Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 17.09.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1981. Úrslit í UEFA-keppninni í knatt- spyrnu í gær urðu þessi. Fyrri leikir lið- anna. í Tatabanya: — Tatabanya, Ung- verjalandi — Real Madrid, Spáni, 2—1 (1—1). Tatabanya: — Weimper og Csapo. Real: — Santillana. í Saloníka: — Aris Salonika, Grikk- landi, — Sliema Wanderers, Möltu, 4—0 (1—0). Mörkin Panov og Kouis þrjú, eitt víti. Áhorfendur 25.000. í Búkarest: — Dinamo Búkarest, Rúmeniu, — Laveski, Spartak, Búl- garíu, 3—0 (3—0). Dudu Georgescu, tvö, Dragnea. Áhorfendur 25.000. í Tirana: — Dynamo Tirana, Albaniu, — Carl Zeiss Jena, Austur- Þýzkalandi, 1—0 (0—0). í Porto: — Boavista, Portúgal, — Atletico Madrid, Spáni, 4—1 (2—0). Boavista: Vital (6 mín.), Jorge Silva (16), Coelho (74.), og Palhares (87.). Atletico. Pablo (60.). Áhorfendur 20.000. í Vínarborg: — Radid Vín, Austur- ríki, — Videoton, Ungverjalandi, 2—2 (0—1). Rapid. Weber og Panenka. Videoton. Szabo og Vegh. Áhorfendur 30.000. í Moskvu: — Spartak, Moskvu, Sovétríkjunum, — FC Brugge, Belgiu, 3—1 (2-1). í Leningrad: — Zenit, Leningrad, Sovétríkjunum, Dinamo Drcsden, 1—2 (1-2). í Limerick: — Limerick, írlandi, — Southampton, Englandi 0—3 (0—0). Moran, tvö, Ármstrong. í Split: — Hajdul: Split, Júgóslavíu, — Stuttgart, V-Þýzkalandi, 3—1 (1— 0), Hajduk, Zoran Vujovic (41.), Zlatko Vujovic (66. og 81.). Stuttgart. Rozic (58. min. sjálfsmark). Áhorf- endur 50.000. Í Beveren: — Beveren, Belgíu, — Linfield, Norður-írlandi, 3—0 (1—0). Schönberger, Albert og Martens. Áhorfendur 7.000. Í Kaiserslautern: — Kaiserslautern, V-Þýzkalandi, Akademik Sofia, Búlgaríu, 1—0 (1—0). Brehme. Áhorf- endur 10.000. í Hamborg: — Hamburger SV, V- Þýzkalandi, — Utrecht, Hollandi, 0— 1 (0—0). Carbo. Áhorfendur 18.200. í Valkeakoski: — Valkeakoski Haka, Finnlandi, — Gautaborg, Sví- þjóð, 2—3 (1—1). Haka Jarmo Kujan- paeae 14. og 69. Gautaborg. Stig Fred- riksson (26.), Dan Corneliussen (46.) og Jerry Carlsson (60.). Áhorfendur 1.935. Í Aþenu: — Panathinaikos, Grikk- landi, — Arsenal, Englandi, 0—2 (0— 1). Brian McDermott 34. mín. og Rafael Meade 71. min. Áhorfendur 25.000. Í Graz: — Sturm Graz, Austurriki, — CSKA Moskvu, Sovét, 1—0 (0—0). Schauss. Áhorfendur 14.000. í Málmey: — Malmö FF, Svíþjóð, — Wisla Krakow, Póllandi, 2—0 (1—0). Björn Nilsson 31. og Jan Olov Kind- wall 59. mín. Áhorfendur 5.049. i Eindhoven: — PSV, Eindhoven, Hollandi, Næslved, Danmörku, 7—0 (3—0). Rene van der Kerkhof (5.), Willy van der Kerkhof (10.), Hallvar Thoresen (17.), Ruud Geels (51., 61. og 77.), Jung Moo Huh (80.). Áhorfendur 10.000. Í Zúrich: — Grasshoppers Zúrich, Sviss, — West Bromwich Álbion, Eng- landi, 1—0 (1—0). Andre Fimian á 39. mín. Áhorfendur 8.000. Í Ipswich: — Ipswich Town, Eng- landi, — Aberdeen, Skotlandi, 1—1 (1—0). Ipswich. Frans Thijssen. Aber- deen. John Hewitt. Áhorfendur 18.535. Í Magdeburg: — Magdeburg, A- Þýzkalandi, — Borussia Mönchenglad- bach, V-Þýzkalandi, 3—1 (2—0). Magdeburg. Hoffmann, Streich og Mewes. Gladbach. Ringels. Áhorf- endur 32.000. í Nicosia: — Apoel Nicosia, Kýpur, — Arges Pitesti, Rúmeníu, 1—1 (1— 1). Apoel. Antoniou. Arges. Ignat. Áhorfendur 10.000. í Rotterdam: — Feyenoord, Hol- iandi, — Szombierki Bytom, Póllandi, 2—0 (0—0). Karel Bouwens 72. mín. og Ivan Nielsen á 