Dagblaðið - 06.10.1981, Side 2

Dagblaðið - 06.10.1981, Side 2
2 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1981. Umboðsmenn óskast ESKIFJÖRÐUR Umboðsmaður óskast á Eskifirði, upplýsingar hjá umboðsmanniísima 97-6331 eða 91-27022. VÍK í MÝRDAL Umboösmaður óskast í Vík í Mýrdal, upplýsing- ar hjá umboðsmanni í síma 99-7161 eða 91- 27022. imBum EIGNANAUST HF. SKIPHOLTI5 SÍMAR 29555 OG 29558 OPIÐ KL1-5 LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA. Baldursgata 2ja herb. ósamþykkt kjallaraíbúð, verð kr. 200.000,00. MelgeríH, Kóp. 3ja herb. 70 ferm risíbúð í tvíbýli, verð kr. 400.000,00. Hörgshtíð Einstaklingsíbúð til sölu. Verð tilboð. Ljósheimar 3ja herb. ibúð á 4. hæð, 80 ferm, fæst helzt í skiptum fyrir sams konar eign með stórum stofum. Leirubakki 4 herb. plús eitt herb. í kjallara, mjög fallegt tréverk, vönd- uð eign, verð kr. 700.000,00. Lækjarkinn 3 svefnherbergi plús tvær samliggjandi stofur og 2 stór her- bergi i kjallara, alls 120 ferm, bílskúr, verð kr. 780.000,00. Kaplaskjólsvegur 5 herb. íbúð á 4. hæð og í risi, alls 140 ferm, verð kr. 650.000,00. Breiöás 5 herb. stór sérhæð, falleg ræktuð lóð, fagurt útsýni, bílskúrsréttur, verð kr. 700.000,00. Háaleitísbraut 4ra herb. íbúð á 4. hæð, 117 ferm. plús bílskúr, hugsanlegt að taka tvær minni eignir upp i. Kjarrhólmi 3ja—4ra herb. 100 ferm íbúð á 3 hæð, verð kr. 550.000,00. Bjargartangi — Mosfellssveit Sérhæð með bílskúr, 3 svefnherbergi, plús stórar stofur, samtals 150 ferm, verð kr. 700.000,00. Sandgerði Einbýlishús, 140 ferm plús 50 ferm bílskúr, verð kr. 850.000,00. Sandgerði 3ja herb. 110 ferm ibúð í tvíbýlishúsi, verð kr. 240.000,00. Óskum eftir 3ja herb. íbúð á Grundunum Kópavogi eða Fossvogi, einbýlishúsi í gamla bænum , með bílskúr, einbýlishúsi eða góðri sérhæð í Kópavogi, sérhæð eða raðhúsi í Heima- hverfi, Langholti eða Laugarnesi. LÓÐIR: Esjugrund — Kjalarnesi, sökklar að raðhúsi, allar teikningar fylgja, búið að greiða öll lóðargjöld, verð kr. 180.000,00. Byggingarlóð í Garðabæ, verð kr. 150.000,00. Byggingarlóð á Álftanesi 937 ferm byggingarlóð, verð kr. 150.000,00. Byggingarlóð á Arnarnesi, rúmlega 1700 ferm byggingar- lóð á fallegum stað. Nánari uppl. á skrifstofunni, ekki í síma. SK0ÐUM OG METUM ÍBÚÐIR SAMDÆGURS. GÓÐ OG FUÓT ÞJÓNUSTA ER KJÖRORÐ OKKAR. AUGLÝSUM ÁVALLT í DAGBLAÐINU Á ÞRIÐJUDÖGUM 0G FIMMTUDÖGUM. EIGNANAUST, Þ0RVALDUR LÚÐVlKSSON HRL. t Ragnheiður Ásta Pétursdóttir útvarpsþulun Óvenju iífleg og hnyttin í kynningum sínum, skrifar Valdi. DB-mynd Bj.Bj. Áheyrilegt morgunútvarp Valdi skrifar: Það ber að geta þess sem vel er gert og nú langar mig að biðja Dag- blaðið að koma á framfæri þökkum til Ragnheiðar Ástu Pétursdóttur, út- varpsþular, fyrir góða frammistöðu í morgunútvarpinu undanfarið. Ragn- heiður Ásta er óvenju lífleg og hnytt- in í kynningum sínum — og raunar kærkomin breyting frá