Dagblaðið - 02.10.1981, Síða 11

Dagblaðið - 02.10.1981, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1981. ■....... f— 11 \ Baldur Hjaltason skrifar frá Japan Japan en karlar. Af 1072 sem komnir eru yfir 100 ára aldur eru 970 konur. helztu dagblaðanna hér í Japan. Er það vegna þess að á undanförnum árum hafa Japanir og íslendingar skipzt á þeim heiðri að verða lang- lífastir allra þjóða. Þegar tölurnar voru birtar fyrir sl. ár þá kom i ljós að japanskir karlmenn urðu að eftirláta þeim íslenzku fyrsta sætið eftir að hafa komizt á toppinn 1979. Lækkaði spá meðalævi japönsku karlmannanna 1980 úr 73.46 árum niður i 73.32 ár. Var lækkunin talin stafa af óvanalegum köldum vetri. Sambærilegar tölur fyrir kvenfólkið voru 78.83 ár fyrir 1980 og 73.77 fyrir 1979. Samkvæmt þessu þá geta íslendingar aftur vænzt þess að verða langlífastir allra þjóða. Þess ber þó að geta að tölurnar sem japönsku blöðin birtu fyrir íslendinga, þ.e. karlmenn 73.4 ár og kvenfólk 79.3 ár, voru ekki nýjar, heldur frá 1977-1978. Frelsi til að vera leigj andi fyrirfinnst ekki Húsnæðismál hafa töluvert verið til umræðu að undanförnu og það ekki að ósekju. Vandi leigjenda hefur sérstaklega verið í sviðsljósinu og hefur margt misfróðlegt heyrst. Oft er svo að skilja að leigjendur séu sér- stakur, og þá fremur afbrigðilegur hópur manna; einn þessara hópa með sérþarfirnar. Þessi sjónarmið komu skýrt fram í sjónvarpsþætti á dögunum þar sem Sigurjón Pétursson og Markús Örn Antonsson mættu meðal annarra til að ræða húsnæðisvandann og úr- bætur. Reyndar fór minnst fyrir hug- myndum um úrbætur í þættinum og bar hann augljóslega með sér að senn styttist í borgarstjórnarkosningar. Af Sigurjóni mátti helst skilja að leigjendur væru rónar og fyllibyttur, en Markús var ögn dannaðri í málfari og taldi leigjendur--aðeins örlítinn minnihluta sem þyrfti að njóta opin- berrar aðstoðar, þar til viðkomandi gætu keypt sér íbúð í verkamannabústað. (Merkilegt, hann gerði ekki ráð fyrir öðrum möguleikum!) Sigurjón og Markús Örn voru sammála um það, að meginstefnan ætti að vera sú, að hver og einn búi i eigin húsnæði. Þar greinir ekkert á milli Alþýðubandalagsins og Sjálf- stæðisflokksins. Hið eina eðlilega á- stand skal vera það að hver búi undir eigin þaki, hvort sem líkar betur eða verr. Ekki tíska heldur nauð Markús Örn gat þess að neyðar- kall hefði borist frá Félagsmála- Vi stofnun Reykjavíkur og krafist væri aukins leiguhúsnæðis. Þessa kröfu taldi Markús lýsa vonleysi. Sigurjón sló á svipaða strengi er hann sagði að ekki væri tíska að búa í leiguhúsnæði, heldur nauð. Mér er spurn, hvernig gæti það verið tíska að búa í húsnæði, sem illmögulegt er að fá? Hinsvegar tel ég nokkuð víst, að húsbyggingar margar hverjar og húsakaup einstaklinga séu mun mengaðri vonleysi heldur en krafan um stóraukið opinbert leiguhúsnæði. Það eru ótrúlega margir sem gefist hafa upp á leigumarkaðnum og loks drukknað á einn eða annan hátt í húsgrunninum, hjá bankastjórunum eða einhversstaðar í byggingar- baslinu. Markús taldi það meðfætt lögmál að allir vildu byggja, eignast sitt eins og það heitir víst. Málið snýst bar ekkert um vilja eða valfrelsi. Fjár- málastefna stjórnvalda hefur hrakið marga útí byggingar og húsakaup án þess spurt væri um vilja eða viljaleysi. Ríkisstjórnir og borgar- stjórnir hafa ekki haft það á stefnuskrám sínum að leiguhúsnæði væri eðlilegur og