Dagblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 08.10.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 8. OKTÓBER 1981. 15 wBaiHMai I rtTtlufM ■M——HMHUMBfcaaMWBBMPrgM ígiu llTOT íþróftir iþróttir iþróttir iþróttir D Pétur skoraði úr víti er Anderlecht vann heppnissigur á Lokeren. Meiddist á hné 15 mín. fyrir leikslok „Við vorum heppnir að hljóta bæði stigin í leiknum við Lokeren hér i Briissel i gærkvöld. Anderlecht sigraði 3—2 eftir að staðan i hálfleik var 0—1 fyrir Lokeren. Ég var i byrjunarliði Anderlecht og Arnór Guðjohnsen lék allan leikinn með Lokeren. Fimmtán mfn. fyrir leikslok fékk ég spark f hné og varð að fara út af. Ég veit ekki fyrr en siðar i dag hvort meiðslin eru alvar- leg,” sagði Pétur Pétursson, þegar DB ræddi við hann. Pétur skoraði eitt af mörkum Anderlecht úr vitaspyrnu. Það var mikill áhugi á þessum leik í Brilssel, uppselt og áhorfendur um 40 þúsund. Lokeren náði forustu í fyrri hálfleik með marki danska markaskor- arans mikla, Preben Elkjær Larsen. Snemma í síðari hálfleik var dæmd vítaspyrna á Lokeren fyrir hönd innan teigs. Pétur tók spyrnuna og skoraði 1 — 1. Anderlecht komst síðan í 3—1 með mörkum Kenneth Brylle og Willie Geurds en Larsen minnkaði m uninn í 3—2. Leikurinn var skemtilegur og fjörugur og mikil stemmning. Lokeren fékk mjög góð tækifæri, sem liðinu tókst ekki að nýta, og nokkur heppnis- stimpill á sigri Anderlecht að sögn Péturs. Frí verður nú í ellefu daga í 1. deildinni vegna HM-leiks Belgíu og Hollands og Pétur fær því góðan tíma til að jafna sig í hnénu. Arnór slapp við meiðsli í leiknum og heldur til móts við íslenzka landsliðið á sunnudag. Úrslit í gær urðu þessi. Mechelen—FC Liege 0—0 CS Brugge—Beringen 3—2 Waterschei—Lierse 0—0 Anderlecht—Lokeren 3—2 T ongeren—Winterslag 1 —0 Standard—Courtrai 3—0 Antwerpen—FC Brugge 3—0 ' Beveren—Ghent 0—0 Waregem—Molenbeek 1—0 Staðan er nú þannig: ' - Anderlecht 8 5 2 1 20—9 13 Ghent 7 5 11 10—5 11 Standard 8 4 3 1 16- -8 11 FC Liege 8 4 2 2 13- -7 10 Antwerpen 8 4 2 2 10- -4 10 Lierse 8 4 2 2 12- -10 10 Lokeren 8 4 1 3 9- -8 9 Tongeren 8 3 2 3 11- -11 8 Courtrai 8 3 2 3 8- -11 8 Molenbeek 7 3 1 3 9- -10 7 CS Brílgge 8 3 1 4 16—18 7 Waregem 8 2 2 4 7- -7 6 Beveren 6 2 2 2 5- -5 6 FC BrOgge 8 2 1 5 12- -15 5 Waterschei 8 1 3 4 8- -16 5 Beringen 5 2 0 3 7- -9 4 Winterslag 7 1 1 5 5- -16 3 Mechelen 8 0 3 5 8- -15 3 41. tbl. 43. árg. 8. október 1981 — Verð 27 kr. Ný framhaldssaga Pat Benatar í opnu Fimm mörk Liverpool Meistarar Liverpool i deildabikarnum unnu stærsta sigurinn i gærkvöld, þegar fyrri leikirnir i 2. umferð f keppninni voru háðir eða þeir sem eftir voru. Margir leikir á þriðjudag. En það skyggði á 5—0 sigur Liverpool á Exeter að aðeins 11.478 áhorf- endur voru á Anfield. Fæstir áhorfendur sem þar hafa verið á meiri háttar leik. staðan 3— 0 f hálfleik. Ian Rush, Terry McDermott og Kenny Dalglish skoruðu. Glæsimark hjá Rush, þrumufleygur af 25 metra færi. 1 þeim siðari skoraði hann aftur og Ronnie Whelan fimmta markið. Andy Gray skoraði fyrir Úlfana gegn Aston Villa á 32. mín. en var