þeirri einok- un, sem ríkt hefur í morgunútvarpinu síðan ég man fyrst eftir mér. Ekki vil ég þó gera lítið úr þeim starfsmönn- um útvarpsins, sem skiptast á við hana um morgunútvarpið, en engu að síður get ég ekki látið hjá líða að lýsa þeirri skoðun minni, að hægt er að fá nóg af öllu, Iíka Andrews Sist- ers og Comedian Harmonists. Ragnheiður Ásta velur lög við allra hæfi, tengir þau skemmtilega saman með kynningum sinum og hefur lipran húmor, sem er gott að vakna við og hefja vinnudag með. Kærar þakkir, Ragnheiður Ásta, oggangi þérvel. Slysadeild: Fólk þarf að bíða í heila klukkustund —virðist engu skipta hversu alvarleg meiðsl um er að ræða Einn hneykslaður hringdi: Ég var rétt í þessu að koma ofan af Slysadeildinni og mér blöskrar hreinlega hve lengi fólk þarf að bíða eftir að því sé sinnt. Virðist hreint engu máli skipta hver á í hlut, ung- börn eða gamalmenni, né heldur hversu slasað fólk er. Ég hef þrívegis komið þarna að undanförnu og alltaf þurft að bíða talsverðan tíma — frá 30 mín. og í yfir klukkustund. 1 dag var þarna barn á öðru ári, sem dottið hafði á andlitið, brotið í sér tennur og var með skurð á góm. Það varð að bíða þarna rétt eins og verið væri að bíða eftir strætó. Þá var þarna einnig ungur maður, sem hlotið hafði höfuðhögg, og skalf mikið. Var utan við sig og greinilegt að hann hafði fengið heilahristing. Ég bar fram kvörtun við starfs- fólkið vegna þessa seinagangs og var ég þá spurður að því hvort ég væri eitthvað óánægður. Ég kvað já við því en því var ekki sinnt neitt frekar. Vel má vera að stofnunin sé undir- mönnuð að einhverju leyti, en mér finnst þetta ekki staðurinn til að mæta niðurskurði á starfsliði. Frá Slysadeild Borgarspitalans. Vottar Jehóva hafna blóðgjöf: Er það mistúlkun á orðum Biblíunnar? M. Ævarsson, 6294—7152, skrifar: í tilefni af skrifum Dagblaðsins 30. september sl. um einn meðlima votta Jehóva, þess efnis að vottum Jehóva sé óheimilt að þiggja blóðgjafir, „jafnvel þótt líf liggi við”, þá langar mig að bera fram spurningar sem ég vonast til að einhvervotta Jehóva geti svarað. Áður en ég ber fram spurningarnar, langar mig að taka orðrétt úr grein Dagblaðsins þann 30. september. Þar segir til um á- stæðuna fyrir neitun votta Jehóva um blóðgjöf. „Biblian bannar slíkt að þeirra mati og skiptir þá ekki máli hvort blóðs sé neytt eða því dælt í æð eins og tíðkast í nútíma lækningum.” Nú spyr ég, í fyrsta lagi, hafa vott- ar Jehóva (þ.e.a.s. þeir íslenzku) aldrei borðað kjöt, en kjöt er alls ekki laust við blóð? í öðru lagi, hafa vottar Jehóva aldrei borðað blóðmör né nokkurn annan mat, sem inniheld- ur blóð? í þriðja lagi, geta vottar Jehóva bent mér og öðrum villuráfandi mönnum á þann stað í Biblíunni, þar sem segir að neyzla blóðs sé óheimil? Eða er þetta bara mistúlkun á orðum Bibliunnar?

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.