Dagblaðið - 19.09.1981, Side 6

Dagblaðið - 19.09.1981, Side 6
6 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981. FULLTRÚASTAÐA í utanríkisþjónustunni Staða háskólamenntaðs fulltrúa í utanríkisþjónustunni er laus til umsóknar. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist utanríkisráðuneytinu, Hverfisgötu 115, 105 Reykjavík, fyrir 10. október 1981. Utanríkisráðuneytið, Reykjavík, 17. september 1981. ÚTBOÐ Framkvæmdanefnd byggingaáætlunar óskar eftir til- boðum í smíði og uppsetningu loftræstikerfis i menningar- miðstöð i Breiðholti. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu FB, Suðurlandsbraut 30, frá miðvikudegi 16. september, gegn 500 kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð föstudaginn 2. október kl. 14 á Hótel Esju. SELFOSS Blaöburðarfólk óskast strax til blaðburðar og umsjónar fyrir utan á (ekki yngri en 12 ára). Upplýsingar gefur umboðsmaður í síma 99- 1492. mBIAÐIÐ BÍLAMALUN Óskum eftir að ráða bílamálara og aðstoðarmenn. Uppl. / síma 44250 og 45950 kl. 4—7 e.h. næstu daga. Vartni Bilasprautuit h.f. Auðbrekku 53. Simar: 44250-45950 Box 238. - Kópavogi. KVARTMÍLUKEPPNI í DAG KL. 2 E.H. VIÐ ÁLVERIÐ Keppt í nýjum fjölmennum „SE” flokki ásamt öllum öðrum flokkum. Missið ekki af einu kvartmílukeppni ársins. ís- landsmeistaratitill verður ákveðinn. Keppendur mæti kl. 11 f.h. STJÓRNIN örn Steinsen, skrifstofustjóri Útsýnar, afhendir Asdfsi ávisun á sólarlandaferðina. DB-mynd: Sigurður Þorri. „Dáttir mfn hrópaði og kallaði þegar ég kom heim úr vinnunni” r —segir Asdís Skúladóttir úr Kópavogi sem vann Útsýnarferð íáskrifendaleik Dagblaðsins „Dóttir mín hrópaði og kallaði þegar ég kom heim úr vinnunni um fimmleytið. Þannig frétti ég af því að nafnið mitt væri í blaðinu,” sagði Ásdís Skúladóttir, til heimilis að Stórahjalla 37 í Kópavogi. 1 síðustu viku vann hún sólarlandaferð með Útsýn til Marbella á Suður-Spáni. ,,Ég hringdi niður á Dagblað, þegar ég var búin að þvo af mér mestu fisklyktina, og svaraði spurn- ingunni. Dóttir mín var búin að skoða blaðið ffá deginum áður og at- huga spurningarnar. Hún sagði mér bara að hringja,” sagði húsmóðirin úr Kópavogi sem auk þess vinnur hjá Útgerðarfélaginu Barðanum. Ásdís hefur búið i Kópavogi í tæpa tvo áratugi ásamt eiginmanni sínum, Eggert Guðmundssyni pípulagninga- manni. Annars er hún að austan, frá Berufirði. ,,Ég er ekkert óánægð með þetta,” sagði Ásdís sem ekki hefur enn komið út fyrir landsteinana. Nú hefur hún fengið gullið tækifæri til að fara, komin með ávísun á 8.000 króna sólarlandaferð í hendurnar. ,,Ég fer náttúrlega ekkert nema hafa eiginmanninn lika. Ég vil heldur hafa hann með,” sagði hin Ijón- heppna og hló. -KMU. Veiðibændur f óru ekki eft- ir sínum eigin leikreglum — segja tveir þeirra sem gerðu tilboð í veiðiréttinn í Þverá og telja sig hafa átt hæsta tilboðið Blaðinu hefur borizt eftirfarandi at- hugasemd frá þeim Erni Johnson verzl- unarmanni, Rauðalæk 15 í Reykjavik, og Othari Erni Petersen hæstaréttar- lögmanni, Tjarnarbóli 4 á Seltjarnar- nesi: „Vegna skrifa í dagblöðum undan- farið um útboð á veiðirétti í Þverá í Borgarfirði viljum við tilboðsgjafar taka eftirfarandi fram sérstaklega til að leiðrétta rangfærslur í blaðaskrifum og eins og skylt er að láta það koma fram sem sannara reynist. 