Dagblaðið - 02.10.1981, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 02.10.1981, Blaðsíða 1
—mikill leki kom að skipinu erþað fór frá Vopnafirði—skipið þegar tekið að grafast í fjörusandinn en stöðugt brýtur áþví V Flutningaskipið Mávur, 1379 tonna stálskip í eigu Pólarskipa á Hvammstanga, sigldi upp í fjöru í botni Vopnafjarðar um fimmleytið í morgun. Hafði skipið verið að leggja frá Vopnafirði með saltfisk, en mikill leki kom að því er út á fjörðinn kom. Var eina leiðin talin að renna því upp í sandfjöruna í botni fjarðarins. Mikið óveður hefur verið undan- fama daga á þessum slóðum. Foráttubrim var því á firðinum og er skipið kom í fjöruna tók þegar að brjóta á því, og hefur gert stanzlaust síðan, en upp úr kl. 9 tók þó að lægja. Slysavarnadeildin Vopni kom þegar á vettvang og undirbjó björgun mannanna. Voru þeir allir komnir í land um áttaleytið ómeiddir og hafði ekki orðiðmeint af. Pétur Olgeisson, formaður Vopna, tjáði DB að foráttubrim hefði verið er Mávi var rennt í fjöruna en vegna lekans var skipið orðið hálffullt af sjó er það kom í fjöruna. Mið óveður hefur verið á Vopna- fjarðarsvæðinu undanfarna daga. Slitnaði Mávur frá bryggju á Vopna- firði í fyrradag. Kom skiþið svo upp að í gærkvöldi og tók meiri saltfisk, m.a. frá Bakkafirði. Var mikill salt- fiskur kominn í skipið en það átti þó að minnsta kosti eftir að taka á tveimur hðfnum áður en út yrði siglt með fullfermi. Að sögn Péturs Olgeirssonar er sandfjara í Vopnafjarðarbotni en þegar tók að brjóta á fermdu skipinu þar sem það lá þversum fyrir vindátt í fjörunni. Var það þegar farið að grafast í sandinn og taldi Pétur að það myndi grafast mikið á stuttum tíma. Lögreglumenn voru að kanna bllbeltanotkun þeirra sem óku austur Klepps■ veginn, framhjá Sundaborg, laust eftir hádegi I gœr, fyrsta dag lögleiðingarinnar. Meirihluti þeirra sem þar áttu leið um notaði beltin. Dagblaðið rœddi við nokkra þeirra ogfékk aðstoð lögreglunnar til að stöðva þá. Viðtölin birtast á blaðslðu 6. DB-myndir: Kristján Örn. Bílbeltanotkun í gær: Helmingur ökumanna spennti Á fyrsta degi lögbundinnar bíl- beltanotkunar i landinu spennti rúmur helmingur ökumanna beltin, eða 51,6%, á þeim níu stöðum sem lögreglan kannaði í gær. 43,5% framsætisfarþega spenntu beltin. ísfirðingar reyndust löghlýðnastir landsmanna. Þrír af hverjum fjórum ökumönnum þar í bæ óku með bil- beltin spennt í gær. Kefvískir fram- sætisfarþegar komu næstir og akur- eyrskir ökumenn í þriðja sæti. Vestmannaeyingar reyndust hins vegar alveg sér á parti. Bílbelta- notkun þar var langminnst, 9,1% ökumanna og 2,8% framsætisfar- þegasáu ástæðu til að spenna beltin. ,,Ég vil senda Eyjamönnum alveg sérstakar kveðjur,” sagði Óli H. Þórðarson, framkvæmdastjóri Umferðarráðs í morgun. „Þó að menn séu stórir og stæltir þá eru allir jafnir í umferðarslysum,” sagði Óli. t dag verður haldið áfram að kanna bílbeltanotkun. -KMU. — sjábls.6 Veturkonungur ífyrra lagi: SNJÓROG NÍSTINGS- KULDIÁ AUST- FJÖRDUM Egilsstaðabúar hafa mátt búa við raf magns- leysiíþrjárnætur Vetur konungur hcfur nú heilsað upp á Austfirðinga þó sumum finnist það i fyrra lagi. Mjög kalt hefur verið á Austfjörðum, snjóföl og hálka á vegum. Einn ibúi á Egilsstöðum sagði í samtali við DB i morgun að kuldinn væri eins og hann gerist verstur yfir veturinn, nístingskuldi og hvassviðri. Þ ' hcfur ekki bætt úr ■.kák að rafmagi> iaust hefur verið i þorpinu unvi •>r þrjár nætur og þvi hvorki hiti né vatn. Hafa Egils- staðabúar átt erntt rneð að skriða undan sænginni á morgnana af þeim sökum. Á Akureyri fengum við þær frcgnir að alira sæmilegasta veður væri þar. Þar snjóaði aðeins í gær en í morgun voru flestar götur auðar. „Það er ágætt veður en kalt, svona norðan- andvari,” sagði Guðbrandur Magnússon, fréttaritari DB á Akur- eyri. Á Bolungarvík hefur verið allra sæmilegasta veður, nokkurt frost en stillt. Enginn snjór komið þar nema í Ijöll. -ELA. Skákeinvígiö íMeranó: Kortsnoj niðurbrotinn maðurogKarpov sigraði auðveidiega — sjálýsinguáfyrstu skákinniíheims- meistaraeinvíginu eftirJón LÁrnason ábls.8

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.