sjálfsagður valkostur. Margrómað frelsi hefur aldrei náð það langt. Stefna íhaldsins i húsnæðis- málum hefur alla tið verið sú að þar skyldi séreignarrétturinn ráða, utan örlítils hóps er borgin þyrfti að ala önn fyrr. Inntakið hefur verið að um væri að ræða ölmusu hins velstæða góðgerðarmanns í Alberts Guðmundssonar-stilnum, sem efni hefur á að gefa ölmusu. Alþýðubandalagið hefur raunar svipaða stefnu, þótt verkamanna- bústaðir vegi þyngra í málflutningi, Kjallarinn Birna Þórðardóttir en þeir eru allir innan séreignarkerfis- ins. En er það svo, að leigjendur séu einhverjir þurfalingar? Ragnar Aðal- steinsson hrl. benti á það í viðtali við Þjóðviljanna 8. sept. sl., að árum saman hafa leigjendur fjármagnað íbúðarkaup að stórum hluta. Bæði með fyrirframgreiðslum, sem gengið hafa uppí kaupverð á húsnæði íbúðareiganda, og ekki siður með greiðslum í sameiginlega sjóði sem íbúðarkaupendur hafa haft aðgang að en leigjendur ekki. Leigjendur eru því raunar sá hópur manna er enga opinbera fyrirgreiðslu hefur hlotið í húsnæðismálum. „Leiguhjallar" í grein í Þjóðviljanum 5.-6. sept. sl. segir Ólafur Jónsson, að á síðustu árum hafi Alþýðubandalagið mótað stefnuna i húsnæðismálum bæði í Reykjavikurborg og ríkisstjórn. Á þessum tíma, segir Ólafur, hefur af- sannast sá áróður Morgunblaðsins ,,að Alþyönbandalagið vilji setja alla i ..It••■".!Iii 'la”.” Rétt er það. Á valdatíma sínum hefur Alþýðu- bandalagið sýnt það I verki, að flokk- urinn er ekki hlynntur opinberu leiguhúsnæði. Orðfar Ólafs Jónsson- ar um leiguhúsnæði segir síðan sina sögu. í sjónvarpsþættinum á dögunum benti Markús Örn réttilega á, að þær ríflega 800 leiguíbúðir sem Reykja- víkurborg á, hefðu verið reistar eða keyptar á valdatíma íhaldsins. Hann gleymdi bara að geta þess, að það tók ihaldið 50 ár að koma upp þessum 855 íbúðum. Sigurjón gat þess hinsvegar að nú hefði verið úthlutað lóðum undir 43 leiguíbúðir og fyrirhugað væri að kaupa tuttugu. Það er allnokl^ur ákvörðun eftir þriggja og hálfs árs setu í valdastólum Reykjavíkurborg- ar. í viðtali við Þjóðviljann 11. sept. sl. segir Sveinn Ragnarsson, félags- málastjóri Reykjavíkurborgar, að af 855 leiguibúðum borgarinnar séu 271 eingöngu ætlaðar öldruðum. Þá eru eftir 584 fyrir „almennan” markað. 89 íbúðir eru ætlaðar til skammtíma notkunar, þar af er ætlunin að rýma 44 svo fljótt sem auðið er og 15 til viðbótar innan 5 ára, þar sem þær teljist vart íbúðarhæfar. Þar eru þá komnar íbúðirnar 60 sem Sigurjón Pétursson stærir sig af að muni koma til viðbótar á leigu- markaðinn. Úrræðin og lausnirnar eru sömu gömlu íhaldslausnirnar, út- fyrir þær sér núverandi meirihluti ekki. Það er aðeins boðið uppá pínulitið meira eða minna af sömu súpunni. Þeir sem vilja aðra súpu i annarri skál; þeir sem vilja gera leigjendur; vilja hafa afnot af húsnæði og greiða fyrir — án þess að þurfa að tengjast steinsteypunni tilfinninga- eða eigna- böndum; þeir ættu ekki að láta sig vanta á samkomu Leigjenda- samtakanna í Háskólabiói á laugar- daginn. Krafa okkar um leiguhúsnæði fyrir alla er vilja verður ekki tekin alvarlega nema við berum hana fram af fullum þrótti og berjumst fyrir framgangi hennar— sjálf. Birna Þörðardóttir „Það eru ótrúlega margir sem gefíst hafa upp á leigumarkaðinum og loks drukkn- að á einn eða annan hátt í húsgrunninum, hjá bankastjórunum eða einhversstaðar í byggingarbaslinu.” tekjur, auk þess sem