið PAOK Saloniki. Grikkirnir börðust af miklum krafti, vel studdir af 10.000 grískum inn- flytjendum sem búa í Þýzkalandi. Austur- ríski landsliðsmaðurinn Bruno Pezzey skoraði glæsilegt skallamark á 12. mín. og Körbel bætti öðru við á 78. mín. Leikurinn var slakur og Þjóðverjarnir þurfa örugg- lega að taka á öllu sínu i Grikklandi því Grikkir eru ávallt erfiðir heim að sækja. Magdeburg með sína 6 landsliðsmenn, þar á meðal hina kunnu Streich og Hoff- mann, voru mun betra liðið í viðureigninni við Bor. Mönchengladbach í UEFA-keppn- inni. Hoffmann skoraði glæsilegt mark á 39. mín. og Streich annað á 42. mín. eftir undirbúning bezta leikmanns vallarins. Mewes. Ringels minnkaði muninn í 2—1 með marki sem gæti orðið dýrmætt. Mew- es skoraði síðan 3—1 með skalla eftir horn- spyrnu frá Hoffmann. Gladbach saknaði landsliðsmannanna Hannes og Scháfer en* víst er að erfitt verður að vinna upp forskot Austur-Þjóðverjanna þó svo þeir komi í liðið að nýju. Stúdentarnir í Akademik Sofia komu á óvart gegn Kaiserslautem i UEFA-bikarn- um. Dómarinn færði heimaliðinu víta- spyrnu á silfurfati á 29. mín. og Brehme skoraði. Leikurinn var mjög slakur og landsliðsþjálfari Vestur-Þjóðverja yfirgaf leikvanginn 8 mín. fyrir leikslok, vonsvik- inn mjög. Hinir níföldu Júgóslavíumeistarar Hadjuk Split voru mun betra liðið í viður- eigninni við Stuttgart i UEFA-bikarnum og sigruðu örugglega, 3—1. Leikurinn var mjög hraður og tækifæri á báða bóga. Hjá Stuttgart vantaði bræðurna Karl og Bernd Förster sem voru í banni og Hans Húller sem er meiddur. Tvíburabræðurnir Zoran og Zlatko Vujovic afgreiddu Þjóðverjana en Júgóslavarnir gerðu sjálfsmark. Góð forysta Hadjuk Split fyrir síðari leikinn i Stuttgart. -Viggó/VS. í Kiev: — Dynamo Kiev, Sovétríkj- unum, — Trabzonspor, Tyrklandi, I— 1 (0—0). Blokhin skoraöi fyrir Kiev. í Sofia: — CSKA Sofia, Búlgaríu, — Real Sociedad, San Sebastian, Spáni, 1—0 (0—0). Yonchev. Áhorfendur 35.000. í Oulu: — Oulu Palloseura, Finn- landi, — Liverpooi, Englandi 0—1 (0— 0). Kenny Dalglish 84. mín. Áhorf- endur 8.400. Í Luxemborg: — Progres Neider- corn, Luxemborg, — Glentoran, Norður-írlandi 1—1 (1—1). Progres, Meunier, Glentoran, Cleary. Áhorf- endur 1.500. í Kaupmannahöfn: — KB, Kaup- mannahöfn, — Athlone Town, Írlandi, 1—1 (1—1). KB. Henrik Tune 16. mín. Athlone Michael O’Corror á 4. min. Áhorfendur 3.200. í Kristiansand: — Start, Kristian- sand, Noregi, — AZ '67 Alkmaar, Hol- landi, 1—3 (0—3). Starl. Haugen. Alkmaar, Peters tvö, Kist. Áhorfendur 6.150. í Austur-Berlín: — Dynamo Berlín, A-Þýzkaland, FC Ziirich, Sviss, 2—0 (0—0). Schulz og Riediger. Áhorfendur 30.000. í Glasgow: — Celtic, Skotlandi, — Juvcntus, Torino, Ítaliu, 1—0. Murdo MacLeod. Áhorfendur 60.017. í Birmingham: — Aston Villa, Eng- landi, — Valur, íslandi 5—0 (3—0). Tory Morley, Peter Withc tvö, Terry Donovan, tvö. Áhorfendur 20.481. í Vaxjö: — Öster, Vaxjö, Sviþjóð, — Bayern Miinchen, Miinchen, Vestur-Þýzkaiandi, 0—1 (0—0). Karl- Heinz Rummenigge á 75. mín. Áhorf- endur 21.280. í Vínarborg: — Austria Vin, Austur- ríki, — Partizani, Tirana, Alhaniu, 3— 1 (1—1). Austria. Steinkogler og Gasselich, tvö. Partizani. Tomori. Áhorfendur 30.000. í Budapest: — Ferencvaros, Ung- verjalandi, — Banik Ostrava, Tékkó- slóvakíu, 3—2. Ferencvaros. Poganyi (2), Szokolai. Banik. Sicka og Knapp. Áhorfendur 28.000. í Lissabon: — Benfica, Portúgal, — Omonia Nicosia, Kýpur, 3—0 (0— 0). Nene 53. mín. Filipovic 66. og Carlos Manuel 81. Áhorfendur 35.000. im ) hafa ekki næsta ári. 0.000 doll- California kashington r liðunum í New York (osinn leik- um sínum í maðurinn i -VS. yaradagur Snagamanna Á morgun nöídmn við Góðborgaradag SÍwgamanm tiðíegan. Þáfá adxr Skagamerm, staddir i borgimi, 1 keypis g(as af bragðgóðu, isköídu ogfreyðandi PER Með Góðborgarakveðju, BBORQflRINNI

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.