1. í júli sl. var auglýst í dagblöðum að samningur um veiðirétt í Þverá væri senn laus og þeir sem áhuga hefðu á málinu hefðu samband við Jónas Aðalsteinsson hrl. 2. Við báðum um upplýsingar um „Það stendur I lögum. Það stendur hér. A ð þeir eigi að hafa vit fyrir mér. Þeirsiefa út rœðum. Þeirjarma I kór. Þeir segja að ég verði £ 4-LAGA FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 - SÍMI84670 LAUGAVEGI24 - SÍM118670 AUSTURVERI - SÍMI33360 málið og fengunt ítarleg og vel unn- in útboðsgögn um málið í bréfi dag- settu 27. júlí 1981 frá Jónasi Aðals- teinssyni hrl. en i þvi segir m.a.: ,,Það athugist, að hugsanlegar aðr- ar greiðslur eða framkvæmdir í þágu leigusala samkvæmt ósk leigu- taka samkvæmt tölulið 5.0. í út- boðslýsingu skulu nákvæmlega til- greindar og verðsettar í tilboði, ef þær eiga að koma til álita við samanburð á tilboðum. Jafnframt skal fram tekið, hvort viðkomandi fjárhæð mætti hækka leigugjald, ef leigusali samþykkti ekki fram- kvæmdirnar.” Heimilt var að bjóða í erlendum gjaldeyri eða verðtryggt sem skyldi miða við greiðsludag 15. marz 1982. Tilboðsgjafar voru bundnir til 15. september 1981. 3. í samræmi við ofanritað skiluðum við tilboði á opnunardegi 6. ágúst 1981 kl. 16:00. Boð okkar var hæst þeirra er bárust eða: fast verð Þverá kr. 1.115.625.00 Kjarrá kr. 1.115.625.00 Boð Jóns Ingvarssonar, Vilhjálms Ingvarssonar, Gísla Ólafssonar, Sveins Valfells, Ágústs Valfells, Sig- urðar Helgasonar og Gunnars Helgasonar var: verðtryggt miðað við gengi á $ Þverá kr. 686.080.00 Kjarrá kr. 595.080.00 Auk þess buðust þeir félagar til að framkvæma ýmsa hluti en óverðsett sem þó var skylt í tilboði. Önnur boð bárust sem sum hver verður að telja hærri en boð Jóns Ingvarssonar og félaga. Það hlýtur hver maður að sjá að boð okkar var hærra því gengi Bandaríkjadals hefði þurft að hækka um 60—80% á hálfu ári til að ná boði okkar. 4. Eftir opnun tilboða 6. ágúst lögðu Jón og félagar fram hjá bændum nýtt tilboð og gættu þess að fara nokkrum krónum upp fyrir okkar boð eða í kr. 1.147.000.00. Okkur var kunnugt um þetta boð. Engar samningsviðræður fóru fram við tilboðsgjafa á tímabilinu, eftir því sem við vitum bezt. Við fórum tvisvar til formanns veiðifélagsins og skýrðum nánar tilboð okkar og tjáðum honum jafnframt að við teldum að tilboð sem bærust eftir opnun væru samkvæmt venjulegum leikreglum ekki gild. 5. Fundur var haldinn í veiðifélaginu föstudagskvöldið 11. september sl. Okkur var kunnugt um þennan fund. Okkur fannst rétt að bændur fjölluðu sjálfir um þetta á heiðar- legan hátt þó frétzt hafi að ekki hafi allir tilboðsgjafar setið heima hjá sér þetta kvöld. Á fundinum var samþykkt að taka hinu síðbúna tilboði Jóns Ingvars- sonar og félaga. 6. Það hlýtur að vera ljóst að bændur fóru ekki að þeim leikreglum sem þeir settu sjálfir. Engum blöðum er nú um það að fletta að tilboð okkar sem var nákvæmlega samkvæmt út- boðsgögnunum verðlagði veiðirétt- inn fyrir bændur. Aðferðir bænd- anna til að næla sér á þennan hátt í nokkrar aukakrónur eru lítt til þess fallnar að vekja traust stangveiði- manna á útboðum sem þessum. Ofangreint er sett fram til að upplýsa máliðen það er hlutverk fjölmiðla.”

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.