Dagblaðið - 02.10.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 02.10.1981, Blaðsíða 10
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1981. 10 írjálst, úháð daghlað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvmmdaaljóff: Svainn R. EyjóHaaon. Ritatjórí: Jónaa Kríatjánaaon. AðatoAarrftatjórí: Haukur Helgaaon. Fiittaatjórí: Ómar Valdimaraaon. Skrif atofuatjóri ritatjómar Jóhannaa Raykdal. íþróttir: Hallur Sfmonaraon. Aðatoðarfráttaatjóri: Jónaa Haraldaaon. Handrít: Aagrímur Páiaaon. Hönnun: Hllmar Kariaaon. Blaðamann: Anna Bjamaaon, Atli Stainaraaon, Áagelr Tómaaaon, Bragi Siguröaaon, Dóra Stefána- dóttlr, EHn Albertadóttir, Franziaca Gunnaradóttir, Inga Hukf Hákonardóttir, Jóhanna Þráinadóttir, Kriatján Már Unnaraaon, Lllja K. MBIIar, Ólafur E. Friðrikaaon, Sigurður Svarriaaon, Vlðlr Sigurðaaon. Ljóamyndln Bjamlaífur Bjamleifaaon. Einar Ólaaon, Ragnar Th. Sigurðaaon, og Sveinn Þormóðsson. Skrífstofustjóri: Ólafur EyjóHsson. GjokikeH: Þráinn Þoríeifsson. Auglýsingastjórí: Ingótfur P. Steins- son. Dreif ingarstjórí: Valgerður H. Sveinsdóttir. Ritstjóm: SWumúla 12. Afgreiösla, áskríftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverhoiti 11. Aðalsimi blaösins er 27022 (10 linur). Setning og umbrot Degblaðlð hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf., Slðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skorfunni 10. Áskriftarverð á mánuði kr. 85,00. Verð I lausasölu kr. 6,00. Gengið er fallið Gengi krónunnar er þegar fallið. Aðeins er eftir að viðurkenna það í skráningu. Þegar verðbólgan er hér margfalt meiri en hjá viðskiptaþjóðum okkar, fellur gengi krónunnar. „Það stendur óhaggað, að gengið er fallið. Málið er bara, að þessir ágætu menn, sem með landsstjórnina fara, geri sér það ljóst. Undan gengisfellingu komast menn ekki. Það er aðeins ríkisstjórnarinnar að velja henni dag,” sagði Ingólfur Ingólfsson, fulltrúi sjó- manna í yfirnefnd, í viðtali við Dagblaðið i fyrradag. Þetta er hárrétt hjá Ingólfi. Málið er ofureinfalt. Ekki er hægt að halda gengi krónunnar uppi,meðan verðbólga hér er 40 prósent á ári. Því þýðir ekki að fárast yfir gengisfellingu. Sökin er þeirra, sem láta verðbólguna verða þetta mikla. Meðan verðbólguhraðinn er hér 40 prósent á ári, hefur hann verið 10—12 prósent eða minni í viðskipta- löndum okkar. Samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhags- stofnun hefur verðbólguhraðinn verið um og yfir 12 prósent á öðrum Norðurlöndum, miðað við heilt ár. Hraði verðbólgunnar er um 10 prósent í Bandaríkjun- um, 12 prósent í Bretlandi og 6 prósent í Vestur-Þýzka- landi. Það gefur augaleið, að kostnaðurinn við rekstur út- flutningsatvinnuveganna hér heima vex í takt við verð- bólguna hér, meðan verðlag á erlendum mörkuðum hækkar mestmegnis í takt við verðbólguna í viðkom- andi löndum. Því geta útflutningsatvinnuvegirnir ekki borið sig án stuðnings. Vegna mismunarins á verð- bólguþróuninni hér og erlendis skapast sú staða, að segja má, að gengi krónunnar sé þegar fallið. „Það er enginn vafi, að frystingin stendur mjög illa,” sagði