margir vilja ekki kaupa íbúðir með þeim kvöðum sem þar fylgja, svo sem um endur- sölu, veðsetningar og leigu. Þriðji kosturinn er að byggja á vegum byggingasamvinnufélaga. Slík félög hafa starfað á höfuðborgar- svæðinu í áratugi og gera enn, og virðist sem vinsældir þeirra fari sífellt vaxandi. Bygginga- samvinnufólög En hvað er bygginga- samvinnufélag, get ég gerst félagi, og hvað fæ ég út úr því? Þetta eru spurningar sem fólk spyr um þessi félög. Byggingasamvinnufélag er frjáls félagsskapur sem hefur það að höfuðmarkmiði að byggja vandaðar og sem ódýrastar íbúðir fyrir félags- menn sína. Þeir einstaklingar sem þess óska geta gerst félagar, enda samþykki þeir að hlíta lögum félagsins og ákvörðunum stjórnar, sem kosin er á aðalfundi ár hvert. Þegar byggingasamvinnufélag fær Fjölbýlishús Byggingasamvinnufélags Kópavogs við Engihjalla. Ljósm. Ágúst Þorgeirsson. „Samkvæmt núgildandi lögum um byggingasamvinnufélög gilda þær einu kvaðir á íbúðum byggðum á vegum bygginga- samvinnufélaga að ekki má selja þær á frjálsum markaði fyrr en fimm árum eftir að framkvæmdir hefjast.” úthlutað lóð undir byggingu, geta félagsmenn sótt um að fá að byggja og í flestum þessara félaga gildir sú regla að eldri félagsmenn ganga fyrir um úthlutanir. Öll byggingasamvinnufélög byggja á kostnaðarverði fyrir félags- menn sína. Ef gengið er út frá því að söluverð íbúða sé hærra en bygging- arkostnaður þeirra, eins og opinberar tölur gefa tilefni til að ætla, þá eru íbúðir byggðar á vegum bygginga- samvinnufélaga ódýrari en samsvar- andi íbúðir á almenna markaðnum. Það fer svo eftir árangri einstakra byggingasamvinnufélaga hversu miklu ódýrari þær verða. Annað atriði sem miklu skiptir er . að greiðslubyrði byggjenda er miklu lægri i upphafi en á frjálsa markaðnum, enda greiða byggjendur upp íbúðir sínar á þeim tíma sem verið er að byggja þær, eða á tveimur til þremur árum. Þegar byggingaflokkur er stofnaður greiða byggjendur svokallað stofnframlag. Sú greiðsla er nú í dag hjá flestum þessara félaga á bilinu 70—120 þúsund. Síðan taka við mánaðargreiðslur sem eru um það bil 10% af stofnframlaginu fyrstu mánuðina, en síðan hækka þær í takti við aðrar verðhækkanir út byggingatímann, þar til ibúðin hefur verið að fullu greidd. Til er það að félagsmenn greiði inn á sérstaka reikninga í banka áður en til út- hlutunar kemur, og nota þá það sem þeir hafa safnað til greiðslu á stofn- framlagi sínu. Samkvæmt núgildandi lögum um byggingasamvinnufélög gilda þær einu kvaðir á íbúðum byggðum á vegum byggingasamvinnufélaga, að ekki má selja þær á frjálsum markaði fyrr en fimm árum eftir að fram- kvæmdir hefjast, en að þeim tíma liðnum eru þessar íbúðir án allra kvaða af hendi félaganna. Þetta þýðir í raun að byggjendur verða að eiga ibúðirnar minnst í tvö til þrjú ár eftir að þær eru tilbúnar. Flest þessara félaga skila ibúðu. i i hendur byggjenda ft '’ún im. Sameign og lóð eru þá alveg tilbum, og íbúðirnar sjálfar með innrétting- um, hreinlætistækjum, málaðar o.s.frv. Af reynslu minni sem byggjanda í einu slíku félagi og sem starfsmaður í öðru, fullyrði ég að bygging hjá sliku félagi á sinni fyrstu íbúð er bezti kostur margra þeirra sem nú eru í húsnæðisvanda, og síaukinn fjöldi félagsmanna í þessum félögum bendir til þess að margir séu mér sam- mála. Sigtryggur Jónsson, framkvæmdastjóri. 7 I

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.