Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981. Kjallarinn Geir A. Gunniaugsson sambandi' er best að. vísa til greinar- gerðar nefndarinnar, en þar segir: „Stærstu breytingarnar, sem nefndin leggur til, eru þær, að fjölga fulltrúunum á flokksþinginu um rúmlega helming, með því að breyta deilitölu úr 1:30 1 1:15, og bæta við sveitarstjórnarfulltrúum, en tillaga um það hafði komið fram á flokks- þingi. í annan stað leggur nefndin til, að formaður flokksins verði kosinn beinni kosningu allra flokksbundinna Alþýðuflokksmanna, áður en flokks- þing hefur farið fram. Þessa skipan hefur Frjálslyndi flokkurinn á Bret- landi, og hefur hún þótt þar gefa góða raun. Þessi skipan útheimtir hinsvegar, að öll spjaldskrármál flokksins séu i fullkomnu lagi. En séu þau í lagi, gefur það aftur möguleika á frekari útfærslu, svo sem til þess að viðhafa skoðanakannanir meðal almennra flokksmanna, en tillögur þar að lútandi hafa einmitt komið fram á undanförnum flokksþingum. Á síðasta flokksþingi komu fram tillögur um að kjósa 3 forystumenn með þessum hætti. Nefndinni þótti ekki ástæða til að efna til slíkra kosn- inga um varaformann og ritara. Þá leggur nefndin til nokkuð breytta skipan á æðstu stjórn flokks- ins sem og framkvæmdastjórn. Breytingarnar eru aðallega fólgnar í þvi að stjórnin er öll kosin á flokks- þingi og pólitískt hlutverk hennar aukið. Aðalverkefni framkvæmda- stjórnar verður á sviði stefnumótunar og málaundirbúnings. Daglegur rekst- ur flokksins færist á hendur fram- kvæmdaráðs undir yfirstjórn fram- kvæmdastjórnar.” Síðar í greinargerðinni er vikið að afnámi bannsins við fleiri en einu flokksfélagi eins og greint er frá hér að framan. Megintilgangur þessara tillaga er sá að auka þátttöku og áhrif hins al- menna flokksmanns. Segja má að þessar breytingar séu framhald þess að prófkjör var tekið upp við val frambjóðenda, þótt vart geti þessar breytingar talist jafnróttækar og prófkjörið. Verði þessar breytingar samþykktar þá er enginn vafi á því að áhrif hins almenna flokksfólks i Alþýðuflokknum verða meiri en í nokkrum öðrum stjórnmálaflokki hér á landi. Sú tillaga nefndarinnar sem vænta mátti að vekti mesta athygli var að lagt er til að formaður flokksins verði kjörinn í almennum kosningum alls flokksfólks í stað þess að vera kjör- inn af fulltrúum á flokksþingi. Mikil aukning á réttindum hins almenna flokksmanns á sér enga hliðstæðu hér á landi. Merkilegt að fjölmiðlar skuli ekki hafa veitt þessu athygli. Tillögurnar gera ráð fyrir verulegri fjölgun fulltrúa á flokksþingi, því deilitala fyrir fulltrúafjölda er lækk- uð um helming og flokksbundið alþýðuflokksfólk í sveitarstjórnum er sjálf kjörið á þingið. Mun fleiri kæmust því á flokksþingið og þátt- taka á því yrði almennara. Nýtt fólk í flokknum ætti þá einnig að eiga auðveldara með að komast á flokks- þing. Megintilgangur tillagnánna er því fyrst og fremst að auka áhrif hins al- menna flokksfólks en ekki að um- bylta félagslegri uppbyggingu flokks- ins. Geir A. Gunnlaugsson prófessor. Árlega valda ölvaðir ökumenn dauða 26.000 manna í Bandaríkjunum: Fjöldasamtök krefjast nú hertra viðurlaga gegn ölvunarakstri — hámarksref sing fyrir ölvunarbrot er fjögur ár í Kalif omíu-f ylki en lægri íöðmmfylkjum Átta manns létust þegar ölvaður ökumaður að nafni Marty Azcarte kom af stað árekstrakeðju á vegi í fyrra. Azcarte lét sig þó slysið engu skipta heldur ók í burtu og hélt áfram drykkju sinni á næsta bar. í þrjú skipti áður hafði Azcarte verið tekinn ölvaður við akstur og i síðasta mán- uði var hann dæmdur i fangelsi fyrir að hafa valdið dauða fyrrnefndra átt- menninga. Dómurinn var þó ekki þungur, með góðri hegðun þarf Azcarte aðeins að afplána fjögur ár í steininum. Samt sem áður er dómur þessi sá harðasti sem ökumenn geta hlotið i Kaliforníu en í því fylki er tekið harð- ast á ölvunarakstri af öllum fylkjum Bandarikjanna. Þetta kemur óneitanlega spánskt fyrir sjónir ef haft er í huga að á hverjum degi farast 70 manns i bif- reiðaslysum í Bandaríkjunum, sem rekja má beint til áfengisneyzlu öku- manna. Á hverju ári farast því rúm- lega 26.000 Bandaríkjamenn með þessum hætti, en eins og móðir eins hinna látnu sagði: „Það er farið að líta á þessi slys sem