Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981. 13 Rólegt í Grínda- víkað undanfömu: BÆRINN AB BÚA SIG UNDIR SÍLDARMÓTTÖKU Mjög rólegt hefur verið í atvinnulíf- inu í Grindavík að undanförnu. Lítil hreyfing hefur verið á bátum enda um nokkurs konar millibilsástand að ræða. í landi hefur lítið verið um að vera. þá mega nótabátar hefja síldveiðar. Þá eru línubátar sömuleiðis að hefja sínar veiðar en dauða tímann hafa menn notað til að dytta að atvinnu- tækjunum. En brátt fara hjólin að snúast örar. Sildartunnur hafa hlaðizt upp enda búa bæjarbúar sig nú undir að taka við sild- inni sem væntanlega fer að berast á land fljótlega upp úr 20. september en Humarveiðum er fyrir nokkru lokið. Gengu þær þokkalega fyrir sig hjá Grindavíkurbátum og veittu þó nokkra vinnu í landi. Er Dagblaðsmenn voru á ferð í Saltfiskurinn er flokkaður og siðan veginn áður en honum er endanlega pakkað inn. Bjarni Guðbrandsson og Helga Kristjánsdóttir, sem er fyrir aftan Bjarna á myndinni, sáu um vigtina. Þessar fjórar gáfu sér tima til að spjalla stutta stund við blaðamanninn. Þær voru að pakka inn saltfiski og heita, frá vinstri: Hafdis Helgadóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Hjálmey Einarsdóttir og Guðrún Ólafsdóttir. DB-myndir: Bjamleifur. Grindavíkinni í siðustu viku urðu þeir áþreifanlega varir við þennan dauða tíma. Lítil hreyfing var í bænum. Að visu var veðrið ekki upp á það bezta og höfnin var þéttskipuð bátum. Fréttanef Dagblaðsmanna voru þó rekin inn í eina af fiskvinnslustöðvun- um, Fiskanes, en þar virtist einhver hreyfing vera á mannskap. Og mikið rétt. Þar unnu 15—20 manns á fullu við að pakka inn saltfiski sem væntanlega á eftir að renna ljúft ofan í ibúa sunnar við Atlantshafið, i Portúgal. „Það fæst enginn karlmaður til að vinna hér. Hér vinna bara konur og unglingar,” sagði Hjálmey Einarsdótt- ir sem var meðal þeirra sem unnu að saltfiskpökkuninni. „Launin eru það lág í þessari vinnu að enginn getur lifað af þeim. Þess vegna fara karlmennirnir i annað,” sagði Hjálmey. Stúlkurnar sem unnu við hlið Hjálmeyjar tóku undir orð hennar. Sögðu þær kjörin í vinnu við saltfisk verri en i öðrum greinum fiskvinnsl- unnar. Nefndu þær sem dæmi að starfsfólkið i þessari grein fengi engin hlífðarföt né vettlinga eða aðra hluti sem nauðsynlegir væru. Þætti þó slíkt sjálfsagt í öðrum greinum. „Það má eiginlega segja að við þurfum að borga með okkur,” sagði Hjálmey. Stúlkurnar hafa að undanförnu unn- ið sínar 40 stundir í viku fyrir venjulegt verkamannakaup. Ofan á það hafa þær fengið bónus. Víst er að launahvetjandi kerfi var í notkun á þessum vinnustað því vinnu- afköst starfsfólksins voru með ólikind- um. Ekkert var af sér dregið og það var á mörkunum að fólkið mætti vera að því að líta upp til að spjalla við blaða- mennina. Svo við ákváðum að tefja ekki lengur. -KMU. -- ---------------------' Dagur hinnar fallegu flautumelódíu Tónleikar f Norrœna húsinu 12. saptember. Flytjendur: Guörún Sigrfður Birgisdóttlr flautu- leikari og Snorri Sigfús Birgisson píanóleikari. Efnisskró: Pierre Sancan: Sonatine; Maurice Ravel: Claude Debussy: Clair de lune; Edgar Varése: Density 21,5; Olivier Messiaen: La Merle Noir; Robert Schumann: Prjár rómönsur op. 94; Franz Schubert: Inngangur og tilbrigði op. 160. í upphafi og enda tónleikavertíðai getur oft að heyra unga og upprenn- andi listamenn sem að öllum jafnaði dvelja erlendis en eru staddir hér heima í leyfum. — Gjarnan eru þetta tónlistarmenn sem eru stíga fyrstu sporin að loknu námi eða að njóta síðustu umferðanna affínslípungóðra kennara og í þann mund að leggja út á ólgusjó tónlistarmarkaðarins. Einn slíkur hélt sína fyrstu tónleika hér heima á laugardag í Norræna húsinu, Guðrún Sigríður Birgisdóttir flautu- lei kari. Sigur í glímu Það vakti strax athygli mína hversu einstaklega smekklega efnisskráin var samansett. Þar var snyrtilega saman raðað ljúfum laglínum flautubók- mennta þessarar og síðustu aldar. — Tónlist Gufirún Sigriður Birgisdóttir Snorri Sigfús Birgisson Eitt er að velja sér falleg lög og annað að spila þau. Þar var heldur ekki komið að tómum kofanum. Leikur Guðrúnar Sigríðar einkenndist af stakri smekkvísi. Tónn hennar er silfurtær og mjúkur, en á eflaust eftir að ná meiri fyllingu. Ravel og De- bussy lék hún frábærlega en það var sigur hennar í glimunni við „Eðlis- þyngd platínu” eftir Varése sem ég held að verði þess valdandi að „debut” hennar gleymist ekki i bráð. Með þeim leik og svo meðferðinni á „Svartþresti” Messiaen sýndi hún og sannaði að hún er fullþroska flautu- leikari. Óþarfa hlutleysi Guðrún Sigríður naut frábærrar liðveislu bróður síns, Snorra Sigfús- ar. Hann var samt á köflum óþarf- lega hlutlaus, sérstaklega í róman- tísku verkunum Schumanns og Schu- berts, en í Sancan, Ravel og Messiaen gætti þess ekki. Þetta var vissulega dagur hinnar fallegu flautumelódíu í Norræna húsinu. -EM.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.