Dagblaðið - 02.10.1981, Qupperneq 24

Dagblaðið - 02.10.1981, Qupperneq 24
Orkuverðið þarf að vera nógu lágt: Oráblegt aö standa einir að kísilmálmverksmiöju —segir Jón Sigurðsson, forstjóri járnblendiverksmiðjunnar á Grundartanga „Ég tel óráðlegt að við stöndum einir að kísilmálmverksmiðju vegna ~ þess hvað hún kostar mikið. Bezt væri að við semdum við erlenda aðila um að koma þesu efni inn á markað- inn. Ný verksmiðja verður að geta ruðzt inn á markaðinn,” sagði Jón Sigurðsson, forstjóri járnblendiverk- smiðjunnar, í viðtali við DB. Kísilmáimverksmiðja á Reyðar- firði er í burðarliðnum. Búizt er við frumvarpi um hana á Alþingi í vetur. Jón Sigurðsson sagði að ein kísil- málmverksmiðja á Reyðarfirði af þeirri stærð sem rætt hefur verið um mundi bæta 5 prósent við heimsfram- leiðsluna af þvi efni. Slíkt væri ekki einfalt mál þegar umframfram- leiðslugeta er veruleg í heiminum. Ný verksmiðja ætti undir högg að sækja. Nýjasta verksmiðjan yrði jafnframt sú dýrasta og bæri þyngstu byrðarnar af fjármagnskostnaði. Þvi yrði orkuverðið það sem úrslitum réði. Það yrði að vera nógu lágt til að tryggja grundvöll slikrar verksmiðju fyrstu árin. „Kísilmálmverksmiðja er sjálfsögð og Reyðarfjörður eins góður staður og hver annar,” sagði Jón Sigurðsson. En hún yrði að gefa eftir í verði til að komast inn á mark- aðinn. -HH. BLUSAÐ A BORGINNIIGÆR —á sjötta hundrað manns skemmtu sér konunglega „I tell you that Reykjavík is the friendliest place in the world ... I tell you” þrumaði umbi Missisippi Delta Blues Band yfir himinlifandi aðdá- endum á Hótel Borg. Mikil fagnaðar- læti brutust út er hann hafði lokið ræðu sinni af og síðan fór stemmning- in stigvaxandi út kvöldið, þótt nokkur skörð væru komin í raðir hinna 550 tónleikagesta undir hið síðasta. Unnendur blústónlistarinnar létu sig ekki vanta á Borgina í gær og þeir sem voru hvað ákafastir voru mættir upp úr kl. 20 til að tryggja sér sem bezt út- sýni og upp úr kl. 21 var salurinn orðinn þéttsetinn (og staðinn). Mændu menn á auð sæti likt og deyjandi menn á vatn í eyðimörk. Kvintettinn lék og söng á þriðju klukkustund fyrir blúsþyrsta hugi mörlandans og ekki bar á öðru en undirtektir væru góðar. Varð hljóm- sveitin að leika aukalag áður en hún fékk að ganga af sviði og hefði vafa- lítið tekið annað ef tíminn hefði ekki verið útrunninn. ,,We don’t get tired of playing, but the place is closing down tonight” tilkynntu þeir félagar og þar við sat. Fastlega má því búast við að NEFS-klúbburinn verði troðfullur á siðari tónleikum hljómsveitarinnar i kvöld. -SSv. Endanlegar niðurstöður dómnef ndar: Starfsaldurslisti flugmanna óbreyttur —nema hvað Smári Karlsson venður efstur Sameinaður starfsaldurslisti flug- manna Flugleiða liggur nú endanlega fyrir. Hin ríkisskipaða dómnefnd hefur nú skilað niðurstöðu sinni og er listinn óbreyttur frá því sem hann var er Flugleiðir röðuðu á listann, með þeirri einu undantekningu þó að Smári Karlsson fiugstjóri verður efsti maður á listanum. Hann var númer 2 áður. „Mér fannst illa að þessu máli staðið í upphafi. Það er ýmislegt, sem ég hefði viljað sjá öðruvisi en það er,” sagði Kristján Egilsson, for- maður Félags islenzkra atvinnuflug- manna, er DB bar undir hann niður- stöðuna. ,,En það er ekki til neins að tína til smáatriði, þetta er endanlegt og þessu verður ekki breytt. Ég á ekki von á neinum eftirköstum, það yrði aðeins til þess að skemma fyrir okkur sjáifum.” Ekki náðist i morgun i neinn forystumanna úr hópi þeirra flug- manna er voru í 'Félagi Loftleiðaflug- manna. Þeir höfðu áður lýst því yfir að þeir samþykktu listann eins og hann lá fyrir. í dómnefndinni voru Bárður Daníelsson, Guðmundur Jónsson borgardómari og Guðmundur Magnússon háskólarektor. KMU/JH. frjálst, úhád dagblað FÖSTUDAGUR 2. OKT. 1981. „Ufshlaup” Kjarvals enn íbrennidepli: Tilboð borgar- innarhærra eftirallt? „Við munum leggja fram skýrslu í borgarráði í dag varðandi kaup á lista- verkinu,” sagði Björn Friðfinnsson við DB i morgun. Hann hefur, ásamt Jóni G. Tómassyni borgarlögmanni, staðið i samningaumleitunum við Guðmund Axelsson í Klausturhólum, eiganda „Lífshlaups” Kjarvals. Eftir því sem næst verður komizt ber enn talsvert í milli hjá þessum aðilum. Guðmundur hélt í morgun til Dan- merkur. Er af sumum talið að hann hafi farið utan til að semja um sölu verksins til ákveðins aðila þar úti en ekkert er sannað í þeim málum. Guðmundur hefur þverneitað að sýna borginni það tilboð sem hann hefur sagzt hafa í höndum að utan, þannig að í raun veit enginn með fuilri vissu hvort tilboð hefur borizt í verkið frá Dan- mörku. Listaverkasafn Carlsberg-verksmiðj- anna hefur verið nefnt sem þessi til- boðsaðili að utan og í raun er talið hag- stæðara á allan hátt fyrir eiganda „Lífshlaupsins” að selja það úr landi þar sem ekki kæmi þá til greiðsla sölu- skatts af því. Umboðsmönnum borgar- innar voru sett ákveðin mörk í tilboðs- gerð og eftir þvi sem DB hefur frétt hefur verið talið að tilboð það sem á að hafa komið í verkið að utan sé ekki eins hátt og það sem borgin bauð. -SSv. Indriði ófundinn Enn hefur leitin að Indriða Jónssyni, Hátúni 10 Reykjavík, engan árangur borið. Lögreglunni hafa borizt margar ábendingar um að Indriði hafi sézt á ákveðnum stöðum en þær hafa ekki borið árangur enn en ennþá er verið að vinna úr þeim. í gærkvöldi beindist þungi leitar- innar að Lágafellssvæðinu, Hamra- hlíðinni og verzlunarhverfinu í Mos- fellssveit. Var leitað fram á nótt. A.St. mt7 T jTT Q Ö' [VINININPUR IVIKU HVERRI Askrifendur DB athugið Einn ykkar er svo ijónheppinn að fá að svara spurningunum f leiknum „DB-vinningur f viku hverri”. Nú augiýsum við eftir honum á smá- auglýsingasiðum biaösius i dag. Vinningur i þessuri viku er 10 gíra Raleigh reiðhjól fró Fólkanum, Suðurlandsbraut 8 I Reykjavík. Fyigizt vel með, óskrifendur, fyrir ncestu helgi verður einn ykkar glœsilegu reiðhjóli ríkari. hressir betur.

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.