Dagblaðið - 02.10.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 02.10.1981, Blaðsíða 14
22 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1981. fr'orðanátt fer holdur minnkondi, óljagangur ó Norðausturlandi og bjart | en kalt. Um frostmark sunnanlands (: dag, en víðast verður frost í nótt nema kannski vestast á landinu. í Reykjavik var í morgun norðan 5, lótukýjað og —2, Gufuskálar aust- norðaustan 3, lóttskýjað og —3, Galt- arviti breytilog átt 3, lóttskýjað —3, Akureyri norðnorðvestan 4, ól —2, Raufarhöfn norðan 5, ól —2, Dala- tangi norðan 5, snjókoma —1, Höfn norðvestan 6, lóttskýjað —2, Stór- höfði norönoröaustan 8, heiðskírt — 3. í Þórshöfn var slydda og 3 stig, í Kaupmannahöfn þokumóða og 15, Osló þokumóða og 13 stig, Stokk- hólmur þokumóða og 12, London skýjaö og 13, Hamborg þokumóða 14, París rigning 13, Madrid létt- skýjað 13, Lissabon skýjað og 16, New York skúr og 13. Júlíus Ragnar Júliusson, Krummahól- um 2 Reykjavík, lézt 25. september 1981. Hann var fæddur 17. desember 1932 á Akranesi, fimmta barn hjón- anna Ragnheiðar Björnsdóttur og Júliusar Einarssonar. Arið 1955 giftist Júlíus eftirlifandi konu sinni Jónínu S. Þorsteinsdóttur, eignuðust þau fjögur börn. Júlíus var íþróttamaður mikill, hann lék knattspyrnu með Breiða- bliki, og var í Golfklúbbnum Keili. Júlíus lærði múrverk og vann síðan þá iðn. Hann var jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í morgun kl. 10.30. Hafsteinn Bergþórsson lézt 25 þ.m. Hann var fæddur hinn 29. nóvember 1892. Hann lauk prófi frá Verzlunar- skóla íslands árið 1909 og farmanna- prófi frá Stýrimannaskóla íslands árið 1913. Hafsteinn var stýrimaður og síðan skipstjóri á togurum til ársins 1928, útgerðarmaður til ársins 1950, er hann gerðist framkvæmdastjóri Bæjar- útgerðar Reykjavíkur. Hafsteinn var lengi i stjórn ýmissa hagsmunafélaga í sjávarútvegi. Einnig átti hann sæti í hafnarstjórn Reykjavikur og var próf- dómari við Sjómannaskólann um ára- bil. Hafsteinn var kvæntur Magneu 1. Jónsdóttur og lifir hún mann sinn. Hann verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni í dag 2. október kl. 13.30. Daníel Willard Fiske Traustason, Höfðavegi 1, Vestmannaeyjum, verður jarðsunginn frá Landakirkju, laugar- daginn 3. október kl. 14.00. Jónasína Guðjónsdóttir, Bolungarvík, sem lézt 23. september, verður jarðsungin frá Hólskirkju Bolungar- vík, laugardaginn 3. október kl. 14.00. Lilja Kristín Árnadóttir frá Jörfa lézt að Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund 30. september. Guðríður Þórðardóttir, Reykjavíkur- vegi 16 Hafnarfirði, andaðist á Sólvangi 30. sept. Ásgeir Þórarinsson, Stekkholti 7, Selfossi, sem lézt 28. sept. verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugar- daginn 3. október kl. 2. Útför Ásmundar Eiríkssonar, Háeyri, Eyrarbakka, fer fram la.u ardaginn 3. okt. kl. 14.00. Útför GuðbjargarS. Guðmundsdóttur, Ásgarði, fer