Dagblaðið - 06.10.1981, Síða 9

Dagblaðið - 06.10.1981, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1981. I Erlent Erlent Erient Erlent I Alþjóölega bílasýningin í Frankfurt: Tölvur og sjálfvirkni í fararskjótum framtíöar — spameytni, umhxerfisxemd og þœgindi eru nú slagoröin Þeð er óhætt að Uta sJg dreyma um einn sMkan. Jeaúer XJ. 4L? Btre. Alþjóðlega bifreiðasýningin í Frank- furt, IAA, þykir merkileg uppákoma og markverð kynning á nýjungum fjór- hjólamenningarinnar. 17. sept. sl. voru hlið 49. sýningar- innar opnuð, og í 11 daga skyldi a.m.k. góð 1 millj. gesta skondra þar í gegn — varfærnisleg áætlun, sem þó stóðst. Ekki var byrjunin heldur slök; fyrri laugardaginn voru 290 þúsund gestír á staðnum — en þá var jú heldur þröngt á þingi í sýningarsölunum. AUs voru 199.152 fermetrar tíl um- ráða, sem um 1500 aðilar frá 33 löndum nýttu tíl hins ýtrasta til að kynna sínar vörur, en áhugi almennings beindist þó sérlega að sölunum, sem innihéldu nýj- ustu uppákomurnar. Tölvuvæðing bflanna Ekki skortí heldur slagorð sýningar- aðilanna; t.d. „grannar gangvélar”, „áratugur dísilolíunnar”, „framhjóla- drifið í fararbroddi”, „tæknivæðing með stjórntölvu”, „farartæki framtíð- arinnar” o.s.frv. Fylgitækjunum var fylgt úr hlaði með „sjálfhugsandi útvarpsviðtæk- inu”, og aðdáendur eldri árganga fengu sinn skerf við ásýnd „bjórvagna- og brúðhjónabíla”. Sem sagt, eitthvað fyrir alla, og að sjálfsögðu var hægt að „leggja” börn- unum á meðan eiginmaðurinn teymdi frúna um sýningarsvæðið (eða öfugt). Samnefnarar slagorða sýningarinnar; „sparneytni”, „umhverfisvernd”, „þægindi” voru rösklega viðruð í tölum stjórnmálastírnanna, sem mættu í fleirtölu á staðnum og héldu hverja ræðuna annarri snjallari, en helzta at- hyglin áskotnaðist forseta sambands- lýðveldisins, C.Carstens, sem áminnti alla ökumenn um aukna öryggiskennd í umferðinni og sagði m.a. að það tíl- heyrði ekki persónulegu frjálsræði að aka svo hratt sem hugann girnti. Þýzkir spyrna Ekki skorti heldur útgáfur margvis- legustu upplýsingarita; ein könnunin upplýsti t.d. að þrátt fyrir allan orku- sparnaðaráróður spyrna þýzkir frekar en að spara; frá 1972 hefur bensín- eyðslan aimennt aukizt úr 10.2 1/100 km í 10,7 1/100 km núorðið (nú jæja — þeir hafa jú vegina). Fjölmiðlakynningin var að sjálf- sögðu á útopnuðu allan tímann svo nærri lá að neytendur alls þessa hugs- uðu orðið fjórhjóla þegar yfir lauk. Fólksbifreiðaframleiðendur nutu sjálfsagt helztu athyglinnar og bar þar líklegast einna hæst Opel og VW, að öllum öðrum ólöstuðum, t.d. ýmsum japönskum. Opel-verksmiðjurnar kynntu nýja Ascona bílinn. Reyndar átti „fæðing- in” sér stað 1973, svo meðgöngutíminn hefur verið um 7 ár. Það hefur þó lukk- azt bærilega, nýjungar eru allt frá bíl- lyklinum til bólstrunar bílsætanna. Glansnúmer VW nefndist Santana og á þeim bæ eru það huggulegheitin sem sitja í fyrrirúmi fyrir ökumann sem og farþega — og í raun virðast þægindi „fínu” bílanna núorðið vera öllum að- gengileg. Kostnaðarsömustu sýningargripirnir voru sjálfsagt framtíðarhugsjónirriar, en samtals voru 4 slíkar á staðnum, og svo ásýndin yrði augljósari voru grip- irnir meira og minna sundurskornir. FJölmenni ver mikið á sýningunni, sérstaklege fyrste daginn, en þi komu alis 290 þúsund gestir. DB-myndir Hens Sætren—FrenkfurL Heizta ethyglin beindist sem vænta méttí aO fóiksbiium og bar Opel og Voikswegen einna hæst Opelverk- smiOjurnar kynntu Opel Ascona og þóttiþerhafe lukkazt bærilega. Austin Metro, ein heizta von Breta. Innviðir bilsins koma vel i ijós. Léttmálmar Neista tilraunastarfseminnar tendr- aði þýzka rannsóknarráðuneytið 1978 og þar með voru og kvaðirnar tilskyld- ar, til úthlutunar opinbers fjárstyrks; T.d. skyldu farartækin rúma minnst 4 pers., nýtanlegt burðarþol a.m.k. 400 kg, hámarkshraði minnst 140 km/klst„ Range Roverinn var án vafa skítugasti billinn á alþjóðlegu biiasýningunni, enda var gripurinn kominn óþveg- inn alla leið úr Sahara-ralli. og spyrna úr kyrrstöðu í 100 km/klst. ekki undir 13 sek. — auk ýmissa for- skrifta um eldsneytiseyðslu, hávaða, útblástur o.s.frv. Árangur hugstreitu verkfræðinga Audi, Daimler Benz, VW og samstarfs- nefndar tæikniháskólanema bar aug- ljós merki framfara tæknivæðingarinn- ar — tölvur og sjálfvirkni ráða nær öllu í fararskjótum framtíðarinnar. Sam- eiginlegt einkenni allra sýnanna var þó aukin nýting léttmálma í margvísleg- ustu vélar-, grindar-, og byggingar- hluta, þægilegheit ökuþórs og farþega, að ógleymdum fjölmörgum öryggis- atriðum. Orkusparnaður Orkusparnaður var skrifaður með stórum staf og helzt til umræðu, t.d. aukatækið tii eldsneytíssparnaðar í „hlutlausum”, stjórntölvan, sem breytir „cylinder” styrkleika vélarinn- ar þegar á þarf að halda (t.d. úr 8 í 4), útvarpsviðtækið „sjálf-þenkjandi” (ágætt í löndum með fleiri senda), að ógleymdri áætlunartölvunni, sem gefur til kynna stöðu og/eða frávik í akstrinum (svona svipað og flug-áæll- unar-framkvæmdir). Að sjálfsögðu var umgjörð sýningar- munanna oft í glysgjarnara lagi, t.d. flutti Rolls Royce inn sína eigin „James & Henry” — húsþjóna (rétt til að lyfta virðuleikablænum lítið eitt), gegn glansmynd annarra sýndi Range Rover aurugasta áhaldið — „rallí-jeppa” innfluttan beina (og óþvegna) leið frá Sahara — fagrar stúlkur voru i kippum en dýpstu draumórana vakti þó Daimler Benz með „karate”, þar var m.a. video innbyggt og drykkjar- áhöldin (fyrir farþegana) öll gulli slegin. Margar nýjunganna munu birtast á markaðnum innan tíðar, aðrar bíða síns tíma, og undir lok sýningarinnar gætti ákveðinnar bjartsýni meðal fiestra forsvarsmanna bifreiðaiðnaðar- ins — framtíð bílsins væri nú alls ekki svo dökkleit þrátt fyrir allt. -Hans Sætran, Frankfurt.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.