Dagblaðið - 02.10.1981, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 02.10.1981, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1981. 7 Deila um olíuskuld veltir upp á sig: „Nýtt er virðuleg stórfyrirtæki fara að bjarga sér með smásvindli” —segir Guðlaugur L Jónsson í opnu bréff i til dómsmálaráðherra, Lögmannaf élagsins og lögmanns og forstjóra olíufélagsins Skeljungs hf. „Sumir embættismenn virðast ekki telja það í sinum verkahring að reyna að tryggja að réttlæti og réttvísi fylgist að. Margir lögmenn umgangast rétt- lætið af miklu frjálslyndi, þótt það borgi sig sjaldan til lengdar. Hvorugt er alveg nýtt. Hitt sýnist nýtt, er virðuleg stórfyrirtæki fara að bjarga sér með smásvindli.” Svo segir í lokaorðum bréfs Guðlaugs E. Jónssonar, Heiðar- gerði 116 Reykjavik. Bréf sitt sendir Guðlaugur Friðjóni Þórðarsyni dóms- málaráðherra, Lögmannafélagi íslands, Kristni Björnssyni lögmanni og Indriða Pálssyni, forstjóra Skelj- ungs hf. Tilefni bréfsins er fjárnám og upp- boðsbeiðni Kristins Björnssonar fyrir hönd Skeljungs, hjá syni Guðlaugs, Frey Guðlaugssyni, Hjaltabakka 32 Reykjavík. Fram kemur i bréfinu að Skeljungur er að innheimta olíuúttekt vegna hitunar á risíbúð að Suðurgötu 78 á Akranesi. Guðlaugur segir að hér sé ekki um skuld Freys að ræða, krafan sé röng og dómur hafi fengizt með blekkingum sem orðið hafi til þess að Freyr taldi óþarft að hafa varnir uppi. Guðlaugur segir að Freyr hafi átt þessa íbúð einu sinni og búið í henni. Hann hafi hins vegar verið fluttur til Reykjavíkur og selt ibúðina þegar olían var tekin út. Hann hafi ekki beðið um olíuna og ekki kvittað fyrir móttöku hennar og skuldi því Skeljungi ekki neitt. í bréfinu krefst Guðlaugur þess að fallið verði frá kröfunni og fjárnáminu og uppboðinu verði aflýst. Þá krefst hann og að Indriði Pálsson, f.h. Skelj- ungs, og Kristinn Björnsson hdl., sæti ábyrgð að lögum og skv. siðareglum Krístinn Bjömsson, lögmaður Skeljungs: „HELDUR SÐNT í RASSINN GRIPIД - Freyr talinn eigandi íbúðarínnar af hinu opinbera og allan þennan tama hefur hún veriö í eigu þieirra feðga „Við fengum innheimtu á Frey frá Skeljungi í júlí 1980,” sagði Kristinn Björnsson, lögmaður Skeljungs. „Hann svaraði ekki bréfi þar sem hann var krafinn um greiðslu en réttarhlé var í júlí og ágúst. Þegar farið var að huga að stefnum i september og október kom Freyr og bað um frest til þess að greiða skuldina. Olíufélagið Skeljungur veitir rými- lega fresti og Frey var sagt að hann skyldi hafa sína hentisemi, en hann gerði ekkert í málinu. Honum var því stefnt í byrjun desember. Hann mætti ekki og því fékkst heimild til aðfarar 29. desember og beðið um fjárnám. Freyr mætti til fógeta og segir þá að hann hafi ekki átt íbúðina. Mér fannst það heldur seint í rassinn gripið. Freyr fékk að tala við föður sinn í síma og faðir hans ræddi síðan við fógeta. Fógeti sagði honum að upphæðin næði ekki áfrýjunarfjárhæð en höfuðstóll upphæðarinnar er 1.151 króna. Faðir Furðulegt að reyna ekki vamir — segir forstjórí Skeljungs „Þetta er aðeins eitt af mörg hundruð málum, sem þarf að setja í innheimtu,” sagði Indriði Pálsson, for- stjóri Skeljungs hf. Indriði sagðist ekkert hafa heyrt um þetta mál fyrr en honum barst bréf Guðlaugs og vissi hann því litið um málið og ekki um hvaða upphæð væri að tefla. í bréfi sínu segir Guðlaugur að með hótunum hafi hann fengið viku frest á fyrirtekt uppboðsbeiðninnar svo hann gæti haft samband við Indriða Páls- son, forstjóra Skeljungs. Indriði var þá fjarverandi og ekki væntanlegur í tíma. Fulltrúi hans hefði