fram frá Búrfellskirkju laugardaginn 3. október kl. 14.00. Hans Wiedbusch lézt 17. september. Hann var fæddur 10. ágúst 1936 i Þýzkalandi. Hann kom til íslands árið 1966, hóf hann þá störf i verzluninni Blómum og ávöxtum starfaði hann þar nokkuð á annan tug ára við gerð blómaskreytinga og fleira. Minningar- athöfn um Hans Wiedbusch verður í dag, 2. október, í Dómkirkjunni kl. 15. Bjami Sigurðsson bólstrari, Melgerði 22 Kópavogi, lézt 25. september. Hann var fæddur 22. nóvember 1928. Bjarni kvæntist Kristjönu Guðmundsdóttur, eignuðust þau 5 dætur og einn son. Þau komu sér upp verkstæðishúsi á Ártúns- höfða og vann Bjarni við húsgagna- bólstrun á meðan honum entist heilsa til. Bjarni verður jarðsunginn í dag, 2. október, frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Ferðafólag íslands Helgarferð i Þórsmörk 3.-4. okt. kl. 08. Aðeins nokkrar helgarferðir enn á þessu hausti, notið tækifærið og sjáið Þ^fsmörk í haust- litum. Farmiðasala og allar upplýsingar á skrifstofunni, Öldugötu 3. Ath. Vitjið óskilamuna frá ferðum sumarsins á skrifstofu F.í. Ferðafélag íslands Dagsferðir sunnudaginn 4. októher. 1. kl. 09. Þjórsárdalur — Háifoss — Stöng. Verð kr. 100.- 2. kl. 13. Kaldársel-Helgafell. Verð kr. 40,—. Farið frá Umferðarmiðstöðinni, austanmegin. Far- miðar við bíl. Útivistarferðir w I GÆRKVÖLDI Af bflbeltapexi og video- væðingu í Vestmannaeyjum Sú frétt sem vakti hvað mesta at- hygli mína í gærkvflld var að Vest- mannaeyingar hafa nú ákveðið að videovæða Heimaey í nokkrum hollum sem síðan verður hægt að samtengja. Þegar þeirri framkvæmd er lokið geta eyjaskeggjar valið milli fjögurra lokaðra rása, — (stutt þögn) og íslenzka sjónvarpsins. Nokkrir tugir húsa í Eyjum eru þegar samtengdir. Framsýnir menn réðust í þetta er þeir byggðu hús sín fyrir sjö árum! Ef ég man rétt þá eru Garðbæingar viðlika framsýnir því að einhvern tíma heyrði ég að Búða- hverfið þar í kaupstað væri allt sam- tengt og nánast tilbúið fyrir lokað sjónvarpskerfi. Á fundi sem var hald- inn í Vestmannaeyjum um þetta mál var ákveðið að láta sveitarfélagið hvergi koma nálægt framkvæmdun- um. Með því segja Vestmannaeyingar að betri árangur sé tryggður á lægra verði. Nýtt SÍS virðist því risið af grunni, Samband íslenzkra sjón- varpsglápenda. í þættinum á vettvangi er nýr liður sem nefnist Milliliðalaust. Ég hef rekizt tvisvar á þennan þátt. í fyrra skiptið spurði Valur Arnþórsson kaupfélagsstjóri á Akureyri flokks- bróður sinn, Tómas Árnason við- skiptaráðherra, hvort hann væri sér ekki sammála um hitt og þetta og Tómas svaraði vitaskuld, jú,jú. Ég er þér alvegsammála. í gærkvöld rifust síðan Kristinn Helgason og Óli H. Þórðarson um bílbelti. Báðir voru þeir samþykkir notkun þeirra en Kristinn var á móti lögleiðingu. Makalaus afstaða. Tals- verður partur rifrildisins fór i pex um hvort 26 eða 28 þjóðlönd hafi lögleitt bílbelti. Kristni