svo rekinn af velli á 54. mín. Strax á eftir kom Joe Gallagher Úlfunum í 0—2. Þá vöknuðu leik- menn Villa. Des Bremner og Andy Blair jöfnuðu og rétt í lokin skoraði Tony Morley, sem hafði komið inn á fyrir Peter Withe, sem meiddist, sigurmark Villa. Verra var hjá Notts County í Lincoln. Tveir leikmenn liðsins, Benjamin og Christie, reknir af velli. Leikmenn County níu lokakaflann en náðu þójafntefli 1—1. Úrslit í gær. Aston Villa—Wolves 3—2 Blackburn—Sheff.Wed. I—1 Bradford—Mansfield 3—4 Derby—West Ham 2—3 Leeds—Ipswich 0—1 Lincoln—Notts Co. 1 — 1 Liverpool—Exeter 5—0 Man. City—Stoke 2—0 Newcastle—Fulham 1—2 Sunderland—Rotherham 2—0 Tottenham—Man. Utd. 1—0 Norwich—Charlton 1—0 Leikmenn Man. Utd. voru miklir klaufar Ármann vann Einn leikur fór fram í 3. deild karla í hand- knattleik i gærkvöldi. Ármann og Ögri léku í Laugardalshöllinni og sigruðu Ármenningar, sem féllu i 3. deild í fyrsta skipti i fyrra, örugglega, 35—10, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 14—1. Ögri, félag heyrnar- daufra, tekur nú i fyrsta skipti þátt i íslands- mótinu i handknattleik. Liðið tapaði einnig með nokkrum mun gegn Akranesi á dögun- um en fall er fararheill og þátttaka félagsins er stór áfangi i málefnum fatlaðra. -VS. að tapa á White Hart Lane. Mun betra liðið framan af. Á 3. mín. fékk United horn- spyrnu sem Wilkins tók. Frank Stapleton skallaði að marki og knötturinn var á leið í markið, þegar Steve Coppell kom og ætlaði að bæta um betur en spyrnti yfir. Marc Falco meiddist á 10. mín. og kom Giorgio Mazzon í hans stað hjá Tottenham. Eftir því sem leið á hálfleikinn kom Tottenham meira inn í myndina en Steve Coppell fékk þó aftur dauðafæri í lok hálfleiksins. Skallaði fram- hjá af 4 metra færi og markið opið. Mikil spenna í s.h. og rúmlega 40 þúsund áhorf- endur vel með á nótunum. Á 63. mín. slas- aðist Gary Birtless og var borinn af velli. Tveimur mínútum síðar skoraði Steve Archibald sigurmark Tottenham. Mikið klaufamark Gary Bailey. Hann var allt of framarlega, þegar Archibald fékk knöttinn við vítateiginn. Reyndi að vippa yfir Bailey, sem hafði hendur á knettinum og missti hann svo í markið. Bryan Robson lék sinn fyrsta leik með United. Átti rólegan dag og var bókaður. Liðin: Tottenhan: Clemence, Perr-yman,. Houghton, Miller, Roberts, Ardiles, Hoddle, Villa, Falco (Mazzon), Archibald og Galvin. Man. Utd.: Bailey, Gidman, Albiston, Buchan, Moran, Robson, Wilkins, Mcllroy, Coppell, Stapleton, Birtles (Duxbury). Fjörleikur í Derby. Heimaliðið komst yfir á 10; mín. með sjálfsmarki Ray Stewart. DavidCross jafnaði á 13. mín. og misnotaði síðan tvö góð færi. í fyrsta upphlaupinu, eftir 10 sek. í s.h. skoraði Kevin Hector, sem verður 37 ára í næsta mánuði, annað mark Derby. Trevor Brooking jafnaði í 2—2 á 47. mín. Fimm mín. fyrir leikslok skoraði Stew- art sigurmark WH úr vítaspyrnu. Eric Gates skoraði sigurmark Ipswich í Leeds á 72. mín. eftir að Ipswich hafði lengi átt í vök að verj- ast. Dennis Smith skoraði furðulegt sjálfs- mark í leiknum á Maine Road. Kastaði sér niður og skallaði með tilþrifum í