Dagblaðið - 19.09.1981, Page 9

Dagblaðið - 19.09.1981, Page 9
I DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981. 9 N þátttöku í Manchester vegna þreytu, en í staðinn bættust í stórmeistara- hópinn Kuligowski (Póllandi) og Júgóslavinn Ciric — Að vísu ekki góð skipti, en fleiri alþjóðameistarar bættu það upp. Tony Miles, sem íslendingum er að góðu kunnur frá Reykjavíkurskák- mótunum 1978 og 1980, var einn um að skera sig verulega úr hópnum. Hann fór vel af stað, tefldi vel um miðbik mótsins og tók góðan enda- sprett. Með öðrum orðum: Hann var óstöðvandi með öllu. Miles hlaut 7 1/2 v. af 9 möguleg- um, leyfði aðeins 3 jafntefli. í næstu sætum komu Keene og rússnesku Bandaríkjamennirnir Gurevich og Kuorin, allir með 6 1/2 v. Með6v. voru 5 skákmenn, en síðan komu ásamt öðrum ofanritaður og Margeir Pétursson með 5 1 /2 v. Margeir tapaði í 1. umferð fyrir Indverjanum Ravi Kumar svo engu var líkara en að harmsagan frá Lloyds Bank mótinu ætlaði að endur- taka sig. En Margeir fór loks að sýna lit og tapaði ekki annarri skák í ferð- inni — vann 3 og gerði 5 jafntefli. Hann var reyndar nálægt tapi gegn ísraelska stórmeistaranum Kraid- man, en hékk á jöfnu eftir að hafa vegið salt á hengifluginu í nokkurn tíma. E.t.v. varð það Margeiri til happs í tímahrakinu i lokin, þegar staða hans var sem verst, að enski skákskríbentinn og dómarinn Harry Golombek rann til og steyptist yfir borð hans og Kraidmans — er Kraid- manáttileik. Sá er þetta ritar tapaði einnig aðeins einni skák, gegn sigurvegaran- um Miles, eftir 70 leikja barning. Að öðru leyti var greinilega fyrir honum komið eins og mörgum öðrum, — taflmennskan ekki eins fersk og í Tony Mlles. London. Þrátt fyrir mörg jafntefli, settu nokkrir „delluskákmenn” sterkan svip á mótið. Þá frægustu má telja al- þjóðameistarana Basman frá Eng- landi og ísraelsmanninn Murey, sem áður var í aðstoðarmannaliði Ko rts- nojs. Hann er ótrúlega hugmynda- ríkur skákmaður og hugsar sig aldrei um tvisvar ef athyglisverð og „spenn- andi” leið er í boði. Basman vakti hins vegar athygli fyrir frumlega byrjanataflmennsku. Lék 1. g4 með hvítu, en með svörtu svaraði hann 1. e4 með 1. — g5 og eftir 1. d4 undir- bjó hann framrás g-peðsins með 1. — h6 — þannig náði hann m.a. jafntefli gegn Kuligowski. Með hvítu mönn- unum gekk honum aftur á móti allt í óhag, tapaði 3 skákum, þar á meðal fyrir Miles og Keene í samtals 42 leikjum. Keene þóttist hafa hrakið fyrstaleik hans . . . Hvitt: BASMAN. Svart: KEENE. Basmans byrjun. 1. g4 dS 2. h3 e5 3. Bg2 c6! 4. d4 e4 5. c4 Bd6 6. Rc3 Re7 Hugmynd Keene grundvallast á því að halda svörtu peði á d5-reitnum, sem tryggir honum sterka aðstöðu á miðborðinu og stingur jafnframt upp í biskupinn á g2. Hvítur mun án efa eiga í vandræðum með að finna kóngi sínum húsaskjól. Á drottning- arvæng er hætt við að línur muni opnast og á kóngsvæng hefur hann þegar veikt stöðu sína með 1. leikn- um. Næsti leikur hvits kemur ein- kennilega fyrir sjónir. 7. gS? Be6 8. h4 Rf5 9. Bh3 0-0 10. cxd5 cxd5 11. Rxd5? 11. — Rg3! Lítill millileikur sem Basman yfir- sást. Hvita staðan hrynur. 12. Rf6+ gxf6 13. fxg3 Bxg3+ 14. Kfl Rc6 15. Be3 Rb4 16. Kg2 Rd5 17. Kxg3 Rxc3 18. Dd2 Dd6+ 19. Kf2 Df4+ 20. Rf3 exf3 og hvítur gafst upp. Hvítt: MUREY. Svart: MARTIN. Sikileyjarvörn. I. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. 