Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981. 5 Fiskeldið við Gríndavík gengur vel: Vonazt til að slátrun geti hafizt um áramót — eldishús byggtog kerjaf jöldi þrefaldaður „Ég er að mestu kominn yfir áfallið í fyrra. Ég fór af stað aftur í ágúst í fyrra og vonast til að töluverður hluti verði kominn í sláturstærð um næstu ára- mót,” sagði Sigurður Helgason sem rekur fiskeldisstöðina Eldi að Húsa- tóftum skammt fyrir vestan Grindavík. Þar fer fram svokallaðstrandkvíaeldi. Eins og lesendur rámar sjálfsagt í kom upp sýking í seiðum hjá Eldi í april í fyrra. Þurfti að slátra öllum seiðunum og sótthreinsa stöðina. Sigurður hefur að undanförnu verið að stækka við sig. Hann hefur komið upp eldishúsi og hyggst byrja sjálfur með klak í haust. Þá hafa verið í bygg- ingu sjö ný eldisker en fyrir voru þrjú þannig að kerin verða þá samtals orðin tíu. Verður framleiðslugetan með þess- ari viðbót 45 tonn á ári að sögn Sigurð- VIKINGA OG REYKJAVÍKUR — færi vel á þvíað hluti verksins kæmi út á 200 ára afmæli kaupstaðaréttinda Reykjavíkur árið 1986 KRISTJAN MAR UNNARSSON Kristján Benediktsson, borgarfull- trúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, hefur lagt fram tillögu þess efnis að borgarstjórn samþykki að láta rita sögu Reykjavíkur og Reykvíkinga frá þeim tímaer borgin fékk kaupstaðarréttindi. Kristján leggur til að skipuð verði sérstök ritnefnd til að hafa á hendi yfir- stjórn verksins. Skal hún þannig skipuð að borgarstjóri verði formaður hennar, en borgarstjórn kjósi fjóra fulltrúa hlutfallskosningu. Nefndin ráði rit- stjóra og geri áætlun um stærð verks- ins, útkomutima og kostnað. Verði sú áætlun lögð fyrir borgarráð og borgar- stjórn til samþykktar. JÖNAS HARALDSSON 1 greinargerð með tillögu sinni segir Kristján m.a.: „Þótt mikið sé til skráð um sögu Reykjavíkur, einkum eftir Árna Óla og Jón Helgason biskup, er þar fremur um að ræða einstaka þætti en samfellda sögu. Rit þeirra geyma þó mikilsverðan fróðleik og eru ómetan- legar heimildir. Ritun slikrar sögu, sem hér er um fjallað, er umfangsmikið og tímafrekt verkefni sem ekki má dragast öllu lengur að hafizt verði handa um.” Kristján telur að leggja eigi höfuð- „Það stendurl lögum. Það stendur hér. Að þeir eigi að hafa vitfyrir mér. Þeir slefa út rœðum. Þeirjarma í kór. Þeirsegja að ég verði slœmuraf ,a/j 4-LAGA FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI84670 LAUGAVEGI24 - SÍM118670 AUSTURVERI - SÍMI33360 áherzlu á að taka til meðferðar sem flesta þætti úr sögu þess fólks sem byggt hefur og búið í Reykjavík síðustu tvær aldirnar jafnframt því sem ein- stökum fyrirtækjum og stofnunum yrðu gerð meginskil á hverjum tíma svo og þróun og vexti borgarinnar. „Mér finnst eðlilegt,” segir Kristján, „að eitt bindi verksins hafi aðgeyma ít- arlega skrá um alla þá er átt hafa beina aðild að stjórnun kaupstaðarins um- rætt tímabil.” Kristján getur þess að lokum að i ágústmánuði 1986 muni Reykvíkingar minnast jress að 200 ár eru liðin frá því að Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi. Vel færi á þvi að hluti verksins kæmi út á afmælisárinu. -JH. Þótt enn séu nær fimm ár þar til Reykvikingar halda hátiðlegt 200 ára afmæli kaupstaðar í Reykjavfk eru menn farnir aö huga að þeim timamótum. Kristján Benediktsson borgarfulltrúi hefur lagt fram tillögu um það I borgar- stjórn að rituð verði saga kaupstaðaríns og sfðar borgarínnar og ibúanna. DB-mynd: Hörður. Hann fengi volgan jarðsjó úr borholu skammt frá og gæti stjórnað seltunni. Hann hefði hitastigið 10—12gráður en reynslan hefði sýnt að það væri bezt. Sagði Sigurður að víða um land mætti finna svipuð skilyrði. Nefndi hann Reykhóla í Barðastrandarsýslu, Tálknafjörð, Nauteyri við ísafjarðar- djúp, Reyki í Hrútafirði svo og Lón i Kelduhverfi, en þar eru þegar hafnar tilraunir með fiskeldi. Sigurð'ur er mjög ánægður með vöxt fiskanna. Hann segir að frá klaki þar til seiðin nái 100 gramma þyngd líði eitt til eitt og hálft ár. Síðan taki það fisk- inn sjö mánuði að ná sláturstærð sem er 2,5—4 kg. -KMU. MOTOCROSSKEPPIMI Á MORGUN 20.SEPT. KL. 3.00 & Kefíavíkurveg leggjara) Tillaga Krístjáns Benediktssonar borgarfulltrúa: RITUÐ VERÐISAGA REYK- ,,Ég er nú eingöngu með lax. Ég var einnig með sjóbirting og svokallaðan laxbirting, sem er kynblendingur, en reynslan hefur sýnt að laxinn hefur komið langbezt út, ” sagði Sigurður. Hann kvað aðstæður til fiskeldis hin- ar ákjósanlegustu að Húsatóftum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.