Dagblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 28
Jóhann H. Jónson, bæjarráðsmaður Framsóknarflokksins í Kópavogí: Framsókn ekki á iítleið úr meirihlutasamstarfi —ef meirihlutinn er að springa, þá sprengja hann einhverjir aðrir en við „Framsóknarflokkurinn er ekki á útleið-"út úr meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Kópavogs,” sagði Jóhann H. Jónsson, bæjarráðs- maður Framsóknarflokksins, í morgun. „Ef meirihlutinn er að springa, þá verða það einhverjir aðrir sem sprengja hann.” Guðmundur Oddsson, bæjarráðs- maður Alþýðuflokksins, sagði í við- tali við DB í gær að um djúpstæðan ágreining í skólamálum væri að ræða milli Alþýðuflokks og Alþýðubanda- lags annars vegar og Framsóknar- flokks, Sjálfstæðisflokks og Borgaralista hins vegar. Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag vildu ekki láta Þinghólsskóla af hendi en hinir flokkarnir vildu halda þeim möguleika opnum í viðræðum við menntamálaráðuneyti. „Framsókn er að halla sér að Sjálfstæðisflokkn- um, þeir eiga bara eftir að stíga skrefið til fulls,” sagði Guðmundur. 1 Þjóðviljanum í morgun er Björn Ólafsson bæjarráðsmaður spurður að því hvort ágreiningurinn um skólamálin kunni að hafa áhrif á meirihlutasamstarfið í Kópavogi. „Það er ekki nokkur vafi á að það hefur áhrif ef samherjar í meiri- hlutanum neita að ræða og taka þátt í samningu tillagna sem meirihluti hyggst standa að. Ef Framsóknar- flokkurinn stendur að baki fulltrúa sinum í þessu máli þýðir það ekki nema eitt,” segir Björn þar. ,,Ég hef heyrt þessar hótanir áður, þetta er ekki í fyrsta skipti sem ágætir samstarfsaðilar okkar hóta meiri- hiutaslitum,” sagði Jóhann H. Jóns- son í morgun. ,,Ég sé ekki að þetta sé mál þess efnis að til slíks ætti að koma. Það er ljóst að framhalds- skóli, menntaskóli eða fjölbrauta- skóli, verður í einhverju húsnæði sem grunnskólinnerinúna.” ■ -JH. 'Gunnlaugur Carl Nielsen og Sigriður Stanleysdóttir sigurvegarar keppninnar Vikan velur módel. DB-mynd: Einar Ólason. Þau þóttu efnilegustu módelin Sigríður Stanleysdóttir og Gunn- laugur Carl Nielsen fögnuðu sigri i gærkvöldi, er Sigurður Hreiðar rit- stjóri Vikunnar tilkynnti úrslit keppn- innar „Vikan velur módel” í hófi sem fram fór í Hollywood. Sex stúlkur og fjórir piltar hafa undanfarið verið á námskeiði hjá Módelsamtökunum og valdi dómnefndin tvö efnilegustu eftir það. Verðlaunin eru vikuferð til New York auk þess sem ýmis fyrirtæki færðu keppendunum gjafir. Keppni þessi fór af stað í júní en þá voru þau tíu sem kepptu til úrslita valin úr þrjátiu manna hópi. í sumar hefur Vikan kynnt keppendurna fyrir lesend- um sínum og nú hafa sem sagt úrslitin verið kynnt. I dómnefnd keppninnar sátu Sig- urður Hreiðar ritstjóri Vikunnar, Unnur Arngrímsdóttir hjá Módelsam- tökunum og Ottó Ólafsson frá auglýs- ingastofunni Gylmi. Dómnefndin sagði í gærkvöldi að valið hefði verið erfítt, í rauninni hefði allur hópurinn átt að fara til New York. „En reglur eru reglur og eftir þeim verður að fara,” sagði Sigurður Hreiðar. Boðsgestir í Hollywood i gær voru svo margir sem komast fyrir á staðnum. -ELA. Olíutankamálið rætt í bæjarstjórn Keflavíkur: