Dagblaðið - 06.10.1981, Page 17

Dagblaðið - 06.10.1981, Page 17
I... !■■■ á besta staö í bænum. Þægileg vel búin herbergi. Lipur þjónusta. Kaffistofan ■ ■ ■ er allan daginn. Heitur matur, brauö, kaffi og kökur.Vistlegt umhverfi. RAUÐARÁRSTÍGUR 18 SÍMI 28866 RAUDARARSTIGUR 18 SÍMI28866 Salur... ■ ■■ leigöur út til funda og skemmtanahalds. Heitt eöa kalt borö, kökur, snittur og kaffi. burð, sem leiðir islenska nútímalist í sigti frjálsrar verslunar á alþjóða- markaði. Og í fyrsta skipti sem is- lenskt nútímalistaverk af þessari stærð er vísvitandi boðið til kaups er- lendis. Eðli hinna frjálsu verslunar kemur skýrt fram. Það er ekki lengur spurning um íslenska menningararf- leifð heldur aðeins hver býður hæsta boðið. Uppboðshaldarinn setti, samkvæmt blaðaheimildum, upp lágmarksverð 3,1 milljón nýjar krónur. Við skulum hafa í huga að gangverð samtíma- listaverka í íslenskum gæðaflokki er um 20.000—30.000 nýjar krónur. Og kominn tími til að íslensk stjórnvöld geri sér grein fyrir stöðu nútíma- menningarmála og setji hispurslaus lög gagnvart útflutningi á íslenskri menningararfleifð. Þetta er ekkert óþekkt fyrirbæri, hin frjálsa verslun gramsar víðar en á íslandi. Flest Evrópulönd hafa algerlega tekið fyrir útflutning á fornfræðilegum og list- rænum þjóðarminjum. Þá eru flestar vakandi menningarþjóðir að leita uppi og kaupa aftur áður „týnd” menningarverðmæti. Það er því furðuleg fregn að íslenskur listspá- kaupmaður sé í þann veginn að selja úr landi merkilegan kapítula í ís- lenskri listasögu. Tvíræð ráðstöfun Að sjálfsögðu áttu íslensk menn- ingaryfirvöld að koma fyrr inn í myndina. Auðvitað hefði aldrei átt að taka listaverkin út úr sínu upp- runalega umhverfi. Það hefði aldrei átt að gefa neinum tækifæri dl að klippa vérkin úr umhverfi Kjarvals til að spila með á íslenskum eða er- lendum markaði. Um leið og verkið var komið inn í sýningarsal Kjarvalsstaða varð flestum ljóst að átt hefði sér stað list- ræn fölsun. Listaverkið hafði skipt um eðli og í raun fengið tvíræða formgerð og um leið nýjan tvöfaldan lestur. Annars vegar sem málverk eftir Kjarval og hins vegar sem forn- leifafræðileg hugmynd þess eðlis að- endurreisa vinnustofu Kjarvals í framandi umhverfi. Hið „nýja lista- verk” er ekki aðeins málverk heldur einnig hlutir úr gömlu vinnustofunni. Hurð, dyrakarmur, miðstöðvarofn, borð og stóll eru orðin hiuti af lista- verkinu. Við erum i raun komin inn i myndheim popp-listamannsins George SEGAL. Kjötbúðin 1965,236,68 X 252,1 X 121,9 cm, hæð mannsins er 158 cm. Listaverk eftir George SEGAL. Þeir sem stóðu að þessari „endur- reisn” hafa ekki áttað sig á ger- breyttu inntaki list- og sjónmennta- hugtaksins í samtimalistum. Hér er því ljóst að þyngdarpunktur verksins sem hugsað var á veggfleti hefur nú færst „út fyrir rammann” og gert verkið að umhverfislistaverki í þrívídd, þ.e.a.s. veggurinn sjálfur, hurðin og ofninn, sem höfðu fyrst og fremst praktískt notagildi fyrir lista- manninn, eru nú orðin hluti af lista- verkinu. Listaverkið hefur verið rifið út úr sínu venjubundna samhengi og þannig öðlast ámóta inntak og ready- made listaverk Duchamp. Þetta er eðlileg afleiðing þegar peningahug- leiðingar sitja í fyrirrúmi. Þessi verslunarbrella minnir okkur á að á íslandi er að vaxa fram harð- svífin listaverkaverslun og það er tími til kominn að íslenskir listamenn og íslensk stjórnvöld taki afstöðu gagn- vart þessum markaði og setji ákveðn- ar reglur um höfundarrétt og útflutn- ing á íslenskum listaverkum. Gunnar B. Kvaran. DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1981. 17 [ Menning Menning Menning Menning ■K t \ Ótrúleg frétt! KJARVAL SELDUR ÚR LANDI Ótrúleg fregn. Nokkrum árum eftir að handritin eru komin heim eru uppi spádómar um að selja listaverk- ið „Lífshlaup” eftír Kjarval úr landi. Enn virðist .sagan endurtaka sig og mönnum förlast minni. Eftir alda- reynslu í mistúlkun á sögulegum rétti íslenskra menningarverðmæta eru enn að ginnast úr landi íslensk lista- verk. í nafni frjálsrar verslunar er hluti af íslenskri listmenningu boðinn upp fyrir hæsta verð. Útflutningur á listaverkum Þegar málið er skoðað nánar kemur í Ijós að hér er um að ræða at- Lifshlaup Kjarvals. f ennfremur má minna á að eftirtalin listaverk voru seld á alþjóðlegum listamarkaði í september 1981: mál- verk á striga eftír Jean Honore FRAG- ONARD, „La laitiere surprise” frá árinu 1777, stærð 0,58x0,71 m fyrir 165.000 nýjar krónur. Pastel-mynd eftir Millet, „La gardeuse de vaches”, 1855, stærð 0,305x0,465 m, seld fyrir toppverð, 343.000 nýjar krónur. Við sjáum því að íslensk listaverka- verðhefð hefur verið sprengd upp úr öllu valdi. Og síðan er freistað gæf- unnar á frjálsum markaði erlendis. í raun er ástæða að staldra við og rýna vel í eðli málsins, því það er SPENNUM BELTIN ... alltaf NOTUM LIÓS ... allan sólarhringinn að vetrarlagi llX IFERÐAR

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.