Dagblaðið - 06.10.1981, Page 27
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 6. OKTÓBER 1981.
27
I
Útvarp
Sjónvarp
D
Óvænt
endalok
—sjónvarpíkvöld
kl. 21.05:
Þátturinn „Óvænt endalok” heitir
að þessu sinni „Sjáumst á jólunum” og
það er Richard Johnson sem heldur hér
á dularfullu blómi og virðist búa yfir
launráðum.
í þessum þætti „Óvæntra enda-
loka” fáum við að sjá Sian Phillips og
verður gaman að hitta hana aftur. Hún
lék Liviu, hina valdamiklu keisarafrú, í
þáttunum um Kládíus hinn rómverska
og þótti túlka þá kaldlyndu konu með
afbrigðum vel. Þessi mynd var tekin af
henni þegar hún kom til íslands fyrir
tveimur árum síðan.
-DB-mynd: R. Th.
Ýmsar breytingar er
vetrardagskrá hefst
— Lög unga f ólksins tvisvar f viku
— kvöldvaka flutt yf ir á f östudaga
—Jónas Jónasson með nýjan þátt, „Kvöldgesti”
—þátturinn „í vikulokin” verður ekki í vetur
Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri (t.v.) með tveimur nýjum liðsmönnum, Ingibjörgu
Þorbergs og Atla Magnússyni. Þau voru bæði ráðin i stöður sem losnuðu, því
starfsmönnum á dagskrárdeild hefur ekki verið fjölgað i átta ár. DB-mynd: KÖE.
Ýmsar breytingar verða ævinlega
á dagskrá útvarpsins, þegar vetur
gengurígarð.
Hlustendur hafa þegar orðið varir
við sumar þeirra. Þannig fór Páll
Heiöar aftur að láta til sín heyra í
gærmorgun. Þetta var fjórði veturinn
sem hann verður að fara snemma á
fætur, en þáttur hans hefur nú skipt
um heiti og kallast ekki
Morgunpóstur lengur heldur
Morgunvaka. Hann hefur líka lengzt
og stendur frá 7.15 til 9.00. Inn i
hann verður skotiö fréttum, veður-
fregnum, morgunorðum og fleiru.
Páli til aðstoðar verða þau önundur
Björnsson og Guðrún Birgisdóttir.
Syrpurnar vinsælu verða áfram
eftir hádegið, líka á laugardögum. Þá
verða þeir Þorgeir Ástvaldsson og
Páll Þorsteinsson áfram með syrpu
sína eins og í sumar, en þátturinn „í
vikulokin” verður ekki á dagskrá
þennan veturinn.
Eftir fréttirnar kl. 16.00 síðdegis
verður sú breyting, að þá verða lesnar
framhaldssögur fyrir börn, en
klassíska tónlistin kemur um
klukkustund seinna á dagskrá en
verið hefur. Þetta er meðal annars
gert með tilliti til barnaheimilanna,
sem þá geta leyft börnunum að hlusta
á útvarpið áður en þau fara heim.
Lög unga fólksins verða tvisvar í
viku í stað einu sinni áður. Hildur
Eiríksdóttir stjórnar öðrum
þættinum sem fyrr, en einhver annar
verður fundinn til að stjórna hinum.
„Sennilega karlmaður — til að hafa
jafnréttið í heiðri,” sagði Hjðrtur
Pálsson dagskrárstjóri.
Annar þessara þátta verður á
föstudögum kl. 20. „Mörgum finnst
að við ættum alls ekki að hafa út-
sendingar kl. 20, því þá eru fréttir í
sjónvarpinu, sagði Hjörtur. „En
táningunum er víst alveg sama.”
Kvöldvakan, sem á sinn trygga
hlustendahóp hjá elztu kynslóðinni,
verður flutt yfir á föstudaga. Hefst
hún þegar táningarnir eru búnir að
hlusta á þáttinn sinn og farnir út á
lífið. Þeir eldri og stilltari geta þá
hlustað á frásöguþættina ínæði.
Klukkan 23.00 á föstudögum
kemur nýr þáttur „Kvöldgestir” og
stendur fram yfir miðnætti. Er það
lenging á dagskránni frá því sem
verið hefur. Jónas Jónason tekur að
sér þennan þátt. Hann mun bjóða til
sín gestum, spjalla við þá og jafnvel
bjóða þeim að leika það sem þeim
finnst skemmtilegast að heyra.
Sjálfur velur hann líka létta tónlist
og flytur kynningar. Er ætlunin að
hlustendur geti haft það notalegt
undir þessum þætti og slakað á eftir
ofvinnu vikunnar.
Flestar af þessum breytingum
verða teknar upp kringum fyrsta
vetrardag, sem að þessu sinni ber upp
á 24. október. -ihh.
„Útsýni af sjöundu hæð” heitir leikrit eftir Þorvarö Helgason sem flutt var f útvarpið
i sumar sem leið. Ljósmyndari DB tók þá þessa mynd af rithöfundinum.
GLÝJA—útvarpssagan kl. 21.30:
KYNSLOÐABILIÐ -
SÉÐ MEÐ AUGUM
MIÐALDRA MANNS
Þorvarður Helgason les í kvöld
annan lestur sðgu sinnar „Glýju”.
Sagan hefur ekki enn birzt á prenti, en
það er ekki oft sem islenzk skáldverk
eru frumflutt í útvarpið.
í skáldsögunni rifjar miðaldra
maður upp þá tíma sem hann var
ungur og bjartsýnn. Hann lýsir því
umhverfi sem þá var og þeim hug-
myndum sem hann gerði sér um lífið
og framtíðina.
Það er vel við hæfi að lesa slíka
sögu þegar framhaldsskólarnir eru að
hefjast og allt æskufólkið sezt á
skólabekk. Kannski hjálpar hún þeim
að skilja lærifeður sína ögn betur en
Þorvarður hefur lengi verið mennta-
skólakennari.
Hann er fæddur í Reykjavík 1930 og
hefur áður gefið út tvær skáldsögur:
Eftirleit 1970 og Nýlendusögu 1975.
Útvarpið hefur flutt eftir hann ein
fimm leikrit, það seinasta í sumar sem
leið og nefndist það „Útsýni af
sjöundu hæð.” Segir þar frá tveimur
mönnum, sem báðir þykjast eiga tilkall
til sömu konunnar.
-Ihh.
ESKIFJÖRÐUR
Blaðburðarfólk óskast strax á Eskifirði. Uppl.
gefur umboðsmaður í síma 97-6331.
MÉBuna
EGILSSTAÐIR
Blaðburðarfólk óskast strax í Fellabæ. Uppl. hjá
umboðsmanni í síma 97-1350.
MMBIABIÐ