75. min. Áhorfendur 9.000. í Bryne: — Bryne, Noregi, — Wint- erslag, Belgíu, 0—2 (0—1). Karl Berger og Karlos Weis. Áhorfendur 2.637. Í Napoli: — Napoli, Ílalíu, — Rad- nicki, Júgóslaviu, 2—2 (0—0). Napoli. Damiani, viti, og Musella. Radnicki. Stojlikovic og Alecsis. Áhorfendur 35 þúsund. Í Monakó: — Monakó, Frakklandi, — Dundee Utd. Skotlandi 2—5 (0—2). í Nantes: — Nantes, Frakklandi, — Lokeren, Belgíu, 1—1 (1—0). Upplýsingar um tvo síðustu leikina bárust ekki frá Reuter. Evrópukeppni bikarhafa: Fram í aðra umferð? Guðmundur Torfason gnæfir yfir írsku varnarmennina og skallar tramhjá Blackmore markverði í netið eftir að Pétur Ormslev hafði sent fyrir markið. Jöfnunar- mark Fram er staðreynd. DB-mynd Bjarnleifur. sigraði írska liðið Dundalk 2-1 á Laugardalsvelli ígærkvöldi ,,Ég var ekki alveg nógu ánægður með mína menn í kvöld,” sagði Hólm- bert Friðjónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn gegn Dundalk í gærkvöldi. ,,Að sjálfsögðu er ég ánægður með sigurinn og við förum til Dundalk með því hugarfari að komast í 2. umferð keppn- innar. Það þýðir ekkerl að leggjasl í vörn þarna úti, við verðum að vera ógnandi því þeim nægir 1—0 sigur til að komast áfram.” Marteinn Geirsson, fyrirliði Fram, tók í sama streng og Hólmbert. „Það var ánægjulegt að vinna þennan leik. Við vorum daufir í fyrri hálfleik en í hléi þegar við höfðum séð að írarnir voru ekkert sterkari en miðlungs íslenzkt I. deildarlið vorum við stað- ráðnir í að sigra þá og það tókst. Meiðsli min eru ekki alvarleg, ég verð Yanko Rusev frá Búlgariu sigraði í gær i millivigt (undir 75 kg) á lieims- og Evrópumeistaramótinu í lyftingum í Lille í Frakklandi. Hann gerði sér síðan lílið fyrir og setti heimsmet í jafnhöttun í aukatilraun, lyfti 206 kílóum. Heimsmet Rusev er hálfu kílói betri árangur en gamla heimsmetið sem landi hans, Assen Zlatev, setti á fljótur að jafna mig. Síðari leikurinn verður erfiður og þá verðum við helzt að halda hreinu. 2—1 sigur i kvöld segir ekki mikið ef þeir ná að skora mark.” Möguleikar Fram eru vissulega góðir eftir sigurinn á Dundalk í gærkvöldi. Ekki má þó mikið útaf bregða, markið sem írarnir skoruðu í fyrri hálfleiknum gæti verið þungt á metunum þar sem útimörkin gilda tvöfalt verði markatala liðanna jöfn eftir tvo leiki. Daufur fyrri hálfleikur Það var ekki rismikil knatlspyrna sem lið Fram og Dundalk sýndu á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Baráttan i fyrirrúmi og bæði lið beittu ólympíuleikunum í Moskvu í fyrra. Rusev jafnaði einnig heimsmetið í samanlögðu, lyfti 360 kg. Annar varð Sovétmaðurinn Alexander Pervii og þriðji á heimsmeistaramótinu Kúbu- maðurinn Julio Echenique en þriðji á Evrópumeistaramótinu Vestur-Þjóð- vcrjinn Jurgen Negwer. stífri „rangstöðutaktík” framan af. Framarar voru meira með knöttinn og sóttu nokkuð fyrstu 15 mínúturnar en síðan komu írarnir meira inn i mynd- ina. Fyrsta hættulega færið í leiknum átti Halldór Arason á 21. mín. Varnar- maður Dundalk var með knöttinn rétt fyrir utan eigin vítateig þegar Halldór kom á fullri ferð, hirti af honum knött- inn og komst einn inn að vítateig þar sem Ritchie Blackmore markvörður kom út á móti honum og varði skotið. Dundalk átti sitt fyrsta marktækifæri á 31. mín. þegar Kiehoe skaut hátt yfir frá vítateig. Dundaik nær forystu Á 35. mín. opnaðist Framvörnin illa