fannst það fulllítill fjöldi til að söguþjóðin mikla færi að apa eftir. Við hugsuðum ekki svona þegar fiskveiðilögsagan var færð út í 50 og 200 mílur. Þá var hugsað um að bjarga fiskstofnum og gilti einu hvort við vorum fyrstir, þriðju, tuttugustu og sjöttu eða tuttugustu og níundu. Líf fisksins var jú í veði. Nú megum við ekki apa eftir því að spurningin stendur um nokkrar mannhræður sem eiga eftir að farast eða ekki far- ast í umferðarslysum. Burt með lög- leiðinguna, sömu mannhræður drepast hvort sem er, er nakinn boð- skapur þeirra sem setja sig á móti bíl- beltum. Kvenfólag Breíöholts heldur fund í anddyrí Breiðholtsskóla mánudaginn 5. október nk. kl. 20.30 stundvíslega. Ingibjörg Þ. Rafnar lögfræðingur talar um réttarstöðu konunnar í hjúskap og við hjúskaparslit. Vetrarstarfið rætt. — Kaffiveitingar. Kvenfólag Háteigssóknar Kvenfélag Háteigssóknar minnir á fyrsta fund vetrarins þriðjudaginn 6. október kl. 20.30 í Sjó- mannaskólanum. Nýir félagar velkomnir. Mætið vel og stundvíslega. Kvenfólagið Fjallkonurnar Aðalfundur félagsins verður haldinn mánudaginn 5. október kl. 20.30 að Seljabrekku 54. Venjuleg aðal- fundarstörf. Vetrarstarfið rætt. Grænmetiskynning. Stjórnin. Kvenfólag Laugarnessóknar Fundur verður haldinn mánudaginn 5. okt. í fundar- sal kirkjunnar kl. 20. Vetrarstarfið verður rætt, myndasýning. Stjórnin. Samtök gegn astma og ofnæmi halda fund að Norðurbrún 1 laugardag 3. október kl. 14.30. Davíð Gíslason læknir flytur erindi um at- vinnusjúkdóma vegna ofnæmis og ertingar í öndun- árfærum. Andrés Valberg skemmtir. Allir vel- komnir. Fjölmennum. Skemmtinefndin. Kvenfólag Óháða safnaðarins Félagsfundur verður í Kirkjubæ nk. sunnudag 4. októberkl. 15.00. Kaffiveitingar. Fjölmennið. Kvenfélag Laugarnessóknar Fundur verður haldinn mánudaginn 5. okt. í fund- arsal kirkjunnar kl. 20. Vetrarstarflð verður rætt, myndasýning. Stjórnin. B.P.W. klúbburinn í Reykjavík (fólag starfandi kvenna) verður með afmælis- og kynningarfund þriðju- daginn 6. október kl. 20.30 að Hótel Loftleiðum, Leifsbúð, en ekki í kvöld eins og misritaðist í blaðinu í gær. Allar konur velkomnar. Stjómin. Birgir Schiöth sýnir í Tréborg í Hafnarfirði og teikningar, einkum af gömlum húsum og götum i Hafnarfirði. Þá eru þar gamlir og nýir,.prófílar”. Sýningin verður opnuð laugardaginn 3. október og verður opin alla daga frá kl. 9 til 22 til og með 11. október. Þetta er fyrsta einkasýning hans og jafnframt sölusýning. Kvenfélag Kópavogs heldur sinn árlega basar sunnudaginn 4. október kl. 15 að Hamraborg 1 niðrí. Munum á basarinn verður veitt móttaka á sama stað, laugardag 3. október frá kl. 13—19ogásunnudag4. október frá kl. 11 — 12. Félag fatlaðra í Reykjavík Nú líður óðum að basar félagsins, sem verður í fyrstu viku desembermánaðar. Basarvinnan er komin í fullan gang. Komið er saman öll fimmtu- dagskvöld kl. 20 í Félagsheimilinu