Dagblaðið - 06.10.1981, Síða 11

Dagblaðið - 06.10.1981, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1981. GEISLAVIRKIR FJÖLMIÐLAR — kjamorkumál á oddinum í Danmörku og Svíþjóö Eiga Norðurlöndin öll að lýsa yfir andstöðu sinni gegn kjarnavopnum og neita að hýsa þau? Heima á íslandi er ósköp auðvelt að láta þessa spurningu sem vind um eyru þjóta. Er hún ekki runnin undan nfjum Ólafs Ragnars Grímssonar og því þáttur í alþjóðlegu samsæri komm- únista um að draga burst úr nefi Norðurlandabúa? Og eigum við yfir- leitt nokkra samleið með hinum Norðurlöndunum í þessu máli, þar sem við erum stödd úti í ballarhafi og erum hvort sem er líkleg til að sleppa við kjamorkusprengjuna í næsta stríði? Með þessum hætti virðist málið af- greitt í flestum islenzkum fjölmiðl- um. En ekki þarf að fylgjast náið með fjölmiðlum í Svíþjóð og Dan- mörku til að sjá að hugmyndin um kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd er mikið hitamál og á því er tekið af alvöru. Síðastliðinn hálfan mánuð hafa umræður um kjarnorkuna farið fram í öllum helztu dagblöðum Svía, á báðum sjónvarpsrásum þeirra, svo og í danska sjónvarpinu sem sést ágætlega hér á Skáni. Hámarki náðu þær svo sl. viku (20.—27. september) og varla leið svo dagur að kjarnorka væri ekki milli tannanna á fjölmiðla- fólki eða léti á sér kræla með öðrum hætti í blöðum eða sjónvarpi. Ekki veit ég hvernig Svíar hafa brugðizt við þessum vikuskammti af „geisla- virkni” — likast til hafa þeir flykkzt til félagsráðgjafanna — en vesælum íslendingi fannst að aðeins væri um tvo kosti að ræða, að ganga i sjóinn eða grafa byrgi fyrir sig og fjölskyld- una. Alva Myrdal ábyrg Sennilega á Alva Myrdal einhvern þátt í að koma kjarnorkunni aftur á forsíður blaðanna eftir nokkurt hlé. í bæklingi, sem hún gat út fyrir tæpum hálfum mánuði, mælir hún eindregið með því að Evrópumenn komi sér saman um að útiloka kjarnavopn, í áföngum, þar sem Evrópa komi aðeins til með að vera leiksoppur risaveldanna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna, ef til styrjaldar drægi. Hins vegar segist Alva Myrdal ekki vera hlynnt einhliða ákvörðun Norðurlandanna um að útiloka kjarnorkuvopn og telur að slíka ákvörðun verði þau að taka í samráði við önnur Evrópulönd. Mestur var hávaðinn út af bækl- ingi hennar einmitt um siðustu helgi og þar sem sjónarmið hennar virðast ganga þvert á stefnu beggja, þeirra sem lýsa vilja Norðurlöndin kjarna- vopnalaus og þeirra sem vilja styðja NATO, virðist Alva Myrdal nú eiga lítinn möguleika á að hljóta friðar- verðlaun Nóbels. Nafn hennar var einmitt nefnt í tengslum við verð- launin ekki alls fyrir löngu. Ekki veit ég hvort Svíar eru meiri séntilmenn í „debatt” en fslendingar. Alla vega var Alva Myrdal ekki nefnd „rússaþý”, jafnvel ekki af þeim sem harðast deildu á skoðanir hennar. Hins vegar var hún að sjálfsögðu sökuð um „ábyrgðarleysi”. Friðarsinnar og draumóramenn? Danir fengu líka sinn skammt af slíkum ávirðingum í vikunni. í danska sjónvarpinu var sýndur fréttaskýringarþáttur um heræfingar NATO-herjanna í Danmörku og í tengslum við þær æfingar var dönsk- um skólabörnum boðið að ræða við erlendu herforingjana. Hvað fannst foringjunum um þá ákvörðun dönsku stjórnarinnar að útiloka kjarnavopn frá danskri grundu? Jú, þeir voru kurteisir hermennirnir en fannst samt sem Danir væru að stinga höfðinu í sandinn og sýndu ekki af sér nægilega ábyrgðartilfinn- ingu. „Danir vaða í villu og svima ef þeir halda að þéir mundu geta staðið utan við kjarnorkustríð.” Næsta innlegg í þessa upplífgandi umræðu var umræðuþáttur um heimsfriðinn og friðarhreyfingarnar í sænska sjónvarpinu á þriðjudags- kvöldið. Þar mættust pólitíkusar, áhugamenn og talsmenn friðar- hreyfinganna, m.a. þeirra sem gengu til Parísar fyrr á þessu ári. Þar héldu harðlínumenn því blákalt fram að friðarsinnar væru ekki bara draum- óramenn, heldur einnig tæki í höndum Sovétríkjanna. Við slíkum fullyrðingum eru eflaust til mörg svör, en því miður virtust þeir friðar- sinnar ekki nógu vel í stakk búnir til að svara fyrir sig. Ólafi Palme tókst það sem honum hefur ekki oft tekizt, að styðja öll þau sjónarmið sem þarna komu fram. Kúgun með kjarnorku Það var svo á miðvikudagskvöldið sem maður sat sem negldur fyrir framan sjónvarpsskerminn. Sænska sjónvarpið helgaði þá fréttaskýringa- þáttinn „Magasinet” kjarnorkunni. Útgangspunktur þáttarins var svosem ekki merkilegur. Tveir þekktir