og Sean Byrne sendi knöttinn inn t vítateiginn til Mick Fairclough sem skoraði af stuttu færi, 0—1. Mínútu síðar munaði engu að Irarnir bættu öðru marki við þegar Marteinn ætlaði að senda knöttinn á Guðmund Baldurs- son markvörð. Knötturinn fór yfir Guðmund þar sem Hilary Carlyle náði honum og sendi í átt að tómu markinu en Ágúst Hauksson kom þá á fullri ferð og tókst að hreinsa frá af marklínunni. Það sem eftir lifði hálfleiksins sóttu Framarar nær látlaust en tókst ekki að jafna. í byrjun seinni hálfleiks benti ekkert til þess að Fram ætti möguleika á sigri í leiknum. Lítið var um færi framan af, það bezta átti Carlyle en Guðmundur varði skot hans af stuttu færi. Fram jaf nar Á 67. mín. var dæmd aukaspyrna á Dundalk rétt utan við vítateigshornið vinstra megin. Pétur Ormslev tók spyrnuna og sendi fyrir markið. Knötturinn barst strax út aftur til Péturs sem sneri á tvo varnarmenn úti á kantinum og sendi fyrir á ný. Guð- mundur Torfason stökk manna hæst og skallaði glæsilega í netið. Fallegt mark og vel að því staðið. En á sömu mínútu voru Framarar nær búnir að færa írunum forystun^ a ný á silfurfati. Varnarmenn Fram renndu knettinum snyrtilega fyrir tærnar á Carlyle sem skaut frá víta- punkti en Guðmundur Baldursson varði mjög vel. Rétt á eftir kom Guðmundur Steins- son inn á fyrir Gunnar Guðmundsson og greinilegt að nú átti að leggja allt í sölurnar til að bæta öðru marki við. Sigurmarkið Sóknarþungi Fram jókst nú til muna. Pétur Ormslev sendi knöttinn inn á markteigshorn úr aukaspyrnu en McConville skallaði í horn. Pétur tók hornið, háan bolta út við vítateig þar sem Viðar Þorkelsson lyfti sér upp og skallaði að marki. Guðmundi Steins- syni tókst að breyta stefnu knattarins sem sigldi framhjá Blackmore í mark- inu. Fram hafði tekið forystu 2—1, og tíu mínútur til leiksloka. Rétt á eftir þurfti Marteinn Geirsson að yfirgefa völlinn eftir að hafa fengið slæmt spark frá irskum sóknarmanni og kom Sverrir Einarsson i hans stað. Fátt markvert gerðist eftir það. Áhorfendur vörpuðu þó öndinni léttar eftir að lúmskt skot iranna rétt utan vítateigs smaug framhjá stöng Frammarksins einni mínútu fyrir leikslok. Þegar litið er á leikinn i heild má segja að sigur Fram hafi verið verð- skuldaður. Þeir voru meira með knött- inn en voru þó ekki nægilega ógnandi í sóknaraðgerðum sínum lengst af. Vörnin var ekki alltaf sannfærandi og var tvívegis rétt búin að færa írunum gjafamörk. Guðmundur var mjög traustur i markinu og Sighvatur Bjarnason sterkur í vörninni. Pétur Ormslev og Halldór Arason áttu góðan leik. Dundalk er slakt lið sem flest beztu islenzku liðin eiga að sigra. Tommy McConville var öruggur í vörninni en lítið bar á öðrum. Írarnir eru sterkir í skallaeinvígjum en nettleik- anum er ekki fyrir að fara hjá þeim og sóknaraðgerðirnar eru fumkenndar og máttlausar. Sem sagt, Fram á góða möguleika á að komast i 2. umferð í Evrópukeppni bikarhafa en leikurinn í. Dundalk verður örugglega erfiður. Skozka dómaratríóið hafði góð tök á leiknum, eitthvað annað en kollegar þeirra frá írlandi sem dæmdu lands- leikinn við Tyrki. -VS. -VS. Æfingar haf nar Innritun kl. 6 í kvöld í Borðtennissal Laug- ardalshallarinnar. Borðtennisklúbburinn Örninn ENN NYTT HEIMS- MET í LYFTINGUM — í keppninni íLille í Frakklandi

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.