Dagblaðið - 06.10.1981, Side 3

Dagblaðið - 06.10.1981, Side 3
3 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1981. Okurverð hjá Tomma-hamborgurum: Guðriður Steindórsdóttir húsmóðir: Sjálfsagt hefur það gert það. Það hlýtur að breytast. Eru ekki allir hlutir sífellt að breytast? Kristveig Baldursdóttir skrifstofu- maður: Já, mér finnst það frjálsara og ánægjuiegra miðað við hvernig það var fyrir20árum síðan. Ásta Sigvaldadóttir afgreiðslukona: Nei, það finnst mér ekki. Það er kannski líflegra, frjálslegra. Ólafur Þorsteinsson sölumaður: Það hefur gert það, að vissu leyti. Það er meira stress, miðbærinn hefur dáið þó að smávegis hafi breytzt til batnaðar síðustu tvö ár. Svo eru það stórverzl- anirnar. Áður fyrr verzlaði fólk meira í hverfunum. Nú deyja búðirnar í hverf- unum. Þá taka fleiri þátt í atvinnulífinu nú en áður. Börnin eru komin á stofn- anir eða í skóla og húsmæðurnar farn- ar að vinna úti. Bilaaukning hefur sömuleiðis verið mikil og það hefur breytt bæjarbragnum verulega. Samúel Valberg skrifstofumaður: Já, það hefur orðiö það, náttúrlega. Fólk hefur það mikið betra nú en í minu ungdæmi. Karl Harðarson nemi: Fólk hefur ekkert skyn á hvað hlutirnir kosta lengur. Fólk er gjörsamlega komið inn í hringiðu verðbóigunnar. Þá fer fólk nú miklu minna út, hangir meira heima. taks máltíð Mathákur skrifar: Mig langar til að gera að " umræðuefni verðlagningu á hamborgurunum hjá Tomma á Grensásveginum. Þar kostar ostborg- ari kr. 32, skammtur af frönskum kartöflum kr. 12 og miðstærð af pepsíglasi, venjulega fyllt með muldum ís að þriðja hiuta, kr. 8. Samtals gera þetta kr. 52. Á veitingahúsinu Lauga-ási kostar fiskur af matseðli dagsins kr. 44 og fylgir með honum súpa. Glasið af kók/pepsí kostar einnig kr. 8 þar. Samanlagt verð kr. 52. Hvernig má það vera að á skyndibitastað eins og Tomma-ham- borgurum skuli máltíðin vera jafndýr og fyrirtaks máltíð á góðu veitinga- húsi? Mér er spurn. Ostborgari hjá McDonald’s í Englandi kostar aðeins um fjórðung af því verði sem sett er upp hjá Tomma-hamborgurum og á Burger King í Kaupmannahöfn er verðið helmingi lægra en hér. Svo er annað þessu óskylt og það er hvernig bæði merkinu í Tomma- hamborgurunum er hreinlega stolið frá Burger King svo og myndunum, sem hanga uppi á staðnum. Þær eru ættaðar frá Burger King að því ég bezt fæ séð. Á þeim má sjá hamborg- ara, sem er hreint ekki eins og fnaður fær hjá Tomma. T.d. eru ost- sneiðarnar svo þunnar að engu líkara er en þær séu skornar með laser- geisla. Mér finnst sannast sagna að okurverð sé á þessum hamborgurum. DB hafði samband við Tomma- hamborgara vegna þessa máls, en tókst ekki að ná tali af eiganda staðarins. Er honum velkomið að hafa samband við blaðið, vilji hann koma einhverjum skýringum varðandi þetta. á framfæri. VOLVO TEUUM að notaðir VOLVO bílar séu betri en nýir bílar af ódýrari gerðum VOLVO 245 GL ÁRG.'80 beinsk., ekinn 23 þús. Kr. 140.000.- VOLVO 245 GL ÁRG. '79 beinsk., ekinn 54 þús. Kr. .130.000.- VOLVÖ 244 DL ÁRG. '79 beinsk., ekinn 40 þús. Kr. 115.000.- VOLVO 244 GL ÁRG. '79 beinsk., ekinn 45 þús. Kr. 120.000,- VOLVO 244 GL ÁRG. '79 sjálfsk., ekinn 27 þús. Kr. 125.000.- VOLVO 244 DL ÁRG. '78 sjálfsk., vökvast., ekinn 60 þús. Kr. 125.000.- VOLVO 244 DL ÁRG. '78 sjálfsk., ekinn 31 þús. Kr. 110.000.- VOLVO 343 DL ÁRG. '78 sjálfsk., ekinn 27 þús. Kr. 80.000.- VOLVO VELTIR SUÐURLANDSBRAUT16 Spurning dagsins Finnst þér mannlrfið í Reykjavík hafa breytzt á undan- förnum árum?

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.