eigið mark. Asa Hartford skoraði siðara mark Man. City. Fox, markvörður Stoke, varði víta- spyrnu frá Dennis Tueart. Arsenal bauð Man. City 450 þúsund pund í Tommy Caton í gær. Boðinu strax hafnað og hjá Man. Utd. tilkynnti Coppell í gær, að hann vildi alls ekki fara frá félaginu. Lék sinn 200 deilda- leik í röð með United á laugardag. Rowell og Ritchie skoruðu mörk Sunderland, Hooks fyrir Notts Co. -hsim. „Ég vona að þetta sé ekkl alvarlegt en eins og máliö stendur núna er óljóst hvort ég gerist atvinnumaöur hjá Fortuna Dússeldorf. Sennilega fer ég ekki til Þýzkalands aftur á föstudag eins og til stóö,” sagði Pétur Ormslev, þegar DB ræddi viö hann. Þeir Pétur og þýzki umboðs- maðurinn Reinke komu til íslands í gær. Hófu viðræður i gærkvöld við forráðamenn knattspyrnudeildar Fram. Þar kom fram nokkur ágrein- ingur um atriði í samningsuppkasti Péturs við þýzka félagið og fór málið í strand í bili að minnsta kosti. „Ég veit ekki hvernig þýzka félagið tekur þessu en það skýrist næstu daga, þegar Reinke hefur rætt við forráða- menn Dússeldorf,” sagði Pétur. Myndin að ofan var tekin, þegar Pétur og Reinke komu til fundar við forráðamenn Fram að Hótel Loft- leiðum í gærkvöldi. DB-mynd Bjarnleifur. Uppskeruhátíð hjá dómuram Knattspyrnudómarar efna til uppskeru- hátíðar um helgina og hefst hún kl. 19 á laugardag í Snorrabæ. Knattspyrnudómara- samband íslands skorar á alla dómara að mæta en aðgöngumiðarnir eru hjá Villa Þór rakara._______________ Þorsteinnístað Guðmundar „Landsliðshópurinn sem fer til Wales verður óbreyttur frá HM leiknum við Tékka á dögunum, nema Þorsteinn Bjarnason, markvörður frá Keflavik, tekur sæti Guð- mundar Ásgeirssonar,” sagði Helgi Daníels- son formaður landsliðsnefndar KSÍ i gær. Eins og kunnugt er leika Wales og ísland í undankeppni HM þann 14. október, næsta miðvikudag, og verður leikið á Vetch Field, heimavelli 1. deildarliðs Swansea. Flogið verður til London á sunnudag og þar munu atvinnumennirnir sex, Atli, Janus, Ásgeir, Magnús, Arnór og Örn, koma til móts við félaga sína sama dag. -VS. Valur hitti fyrir ofjarla sína í London þegar liðið tapaði fyrir Crystal Palace 118-80 „Þetta fór nú eins og við reiknuðum frekar með,” sagði Einar Matthías- son, liðsstjóri Vals, þegar DB náði tali af honum simleiðis í gærkvöldi. „Lið Crystal Palace er geysisterkt, þeir hafa sex leikmenn sem eru jafnháir eða hærri en hæsti leikmaður okkar. í liðinu eru fjórir Ameríkanar, tveir af þeim enskir ríkisborgarar, og það leikur mjög hraðan og skemmtilegan körfuknattleik,” sagði Einar. Það fór eins og búast mátti við, Vals- menn sóttu ekki gull í greipar ensku bikarmeistaranna, Crystal Palace, er Iiðin mættust í Evrópukeppni bikar- hafa í London í gærkvöldi. Crystal Palace sigraði örugglega með 38 stiga mun, 118—80, eftir að staðan í hálfleik hafði verið 60—26 þeim ensku í hag. Fyrri hálfleikurinn reyndist Vals- mönnum mjög erfiður. Crystal Palace pressaði mjög stíft í byrjun og beitti svæðispressu um allan völl. Jafnt á 1. mín. 2—2, í eina skiptið f leiknum. Palace skoraði þá 6 körfur í röð, staðan 