Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 2
1 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981. Fyrirgreiðsla Leysum út vörur, úr tolli og banka, með greiðslu- fresti. Lysthafendur leggi inn nöfn til Dagblaðsins fyrir 21. sept. nk. merkt „Fyrirgreiðsla”. BMW518 BMW320 BMW318 BMW518 BMW320 BMW31S árg. 1977 Renautt 18 TS órg. 1979 irg. 1980 Renault 5 TL árg. 1980 órg. 1978 Banauft 12 TL árg. 1977 árg. 1981 RenauH20 TL irg. 1978 irg. 1977 árg. 1980 Renault 4 VANF4 árg. '1977 Opið laugardaga frá ki. 1—6. Miðaldra maður á bláum Wagoneer sýndi svo óvenjulega greiðvikni og hjálpsemi að vonandi fréttir hann af þessu bréfi. Fáheyrð greiðvikni: Wagoneer-eigandi reyndist vinur í raun —lagði á sig snúninga og mikla fyrírhöfn Birna Matthíasdóttir, Hlíðarvangi 70, Njarðvík, skrifar: Ég varð fyrir óvenjulegri reynslu þann 11. september og langar mig til þess að segja frá henni. Ég var á leið á slysadeild Borgar- spítalans með son minn fótbrotinn en þá sprakk á bílnum undir Kópavogs- brúnni. Varadekkið reyndist sprung- ið þegar ég ætlaði að skipta um dekk svo ég reyndi að stoppa einhvern bíl, en enginn sinnti því. Ég tók tii bragðs að leggja af stað gangandi með son minn, 4 ára, á handleggnum og leiddi 6 ára dóttur mína. Þá kom miðaldra maður á blá- um Wagoneer, stoppaði og spurði hvort hann gæti eitthvað aðstoðað mig. Ég sagði honum hvernig ástatt væri fyrir mér og bauðst hann til þess að keyra okkur á slysadeildina, fara síðan og sækja dekkið og koma því í viðgerð. Að því loknu ætlaði hann að koma og sækja okkur á slysadeild- ina. Þegar hann kom aftur, með viðgert dekkið, vorum við ekki tilbúin svo hann sagðist mundu fara og setja dekkið undir fcííinn á meðan. Hann kom nú til b.ifc.i i u.nað skiptið og enn vorum við ekki tilbúin, svo hann beið eftir okkur í um það bil 30 mín- útur og keyrði okkur svo aftur að bílnum. Vil ég koma þakklæti okkar á framfæri fyrir þessa einstöku greið- vikni og miklu hjálp. Því miður urðu mér þau mistök á að gleyma að spyrja þennan góða mannaðnafni. Svona hjálpsemi er örugglega eins- dæmi. KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 DANSSKOLI Siguröar Hákonarsonar BÖRN — UNGLINGAR — FULLORÐNIR Kenndir allir almennir dansar, svo sem: Barnadansar - Samkvæmisdansar - Discodansar - Gömlu dansarnir - Rock - Tjútt - Dömubeat, o.fl. Brons-Silfur og Gullkerfi DSÍ ^TH: BARNAKENNSLA EINNIG Á LAUGARDÖGUM KENNSLUSTAÐIR: Heykjavík: Félagsheimili Víkinga v/ Hæðargarð Þróttheimar v/Sæviðarsund. Kópavogur: Félagsheimili Kóp. v/Fannborg 2. Innritun og allar nánari upplýsingar daglega kl. 10.00—19.00 í síma 41557 74051 og 74651 DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS DSÍ StúUta hjólaði yfir fótinn á litlnm snáóa i Hafnarfirði fyrir nokkru. í þvi sambandi má minna á að hjólreiðamönnum eru lagð- ar skyidur á herðar engu síður en öðrum vegfarendum. Ljótframkoma: HJÓLAÐIYFIR FÓT BARNS SV0 BR0T HLAUZT AF — hvarf síðan á brott Steingerður Matthíasdóttir hringdi: Þann 5. september varð lítill frændi minn fyrir óskemmtilegri reynslu. Hann var að leika sér við Holts- götu í Hafnarfirði þegar stúlka kom á einu þessara 10 gíra hjóla, hjólaði beint yfir fótinn á honum og hvarf síðan á brott án þess að skipta sér af honum. Þar eð hann gat ekki stigið i fót- inn skreið hann grátandi heim til afa síns og ömmu, en þar var hann í heimsókn. Reyndist hann vera fótbrotinn og þarf nú að vera í gifsi fram í október. Þetta er erfitt fyrir 4 ára snáða og vil ég koma þessu á framfæri í von um að stúlkan, sem hér átti hlut að máli, átti sig á hvað hún hefur gert. (Þetta bréf fjallar um litla fót- brotna snáðann sem getið er um í bréfinu um greiðvikna Wagoneer-eig- andann. — FG.)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.