Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981. MMBIAÐIB irjálst, úháð dagblað Útgefandi: Dagblaðifl hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. EyjóKsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Aflstoflarritstjórí: Haukur Helgason. Fróttastjórí: Ómar Valdimarsson. Skrífstofustjórí rítstjóman Jóhannes Reykdal. Íþróttir: Hallur Simonarson. Menning: Aflalsteinn Ingólfsson. Aflstoðarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handnt: Ásgrímur Pólsson. Hönnun: Hilmar Karísson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Atli Rúnar Halldórsson, Atli Steinarsson, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurflsson, Dóra Stefónsdóttir, EBn Albertsdóttir, Gunnlaugur A. Jónsson, Inga Huld Hákonardóttir, Kristján Már Ujinarsson, Sigurður Sverrisson. Ljósmyndin BjamleHur BjamleHsson, Einar Ólason, Ragnar Th. Sigurðsson, Sigurflur Þorri Sigurflsson og Sveinn Þormóflsson. Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkerí: Þróinn ÞorieHsson. Auglýsingastjórí: Már E.M. Halldórs- son. DroHingarstjórí: Valgerflur H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: Síflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofun Þverholti 11. Aflalsimi blaflsins er 27022 (10 Hnur). Setning og umbrot Dagblafllfl hf., Siflumúla 12. Mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siflumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskríftarveifl á mónufli kr. 85,00. Vetfl I lausasölu kr. 6,00. Getur verðbólgan oröið 30%? Er líklegt, að verðbólgunni verði komið niður fyrir þrjátíu prósent á næsta ári, eins og ríkisstjórnin hefur á stefnuskrá sinni? Svarið hlýtur að vera, að harla ólíklegt sé, að því marki verði náð. Ríkisstjórnin setur markmiðið fram í greinargerð fjárlagafrumvarpsins fyrir 1982, sem nú er í prentun en fer leynt. Samkvæmt því skal verðbólgan komast niður í 30 prósent, þegar reiknuð verður meðalhækkun verðlags milli ársins í ár og hins næsta. Þetta mundi þýða, að hraði verðbólgunnar kæmist niður í rúm 20 prósent, þegar liður á næsta ár. En ljón eru í veginum. Fyrst ber að nefna komandi kjarasamninga. Að vísu eru stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar við völd í Alþýðusambandinu. Þeir eru líklegir til að taka talsvert tillit til óska stjórnarinnar en þó tæplega í þeim mæli, að ekki verði einhverjar grunnkaupshækkanir á vetri komandi. Nefnt hefur verið, að grunnkaupshækkanir gætu orðið um eða innan við 10 prósent. Of snemmt er auð- vitað að reyna að spá um niðurstöður kjarasamninga. í fjárlagafrumvarpinu er nokkur fjárhæð lögð til hliðar til þess að unnt verði að bjóða launþegum ein- hverjar skattalækkanir og niðurgreiðslur á vöruverði. Þessi upphæð er líklega á bilinu 13—15 milljarðar. Með henni er ætlunin að greiða fyrir kjarasamningum án mikilla grunnkaupshækkana. Verðbólgan á næsta ári mun að miklu leyti undir því komin, hvernig kjarasamningarnir fara. Fleira hangir á spýtunni. í iðnaði er mikill taprekstur og á nokkrum sviðum öðrum. Verðhækkunum fyrirtækja hefur verið haldið niðri í þeim mæli, að talsverður vandi hefur safnazt saman. Þar eru því bæld verðhækkanatilefni. Gengi krónunnar er of hátt skráð miðað við þarfir iðnaðarins. Ráðherrar hafa sagt, að um fimm prósent gengislækkun í ágúst muni halda sjávarútveginum gangandi ,,í nokkra mánuði”. Gengisfelling krónunn- ar verður vafalaust óumflýjanleg, þegar líður á vetur. Krónan er nú þegar fallin í raun, en eftir er að viðurkenna fallið á borði. Gengisfelling veldur að sjálfsögðu verðhækkunum og gerir enn ólíklegra, að ríkisstjórnin nái marki sínu á næsta ári. í fyrsta fjárlagafrumvarpi Ragnars Arnalds fjár- málaráðherra, fyrir árið 1980, var sett fram sú stefna, að verðbólgunni skyldi það ár komið niður í 31 pró- sent. Þegar upp var staðið, reyndist verðbólgan árið 1980 hafa orðið tæp 60 prósent eða tvöfalt meiri en stjórnin hafði ætlað. í ár hefur ríkisstjórninni til þessa nokkurn veginn tekizt að ná því marki, að verð- bólgan verði rúm 40 prósent. En tekst að koma henni lengra niður? Eins og staðan er nú, verður það að teljast harla ólíklegt. Til þess er stefna ríkisstjórnarinnar allt of veik- burða. Að undanförnu hafa miklar um- ræður verið í fjölmiðlum um tillögur sem milliþinganefnd hefur gert til breytinga á lögum Alþýðuflokksins og lagðar verða fyrir aukaþing flokksins nú í haust. Því miður hefur umfjöllun þessi að mestu verið úr tengslum við eðli þeirra breytinga sem lagt er til að gerðar verði á lögum flokksins. Tillaga