14—2, tölur sem knattspyrnu- menn okkar þekkja betur. Eftir 7 mín- útur stóð 24—8 en þá tóku Valsmenn aðeins við sér og munurinn jókst ekki næstu fimm minúturnar, staðan 35— 18. Þá setti Palace allt í gang á ný og staðan i hálfleik eins og áður sagði 60—26. Valsliðið lék mun betur í síðari hálf- leik enda höfðu menn þá áttað sig betur á aðstæðunum. Stigaskorunin var mjög áþekk hjá liðunum í hálfleiknum og tókst Val að minnka stöðuna aðeins, þegarbezt lét stóð 80-50. Loka- tölurnar siðan 118—80 og Crystal Palace vann því síðari hálfleikinn með aðeins4stiga mun. „Crystal Palace lék oft á tíðum stór- kostlega en maður naut þess ekki sem skyldi þar sem Valur var í hlutverki þolandans,” sagði Einar. John Ramsey skoraði langflest stig Valsmanna, nær helming eða 39. Kristján Ágústsson átti mjög góðan leik bæði í vörn og sókn og skoraði 18 stig. Ríkharður Hrafnkels- son skoraði 13. Þá átti Torfi Magnús- son mjög góðan leik, sérstaklega í vörn. Að sögn Einars voru allar móttökur Crystal Palace til mikillar fyrirmyndar Nýjar alþjóðlegar leikreglur i hand- knattleik tóku gildi 1. ágúst síðastliðinn og gilda til næstu fjögurra ára. Þarsem íslandsmótið er nú nýhafið er ekki úr vegi að renna yfir helztu breytingarnar. Markmiðið með þeim er betri og mark- vissari uppröðun á reglunum ásamt ýmsum ótviræðum ákvæðum sem auðvelda dómgæzluna. Þær gefa möguleika á hraðari leik og koma i veg fyrir grófan leik án tilfinnanlegra refs- inga hlutaðeigandi leikmanna. Mikilvægustu breytingamar eru þær að skora má beint úr öllum köstum, til dæmis frumkasti, útkasti og innkasti. Hornkast flokkast í reglu um innkast og framkvæmt á enda hliðarlínu. j inn- kasti skal standa með að minnsta kosti annan fótinn á hliðarlínu. Hinn má vera hvar sem er. og báðu strákarnir fyrir kveðjur heim. Liðin mætast að nýju á föstudags- kvöld, þá í Slough sem er útborg London. Einar taldi að fjarvera Val Brazy, Fram, sem upphaflega átti að leika með Valsmönnum, hefði munað 15—20 stigum fyrir Val, sérstaklega hefði munað mikið um hann á upp- hafsmínútunum þegar pressa enska liðsins var yfirþyrmandi. Ef dæmt er gegn liði því, sem 'hefur knöttinn, skal sá sem heldur knettinum leggja hann niður. Ef ekki kostar það brottrekstur. Markvörður má yfirgefa markteig án knattar og fara um allan völl. Liðs- starfsmenn og liðsmenn, sem ekki eru í 'leik, mega ekki fara inn á völlinn nema með leyfi dómara. Viðurlög eru tveggja minútna brottvikning fyrir leikmann, áminning fyrir liðsstarfsmann. Regla þessi er í gildi allan leiktimann, einnig ef Ieiktími er stöðvaður, til dæmis vegna meiðsla leikmanns. Brjóti leikmaður gróflega á mótherja skal hann útilokaður, það er tekur ekki meira þátt i leiknum, en skiptimaður kemur inn á eftir tvær minútur. Við út- kast mega mótherjar markvarða standa við markteiginn. -VS. Nú er hægt að skora úr innkasti: Nýjar leikreglur í handknattleiknum —semgildatilnæstufjögurraára Sólargeisli ífjár- hagsörðugleikum HSÍ - sagði Júlíus Hafstein, formaður HSÍ, eftir að SÍS hafði látið sinn árlega styrk til íþróttahreyf ingarinnar renna