reyfarahöfundar, Collins og Lapierre, skrifuðu fyrir nokkru bók sem á ensku nefnist The Fifth Horseman sem mig minnir að ég hafi séð í bókabúðum Reykjavikur. Þessi bók er nú komin út á sænsku. Hún fjallar um það þegar Ghaddafi leið- togi Lýbíu gerir tilraun til að kúga Bandaríkin til að stofnsetja frjálst palenstínskt ríki á bökkum Jórdanár, auðvitað í trássi við vilja ísraels- manna. En kjarni málsins og bókar- innar er einmitt sá að Ghaddafi hefur látið koma fyrir kjarnorkusprengju á miðri Manhattan eyju og hótar að sprengja hana verði ekki gengið að krðfum hans. í framhaldi af umfjöllun um þessa bók var sérstaklega kynnt áður óþekkt vikingasveit vísindamanna og sérfræðinga í kjarnorkumálum sem sett var á fót í Bandaríkjunum fyrir áratug. Hefur þessi sveit það verkefni að koma í veg fyrir hefndarverk eða kúgunarstarfsemi með aðstoð kjarn- orkuvopna. Var upplýst að sl. tíu ár hefðu fleiri tugir tilrauna verið gerðar í Bandaríkjunum til að hóta kjarnorkusprengingum til fjárkúg- unar eða í öðrum tilgangi. Svíar alveg óviöbúnir Sem betur fer reyndust þær allar vera gabb, en sveitin verður samt að taka allar slíkar hótanir alvarlega þvi sýnt hefur verið fram á að með góðum vilja og þekkingu geta einstaklingar komið sér upp frum- stæðri kjarnorkusprengju. Og hvað mundu Svíar gera ef þeir væru beittir slikum hótunum? Frétta- menn „Magasinet” gengu á röðina og spurðu helztu ráðamenn um hugsanleg viðbrögð þeirra og ríkisins og þá kom í ljós að Svíar eru algjör- lega óviðbúnir allri hefndarverka- og kúgunarstarfsemi af því tagi. Ekki hefur sú vitneskja gert þeim auðveld- ara að sofna það kvöldið. En ekki var öll nótt úti enn. Þáttur- inn hafði komizt yfir viðtal sem holl- enzka sjónvarpið átti fyrir stuttu við föður nevtrón-sprengjunnar, Samuel Cohen Cohen reyndist vera bústinn og sjálfsánægður fjölskyldufaðir búandi í aldingörðum Kaliforníu og fjölskylda hans virtist kæra sig koll- ótta um uppfinningu hans. Þó gerðu hollenzku sjónvarpsmennirnir sitt bezta til að fá fram skoðanir fjöl- skyldumeðlimanna og þegar dóttir Cohens viðurkenndi að sprengja af þessu tagi væri „a terrible thing”, datt út úr Cohen að allar manneskjur væru haldnar drápfýsn, — hún væri allt að þvi eðlileg. Alva Myrdal: á móti ein- hliða ákvörð- un Norður- landa um að lýsa yfir kjarnavopna- lausu svæði. Aðalsteinn Ingólfsson skrifarfrá Svíþjóð Ekkert vandamál Þegar hann var beöinn um að lýsa sjálfum sér kallaði hann sig húm- anista og sagði að nevtrón sprengjan væri „siðferðilega æskilegt” vopn, því hún útrýmdi óvinaherjum en hlífði byggingum. Af hverju eiga Evrópubúar að koma sér upp þessari sprengju eða réttara sagt geyma hana fyrir Bandaríkjamenn, spurðu Hol- lendingarnir. Cohen sagðist vera sorrí en Evrópubúar væru bara næstu nágrannar Rússa. En hann flýtti sér að bæta við að þetta væri ekkert vandamál, — fólk gæti auðveldlega komið sér upp ódýrum byrgjum og flúið þangað þegar nevtrónsprengjum yrði beitt. Og komið svo upp aftur þgar búið væri að útrýma hermönnum þjóðarinnar. Nú hefur þetta viðtal (sem ég vona að íslenzka sjónvarpið kræki sér í) við föður nevtrón sprengjunnar varla haft minnstu áhrif á skoðanir þeirra sem trúa á þetta viðurstyggilega vopn. En hvað okkur hin snerti, sendi þessi frændi dr. Strangeloves kalt vatn niður hrygglengjuna. Samt endaði þessi kjarnorkuvika danskra og sænskra fjölmiðla á örlitlum vonarneista. Sýnd var úr- valsmynd um „föður atómsprengj- unnar”, Robert Oppenheimer, (sem ég vona sömuleiðis að íslenzka sjón- varpið láti ekki framhjá sér fara) — manninn sem lagði grunninn að hörmungunum í Hiroshima og Naga- saki en snerist síðan gegn ógn sprengjunnar. Fyrir það hlaut hann útskúfun og skömm kaldastríðs- manna og bar ekki sitt barr eftir þá meðferð. Vísindin hafa sem sagt siðferðilega vídd og kannski megum við eiga von á skoðanabræðrum Oppenheimers. En þeir verða að gera vart við sig hið snarasta áður en allt er um seinan. -AI/Lundi. Hljómleikar sem allir verða að mæta á ásamt HERB REED og sex manna hljómsveit í Háskólabíói ★ Fimmtudag 8. okt. kl. 23.00 (Miðnæturtónleikar) -K Föstudag 9. okt. kl. 21.00 ■ * Laugardag 10 okt. kl. 21.00 __u ' *'r 1 11 ^ man ekki eftir lögunum: tJNLY YOU, THE GREAT PRETENDER, TWILIGHT TIME MY PRAYER, SMOKE GETS IN YOUR EYES, O. S. FRV ATHIJGIÐ Saetin eru ^Forsala aðgöngumiða er í Háskólabíói frá kl. 16. í dag og næstu daga

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.