Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 16
16 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981. Svavar Gestshœttir meö miövikudagssyrpu: „Ætla að hvíla mig en ég kem kannski aftur” Syrpa Svavars Gests hefur náð mJklum vinsæMum og verða sjáffsagt margir fyrir vonbrigðum að missa hann. Við verðum bara að vona að Svavar hvíli sig ekki alft ofiengi frá útvarpinu. fyrir mig, það veit ég ekki,” hélt hann áfram. Svavar er nú í þann veginn að koma út hljómplötu með Graham Smith fiðluleikara hjá Sinfóníu- hljómsveit íslands. Að sögn Svavars lék Graham með sinfóníuhljómsveit í Englandi eftir nám en sneri sér síðan að poppi. Hingað til lands kom hann fyrir um þremur árum og nú er sem! sagt að koma sólóplata með honum á markaðinn. Þá sagði Svavar að í vinnu væri ný hljómplata með Kötlu Maríu þar sem hún syngur þýdd norsk lög og ljóð. Svavar hefur á þessu ári gefið út tíu hljómplötur en markið eru fimmtán plötur á ári. Er Svavar var að því spurður hvort hann ætlaði sér ekki að koma með skemmtiþátt í sjónvarpinu svaraði hann: „Nei, til þess hef ég engan tíma.” -ELA. Ásta Ragnheiður var þegar komin á tónlistardeildina á fimmtudag er Fóik-síðan spjallaði við hana. Hún ætiaðiað Uta á plötur áður en samstarf- 10 við Sigmar áttiað hefjast DB-mynd Bjarnlerfur. Landslagið á myndsegulbandi Myndsegulbönd eru nú komin í áætlunarbíla Austurleiðar og hefur sú nýbreytni mælzt vel fyrir meðal farþega fyrirtækisins. Ekki sizt er fengur i myndsegulbandinu þegar ekið er í Austfjarðaþokunni alræmdu því þá geta farþegar séð landslagið fyrir utan á myndsegulbandi. Næsta skrefið hjá sérleyfishöfum landsins verður eflaust að byrgja alla glugga i áætlunarbílum og hafa síðan allt landslag íslands á myndsegulbandi. Skipti þá litlu máli hvort ekið væri um landið í rigningu eða bliðu, það væri alltaf sól á skjánum. Hvert fer fólkið? Hótel Borg hefur nú tekið upp á því að hafa gömlu dansana á föstu- dagskvöldum. Nú velta menn því fyrir sér hvert unga fólkið, sem sótt hefur Borgina á þessum dögum, muni sækja. Því er spáð að gestir Borgar leggi undir sig Glæsibæ en einnig er talið líklegt að salur Félagsstofnunar stú- denta svo og Stúdentakjallarinn verði fyrir aukinni aðsókn. Þeir sem hlustuðu á syrpu Svavarsi Gests á miðvikudag hafa væntanlega; tekið eftir að þetta var síðasta syrpa^ hans. Svavar sagði í stuttu spjalli viði Fólk-siðuna að það væri venja hans að þegar hann hefði verið í vissan tima með þátt í útvarpinu kveddi hann. ,,Ég hvíli mig í nokkra mánuði og kem svo kannski aftur,” sagði Svavar. „Ég hef nú séð um þessa syrpu í' ellefu og hálfan mánuð og það þykir mér nóg í bili. Aðallega hef ég unnið! þetta i mínum frítíma, m.a. með því að sleppa sumarfrii. Ég hef starfrækt hljómplötuútgáfu í 17 ár og geri1 ennþá þannig að í nógu er að snú- ast,” sagi Svavar ennfremur. Á tímabili í vetur óskaði Svavar eftir bréfum frá hlustendum og gafst það mjög vel. ,,Ég vildi fitja upp á einhverjum nýjungum en það var mikil vinna í sambandi við bréfin. En með þessu fann ég út hvernig ég myndi vilja hafa syrpu sem þessa. Hef ég síðan unnið hana eftir því.” Sjálfur sagðist Svavar hlusta á syrpurnar eftir hádegi. „Mér finnast þetta þægilegir dagskrárliðir og ég veit ekki betur en syrpumar haldi áfram í vetur. Hver kemur í staðinn fyrir leikstjórn í Álaborgar- leikhúsinu Alltaf höfum við jafngaman af að heyra um fslendinga sem gera garðinn frægan i útlöndum. Haukur Gunnarsson leikstjóri er nýjasta dæmið. Haukur er búsettur í Noregi en tók að sér að setja upp leikritið „Pludselig sidste sommer” eftir Tennessee Williams fyrir Alaborgar leikhúsið í Danmörku. Leikritið var frumsýnt þar 5. september sl. og vakti strax mjög mikla athygli. Þá ekki sizt leikstjór- inn íslenzki Haukur Gunnarsson sem hvarvetna er getið um í dönskum blöðum. Fær Haukur einstaklega góða dóma. Verst er að við hér háma missum af svo góðum leikstjóra en búast má við að Haukur fái nóg að starfa efdr þessi meðmæli. Haukur hefur lítið leikstýrt hér heima en þó mun hann væntanlega verða í sviðsljósinu hér í marzmán- uði. Þá verður frumsýnt í Þjóðleik- húsinu