hins vegar lofað að kynna sér málið og láta vita um árangur, en frá honum hefði ekki heyrzt, Uppboðið á íbúð Freys á að fara fram 12. nóvember nk. „Mér finnst það afskaplega furðu- legt, eftir að málið er búið að ganga í gegnum öll dómsstig, að maðurinn skuli ekki hafa reynt að koma við vörnum. Hann hefði getað fengið frest hjá lögfræðingi, þegar hann fékk stefnu og þegar málið kom fyrir dómara, en ekkert var reynt,” sagði Indriði. -JH. lögmannafélags íslands, fyrir ranga kröfugerð og vítaverða málsmeðferð. Að lokum krefst bréfritari þess að borgarfógetinn í Reykjavík sæti ábyrgð eða fulltrúi hans, Ólafur Sigur- geirsson, fyrir að synja ekki uppboðs- beiðni eftir að honum var gerð grein fyrir málsatvikum. Úr hendi allra framantalinna aðila áskilur Guðlaugur Frey rétt til bóta. Guðlaugur segir að Freyr hafi ráðið sig í iðnnám á Akranesi vorið 1975 og þá keypt áðurnefnda íbúð. Hann hafi búið í íbúðinni fram á sumar 1976. Þá hafi hann flutt til Reykjavíkur og selt íbúðina. Freyr hafi skýrt lögmanninum frá þessu eftir að honum var birt stefna vegna krðfunnar. Lögmaðurinn hafi viðurkennt að ekki væri um skuld Freys að ræða og því hafi hann talið málið úrsögunni. . Hann hafi hins vegar ekki skilið að- ferðir „hinna háskólamenntuðu rukk- ara” og krafan því tekin fyrir á stefnu- degi þar sem henni var ekki mótmælt. Siðan var gert fjánám og beðið um uppboð. Ekki varð neinu um þokað þegar Freyr mætti til varna þegar upp- boðsbeiðnin var tekin fyrir. Að sögn Guðlaugs voru lögmaður og fulltrúi fógeta ekki til umræðu um málavexti. „Fyrir náð fékk Freyr að hringja til mín úr réttinum,” segir Guð- laugur. . . .” og átti ég nokkur orða- skipti við þá félaga. Ég krafðist af lög- manninum að fallið yrði frá uppboðs- beiðni og fjárnáminu yrði aflýst þar sem ljóst væri að dómurinn væri rangur. Af fógeta krafðist ég að upp- boðsbeiðninni yrði synjað, þar eð krafan væri sannanlega röng.” Guðlaugur segir að lögmaðurinn hafi haldið því fram að Freyr væri ábyrgur fyrir greiðslu olíureikninganna sem þinglýstur eigandi íbúðarinnar. „Heldur veikt hálmstrá sýnist manni,” segir Guðlaugur. „Hann væri þá væntanlega einnig áfiyrgur fyrir öðrum reikningum leigjenda, matarreikning- um og til vill barnsmeðlögum. En hálmstráið hans Kristins var bara skyn- villa: Freyr var ekki þinglýstur eigandi íbúðarinnar. Þess vegna hefði hann eins getað krafið Frey um alla vanskila- reikningaSkeljungshf.” -JH. Freys sagði síðan við mig að hann myndi hafa saroband við Dagblaðið vegna málsins. Ég sagði honum að slíkt kæmist ekki að sem vörn í málinu. Vikufrestur fékkst en síðan hefur ekkert heyrzt í manninum. Málið hefur verið kannað og allir aðilar sammála um að Freyr eigi íbúðina.. Á fasteignaseðli Bæjarsjóðs Akraness árið 1980 er hann skráður eigandi og einnig hjá Brunabótafélagi íslands fyrir árið 1980. Það er óljóst i veðbókum á Akranesi hver er eigandi ibúðarinnar, en 21. apríl 1980 er Frey veitt heimild til þess að veðsetja 1. veðrétt ibúðarinnar og er það undirritað af Guðlaugi E. Jóns- syni, föður Freys. Hið opinbera telur Frey eiganda íbúðarinnar en vera má að Guðlaugur faðir hans sé eigandinn. Hafi hún verið í leigu á þessum tima er einfaldlega um galla að ræða í leigu- samningi,” sagði Kristinn. -JH. ★VERÐ AÐEINS ca Kr. 66.990 - MEÐ RYÐVÖRN MUNIÐ AÐ VARAHLUTANÚNUSTA OKKAR ER F SÉRFLOKKI. ÞAÐ VAR STAÐFEST [ KÖNNUN VERÐLAGSSTOFNUNAR. BIFREIÐAR OG LANDBÚNAÐARVÉLAR HF Suðurlandsbraut 14 - Sími 38-600 Sáuð þið boðslistann frá MANHA3TAN í MOGGANUM í morgun?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.