Lögbann á leiðsluna eða ný birgðastöð á vellinum Olíuleiðslur og -tankar fyrir Kefla- víkurflugvöll urðu í fyrrakvöld, enn einu sinni, tilefni umræðna. Tvær til- lögur voru lagðar fram á bæjar- stjórnarfundi í Keflavík og var þeim báðum vísað til bæjarráðs, til sam- ráðs við Njarðvíkurbæ. Fyrri tillagan kom frá Ólafi Björnssyni, bæjarfulltrúa Alþýðu- flokksins. Var hún á þá leið að sam- þykkt yrði að leita samráðs við bæjar- stjórn Njarðvíkur um að fá sett lög- bann á olíuleiðslur þær og tanka, sem eru á mörkum byggðarinnar, þar til fyrir lægi yfirlýsing Siglingamála- stofnunar um að umrædd mannvirki stæðust þær kröfur sem gerðar væru til þeirra. Hin tillagan kom frá Karli Sigur- bergssyni, bæjarfulltrúa Alþýðu- bandalagsins. Gerði hún ráð fyrir því að leitað yrði samráðs við bæjar- stjórn Njarðvíkur um að olíutanka- málið yrði leyst á grundvelli hug- myndar sem komin er frá Esso. Sú hugmynd er á þá leið að í stað nýrrar olíuhafnar í Helguvík verði byggð ný birgðastöð á Keflavíkur- flugvelli og að leiðsla sú sem nú liggur um byggðina verði áfram not- uðen grafiní jörð. Karl Sigurbergsson sagði i samtali við DB að tillaga sín væri grundvöll- uð á þeirri hugmynd að í stað Helgu- víkurstöðvar, allt að 200 þúsund rúmmetrar að stærð, yrði byggð 50 þúsund rúmmetra birgðastöð inni á Keflavíkurflugvelli. Helguvíkurhug- myndin gerði hvort er er ráð fyrir 28 þúsund rúmmetra stöð inn á vellin- um. Það sem fyrir bæjarstjórnarmönn- um liggur er að losna við tungu þá sem gengur úr vallarsvæðinu vegna olíumannvirkja og klýfur byggðina. Þetta svæði er afgirt vegna þess að oliuleiðsla liggur þar ofanjarðar frá Keflavíkurhöfn. Efst i þeirri tungu eru olíugeymarnir sem menn óttast að vatnsbólum ekki langt þar-frá geti stafað hættaaf. -KMU. frjálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 8. OKT. 1981. Látlaustfannkyngi áAkureyri Það er ekkert lát á „vetrarríki” á Akureyri. í morgun tók að snjóa um hálffimmleytið og var linnulaus hríð til kl. 9 að aðeins tók að slota, að sögn veðurathugunarmanna á Akureyri, sem jafnframt eru Iögreglumenn staðarins. Er nú talið að um 40 cm jafnfallinn snjór sé á Akureyri og í nágrenni og að auki hefur svo víða fokið í skafla. Færðin er mjög erfið því hitastig er um frostmark og snjórinn því erfiður yfir- ferðar. -A.St. Fimm metra fall af þaki Vinnuslys varð við Nökkvavog 21 í gær. Voru þar tveir menn að vinna á þaki íbúðarhúss er annar féll niður. Fallið var um 5 metrar að sögn lögreglumanna. Sá er féll virtist í fyrstu að minnsta kosti hafa sloppið betur en á horfðist. Voru meiðsli hans ekki talin verulega alvarleg, hvað sem síðar kemuríljós. -A.St./DB-mynd S. Áskrifendur DB athugið Einn ykkar er svo ljónheppinn að fá að svara spurningunum i leiknum „DB-vinningur f viku hverri”. Nú auglýsum við eftir honum á smá- auglýsingasfðum blaðsins f dag. Vinningur í þessari viku er Út- sýnarferð til St. Petersborg Beach með ferðaskrifstofunni Útsýn, Austurstræti 17 Reykjavik. Fylgizt vel með, áskrifendur, fyrir næstu helgi verður einn ykkar glæsilegri utanlandsferð ríkari. hressir betur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.