um niðurfellingu ákvæða, er bönnuðu fleiri en eitt fé- lag í sama sveitarfélagi, hefur orðið tilefni þess að sagt er að nú eigi að breyta grundvallaruppbyggingu flokksins. Nú geti í stað flokksfélaga allskonar félög og samtök sem hing- að til hafa verið talin alls óskyld Alþýðuflokknum orðið aðilar að flokknum. Svo langt hefur þetta gengið að gefið hefur verið í skyn að Vílmundur Gylfason og Jón Baldvin Hannibalsson hafi í nafni Alþýðu- flokksins hafið viðræður við Kommúnistasamtökin um aðild þeirra að flokknum. Hér er um grófa mistúlkun í tillögum milliþinganefnd- arinnar að ræða og hvorki fram'- kvæmdastjórn né flokksstjórn Alþýðuflokksins hefur falið þeim Vilmundi Gylfasyni og Jóni Baldvini Hannibalssyni að ræða við nokkur samtök um aðild að flokknum. Eðli breytingartillagnanna er heldur ekki slíkt að nokkurt tilefni sé til að ræða aðild annarra félaga en flokksfélaga. Tillagan, sem valdið hefur öllu þessu fjaðrafoki, er að lagt er til að fellt verði úr lögunum ákvæði þess efnis að í sama sveitarfélagi megi ekki starfa nema eitt alþýðuflokksfé- lag og eitt félag alþýðuflokkskvenna. Öll önnur ákvæði er varða aðild té- laga eru óbreytt. Þau verða að hlita vilja stefnuskrár Alþýðuflokksins og undirgangast lög hans. Sérhvert félag, sem í flokkinn er tekið, skal i heiti sínu kenna sig við Alþýðuflokk- inn. Lög félaganna skulu samræmd. Allir sem eru í alþýðuflokksfélagi skulu undirrita yfirlýsingu um það að þeir séu ekki í neinum öðrum stjórn- málaflokki. Það er því ljóst að um- ræddri breytingu var aldrei ætlað það hlutverk að gjörbreyta uppbyggingu flokksins. Astæða virðist þvi til þess að ætla að þeir sem telja þessa breyt- ingu svona róttæka hafi í raun aldrei lesið lög flokksins eða lesið greinar- gerð nefndarinnar. Fleira fólk — virkari félög En hverjar voru ástæðurnar til þess að milliþinganefndin lagði til að heimilt verði að hafa fieiri en eitt fiokksfélag í hverju sveitarfélagi. í því sambandi er líklega best að vitna í greinargerð nefndarinnar en i henni sátu undirritaður, Helga Guðmunds- dóttir, Hrafnkell Ásgeirsson, Sigþór Jóhannesson og Vilmundur Gylfa- son, og var hann formaður nefndar- innar. í greinargerðinni segir um þetta atriði: „Lykill að traustu og virku flokksstarfi er ekki fyrst og fremst að breyta lögum heldur út- heimtir fleira fólk virkari félög. Nefna má sem dæmi að t.d. í Reykjavík er sennilega timabært að víkka félagsstarfið út með hverfafé- lögum, en slíkt hefur áður verið óheimilt samkvæmt lögum flokksins. Lagt er til að þessu sé breytt þannig að heimilt verði að stofna fleiri en eitt fiokksfélag í sama sveitarfélagi. í þessu efni dugar þó lagabreytingin ein sér skammt, það sem máli skiptir er auðvitað hitt, að þessi heimild sé notuð.” Svo mörg voru þau orð. Ekkert minnst á það að umsnúa upp- byggingu fiokksins enda fór engin umræða fram um slíkt innan nefnd- — Hvorki flokksstjórn né framkvæmdastjórn Alþýðuflokksins hefur falió Vilmundi Gylfasyni og Jóni Baldvini Hannibalssyni að ræða við nokkur samtök um aðild að flokknum, segir Geir A. Gunnlaugsson meðai annars i grein sinni. DB-mynd arinnar, þar var aðeins rætt um hverfafélag. Það er ekki fyrr en eftir sigur Mitt- errand og franskra krata að farið er að gefa í skyn að áðurnefndar breyt- ingartillögur, sem samdar voru fyrir sigurinn, séu einhver bylting á skipu- lagi Alþýðuflokksins. Breyting sem geri mögulega stofnun félaga hægri krata, vinstri krata, marxiskra krata og hver veit hvað, allt i anda skipu- lags franskra jafnaðarmanna. Nú er ég ekki svo kunnugur skipulagi franska jafnaðarmannaflokksins að ég viti hvernig uppbygging hans er, en samkvæmt því sem ég best veit eru félög þar svæðisbundin. Það skyldi þó aldrei vera að þeir (Vilmundur og Jón Baldvin) hafi ekki kynnt sér ákvæðin um fiokksfé- lög franska jafnaðarmannaflokksins betur en þeir virðast hafa kynnt sér lög Alþýðufiokksins varðandi þau sömu atriði. Ég hef nú heldur aldrei heyrt annað en að franskir kommar væru í Kommúnistaflokknum en ekki í Jafnaðarmannafiokknum. Nú, það er ef til vill misskilningur hjá mér. Megintillögurnar En hverjar eru þá megintillögur nefndarinnar, ef þær eru ekki niður- felling banns við fleiri en einu fiokks- félagi í hverju sveitarfélagi? í því £ „Ég hef nú heldur aldrei heyrt annað en að franskir kommar væru í Kommúnista- flokknum en ekki í Jafnaðarmannaflokknum. Nú, það er ef til vill misskilningur hjá mér.” flokksfólks? Umbylting eða aukin áhrif i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.