Dagblaðið - 02.10.1981, Síða 9

Dagblaðið - 02.10.1981, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 2. OKTÓBER 1981. JÓHANNA » ÞRÁINSDÓtTIR Loftárás á Kuwait Haig upplýstir að banda- rískar AWACS-vélar haf i staðið írana að verki Að sögn yfirvalda í Kuwait, gerðu þrjár íranskar orrustuþotur loftárás á oliuhreinsunarstöð þar í landi í gær. íranir hafa borið þessar ásakanir til baka, og segja að árásirnar séu verk íraka. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Alexander Haig, upplýsti þó á fundi utanrikismálanefndar Banda- ríkjaþings að bandarískar AWACS radarflugvélar, sem staðsettar eru í Saudi-Arabíu, hafi fylgzt með írönsku orrustuþotunum allt frá því að þær tóku sig á loft í fran og þar til þær gerðu árásina. Hluti olíuhreinsunarstöðvarinnar eyðilagðist en engir týndu lífi í árás- inni. Tókst að slökkva eldana, sem kviknuðu við árásina, að tólf tímum liðnum. Talsmaður stjórnarinnar í Kuwait sagði um árásina að hún væri nýr hlekkur í keðju árása sem íranski flugherinn hefði að undanförnu gert í lofthelgi Kuwait. Eftir að stríðið brauzt út milli írana og íraka fyrir um ári siðan hefur Kuwait þjónað sem milliliður í olíu- útflutningi fraka en helztu hafnar- borgir þeirra hafa verið lokaðar vegna stríðsins. frak, Saudi-Arabía og Bahrain for- dæmdu árásina og hétu Kuwait stuðningi sínum, að því er opinberar heimildir herma. Hermenn Khomeinis: Hafa nóg að gera fyrir leiðtogann. Bonn: Vestur-Þjóðverjar hafa látið lausan a-þýzka njósnarann Gunter Guillaume en handtaka hans leiddi á sínum tíma til afsagnar Willy Brandts kanslara. Ekki hefur enn verið skýrt frá hverja V- Þjóðverjar fá í skiptum fyrir Guill- aume. Gdansk: Leiðtogar óháðu verkalýðssamtak- anna Einingar i Póllandi eiga nú i inn- byrðis átökum um forystuhlutverk í hreyfingunni. Þeir hafa gagnrýnt aðild Póllands að Varsjárbandalaginu og krefjast frjálsra þingkosninga að vest- rænni fyrirmynd. Stokk- hólmur: V33) TÖKUM, STEFNUNA A „Kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum er augsýnilega hags- munamál fyrir Svíþjóð en ekki með hvaða skilmálum sem er,” sagði Olof Palme á flokksþingi sænskra sósíal- demókrata fyrir skömmu. Palme benti á að hugmyndina um kjarnorkuvopna- laust svæði mætti útfæra á þann veg að það hefði í för með sér skyldur sem væru ósamrýmanlegar hlutleysi Svíþjóðar. Átti hann þá einkum við, að því fylgdi meiri stjórnun og eftirlit en Svíar gætu sætt sig við af hendi stór- veldanna. Fyrir flokksþinginu lágu fjölmargar tillögur um kjarnorkuvopnalaus svæði. Nokkrar tillögurnar gerðu ráð fyrir að Svíþjóð lýsti sig einhliða kjarnorku- vopnalaust land en aðrar miðuðu við samstöðu allra Evrópuríkja. Á þinginu var samþykkt að veita stuðning allri viðleitni til kjarnorkuafvopnunar um allan heim og að Norðurlönd ættu að rannsaka hvaða grundvöll þau ættu sameiginlegan til að koma á kjarnorku- vopnalausu svæði. Palme sagði að langan tíma gæti tekið að rannsaka hvaða möguleikar væru fyrir hendi og ekki sizt til hvaða úrræða Sovétstjórnin vildi grípa í þessu sambandi. Beirút: Palestínumenn hafa sakað ísrael um að hafa staðið að baki sprengingum í Beirút sem kostuðu 50 manns lifið og 250 særðust. Hreyfing sem berst fyrir frelsun Líbanon og brottrekstri allra erlendra manna úr landinu hefur tekið á sig ábyrgð af sprengingunum og segir að frekari aðgerðir séu væntanlegar. Taiwan: Neita sátt- um við Kína Stjórn Taiwan lýsti yfir því í gær að nýjar sáttatillögur Kínverja til samein- ingar eyjunnar við meginlandið væru áróður og um sameiningu yrði ekki að ræða á meðan kommúnistastjórn fer með völdíKína. Talsmaður stjórnarinnar, James Soong, sagði ennfremur að tillögur þær er bornar hafa verið fram af utanríkis- ráðherra Kína, Ye Jianying mar- skálki, innihéldu ekkert nýtt. Soong sagði að Kína ædaði sér að þvinga Kínverja er byggja eyjarnar Taiwan, Penghu, Quemoy og Matsu undir kommúnistastjórn. — Við höfum alltaf haldið því fram að Kínverjar óski þess heitast að geta sameinazt, sagði hann. — En það er ekki Taiwan sundið sem skilur eyjarnar frá meginlandinu heldur tvö gjörólík kerfi, — lýðræði og einræði. Og það er ekki hægt að sameina Kínverja undir þaðsíðarnefnda. SIMRAD , umboóió á Islandi óbrejrtt ?HOLT Erlent Erlent Erlent Erlent REUTER FRIDRIK A.-IOVSSOV HF. SKIPHOLT 7 — BOX 362 121 REYKJAVÍK — SÍMAR 14135 — 14340

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.