leikritið Sögur úr Vínarskógi sem Haukur mun einmitt leikstýra. Verður fróðlegt að fylgjast með blaðaummælum um hann hérlendis eftir allt hrósið í Danmörku. Haukur nam japönsku og leikhús- fræði í Tokyo í þrjú ár en hélt síðan í háskóla í leikhúsfræðum í Englandi. Hann hefur síðan sett upp leikrit á Akureyri, í sjónvarpinu og í Þjóð- leikhúsinu. Þá hefur Haukur einnig sett upp leikrit í Noregi og í Finn- landi. -ELA. Úr ieikritinu sem Haukur leikstýrði i Danmörku. Piudseiig skfste sommer eftir Tennessee Williams. Amþrúður verður samstarfs- maður Hercules-flutningaflugvél frá norska flughernum kom hingað til lands sl. þriðjudag til að sækja Northrop-flugvélina sem sýnd var í flugskýli á Reykjavíkurflugvelli á dögunum og bjargað hafði verið úr Þjórsá 1979. Norska Hercules-vélin ætlaði ekki til baka til Noregs fyrr en daginn eftir og þurfti því áhöfnin að gistahéreinanótt. í stað þess að labba inn á Loft- leiðahótel og gista þar flaug áhöfnin vél sinni til Keflavíkurflugvallar. Þar var gist á hóteli sem reist var fyrir nokkrum árum og sérstaklega er ætl- að fyrir áhafnir herflugvéla NATO- ríkja. Ástæðan fyrir þessari einkennilegu ráðstöfun er einfaldlega sögð sú að norski herinn hafi ekki tímt að borga gistingu á Loftleiðahótelinu, þótti hún i dýrasta lagi, og þvi notfært sér hina ókeypis gistingu á Keflavikur- flugvelli. Haukur Gunnarsson gerirgaröinn frœgan í Danmörku: Fékk jrábæra blaðadóma Ásta Ragnheiöur kveöur Sigmar: Hœttir sem samstarfsmaöur og tekur aö sér aö stjórna — veröur meö miövikudagssyrpur í staö Svavars Eins og frá er skýrt hér á siðunni fara nú fram nokkrar tilfærslur inn- an útvarpsins. Sigmar er að fá nýjan samstarfsmann. Við fréttum að sú heppna sé Arnþrúður Karlsdóttir rannsóknarlögreglumaður sem komst f sviðsljósið í sumar er hún sótti um stöðu fréttamanns hjá sjónvarpinu. En þannig vUdi til að Sigmar var bú- inn að biðja Arnþrúði. Arnþrúður hefur áhuga en þau verða að biða eftir úrskurði frá æðri stöðum, nefni- lega útvarpsráði og rannsóknarlög- reglustjóra. Svo er bara að vita hvort dæmið gengur upp og þá heyrum við í Arnþrúði á nýjum vettvangi á þriðjudagskvöld. Norskir spara Haukur Gunnarsson leikhúsfræð- ingur hefur fengið frábæra blaða- dóma í Danmörku. Hann mun leik- stýra leikritinu Sögur úr Vinar- skógi sem frumsýnt verður í Þjóð- loikhúsinu i marz. „Mér lízt mjög vel á að taka við syrpunni,” sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir en hún tekur við mið- vikudagssyrpu næsta miðvikudag. „Þegar maður er búinn að vera sam- starfsmaður svo lengi á einum vett- vangi langar mann að reyna annan. Og þar verð ég stjórnandi,” sagði Ásta ennfremur. Hún hefur nú kvatt Sigmar og þáttinn Á vettvangi. „Það er alveg nauðsynlegt að skipta. Ég talaði um það í vor við yfirmenn að ég vildi fara að breyta tíl og þegar Svavar ákvað að hætta kom nafnið mitt upp. Þeir höfðu líka hugsað sér að fá kvenmann til að stjórna syrpunni, enda kominn timi til — eða finnst þér ekki?” sagði Ásta. Hún er ekki óvön að stjórna tón- listarþáttum. Var lengi með Lög unga fólksins, Popphorn þar á undan, fyrir utan ýmsa aðra þætti. „Ég verð með ósköp svipaða syrpu og allir hinir. Er þetta ekki allt eins hvort sem er? En ég vil endilega taka það fram að ég er engin brandarakerling, þannig að ekki verður hægt að segja að mín syrpa verði eins og Svavars,” hélt hún áfram. Syrpurnar eru í beinni útsendingu frá þularstofu og sagði Ásta Ragn- heiður að hún þyrfti að byrja á því að læra á tækin. „Þátturinn Á vettvangi er sendur út i stúdiói eitt og ég hef ekki unnið í þularstofu síðan ég var með þátt með Hjalta Jóni Sveinssyni, sem var fjögurra tíma langur. Þá voru öll tæki í mónó — ekki stereo eins og núna,” segir Ásta ennfremur. „Já, ég verð að segja að ég hlakka til að stjórna syrpu. Mér finnst alltaf gaman að reyna eitthvað nýtt. Leið á útvarpsvinnu? Nei, alls ekki. Mér finnst alveg þrælgott að vera hjá út- varpinu. Skemmtilegt fólk og góður mórall,” sagði Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. -ELA. FÓLK fleira , FOLK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.