Dagblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981. Góðar og vondar auglýsingar Fimmti kafli laga nr. 56 frá 1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti ber fyrir- sögnina óréttmætir viðskiptahættir og neytendavernd. Óhætt er að fullyrða að í þessum kafla lagana er að finna ýmis lagaákvæði sem eru einkar raunhæf gagnvart neytendum og atvinnurekendum. Ég hygg að menn geti almennt verið sammála um að það markmið löggjafans að stuðla að góðum viðskiptaháttum milli at- vinnurekenda og að sporna við óhæfilegri háttsemi gagnvart neytendum sé göfugt og eftirsóknar- vert markmið. Þessu markmiði verður þó trauðla náð. með laga- setningu einni samar. heldur verður slik lagasetning að haldast í hendur við víðtækt upplýsingastarf og ár- vekni yfirvalda, atvinnurekenda og neytenda. Það hefur orðið að samkomulagi milli mín og Dagblaðsins, að ég skrifi um stund nokkrar greinar í blaðið fyrst og fremst um óréttmæta viðskiptahætti og þá einkum með hliðsjón af ákvæðum laga nr. 56 frá 1978. Af minni hálfu eru þessar greinar ekki hugsaðar sem innlegg í lögfræðilega umræðu, heidur tilraun til að vekja menn til umhugsunar um málefni sem miklu varöar, en að öðru leyti verða greinarnar að skýra sigsjálfar. Góður, betri, beztur Það fer vist ekki milli mála að auglýsingar eru snar þáttur í lífi okkar. Hvort sem okkur iikar betur eða verr dynja þessi „ósköp” yfir okkur í einni eða annarri mynd og áhrifin eru meiri eða minni, góð eða slæm eftir atvikum. Ég hygg að menn geti veriö sammála um að hjá auglýsingum verði ekki komizt en jafnframt að ekki megi selja mönnum algjört sjálfdæmi i þessum efnum. Áhrifamáttur auglýsinga er mikill og ekkert eðlilegra en að lög- gjafinn setji auglýsendum ákveðnar reglur, þeim sjálfum og neytendum til aðhalds og verndar. Samkvæmt lögum nr. 84 frá 1933 var svo fyrir mælt að þess skyldi gætt um allar auglýsingar, hvort sem þær væru birtar i blöðum, tíma- ritum, útvarpi eða annars staðar, að þær væru ládaust orðaðar, lausar við skrum og hæpnar fullyrðingar, en segðu það eitt sem satt væri og rétt i öllum greinum. Þessi lagaákvæöi eru tiltölulega nýlega numin úr gildi en ég læt lesendum eftir að meta, hvernig ákvæðin voru haldin og hversu skynsamleg þau voru. í lögum nr. 56 frá 1978 eru ýmis ákvæði er lúta að auglýsingum og mér finnst tilvalið að hefja þennan greinarflokk með því að minnast nokkrum orðum á svonefndar samanburflarauglýsingar. Með hug- takinu samanburðarauglýsing er átt við aö auglýsandi beri eigin vöru eða þjónustu saman við vöru eða þjónustu annars atvinnurekanda. Sjónarmið manna á samanburðar- auglýsingum hafa 1 gegnum árin tekið umtalsverðum breytingum eða frá þvi að siíkar auglýsingar voru álimar ólöglegar vegna tillits til annarra at- vinnurekenda til að þær eru nú víðast hvar álitnarlöglegar aðuppfylltum á- kveðnum skilyrðum, enda er því ekki að neita að slikar auglýsingar geta haft verulegt upplýsingagildi fyrir neytendur. Lítil sem engin reynsla er fengin fyrir því hér á landi hvaða skilyrði samanburðarauglýsing verður að uppfylia til að hún geti talizt lögmæt ÓRÉTTMÆTIR VIÐSKIPTAHÆTTIR Þórður Gunnarsson hdl. sem slík, en ekki er ósennilegt að í framkvæmd verði í þessu efni litið til fordæma frá t.d. Danmörku og Noregi enda er löggjöf þessara þjóða að verulegu leyti fyrirmynd að lögum 56/1978. Verður að vera rótt Samanburðarauglýsing verður að vera rétt, þ.e. styðjast við staðreyndir, samanburðurinn verður að skipta einhverju máli fyrir neyt- endur, gæta verður fyllsta heiöarleika í allri framsetningu og auglýsingin verður að gefa rétta heildarmynd. Sem dæmi má nefna að verðsamanburður á vörum verður að lúta að vörum sömu eða mjög svipaðrar tegundar, varan verður að vera söm aö gæðum, aldri, útbúnaði, eiginleikum, o.s.frv. Ef borið er saman verð á tveimur vörutegundum, sem umtalsverður munur er á, verður að láta þess sérstaklega getið. Sem dæmi má nefna úr danskri réttar- framkvæmd að auglýsi fyrirtæki að menn spari 45% á því að kaupa nýsóluð dekk verður að taka það sér- staklega fram, ef sparnaðurinn er með hliðsjón af nýjum dekkjum. Samanburðarauglýsingar verða að