0-0-0 h6 9. Rxc6!? bxc6 10. Bf4 d5 II. a3 Be7 12. Bd3 Bb7 13. h4 Rd7 14. exd5 cxd5 15. g4!? Bxh4 16. Kbl! Ekki 16. g5? hxg5 17. Bxg5 Dxg5 o.s.frv. Nú hótar hvítur aftur á móti 17. g5. Svartur gerir líklega best með því aðleika 16. — Hg8!? .16. — Be7 17. g5 h5 18. g6! f6 19. De2 Db6? Betri vörn virðist fólgin í 19. —e5, sérstaklega eftir framhaldið sem Murey gaf upp eftir skákina: 20. Hxh5?! Hxh5 21. Dxh5 exf4 22. Rxd5 Bxd5 23. Dxd5 Re5 24. Dg8 + Bf8 og svartur bægir mestu hættunni frá. í stað 20. Hxh5 gæti hvítur reynt 20. Bf5!? Eftir textaleikinn á svartur sér ekki viðreisnar von. 20. Bf5! Rc5 Svartur átti tvo aðra möguleika: A) 20. —exf5 21. Hhel Re5 22. Bxe5 fxe5 23. Dxe5 Df6 24. Dc7! og vinnur. B) 20. — Rf8 21. Hhel 0-0-0 22. Ra4 Dc6 23. Bxe6+ Rxe6 24. Dxe6 + Dxe6 25. Hxe6 Kd7 26. Hdel Hde8 27. Rb6+ Kd8 28. Rxd5! Bxd5 29. Hdl Kd7 30. Hxa6! og vinnur. 21. Hhel 0-0-0 22. Ra4! Dc6 Ef 22. — Rxa4, þá 23. Dxe6 + Dxe6 24. Hxe6! og tjaldið fellur. 23. Rxc5 Bxc5 24. Dxe6 og svartur gafst upp. tíma flugþol Hún er lltil og létt, svifflugvélin sem Fritz Schweiger og Ebergard Jehle I Miinchen hafa hannað. Til viðbótar þeim kostum er hún með 28 hestafla hjálpar- mótor og nœr mest 80 km á klukkustund. Svifflugan er aðeins 70 kg að þyngd og hún hefur þriggja klukkustunda flugþol. Á 15 mlnútum má taka hana I sundur og flytja milli staða I btl. Mikill áhugi er á þessari vél bœði innan V-Þýzkalands og utan og eru fjöldamargir sagðir fúsir til aðfesta kaup á gripum af þessari tegund. Liv Ullmann í ársfrífrá kvikmyndaleik: Norska leikkonan Liv UUmann hefur nú dregið sig út úr skarkala leiklistar- innar og ætlar að beina kröftum sínum að öðrum sviðum mannlífsins, í það minnsta næstu 12 mánuði. Liv var nefnilega nýlega útnefndur sérstakur sendimaður barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna og sem slíkur þarf hún að vera á þönum út um allan heim. „Hollywood hefur ekki sama að- dráttaraflog áður enég kynntist kjörum barna víðs vegar um lönd,” segir Liv. „Það eru til staðir á borð við Bangla- desh og Austur-Afríku þar sem fátækt og matarskortur meðal barna blasir við fólki. Sú sjón fær mig til að gleyma öllum vandamálum hins vestræna heims.” Liv Ullmann býr nú ásamt dóttur sinni í New York og þótt Liv sé fræg leikkona verður hún að eiga til hnífs og skeiðar eins og annað fólk. Hún hyggst þvi ekki hætta að leika i kvikmyndum en hinu neitar hún ekki að henni dauð- leiðist sá starfi. Eiturslangan svaf á verðinum Dýrgripir og eðalsteinar heilla ætið þjófa og því ætluðu forráðamenn sýningar einnar í London aldeilis að hafa vaðið fyrir neðan sig er opnuð var sýning þar í borg á safírsteinum. Þeir settu lifandi kóbraslöngu í gler- búrið hjá stærsta saflrsteininum, en sá var 393 karöt. Þjófar áttu ekki að komast upp með að hnupla þessum steini. En þjófarnir komu meö krók á móti bragði. Þeir stálu einfatdlega fjórum safirsteinum sem voru í öðru glerbúri, en þeir steinar voru metnir á 14.000 pund, jafnvirði 197.000 króna. Meðan allir voru uppteknir af að horfa á slönguna hringa sig utan um safírsteininn stóra komust þeir á brott með feng sinn og hafa ekki sézt síðan. Forráðamenn sýningarinnar naga sig nú i handarbökin og kenna kóbra slöngunni um að hafa sofið á verðin- um. Júlíana á sjúkrahúsi eftir aðgerð 'sjúkrahúsinu í tvær vikur. Ekki vildu stjórnvöld í Hollandi segja hvaða sjúk- dómur hefði hrjáð Júlíönu en prinsess- an er nú 72 ára. Hún sagði af sér völd- um þann 30. apríl í fyrra og tók dóttir hennar, Beatrix, þá við drottningarhá- sætinu. Júlíana Hollandsprinsessa gekkst ný- lega undir vel heppnaða skurðaðgerð á sjúkrahúsi í Utrecht, en hún verður á

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.