Dagblaðið - 02.10.1981, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 02.10.1981, Blaðsíða 2
'2 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1981. Nýir umboðsmenn Dagblaðsins frál.októberl981 Breiðdalsvík Birna Pálsdóttir, Sæbergi 12. S:97-5652 Djúpivogur Sigurhanna Ólafsdóttir, Flókalundi, S: 97-8918 Gerðum Garði Kolbrún Unnarsdóttir, Lyngbraut 15. S: 92-7240 Þórkötlustaðahverfi Grindavík Jóna Jónsdóttir, Klöpp v/Austurveg. S: 92-8493 Hellissandur Bryndís Sigurðardóttir, Munaðarhól 8. S: 93-6789 Sandgerði Þóra Kjartansdóttir, Suðurgötu 29. S: 92-7684. mmuMD FRÁ OG MEÐ —I.OKT.— verður opnunartíminn semhérsegir: MÁNUDAGA KL. 9-18 ÞRIÐJUDAGA KL.9-18 MIÐVIKUDAGA KL.9-18 FIMMTUDAGA KL.9-20 FÖSTUDAGA KL. 9-22 og NÚIaugardaga kl. 9—12 IIIJÓN LOFTSSON HF. MIh Hringbraut 121 10-600 Sláturtíðin hafin AHt tílsláturgerðar Slátur (5 í kassa). . kr. 207pr. kassi. Rúgmjöl........kr. 6.35 pr. kg. Ný Irfur.......kr. 31.50 - Opið fimmtudaga til kl. 19:30 Opið föstudaga til kl. 19:30 Opið laugardaga kl. 9—12. HOLAGARÐUR KJORBÚO. LÓUHÓLUM 2—6. SÍMI 74100. Þjéðfélagið: Verjið meiri tíma með bömunum ykkar — en ekki úti um hvippinn og hvappinn 4192—7828 skrifar: Hvað er um að vera í okkar þjóð- lifi? Spyr sá sem ekki veit? Nú skulum við byrja á einstaklingnum, og þá er ég að tala um þann einstakl- inginn sem er engum háður. Vinnur fyrir sér og ráðstafar sínu fé og tíma á þann hátt sem hann kýs sjálfur. Þá eru það hjón. Auðvitað þurfa þau að taka tillit hvort til annars. Við skulum segja að þau séu barnlaus, en hafi góðar tekjur, eða litlar, eftir því sem á stendur. En alla vega verða þau að taka tillit hvort til annars, þar sem um sambúð er að ræða. Nú, svo skulum við taka fjölskyld- una. Þá eru það hjón með börn, eða einstæð móðir eða faðir, með börn á sínu framfæri. Kem ég þá að efninu, og er ég ekki að tala út í „bláinn”. Dæmi (mýmörg dæmi til af slíku): Hjónin vinna bæði úti, eiga tvö, þrjú börn, færri eða fleiri. Unnið er frá kl. 8—9 á morgnana til kl. 5—7 á dag- inn. Konan fer á vinnumarkaðinn til að leita sér að félagsskap, segir hún, þó 2—3 börn séu á heimilinu, og þar af leiðandi nægur félagsskapur þar fyrir. Einnig fer hún í leikfimi, nudd og gufu. Máski í öldungadeildina — bara ekki að tolla heima hjá sér. Nú, svo mætti taka húsbóndann svolftið í gegn. Hann er í vinnu eins og frúin, en þarf svo að demba sér í bridge, skák eða badminton, bara að vera ekki heima hjá sér. Máski fer hann lika í öldungadeildina, því ekki? Og nú kem ég að kjarna málsins — börnunum. Hvar koma þau inn í dæmið? Ógurlega gaman að eignast barn — litlu krílin — þið getið nú nærri. Óskabörnin meira að segja, pilt og stúlku. Jú, allt gott og blessað um þetta að segja, en, hver á að hugsa um þau? Hver á að „halla kinn að kinn”? ,,Hver á að strjúka litla kolla”? „Hver á að kyssa á meidd- ið”? Þetta er það sem það kallar lfk- amlegar þarfir fyrir lítið barn, en það er bara ekki fyrir hendi. Mömmurnar stoppa ekki, því sjálfselskan er svo mikil, að extra tími fyrir barn fæst ekki. Er ekki til. Pabbarnir sömuleiðis, en þó verð ég að segja karlmönnunum það til hróss, að þeim hefur farið fram í barnauppeldi, en það er meira en hægt er að segja um mömmurnar. Þeim hefur farið hrikalega aftur. Ég er ekki að tala um það að þær megi ekki sinna sínum áhugamálum, en það eru takmörk fyrir öllu. Ef hjón eru búin að stofna sitt heimili, auk þess að bæta við sig börnum, þá er það númer 1 siðferðislega og skilyrð- islaust, að hugsa um afkvæmi sín. Það gera dýrin (djúpt í árinni tekið). Nú kemur að þeim kaflanum þar sem ég held að orsakanna sé að leita. Þær eru dæmigerðar fyrir þjóðfélag- ið i dag, og held ég að sé sama hvert litið er. En spurningin er bara sú: „höfum við íslendingar ráð á sh'ku, gagnvart börnum okkar?” í dag- blöðum, sjónvarpi og útvarpi heyrum við og sjáum slíkar auglýsingar. 