gefa nokkuð tæmandi upplýsingar. Hversu umfangsmiklar þær þurfi að vera fer þó eftir atvikum máls hverju sinni, t.d. eftir því hvar auglýsingin birtist. Við samanburð á tveimur bif- reiðategundum í t.d. dagblaðs- auglýsingu er ljóst að velja verður og hafna og leggja megináherzlu á „aðalatriðin”. Hins vegar væri ástæða til aö gera mun ríkari kröfur í þessu efni ef um fagtímarit væri að ræða. Beinn og óbeinn samanburður Samanburður í auglýsingu getur verið bæði beinn og óbeinn. Hann er beinn ef vörur fyrirtækisins A eru bornar saman við vörur fyrirtækisins B, en hann er óbeinn ef í auglýsing- unni segir t.d. vörur frá A eru beztar. Sennilega yrði einnig litið á það sem samanburð ef í auglýsingu stæði að engar vörur væru betri en vörurnar frá A. Sem dæmi um ólögmæta samanburðarauglýsingu mánefna á- greining sem upp kom í Noregi milli norska Hótel- og veitinga- sambandsins annars vegar og hins vegna þekktrar ferðaskrifstofu, þ.e. Stjernereiser Norsk A/S. Ferðaskrifstofan gaf út auglýsinga- bækling sem sérstaklega var ætlaður hópum, sem héldu ráðstefnur á hótelum. í þessum pésa var gerður beinn samanburður á því sem ferða- skrifstofan áleit að norsk hótel og veitingahús gætu boðið uppá annars vegar og hins vegar erlend hótel, þ.e. hótel utan Noregs. í bæklingnum voru m.a. nokkrar myndir. Á einni þeirra sat maður við sundlaugarbarm og las í bók á meðan tveir aðrir veltust um í vatninu. Undir myndinni stóð í hléum bjóðum við uppá þetta í stað þess að hírast í reykmettuðum kaffistofum í norskum hótelum. Á annarri mynd sátu fjórir menn í kringum matborð sem staðsett var á fögrum útisvölum. Undir myndinni stóð. Þetta bjóðum við uppá í stað „svolítið” leiðinlegra en fyrst og fremst dýrra norskra veitingahúsa. Það þarf ekki að fjölyrða hvor aðilinn tapaði þessu máli og í for- sendum úrskurðaraöilans kemur fram, auk þess sem áður er minnzt á, i sambandi við lögmæt i saman- burðarauglýsinga, að bein niðrandi ummæli um keppinaut(a) séu ólögmæt. — Að lokum má nefna sér- stakt form samanburðar, þar sem tilgangurinn er fyrst og fremst sá að notfæra sér viöskiptavild þekktari keppinauta. Sem dæmi um slíkt mætti nefna að tiltölulega óþekkt ferðaskrifstofa auglýsti vetrarferðir til staöa „sem hvorki Útsýn né Úrval byðu uppá”. Slíkur auglýsingamáti var ástæðulaus og ekki i samræmi við góða viðskiptahætti. Þórflur Gunnarsson. Fínar kartöf lur í Grænmetinu: Litlu kartöflumar mjög fallegar að sjá „Við höfum ekkert með flokkun kartaflna að gera hér í þessari stofn- un,” sagði Sigurður Tryggvason verkstjóri hjá Grænmetisverzlun landbúnaðarins í Síðumúla er DB litu þar inn til þess að skoða litlu kartöfl- urnar sem flokkaðar höfðu verið í II. gæðaflokk og þar með II. verðflokk. Sigurður leiddi okkur að færi- bandinu þar sem verið var að bursta af kartöflunum, tína úr þeim, ef eitt- hvað var skemmt og pakka þeim í poka. Ekki var hægt að sjá annað en þetta væru fyrsta flokks kartöflur,1-' H Ný pökkunarvél hefur veriö tekin f notkun í grænmetinu. Neyzla höfuö- borgarbúa er i algjöru lágmarki, 34 tonn á viku. Hámarkið er um 100 tonn áviku. Húsmæðrafélagið: r uiiagrædi að fá bæði litlar og stórar kartöf lur saman f poka Húsmæðrafélag Reykjavíkur hefur sent blöðum fréttatilkynningu bar sem lýst er yfir stuðningi við þá brevt- ingu sem gerð var á reglugerð um flokkun á kartöflum núna uri miðjan september. Vekur félagið a.sygli á þeirri óhagræðingu sem því fylgir að fá í sama poka kartöflur sem þurfa hálftíma suðu og kartöflur sem þurfa 10—15 mínútna suðu. Hins vegar telur félagið æskilegt að þeir'neytend- ur sem vilja geti keypt smáar kar- töflur. Eiga þá þær kartöflur ekki að vera á sama verði og fyrsti flokkur. Gerir félagið þær kröfur til bænda að þeir fari eftir þessari nýju reglugerð. -DS. —Oft munar litlu á því hvort kartöflur lenda í I. eða II. flokki—Munurinn vart greinanlegur með berum augum Sigurður Tryggvason og Sighvatur Jóhannsson eru báöir búnir að starfa i sautján ár hjá G,r ænmetinú og sögðust hreint ekki vera orðnir leiðir á kartöflunum og öllu þvi þrasi sem þeim fylgir jafnan!

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.