Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 19.09.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. SEPTEMBER 1981. 7 Olafsvík: Kvenprestum f jölgar um helming á morgun: SAMA HVORTKYNIB FLYTUR GVÐSORÐ —segir Agnes M. Sigurðardóttir sem verður vígð prestur á morgun ásamtþremuröðrum ,,Ég hef líklegast fengið áhuga á guðfræði vegna þess að ég er prests- dóttir. Þó var faðir minn ekkert sér- staklega hrifinn af þessari ákvörðun minni eða ekki fyrr en ég hafði pre- dikað hjá honum. Eftir það minntist hann aldrei á þetta aftur,” sagði Agnes M. Sigurðardóttir sem í fyrra- málið verður vígð prestur í Dóm- kirkjunni i Reykjavík ásamt Hönnu Maríu Pétursdóttur, Guðna Þór Ólafssyni og Kristni Ágúst Friðfinns- syni. Eftir vígsluna á morgun hefur því kvenprestum fjölgað um helming. Agnes er dóttir Sigurðar heitins Kristjánssonar sem gegndi prests- störfum á ísafirði. Ólst Agnes því þar upp og predikaði tvisvar í ísafjarðar- kirkju. Hún flutti, ásamt fjölskyldu sinni, til Reykjavíkur árið 1977. Við starfi æskulýðsfulltrúa kirkjunnar tekur Agnes 1. október nk. „Þegar ég var í þriðja bekk í menntaskóla ákvað ég að verða prestur. Ég var í eðlisfræðideild og hef eiginlega alltaf valið mér það sem frekar hefur þótl strákalegt,” segir Agnes. ,,Ég verð að segja að ég hlakka bæði til athafnarinnar á morgun svo og að taka að mér starf æskulýðsfulltrúa. Það er mikil ábyrgðarstaða þar sem hann er hvatningaraðili til presta um æsku- lýðsstarf innan kirkjunnar.” — Hefur þú fundið fyrir því í sam- bandi við guðfræðina að þú sért kona? „Það var kannski fyrst þá sem ég fann að ég væri kona. Mér finnst hins vegar alveg sjálfsagt að konur stundi guðfræðinám. Konum er skylt að taka á sig ábyrgð. Auk þess sem sama er hvort kynið það er sem flytur guðs- orðið,” sagði Agnes. Agnes M. Sigurðardóttir verður vfgð prestur á morgun og 1. október tekur hún við starfi æskulýðsfulltrúa kirkjunnar. Hér er hún úsamt eiginmanni sfnum, Hannesi Baldurssyni tónlistarmanni, og syni þeirra Sigurði. DB-mynd Sig. Þorri. „Ég hef starfað með gamla fólkinu á Hrafnistu og mér hefur fundizt það hvetja mig frekar en hitt og þá sér- staklega konur, þannig að ég held að kvenprestur sé orðinn sjálfsagður hlutur núorðið.” Agnes M. Sigurðar- dóttir er gift Hannesi Baldurssyni tónlistarmanni og eiga þau eitt barn. -ELA. STÓRHUGUR í MÖNNUM — miklar framkvæmdir f bænum Framkvæmdir eru hafnar við bygg- ingu heilsugæzlustöðvar í Ólafsvík. Grafið hefur verið fyrir grunni hússins sem er 750 fermetrar að flatarmáli á einni hæð. Tilboði frá Jóni Ólafssyni byggingarmeistara frá Hafnarfirði var tekið, en það var upp á rúmar 4 millj- ónir króna. í haust er áætlað að koma upp sökkli og botnplötu en gert er ráð fyrir að húsið verði fokhelt á næsta ári. Arki- tekt hússins er Jón Haraldsson. í tengslum við heilsugæzlustöðina er fyrirhugað að byggja hjúkrug trheimili með rúmum fyrir 28 sjúklinga. Þá hefur einnig verið tekinn grunnur og samið við verktaka um smíði sökkla og botnplötu íbúða fyrir aldraða í Ólafsvík. Hér er um að ræða tveggja hæða hús með sjö ibúðum og félags- legri aðstöðu. Húsið er 250 fermetrar að grunnfleti og hver ibúð um 45 fer- metrar. Dýpkunarskipið Hákur vinnur nú að dýpkun Ólafsvíkurhafnar. Á næsta ári verður væntanlega rekið niður 60 metra stálþii við nýja uppfyllingu i höfninni. Að þeirri framkvæmd lok- inni mun aðstaða i höfninni fyrir stærri skip og togara stórbatna þar sem dýpið við stálþilið verður 6 metrar. Fyrir- hugað er að framkvæmt verði fyrir 1.2 milljónir króna við hafnargerðina i ár. Nú stendur yfir bygging íþróttavallar i Ólafsvík. Skipt hefur verið unt jarð- veg tveggja þriðju hluta vallarsvæðis- ins. Gert er ráð fyrir að knattspyrnu- völlurinn verði fullbúinn á næsta ári. Heildarkostnaður við að fullgera völl- inn með allri útiaðstöðu var áætlaður um 950 þúsund um síðustu áramót. Þegar hefur verið unnið fyrir 450 þúsund krónur. Um næstu mánaðamót verður tek- inn í notkun ný bygging Grunnskólans í Ólafsvík. Bygginginer 1000fermetrar. í sumar hafa staðiðyfir miklar fram- kvæmdir við fiskimjölsverksmiðjuna i Ólafsvík. Vélar og tæki voru úr sér gengin. Keyptar voru vélar og tæki verksmiðjunnar Stjörnu hf. í Örfirisey. Séð verður fyrir mengunarvörnum verksmiðjunnar að sögn forráðamanna hennar. Hafnar eru framkvæmdir við tengi- byggingu milli hraðfrystihúss og aðgerðarhúss sama fyrirtækis. í sumar sameinuðust þjónustuklúbb- ar í Ólafsvik og á Hellissandi um kaup á skiðalyftu. Um síðustu helgi var unnið við uppsetningu lyftunnar á Fróðárheiði. Þar var mikið að gera og ekki stóð á því að unga fólkið mætti á staðinn. -BC/Grundarfirði. Unnið við uppfyllinguna i Ólafsvíkurhöfn. DB-mynd Bæring Cecilsson. interRent )[ \ car rental Bílaleiga Akureyrar Akureyri: Tryggvabr 14 - S 21 715 23515 Reykjavik: Skeifan 9 - S 31615 86915 Mesta úrvalið, besta þjónustan Við útvegum yður afslátt á bilaleigubilum erlendis VIÐ BRÝR OG BLINDHÆÐIR . ÞARF ALLTAF AÐ DRAGA ÚR FERÐ Ef allir tileinka sérþáreglu É mun margt rXð v. beturfara. FERÐAR ^JDale . Carnegie námskeiðið • Viltu losna við áhyúgjur og kvíða? • Viltu verða betri ræðumaður? • Viltu verða öruggari f framkomu og njöta Iffsins? • Þarftu ekki að hressa upp á sjálf- an þig? \ i numskcn) U() hcfjusr 82411 STJÓRNUNARSKÓLINN. Konrád A dofphsson „Þaö stendur t lögum. Það stendur hér. Aðþeir eigi að hafa vit fyrir mér. Þeirslefa út rteðum. Þeirjarma I kór. Þeirsegja að ég verði A slœmuraf FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 - SlMI 84870 LAUGAVEGI24-SlM118870 AUSTURVERI - SlMI 33360

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.