Dagblaðið - 06.10.1981, Side 16

Dagblaðið - 06.10.1981, Side 16
16 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1981. FÓLK Fólk við opnun Manhattan týsingastjóri Moggana, H/lmar B Jónsson ritstjóri Gestgjafans og vert- Ingamaður i Hótel LofdaMum og Ólafur Laufdal eigandi Hollywood. Fréttaritari Dagbíaðsins i Soiungarvík: Fór á fœreyingnum í verziunarferðir „Mér bauðst gott starf svo við slógum tíl og fórum vestur,” sagði Kristján Friðþjófsson, fréttaritari Dagblaðsins i Bolungarvik. Kristján er Reykvíkingur og raf- vélavirki að mennt. í byrjun árs 1979 flutti hann til Bolungarvikur ásamt eiginkonunni, Reginu Ólafsdóttur, sem einnig er Reykvikingur og syni þeirra, Róbert. Siðan hefur fjölgað i fjölskyldunni, dóttirin Bryndís hefur bætzt við. ,,Áður en við komum hingað höfðum við verið þrjú ár 1 Vest- mannaeyjum. Vinnan var stopulli i Eyjum, hér er mlkið jafnari vinna, nóg að gera og reyndar of mikið að gera. Hér gengur bara vel að kynnast fólkinu. Mér finnst persónuiega ganga betur að kynnast fbúunum hér heldur en í Vestmannaeyjum,” sagði Kristján. Ekki kom það okkur á óvart að Kristjáni gengi vel að kynnast fólkinu. Hann virtist í meira lagi félagslyndur. Áður en við yfirgáfum bæinn höfðum við komizt að því að hann var flæktur í félagsstúss af Kristján Friðþjófsson fréttaritari ásamt eiginkonunni, Regfnu, og eins og hálfs árs gamalli dóttur þeirra, Bryndfsi. Kóbert, sjö ára, var úti aó leika sér. DB-mynd: Siguróur Þorri. mörgu tagi. Hann var í karla- kórnum, hafði sungið i reviu með leikfélaginu, var i ljósmyndaklúbbi, Kiwanis og sjálfsagt einhverju fleiru en auk þess er starf hans þess eðiis að hann kemsí EÍCk' hjá því að kynnast mörgum. Hann vinnur á raf- verkstæði Jóns Friðgeirs Einarssonar og gerir við rafvélar, aðallega i frystihúsunum og bátum. Við reyndum að draga eitthvað út úr honum í sambandi við revíuna: ,,Ég var drifinn í leikrit. Þetta var söngleikur sem hét Apakötturinn. Ég iék gamlan mann, Óla vinnumann, og söng í flestum lögunum i leikritinu. Leikendur voru sex talsins. Ég hálf skammaðist min fyrir þetta, ég hafði aldrei sungið fyrr og var settur beint í söngleik. Mig minnir að hann hafl verið sýndur tvisvar sinnum.” Kristján á ásamt tveimur öðrum lítinn bát, færeying. Hann kallar bátinn „lystisnekkjuna”. Hann notar hann i tómstundum sinum, rær til fiskjar og veiðir I soðið. Eins nota þeir félagarnir bátinn til að fara á skyttiri. En það eru ekki einu notin: „Þegar ég var bíllaus i sumar notaði ég bátinn töluvert til að fara í verzlunarferðir inn á ísafjörð. Þetta var ekki nema um kiukkutima sigling,” sagði fréttaritarinn. -KMU. Þá hefur nýr skemmtistaður litið dagsins ljós á höfuðborgarsvæðinu, Manhattan. Staðurinn var opnaður með pompi og prakt á laugardags- kvöídið og voru þar mættir ýmsir þekktir menn úr bæjarlífinu. Eigendur Manhattan tóku upp á því að í stað þess að senda út boðskort auglýstu þeir eftir boðsgestunum og var ekki annað að sjá en flestir hefðu þegið boðið. Eigendur Manhattan eru þeir Grétar Hreinsson og Baldvin Heimisson. Sjómaður og prentari, sem lögðu aleigu sína undir til að gera þennan stað að veruleika, þrátt fyrir alla samkeppni. Manhattan er diskótek sem opið verður fimmtudags-, föstudags-, iaugar- dags- og sunnudagskvöld. Staðurinn tekur um fjögur hundruð manns, þar af þrjú hundruð í sæti. Tveir salir eru í Manhattan, annar þar sem danstónlistin dunar en hinn er með rólegri tónlist, þar sem gestir geta rætt saman. Öll húsgögn i Manhattan eru íslenzk framleiðsla svo og gólfteppin, sem eru sérofin hjá Álafoss fyrir þennan stað. Arkó sá um innréttingar. „Það er varla að maður trúi þessu,” sagði Baldvin er hann var spurður hvernig honum liði nú þegar staðurinn væri loks opnaður. Þá sögðust þeir félagar ekki kviða samkeppni. „Okkur hefur fundizt vanta stað hér í Kópavoginn og við teijumaðeinn staðurinn í viðbót eigi fudan rétt á sér”. í Manhattan verður boðið upp á ýmsar uppá- komur — lifandi tónlist, tízkusýning- ar og þess háttar. Ekki gera þeir aðrar kröfur til gesta sinna en að þeir séu snyrtilega klæddir. Bindisskylda er ekki, né bann við gallabuxum og leðurjökkum. -ELA. Unnur Arngrímsdóttir og örn Guð- mundsson dansari höfóu grelni- lega um ýmlslegt að spjalla en gáfu sirþó tíma tílað ttta upp fyrir myndatöku. Ogþi mi ekkl gleyma Quöna „fri Lmk" Kolbeinssynl og Hannesi Hólm- stelnl. En Guðni fikk atttað vlta um frjUshyggju. DB-myndlr Kristjin örn. Starfsfóttdð erl ditttíð 6 venjulegum búnlngum en þú skemmtnegum. Htr mi sji fjórar afgrelðslustúlkur og yfírþjónlnn Guðjón. Elgendur stoðarins, Baldvln Helmlsson og elglnkona hens, Þórlaug Guðmundsdóttlr, og Gritar Hreinsson og eiginkone hans, Hafdís Heimisdóttir.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.