1. Komið í dansskóla, enginn skemmtir sér án þess að hafa lært dans, hjá þessum og þess- um. 2. Komið á stjórnunarnámskeið, t.d. læra að tala i síma, koma fram við starfsfélaga, og auðvit- að forstjórann m.m. (þótt jafn- vel sá hinn sami sé sérlærður í sérskóla fyrir þessi fög). 3. Komið i málakennslu, svo þið eigið betra með að skilja aðra á erlendri grund. 4. Komið í júdó (því allir þurfa að styrkja kroppinn). 5. Komið í bridge (því enginn er maður með mönnum nema hann kunni bridge) eða skák, bad- minton og tennis. 6. Komið í „línuna” (og þynnið kroppinn). 7. Komið í endurhæfingu í hinu og þessu. 8. Lærið að mála (annar hver mað- ur er orðinn listmálari). 9. Komið á ráðstefnu (fáir útvald- ir, ríkið borgar). 10. Komið á pólitíska fundi (alltaf sama grúppan). 11. Komið á VR-, ASÍ- eða BSRB- fundi (alltaf sama grúppan). Nú er það spurningin: hver á að hugsa um börnin? Hvar á að finna tíma? og er þó ekki helmingurinn upptalinn af því sem áður er um getið, af sprelli og leik, því ekki var minnzt á allar skemmtanirnar, böllin, maður lifandi. Nei, fullorðna fólkið er allt í að leika sér, jafnvel ekki bara pabbarnir og mömmurnar, heldur Hka afarnir og ömmurnar, sem eru ekki slíku uppeldi vön, og væri gott fyrir lítið barn að hjúfra sig upp að. Nei, þvi er líka lokið. Nei, afhendið (börnunum) lyklana nógu ungum. Gamaldags að börnin geti ekki hugsað um sig sjálf, á meðan foreldrarnir eru á „fullu”. Sérstaklega í skammdeginu svona ca 7—8 mánuði af árinu. Nú spyr ég, fólk sem elskar ljúft mannlíf, ber umhyggju fyrir Utlum sálum, hvað finnst ykkur? Er ég gamaldags? Eða eiga börn ekki að fá meiri tíma hjá foreldrum sínum? Nú eru uppi kröfur um eitt og annað, og ég mæli fyrir munn barnanna: pabbi og mamma meira heima hjá okkur. I tilefni af lögleiðingu öryggisbelta: HVERS VEGNA ÞESSITVÖ UNDANTEKN- INGARTILFELLI? OUTskrifar: Þá hafa bílbelti verið í lög leidd. Mörg rök hafa verið leidd að því að þau minnki mjög slysahættu í umferðinni og dauðsföllum af völdum umferðarslysa hafi fækkað mjög við að ökumenn og farþegar í framsæti voru skyldaðir til að spenna sig niður. Um þetta hef ég ekkert nemagott eitt aðsegja. Það skýtur því dálítið skökku við að leigubílstjórar og lögreglumenn skuli ekki þurfa á öryggisbeltum að halda í umferðinni. Það er vitað mál, að atvinnubílstjórar, leigubílstjórar og aðrir eru helztu glannarnir í Reykjavíkurumferðinni og hljóta af þeim sökum að vera í talsverðri hættu. Lögreglumenn þurfa starfs síns vegna að slá hressilega í öðru hvoru. Ættu þessar tvær stéttir því ekki öðrum fremur að þurfa að spenna sig niður. Til viðbótar er hér lítið atriði. Ég minnist þess ekki að hafa séð lög- reglumönnum úr Hafnarfirði bregða fyrir á bíl undanfarin ár öðru vísi en með öryggisbelti. Er Hafnarfjarðar- lögreglan á öndverðum meiði við til dæmis Reykjavíkurlögregluna um gagnsemi öryggisbelta?- Spennum beltin sjálfra okkar vegna, seglr á þessi) áróðurskorti Umferðar- ráðs. En hvers vegna eru sumir undanþegnir beltaskyldunni? spyr OUT. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.