til HSÍ „Verkefnin sem blasa við handknatt- leikssambandinu eru mörg og ekki hægt að segja til um nú hvernig styrkn- um verður varið,” sagði Július Hafstein, formaður HSÍ, eftir að HSÍ hafði verið veittur hinn árlegi styrkur sem SÍS lætur renna til iþrótta- hreyfingarinnar. „Margt kemur til greina, unnið er að útbreiðslu og efl- ingu íþróttarinnar, ýmislegt er á döf- inni í landsliðsmálum og svo þurfum við að borga niður gamlar syndir,” sagði Júlíus. Samband islenzkra samvinnufélaga úthlutaði styrknum í gær en að þessu sinni var upphæðin 150.000 kr. Umsóknir bárust frá ellefu sérsam- böndum innan ÍSÍ og að sögn Erlends Einarssonar, forstjóra SÍS, var valið erfitt, öll sérsamböndin væru verðugir styrkþegar. Styrkurinn er veittur nú fyrir árið 1982 en styrkinn fyrir þetta ár hlaut Körfuknattleikssambandið. ,,Jú, það kom mér nokkuð á óvart að HSl skyldi verða fyrir valinu,” sagði Júlíus Hafstein. „Við vönduðum vel til okkar umsóknar eins og allir aðrir hafa eflaust gert. Það sem er ánægjulegt við þetta lofsverða framtak SÍS er að þeir skuli líta á íþróttir sem menningarmál og verður það vonandi fleirum til eftirbreytni. Þessi styrkur er sem sólargeisli í fjárhagserfiðleikum HSÍ.” Óhætt er að takfi undir orð Júlíusar um þessa styrkveitingu. Gífurlegar fjárhæðir þarf til að reka íþrótta- hreyfinguna og íþróttasamböndin þurfa hvað eftir annað að leita til fyrir- tækja og annarra til að hægt sé að standa undir kostnaði. Enginn þarf að efast um að HSÍ er vel að þessum styrk komið. Fjárhagsörðugleikar HSÍ hafa verið miklir, ekki sízt vegna þess að ísland hefur ætíð staðið framarlega á alþjóðavettvangi í handknattleik. Til að halda þeirri stöðu þarf að kosta miklu og sem dæmi um fjárþurrð HSÍ að undanförnu má geta þess að nýlega féll dómsskuld vegna vaxta á HSÍ og til stóð að taka skrifborð í eigu HSÍ upp í skuldina. Til þess þarf nú væntanlega ekki að koma. -VS. Júlíus Hafstein, formaður HSÍ, tekur við iþróttastyrk SÍS úr höndum Erlends Einarssonar forstjóra SÍS. Upphæðir sem SÍS veitir til iþróttahreyfingarinnai fyrir árið 1982 er kr. 150.000 og rcnnur hún óskipt til handknattleikssambands- ins. Á milli Júliusar og Erlends situr Sveinn Björnsson, forseti ÍSÍ. Sovétmenn unnu Tyrki Sovétmenn styrktu enn stöðu sina i 3. riðli undankeppni HM i knattspyrnu er þeir sigruðu Tyrki i Ismir i gær með þremur mörkum gegn engu. Shengelia skoraði fyrsta markið eftir 16 minútur og Oleg Blokhin kom gestunum í 2—0 á 36. min. Hann skoraði siðan aftur á 53. min. og sigur Sovétmanna var öruggur. Þelr tóku þar með forystuna i 3. riðli en staðan er þannig: Sovétríkin Tékkóslóvakia Wales ísland Tyrkland 5 4 10 14—1 6 4 11 14—3 6 4 11 10—2 7 2 1 4 8—19 8 0 0 8 1—22 9 9 9 5 0 Tyrkir hafa þvi lokið leikjum sínum og fengið allháðu- lega útreið. Eitt mark skorað, gegn íslandi, úr vítaspyrnu. -VS. GYLMIR • G4H 21 5 Á morgun höídumvið Góðborgaradag Óíafsvíkmgi 'iátíðkgan. ÞájdaBr Óísarar, stadáxr í Sorgimv ókeypis g(as af bragðgóðit ísííöídii ogjreyðandi PEI- Með Góðóorgarcáveðju.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.