Steingrímur Hermannsson sjávarútvegs- ráðherra í viðtali við Dagblaðið í gær. Líklega stendur iðnaðurinn enn verr. Samt kjósa sumir ráðherrar að stíga á stokk og hafna því gjörsamlega, að gengið verði fellt í tengslum við væntanlega hækkun fiskverðs. Meðan verðbólguhraðinn hefur i ár verið 40 pró- sent, miðað við heilt ár, hefur meðalgengi krónunnar aðeins fallið um 9 prósent. Afleiðingin er hallarekstur í frystingu og iðnaði. Auðvitað er gengisfelling aðeins bráðabirgða”redd- ing”. Steingrímur Hermannsson getur mætavel kallað hana „gamalt íhaldsúrræði” og forseti Sjómannasam- bandsins getur líkt henni við að pissa í skóinn sinn. Samt er það svo, að ríkisstjórnin hefur ekki boðið upp á ann- að úrræði þolanlegra. Gengið hefur fallið vegna verð- bólgunnar, og því kemur sennilega að því, að ríkis- stjórnin verði að velja dag fyrir breytta gengisskrán- ingu, eins og Ingólfur Ingólfsson segir. Ella mætti búast við atvinnuleysi og stöðvun útflutningsat- vinnuveganna. Ekki stoðar að stinga höfðinu í sandinn og hafna alfarið gengisfellingu, sem þegar er orðin í raun. Með réttu ætti fiskverð nú þegar að hafa verið ákveðið. Tómas Árnason viðskiptaráðherra getur talað um niðurtalningu en varla sem leið út úr þeim ógöng- um, sem útflutningsgreinarnar eru komnar í nú í októ- berbyrjun. V V Dagur hinna öldruðu ílandi hinnar rísandi sólar: 18% þjóðarinnar 65 ára og eldri um aldamótin manna) eftir önnur 25 ár. Ef sú spá reynist rétt þá mun Japan slá út Svíþjóð þar sem prósentuhluti 65 ára og eldri mun ná 15.5% áður en hann fer að lækka aftur. Aftur á móti hefur þessi þróun staðið yfir miklu lengur i Evrópu en í Japan, þar sem þetta gerist á nokkrum áratugum. Japanska ríkisstjórnin og stórfyrir- tækin gera sér ljósa grein fyrir vandanum. Erfitt verður fyrir þann litla hluta þjóðarinnar sem hefur fulla atvinnu að standa undir skött- um og öðrum greiðslum til að halda gangandi tryggingakerfinu og eftirlaunagreiðslum. Til að sporna við þessari þróun sögðust helmingur 7000 fyrirtækja sem spurð voru ætla að hækka á næstu árum eftirlauna- aldurinn upp í 60 ár. Þetta er spor i rétta átt en betur má ef duga skal. Verkalýðsfélögin eru að reyna að stofna samtök meðal eftirlaunaþega með þvi takmarki að fá lögleitt að þeir hafi sama rétt til vinnu og aðrir allt til sjötugs. Er mjög ólíklegt að þetta nái fram að ganga. ísland kemst árlega á forsíður Japan er liklega eina þjóðin f heiminum sem hefur löghelgan frídag ár hvert til að sýna gamla fólkinu virðingu sfna. Um næstu aldamót munu um 18% japönsku þjóðarinnar véra 65 ára og eldri. Þótt Japanir séu iðin þjóð sem vinnur langan vinnudag og tekur stutt sumarfrí þá eru þó nokkuð margir frídagar á árinu sem þjóðin heldur upp á. Einn þeirra er 15. september og nefndist hann Keirooriohi sem í lauslegri þýðingu mætti nefna ,,dag hinna öldruðu”. Er Japan líklega eina þjóðin í heiminum sem hefur löghelgan frídag ár hver til að votta gamla fólkinu virðingu sína. Þótt hugsunin að baki frídeginum sé góðra gjalda verð, þá er það nú einu sinni svo að flestir hugsa meira um að losna við að vinna