Dagblaðið - 02.10.1981, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 02.10.1981, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1981. Bflbeltanotkun könnuð á Kleppsveginum: Meirihlutinn var spenntur Lögreglan gerði skyndikannanir á bílbeltanotkun víðsvegar um landið i gær, bæði í þéttbýli og dreifbýli. Sagt er frá heildarniðurstöður á útsíðu blaðsinsídag. „Ég er bara ánægður með árangur- inn,” sagði Þorkell Samúelsson lög- reglumaður, sem ásamt starfsbróður sínum, Steinari Birgissyni, var að telja hve margir notuðu bílbelti í þeim bílum sem óku austur Kleppsveginn framhjá Laugarásbíói upp úr hádegi í gær. „Af 216 ökumönnum voru 129 með belti spennt en 87 án belta,” sagði Þorkell. Steinar laldi bílbeltanotkun meðal framsætisfarþega. Hann hafði talið 73 farþega og reyndust 39 þeirra vera spenntir en 34 ekki. En hvað segja vegfarendur um bíl- beltin? Við stöðvuðum nokkra á Kleppsveginum og leituðum álits þeirra: „Bara að venjast beltunum" ,,Ég er að byrja á þessu í dag,” sagði Pálína Guðný Émilsdóttir sem var með beltið spennt eins og lög gera ráð fyrir. „Mér finnst þvingandi að nota þau en það er bara að venjast þeim. Ég er alveg sannfærð um að bílbeltin geti gert gagn,” sagði Pálína. Við hlið hennar sat fjórtán ára gamall piltur, Ingimar Jóhannsson. Hann var einnig fastspenntur. Sagðist hann vera að byrja núna að nota belt- in en gerði ráð fyrir að nota þau í framtíðinni. „Set belti í bflinn" ,,Ég held ég fari nú að fá mér belti í bílinn,” sagði Guðmundur Arnórs- son, sem ók um á Mercedes Benz árg. ’61 sem af skiljanlegum ástæðum Pálina Guðný Emilsdóttir: bflbeltin gera sitt gagn. Skyndihjálparkennarar! Fundur um stofnun kennarafélags verður haldinn í ráð- stefnusal Hótels Loftleiða sunnudaginn 4. okt. nk. kl. 14. Undirbúningsnefnd. samtOk gegn astma og ofnæmi Fundur verður að Norðurbrún 1 kl. 14.30 laugardaginn 3. október nk. Dagskrá: 1. Atvinnusjúkdómar vegna ofnæmis og crtingar; í öndunarfærum. Davíð Gislason læknir flytur erindi og svarar fyrirspurnum. 2. Gaman og alvara. Andrés Valberg flytur. 3. Veitingar. , Allir velkomnir. Félagsmenn fjölmenni. Skemmtinefndin. Hino KM600, ekinn ca 30 þús. km. Selst með kassa ca kr. 170.000.-. Án kassa ca kr. 120.000.-. Upplýsingar hjá sölumanni véladeildar. BÍLABORG HF. Smiðshöffla 23, sími 81299. hafði engin belti. Ekki er skylda að hafa belti í bílum sem fluttir voru inn fyrir árslok 1968. „Ég held að beltin eigi alveg rétt á sér. Ég gæti alveg trúað því að það væri betra að nota þau. Það eru reyndar komnir boltar fyrir beltin,” sagði Guðmundur. Aðalheiður Sigurðardóttir sat við hlið Sigurðar. ,,Mér finnst allt í lagi að nota belt- in. Ég hef ekki notað þau hingað til að staðaldri, mest notað þau þegar ég hef farið út úr bænum,” sagði Aðal- heiður, sem einnig var með beltið spennt. Gréta Matthiasdóttir og Sveinbjörg Jónsdóttir: alveg sáttar vió löggjöOna. DB-myndir. Kristján örn. „Beltin auðveld í notkun" ,,Ég hef alltaf verið hlynntur öryggisbeltunum. Ég hef hins vegar ekki verið mjög duglegur við að nota þau í þéttbýli en alltaf ferðalögum,” sagði Sigurður Gíslason ökukennari. Hann var með beltið spennt. „Lögin verða vonandi dl þess að ég fari að nota þau að staðaldri. Öryggisbeltin í þessum nýju bílum eru svo auðveld í notkun að maður hlýtur að venjast þeim fljótt.” „Gleymdum að spenna beltin" „Við vorum að flýta okkur í skól- ann og gleymdum að setja á okk- ur beltin. Annars erum við búnar að nota beltin í allan dag,” sagði Gréta Matthíasdóttir, nemi í Fjölbrauta- skólanum i Breiðholti. Skólasystir hennar, Sveinbjörg Jónsdóttir, var með henni og var hvorug með beltið spennt. „Ég hef notað þau einstaka sinnum og hugsa að ég noti þau í framtíðinni. Siguróur Gíslason og Aðalheiður Sig- urðardóttir: auðvelt 1 notkun. Guðmundur Arnórsson: boltarnir komnir fyrir belti. Annars held ég að fólk fari fyrst að nota beltin að ráði þegar verður farið að beita sektum. Ég sætti mig alveg við lögin,” sagði Sveinbjörg. „Mér finnst að fólk eigi að fá að ráða því sjálft hvort það spenni á sig beltin. Annars er ég alveg sátt við þetta,” sagðiGréta. Áður en stúlkurnar kvöddu blaða- mennina spenntu þær báðar á sig beltin. -KMU. HARTOPPAR FRA TRENDMAN Eðlilegir, léttir, þægilegir og auðveldir I hirðingu og notkun ENGIN VERÐHÆKKUN Sórfræðingur frá Trendman verður til viðtals á rakarastofu minni, laugard. 3. okt, sunnud. 4. okt og mánud. 5. okt PANTIÐ TÍMA I SÍMA 21575 EÐA 42415 VILLI RAKARI MIKLUBRAUT 68. SÍMI21575

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.