Hátuni 12. Vonazt er eftir stuðningi frá velunnurum félagsins eins og undanfarin ár. Kvenfólag Kópavogs heldur sinn árlega basar sunnudaginn 4. október kl. 15 að Hamraborg 1 niðri. Munum á basarinn verður veitt móttaka á sama stað, laugardag 3. október frá kl. 13—9ogásunnudag4. október frá kl. 11 —12. Kökubasar og flóamarkaður verður að Hallveigarstöðum laugardaginn 3. októ- ber kl. 13.00. Kattavinafélagiö. Gullberg landaði á Höfh: Aflinneinsog himnasending Þau undur og stórmerki gerðust hér á Höfn að togarinn Gullberg frá Seyðisfirði kom hingað inn og landaði 100 tonnum af þorski. Hefur slíkt ekki gerzt hér í langan tíma. Kemur aflinn eins og sending af himnum ofan fyrir starfsfólk í frystihúsum. Er vonazt eftir því að fleiri skip fylgi í kjölfarið. Þá lönduðu tveir bátar héðan um 300 tunnum af síld á Djúpavogi og var hún sótt þangað og verkuð hér á Höfn í salt. -SSv./Júlía, Höfn. Fáskrúðsfjörður: Helgi teiknaði elliheimilið Nokkurs misskilnings gætti i frétt frá Fáskrúðsfirði í þriðjudagsblaðinu. Rétt er að Helgi Hjálmarsson arkitekt, Teiknistofunni Óðinstorgi sf., teiknaði elliheimilið. Þorsteinn Bjarnason húsa- smíðameistari var verktaki 1. áfanga verksins. í húsinu verða sex hjóna- íbúðir. Afmæll 70 ára er í dag ína Jensen. Árið 1933 giftist hún Sigurði Péturssyni, tóku þau við símstöðvarstjórn í Djúpuvík. Fluttu þau til Reykjavíkur 1957 og ráku umfangsmikla útgerð þar til Sigurður lézt 1962. ína Jensen tekur á móti gestum í félagsheimili rafveitustarfs- manna við Elliðaár eftir kl. 20 í kvöld. GENGIÐ \ Tindafjallaferð föstudagskvöld, gist í húsi. Upplýs- ingar og fareeðlar á skrifstofúnni Lækjargötu 6A. Sími 14604. Haustlitaferð í Fljótshlíð á sunnudagsmorgun kl. 8. Birgir Schiöth teiknikennari heldur sýningu á mál- verkum og teikningum í húsgagnaverzluninni Tré- borg að Reykjavíkurvegi 68 í Hafnarfirði. Á sýningunni eru rúmlega eitt hundrað myndir og má segja að sýningin sé þríþætt. Þar eru olíumálverk 1 GENGISSKRÁNING NR. 187 ' Feröamanna 2. OKTÓBER 1981 gjaldeyrir Elnlngkl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarikjadollar 7.741 7.763 8.539 1 Sterlingspund 14.216 14.257 15.682 1 Kanadadollar 6.430 6.448 7.092 1 Dönsk króna 1.0619 1.0649 1.1714 1 Norsk króna 1.3149 1.3187 1.4506 v 1 Sœnsk króna 1.3867 1.3906 1.5297 1 Finnskt mark 1.7287 1.7336 1.9070 1 Franskur franki 1.3948 1.3987 1.5386 1 Belg. franki 0.2044 0.2050 0.2255 1 Svissn. franki 3.9535 3.9648 4.3613 1 Hollenzk florina 3.0065 3.0151 3.3166 1 V.-þýzkt mark 3.3453 3.3548 3.6903 1 ftölsk líra 0.00657 0.00659 0.00724 1 Austurr. Sch. 0.4765 0.4779 0.5257 1 Portug. Escudo 0.1196 0.1199 0.1319 1 Spánskur poseti 0.0806 0.0808 0.0889 1 Japansktyen 0.03342 0.03351 0.03686 ■ 1 írskt Dund 12.177 12.211 13.432 8DR (sérstök dróttarróttindi) 01/09 8.8929 8.9181 Simsvari vegna gengisskróningar 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.