Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 24
FLUGLEIÐIR FÁI 1,8 MILUÓN DALA STYRK —eru þær hugmyndir sem ræddar hafa verið á stjómarf undum Flugleiða og eru taldar komnar frá f jármálaráðherra Stjórn Flugleiða kom saman til aukafundar í fyrradag. Aðal- umræðuefnið mun hafa verið Atlantshafsflugið og hugsanlegar styrkveitingar íslenzka ríkisins til Flugleiða. Á fundinum voru lagðar fram hug- myndi; sem, eftir því sem Dagblaðið kemst iiæst, eru runnar undan rifjum Ragnars Arnalds fjármálaráð- herra. Flljóða þær hugmyndir upp á 1,8 milljón dollara ríkisstyrk sem talin er sú upphæð sem ríkið yrði af legðist Atlantshafsflugið niður. Styrknum myndi fylgja að ríkið fengi aukna hlutdeild í rekstri Flugleiða, líklegast með aukinni hlutafjáreign. Á stjórnarfundinum í fyrradag komu einnig fram hugmyndir um' að hlutafé félagsins yrði aukið. Yrði það hlutafé fengið með hlutabréfasölu á frjálsum markaði. Öll eru þessi mál enn aðeins á umræðustigi. Engar tillögur hafa verið lagðar fram heldur aðeins hug- myndir, að sögn eins stjórnarmanna í Flugleiðum. Sem kunnugt er bauð íslenzka ríkisstjórnin'þriggja milljóna dollara aðstoð gegn sams konar aðstoð frá Lúxemborg. Lúxemborgarmenn treystu sér hins vegar ekki til að.veita svo mikla aðstoð. Það sem þeir buðu er metið á um eina milljón dollara. Mál Flugleiða hafa verið i biðstöðu um nokkurn tíma af hálfu stjórn- valda þar sem ráðherrar, sem um þessi mál fjalla, hafa verið erlendis og því ekki getað rætt þau. Stein- grimur Flermannsson samgönguráð- herra hefur verið í opinberri heim- sókn í Grænlandiog Ragnar Arnalds er nýfarinn til Bandaríkjanna á fund Alþjóðabankans. Flugleiðir hafa þegar sent stjórn- völdum skýrslu um Atlantshafsflugið þar sem rekstur með breiðþotum er framreiknaður. Stjórnvöld eiga því næsta leik. Ljóst er að stærsti annmarkinn á breiðþotuhugmyndinni er fjármögn- un kaupa á breiðþotu verði á annað borð ráðizt í slík kaup. Fyrirgreiðslu af hálfu ríkisins þyrfti næsta víst vegna slíkra kaupa. -KMU. hélt inn. Þar var henni að sjálfsögðu tekið með kostum ogkynjum.Hún dvaldi dtrjúga stund í heimsókninni en kvaddi síðanfólk ogferfœtlinga og hélt út á ný. DB-mynd: Sig. Þorri. Hundinum leizt ekki meira en svo á þennan fiðraða meðbróður sinn. Gœsin sú arna gerði sig heimakomna I sumarbústað / Húsafelli, enda spök með afbrigðum. Hún var að vappa I kringum bústaðinn og þegar dyrnar stóðu opnar gerði hún sér lltiðfyrir og Grundarfjörður: Níu manns hirtir eftir innbrot í lögreglustöð — báru peningaskáp út á götu, brutu sjónvarp og hentu niður í fjöru, brenndu skýrslur og dagbækur og hentu gögnum í sjóinn Aðkoman í lögreglustöðina i Grundarfirði var heldur óglæsileg í fyrrinótt er lögreglumenn komu þar að. Lögreglumenn höfðu tekið tvo ökumenn fyrir meinta ölvun við akstur og fóru með þá í blóðprúfu til Ólafsvíkur kl. eitt eftir miðnætti. Þegar þeir komu til baka um kl. þrjú hafði verið brotizt inn í lögreglu- stöðina. Að sögn Sigurðar Einarssonar, lögreglumanns í Grundarfirði, hafði verið farið inn um lítinn hjaraglugga í miðstöðvarkompu og bakdyr stöðvarinnar síðan opnaðar. Greini- lega höfðu margir staðið að inn- brotinu. Þeir höfu byrjað á því að taka þungan peningaskáp, en ekki vildi betur til en svo að þeir misstu hann á sjónvarpstæki i stöðinni og brutu það. Þá var sjónvarpstækið tekið og því hent niður í fjöru. Þeir roguðust síðan með peningaskápinn út á götu en urðu að skilja hann eftir þar. Þá stálu þessir óboðnu gestir sektargerðum, afritum af skýrslum og dagbókum lögreglumannanna. „Þetta heur gerzt um kl. tvö,” sagði Sigurður. ,,Við komumst fljótt á sporið og fengum sýslufulltrúann í Stykkishólmi og yfirlögregluþjónn- inn þar á staðinn og handtöku- heimildir á grunaða menn. Við fórum síðan inn á heimili þeirra manna og handtókum fimm menn sem framið höfðu verknaðinn og einnig fjóra aðra sem voru óbeint í vitorði með þeim. Allir þessir menn eru heimamenn, innan við tvítugt. Þetta eru „góðkunningjar” okkar og höfðugert þetta í ölæði. Skjölin höfðu þeir farið með í sjóinn eða brennt og dagbækurnar fóru i sjóinn. í þessum skýrslum voru ekki mál gegn þessum mönnum, nema að litlu leyti. Þeir fjórir, sem viðriðnir voru, höfðu tekið þátt í því að henda gögnunum í sjóinn og brenna þau. Það kemur sér illa að missa þessi gögn, sérstaklega dagbækurnar. Afrit eru þó til af skýrslum í Stykkis- hólmi. Það er þó sök sér að þessu var brennt því þarna er fjallað um viðkvæm mál,” sagði Sigurður. Yfirheyrslur stóðu yfir mönnunum í Ólafsvík í gær og málið verður nú sent sýslumanninum í Stykkishólmi og síðar saksóknara til meðferðar.-JH, frfálst, úháð dagblað LAUGARDAGUR 19.SEPT. 1981. Helgarveðrið: Gott sunnan- lands en kalt í öðrum landshlutum íbúar á suðvesturhorni iandsins hrósa happi um helgina því þar verður góða veðrið. Knútur Knudsen veður- fræðingur er spámaður helgaririnar og sagði hann í samtali við DB í gær að gert væri ráð fyrir norðaustlægri átt á öllu landinu. Hlýtt og þurrt verður sunnanlands en þokusúld og rigning á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi. -ELA. Dínamíti stol- ið í skúr á Selfossi Á milli tveimur og þremur kg af dínamíti var stolið úr vinnuskúr við Gagnheiði á Selfossi aðfaranótt sl. fimmtudags. Dínamítið var í hvítum túpum um 20 cm löngum og skorar lögreglan á Selfossi á alla þá er kynnu að geta veitt upplýsingar um stuldinn að gera það hið fyrsta. Sérstaklega eru foreldrar beðnir að athuga hvort börn þeirra hafi dínamít undir höndum. -SA. Áskrifendur DB athugið Vinningur I þessari vikur er 10 gíra Raleigh reiðhjóI frá Fálkan- um, Suðurlandsbraut 8 Reykjavik, og hefur hann verið dreginn út. Nœsti vinningur verður kynntur l blaðinu á mánudaginn. Nýir vinningar verða dregnir út vikulega nœstu mánuði. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.