þennan dag en að votta hinum öldruðu virðingu sína. Á sama tíma á margt af þessu gamla fólki enga ósk heitari en að eiga þess kost að fá að vinna, en þar sem eftirlauna- aldur hér miðast við 55 ár og er framfylgt af stjórnvöldum og stór- fyrirtækjum þá hefur þessu gamla fólki, upp til hópa, verið neitað um þessaósk. Á degi hinna öldruðu fara fram margvísleg hátíðarhöld víða um Japan og japanska ríkisstjórnin færir öllum þeim sem verða 100 ára á árinu áritað skjal og silfurstaup að gjöf. Forsætisráðherrann Zenko Suzuki hringir einnig í elzta japanska ríkis- borgarann sem er á lífi, en það er hinn 116 ára Shigechiyo Izumi frá Kagoshima héraðinu. Nýlega til- kynnti Heilbrigðismálaráðuneytið að í ár fengju 1072einstaklingar 100 ára viðurkenninguna og er það í fyrsta sinn sem sú tala fer yfir 1000. Er það 104 fleiri en í fyrra og til gamans má geta að 1963 þegar þessi listi var fyrst settur saman, þá voru aðeins 153 nöfn á honum. Af þessum 1072 nöfnum á listanum í ár eru 970 konur og virðast þær því verða mun langlifari en karlmennirnir hérna. Þessi aukning á fólki sem nær háum aldri gefur góða hugmynd um hve stór hluti japönsku þjóðarinnar er að komast á sín efri ár. Núna eru 9.3% þjóðarinnar 65 ára og eldri og samkvæmt útreikningum mun sú tala fara upp 1 18% (um 20 milljónir Japanir hyggjast hækka eftirlaunaaldur úr SS árum í 60 ár til aö halda trygginga- kerfinu gangandi. Hvað er bygginga- samvinnufélag? Á undanförnum vikum hefur farið fram í fjölmiðlum allsnörp umræða um húsnæðisskort á höfuðborgarsvæðinu. Þvi hefur meðal annars verið haldið fram að vandi þeirra sem vilja eignast eigið húsnæði sé ekki ýkja mikill, sem sjá megi á öllum þeim aragrúa fasteigna, sem daglega eru auglýstar til sölu. Lánakjör Sú staðreynd að margar íþúðir eru til sölu á hverjum tíma leysir þó eng- an veginn vanda þeirra sem eru að koma upp sinni fyrstu íbúð. Með breyttum kjörum á lána- markaði, það er fullri verðtryggingu lána, verður fólk að endurgreiða raunvirði þess fjármagns sem það fær að láni, auk um það bil tvö og hálft prósent vaxta. Nú er ekki ástæða til að kvarta yfir því að endurgreiða þurfi það sem áður Kjallarinn Sigtryggur Jónsson fékkst að láni, það hefur jú alltaf gilt um alla aðra hluti en peninga. Engu að síður eru viðbrigðin frá lágvaxta- stefnunni mikil, en hitt er þó þyngra á metunum, að kerfið hefur ekki ráðið við að lengja lánstímann nægilega, samfara verðtryggingunni. Eigið húsnæði Forsenda þess sem hér er sagt er að fólk vilji eiga sitt eigið íbúðarhúsnæði, en ekki leigja hjá öðrum einstaklingum eða opinberum aðilum. Það unga fólk sem hyggst koma sér upp sinni fyrstu íbúð á i raun un; þrjá valkosti að ræða. í fyrsta lagi að leita út á frjálsa markaðinn. það er kaupa notaða íbúð eða nýja af byggingaverktaka. Verð á þessum markaði og kjör eru slik að aðeins lítill hluti þessa fólks ræður við að kaupa á honum. Annar kostur er að fá inni í verkamanna- bústaðakerfinu. Þar eru þó sett á- kveðin skilyrði sem verður að fullnægja, svo sem í sambandi við V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.