réttlætanleg morð og dómarar eru tregir til að taka hart á þeim sem valda slysum og dauðs- föllum með ölvunarakstri.” Ölvaðir ökumenn valda nær helm- ingi allra banaslysa í umferðinni í Bandaríkjunum og ef hægt væri að segja að dómsvaldið og ökumennirn- ir ættu í striði væri áreiðanlegt að þeir ölvuðu stæðu betur. Meðal þeirra samtaka má nefna MADD, samtök mæðra gegn ölvuð- um ökumönnum. Samtökin hafa þegar náð fótfestu i sex fylkjum Bandaríkjanna, en þau voru stofnuð í fyrra. Stofnandi þeirra er Candy Lightner frá Fair Oaks i Kaliforníu,- en 13 ára dóttir hennar beið bana í umferðarslysi sem ölvaður ökumaður átti sök á. Hinn ölvaði var dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa verið valdur að dauða stúlkunnar en jafnskjótt og hann er laus úr fangels- inu getur hann sótt um að fá ökuskír- teini sitt aftur. Candy Lightner var skipuð í nefnd sem á að koma með tillögur um hert viðurlög gegn ölvunarakstri. Hún hefur nú lagt fram undirskriftalista með um 100.000 undirskriftum þar Sveinn Agnarsson Lögreglan hefur ekki lagalega heimild til að krefjast þess að fá að taka blóðprufu af ökumönnum sem grunaðir eru um ölvun. Samtök gegn ölvuðum ökumönnum Margt þykir nú benda til þess að þolinmæði almennings í Bandaríkj- unum gagnvart linkind dómsvaldsins gegn ölvuðum ökumönnum sé nú á þrotum. Fjölskyldur og vinir þeirra sem látizt hafa í slysum, sem ölvaðir ökumenn ollu, hafa nú bundizt sam- tökum sem berjast fyrir þvi að viður- lög gegn ölvunarakstri verði hert. sem þess er krafizt að Bandaríkja- stjórn skipi nefnd til að koma með tillögur um breytt og hert lög gegn ölvuðum ökumönnum. Linkind dómara Tregða dómara til að taka hart á málum sem drukknir ökumenn eiga hlut að kom berlega í ljós fyrir skömmu. Fyrir þremur árum létust feðgar í umferðarslysi í New York- fylki er drukkinn maður ók á þá þar sem þeir hjóluðu eftir vegi einum. Maðurinn sem ók á feðgana var ákærður fyrir morð og að hafa valdið dauða með glæpsamlegu kæruleysi. Kviðdómur ákvað að sakfella mann- inn fyrir síðara atriðið eingöngu. „Morð þýðir að viðkomandi hafi vit- að hver áhætta fylgdi aðgerðum hans en látið alla varkárni lönd og leið,” sagði dómari nokkur. „Hvernig er hægt að sannfæra kviðdóminn um að maðurinn hafi myrt feðgana með köldu blóði?” En Fran Helmstadter, sem missti eiginmann og son í slysinu, er á öðru máli. „Við ættum að varast það að nota orðið slys i þessu sambandi. Ef einstaklingur ákveður að setjast ölv- aður undir stýri er það fullkomlega meðvituðákvörðun,” segir Fran. Þurfa ekki að fara í blóðpruf u Ekki er allt fengið með þyngri refs- ingum gegn ölvunarakstri því erfitt getur reynzt að sanna að ökumaður- inn hafi verið drukkinn. Samkvæmt bandarískum lögum er ekki hægt að neyða mann til að láta taka úr sér blóðprufu vilji hann ekki fara í hana af frjálsum vilja. Arið 1978 stofnaði Doris Aitken, frá Schenectady í New York-fylki, samtök sem kallast RID, fjarlægið ölvaða ökumenn. Að hennar mati ætti lögreglu að vera heimilt að taka blóðprufu af ökumönnum hvort sem þeir eru fúsir til þess eður ei. „Öku- maður getur verið blindfullur undir stýri og ekið á fólk en samt er ekki hægt að sanna að hann hafi verið ölv- aður,” segir Doris. „Þetta er svipað og ef lögreglan kæmi að morðingja með rjúkandi byssu en gæti ekki not- að byssuna sem sönnunargagn.” Fylkisstjórnir geta tekið ökuskír- teini af mönnum í stuttan tíma ef þeir neita að láta taka úr sér blóðprufu en lögregluyfirvöld hafa margbent á að í þessu efni sé pottur brotinn. öku- menn vilji miklu fremur missa bíl- prófið i smátima en láta taka af sér blóðprufu og fá kannski dóm fyrir ölvunarakstur. Þrátt fyrir áróður samtaka á borð við MADD og RID gegn ölvuðum ökumönnum benda forsvarsmenn samtakanna á að félagar í þeim séu engir bindindismenn. „Við erum ekki að berjast gegn ökumönnum sem fá sér einn eða tvo bjóra á leið úr vinnu, né heldur gegn fólki sem fær sér einu glasi of mikið i stórafmælum og öðrum veizlum. Barátta okkar beinist gegn þeim sem aka draugfullir um vegi og götur og stofna lífi allra í kringum sig i hættu,” segir Doris Aitken. Á hverjum degi valda ölvaðir ökumenn dauða 70 manna i Bandarikjunum. -SA. (REUTER)

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.